Alþýðublaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.02.1947, Blaðsíða 3
Suimudagur, 2 feb. 1947. ALÞYÐUBLAÐIÐ Heyrt og lesið - ...- ÁTTUNDA OG SÍÐASTA bindi ritsafns Jóns Trausta, sem bokaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar hóf útgáfu á fyr- ir nokkrum árum, kemur út í þessum mánuði. Aðalsteinn Sig- mundsson annaðist útgáfu tveggja fyrstu bindanna, en eft- ir fráfall hans hefur Pétur Lár- usson annazt útgáfu ritsafnsins. * FINNSKA NÓBELSVERÐ- LAUNASKÁLDIÐ F. E. Sillan- páá var heilsulítill á styrjaldar- árunum og var talið, að vart væri að vænta frá honum nýrra skáldverka. En nú hefur hann gefið út skáldsögu, sem myndi heita á íslenzku „Fegurð og hörmungar mannlífsins“. Fyrsta útgáfa bókarinnar nam 30 þúsund eintökum og seldist upp á fáum dögum. =1= f DANMÖRKU kom út fyrir jólin ný bók eftir Bjarna M. Gíslason, rithöfund. Hún heitir „Island under Besættelsen . og Unionsagen“, og er hún djarf- lega og hressilega rituð. Höf- undurinn hefur gefið ritlaun sín Finnlandshjálpinni dönsku. * DANSKI RITHÖFUNDUR- INN Nis Petersen, sem lézt fyr- ir nokkru, hefði orðið fimmtug- ur 22. f. m. í tilefni þess gaf Gyldendal þann dag út nýja útgáfu af þrem bókum eftir hann, ljóðasafnið „Nattens Pibere“, smásagnasafnið og ljóðasafnið „Stynede Popler“. og ljóðasafnið ,,Lyrik.“ * SAGNABÁLKUR norska rit- höfundarins Ronalds Fangens „Kvernen som maler langsomt" hófst skömmu fyrir styrjöldina og nefndist fyrsta bindi henn- ar ,,Borgerfesten“. Fangen lét eftir sig handrit að öðru bind- inu, en hann lézt af slysförum í fyrra. Kom það út í haust og heitir „Presten". BÓKAÚTGÁFA í háskóla- 9 bænum Lundi í Svíþjóð gefur út í ár drengjabók Jóns Björns- sonar frá Holti, „Bergenes Hemmelighed“, er kom út í Danmörku 1945 og átti vinsæld um að fagna. Mun í ráði, að ung ingabækur Jóns komi út á ís- lenzku innan skamms. * HÝLEGA er komin út ný bók eítir ameríska rithöfund- inn James T. Farrell, sem er einn af beztu höfundum Banda- ríkjanna. Bók hans heitir „When Boyhood Dreams Come True“ og flytur smásögur og eitt leikrit. * ÍS AFOLD ARPRENTSMIÐ J A gefur út innan skamms smá sagnasafn eftir Ingólf Kristjáns son, sem nefnist „Eldspýtur og títuprjónar". Ingólfur hefur áð- ur gefið út ljóðabókina „Dag- mál.“ * NÝIR HÖFUNDAR í Svíþjóð, sem vert er að fylgjast með, eru ljóðaskáldin Ragnar Bengts son (Till en glömd juni) og Ing' var Holmer (Betraktat). VILHJÁLMUR S. VIL- HJÁLMSSON er nú að vinna að öðru bindi af safnritinu „Blaðamannabókin“, sem kem- ur út hjá Bókfellsútgáfunni um mánaðamótin marz^ og apríl. Nær þrjájbíu • fýrrveraiidi Qg nú-; verandi blaðamenn hafa verið beðnir að skrifa ritgerðir í bók- ina. B ÆKl JRO G H( )FUI JDA R Isler izk skc iidsaga ísler izki ið Bó k fyrir börn - og EINS OG MENN HAFA( SÉÐ1 í blöðunum, er iað koma 1 írá Víkingsútgáfunni nýr 'bókaflokkur. Sá heitir „Nýir pennar“, og í honum eru tíu bækur, fimm skáldsögur og! fimm ilióðabækur. í mínar 'hendur er aðeins komin ein þessara bóka, „Heiður ættar- innar“ eftir Jón Björnsson, sem er nýr rithöfundur á ís- ; lenzku, þó að hann hafi þeg- i ar gefið út fjórar skáldsögur I á dönsku — að meðtalinni drenigjasögu. Það var bókaútgáfan Fremad, sem er í nokkrum itengsilum við Alþýðuflokk- inn í Danmörku, er gaf út þessa skáldsögu á dönsku og prentaði hana í sjö þúsund eintökum. Þó að Jón hafi fyrst og fremst skrifað hana sem skáldrit, þá jók hann við ihið mlenningarsögulega efni hennar, þá er ákveðið var, að Fremad gæfi hana útv Hún ekyldi þjóna fræðslunni um þjóðarhagi íslendinga á fyrstu árunum eftir að stjórn landsins fluttist frá Kaup- mannahöfn tiil Reykjavikux — skyldi þjóna fræðslumni um leið og hún væri skáldrit. Jón hefur nú skrifað söguna á íslenzku, fellt burt það, sem miðað var við vanþekk- ingu Dana á islenzkum hög- um, og gert söguna samfelld- ari, skemmtilegri og áhrifa- ríbari. Sagan gerist uppi í dal nokkrum mjög afskekktum. Leiðin úr og í dalinn er mjög torveld og jafnvel 'hættuleg, en í dalnum, er gott undir bú og imiMir __ mjöguleikar til ræktunar. í landsmáilum er ísimamálið efst á dagskrá, þá er siagan hefst, og þvi og hin- um brey.ttu stjórnarháttum fylgir áhugaalda um fram- kvæmdir á sviði vegagerðar, ræktunar og húsakosts. Það er einkum unga fólkið, sem er hrifið af nýjungunum, en igömlu mjennirnir ileggjast á móitii. Jafnvel það, að ungir menn fari til náms, er i.llt og bölvað i augurn þeirra göm'lu, en það nýja sigrar, svo sem ævinlega verður að lokum að rneira eða minna leyti, ef það liefur rétt lífs oq qróanda sín meqin. Margar persónur eru í bókinni, og eru þær yfirleitt skýrar, þó að hálfgiildings aukapersónur eins og Snjólf- ur igamli á Fossá, Jóhann landlausi og Auðun á Brekku, já, jafnvel Evlalia kona ihans og Vigga Jóhanns Iiandlausa, sem koma báðar ilitið við sögu, séu ef til vill gæddar mestu líff, en höfuð- maður hins nýja tima, Ey- steinn Hallvarðsson, fái ekki á sig þann svip, að okkur þyki verulega til hans koma, enda gerir höfundur þá at- hugasemd og hefur mikið til síns máls, lað það sé stundum svo um forustumenn frám- kvæmda og þjóðmáila, að þeir tapi sem menn, eftir því sem áhuginn á framkvæmdunum vaxi, þær eins og gleypi hið mannlega í fari. þeirra. All- aðsópsmiklir eru þeir, Bjarni i Leiru og Hallvarður á Kambi, en bugaðir menn eru Jón Björnsson þeir báðir á vissarn -hátt i sögulok. Hins vegar er það svo, að framfara- og lærdóms áhugi Eysteins hefur kostað ihann ást hans og þeirrar geðslegustu stúlku, sem fram kemur í sögunni. Þá hefur og nám Sigu.rjóns á Fossá orðið dýrt hamingju þeirra og heilsu, sem næstir honum standa, eins og harka og sín- girni Bjarna í Leiru hefur svipt ihann öðrum syninum og siðan heilsu og lifsjafn- vægi. Yfirileitt eru engar fals persónur i sögunni, engir Hamingju-Hrólfar og engir djöflar í mannsroJynd. Fólkið er eins og gengur og gerist, tapar og' vinnur sitt á hvað, sætítir sig einhvern veginn við töpin oig fagniar vinning- unum, sem verða þó ekki eins glæsilegir i hendi eins og þeir voru i fjarska. Og þó miðar heldur i áttina til betra vegar. Atburðalýsingar eru mjög vel gerðar, og yfir- leitt er sagan sönn cg ilifandi lýsing á lifi þjóðairinnar á ár- unurn 1905—1907. Hún verð- ur þvi skemmtilegri og meira lifandi eftir þvi sem nær lok- unum dregur — og hún er mjög likleg til að verða vin- sæl. Sitíillinn er ekki ýkja per- sónulegur, en ósköp blátt á fram og notalegur, og miálið, sem ég bjóst við að mundi valda höfundi talsverðum erfiðleikum, er yfirleitt gott, og þvi minna af misfellum, sem ilengra líður á sciguna. Annars hlýtur Jóni Björns- syni að veria allmikill vandi á höndum urn mál og stil. Hann hefur dvalizt 12 ár er- llendiis, en sjálfsagt hefur hann ekki verið búinn að fá þau tök á dönskunni, að hann hafi náð þar þeim tilþrifum og þeim persónulegu blæ- brigðum, sem hann hefði ihaft skilyrði til að ná i framtið- ihni, og i íslenzku getur hann ekki ennþá hafa náð þeirri þjálfun, að hann fái i miáli og stil notið til fuilils hæfileika sinna til persónulegrar list- rænnar túlkunar — og er meiri furða, hve vel honum ferst heldur en hvers kynni að vera á vant, og er óhætt að segja, að vel hafi til tekizt hjá útgefanda um fyrstu skáldsöguna i „Nýjum penn- um“. Frágangur bókarinnar er ekki stásslegur, en blátt á- fram; og alils ekki óviðkunn- anlegur; Bókin er í frekar litlu broti, allstifri kápu og skorið utan af henni á alOa vegu, svo að lesandinn þarf Vísnabókin. Símon Jóh. Ágústsson valdi vísurnar. Teikningar eftir Halldór Pétursson. Hlaðbúð 1946. SÍMON JÓH. ÁGÚSTSSON lét þess getið í grein, er fjall- aði um bækur fyrir börn og ung linga, og birtist í tímariti fyrir nokkru, að tilfinnanlega væri vant hér á landi bóka, ætluðum yngstu lesendunum, sem flyttu þjóðlegt, íslenzkt efni. Þetta voru orð í tíma töluð. Flestar barna- og unglingabækur, sem komið hafa hér út hin síðari ár, hafa verið þýddar, íslenzkun sumra þeirra bágborin og væg- ast sagt lítill fengur í þeim mörgum hv.erjum. Er það ís- lenzkum útgefendum ekki vanzalaust, að barna- og ung- lingabækur eftir íslenzka höf- unda, sem áttu á sínum tíma miklum og verðskulduðum vin- sældum að fagna, hafa ekki sézt á lesmarkaðinum, vegna þess að endurprentun þeirra hefur verið látin þoka fyrir út- gáfu hinna vafasömu þýðinga, og útgefendurnir hafa sýnt furðulega lítinn áhuga á að bæta úr þessu, þótt þær endurprent- anir þessara bóka, sem út hafa komið, hafi selzt flestum öðrum bókum betur. En Símon Jóh. Ágústsson hefur ekki látið sitja við orð- in tóm. Hann hefur með út- gáfu „Vísnabókarinnar“ bætt úr vöntuninni á þjóðlegu, ís- lenzku efni fyrir börn og ung- linga. Bókin flytur sitthvað af því bezta efni í bundnu máli, sem ort hefur verið við hæfi yngstu lesendanna. Efnisvalið ber safnandanum vitni um vandvirkni _ og smekkvísi, og myndir Halldórs Péturssonar auka mjög á gildi bókarinnar, en þær eru gullfallegar og falla prýðisvel að efninu, og útgáfa bókarinnar er í hvívetna með augljósum menningarbrag. Það er vandi og ábyrgð að velja yngstu lesendunum les- efni, en einmitt þess vegna ber að fagna bók sem þessari, er speglar sumt það hugþekkasta, sem til er í íslenzkum bók- menntum. Góðar barnabækur eru jafnan hollur lestur full- orðnu fólki — og „Vísnabókin“ er sízt undantekning í því-efni. Hún á erindi til hinna mörgu, sem vilja gista skáldskaparheim hins barnslega og fag'ra, njóta þess að vera börn eða vitja barnæsku sinnar í anda. Helgi Sæmundsson. GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR FRÁ PRESTBAKKA (höfund- ur skóldsagnanna „Fyrstu árin“ og „Ekki heiti ég Eiríkur") dvelst nú í klausturskóla í Freiburg í Sviss og vinnur þar að nýrri skáldsögu. ekki að grípa til pappírs'hnífs ins, en sami frágangiur mun verðia á ÖLlum, .békunum í þessum flokki, sem af munú koma tvær bækur á mánuði, skáldsaga og Ijóðasafn. Guðm. Gíslason Hagalín. Nýr bókaflokkur: Handbókasafn HELGAFELLS rlelgafell hefur nú hafið útgáfu nýs flokks úrvals- DÓkmennta. Heitir hann Handbókasafn Helgafells og koma í honum bækur um vísindi, tækni uppgötv anir og ýmislegt, sem er skilt þessu. Hefur verið valið í þennan útgáfu- flokk með sérstöku tillit til íslenzkra aðstæðna og með það fyrir augum að bækurnar gætu veitt fróð- leik og gert gagn. Fyrsta bókin í þessum flokki er Á morgni atómaldar eftir Helge Tyrén. Hér er um stórmerkilega bók að ræða, sem vakið hefur mjög mikla athygli enda komið út í mörgum upplögum. Efninu er skipt í nokkra kafla og er gerð grein fyrir þessum vísind- um frá upphafi til vorra daga og á svo skýran hátt að alLir geta fylzt með. Kaflarnir heita. Atómliugtak fyrri alda (Fornöldin Miðaldir. Síð- ari, aldir). Atómhugtak 19. aldar (Dalton. Tilgáta Próuts. Frumefnakerfið. Raf- magnseindir efnisins). Atómhugtak nutímans. (Upphaf rafeindakenning- arinnar. Thomson uppgötv ar rafeindina. Becqueril uppgötvar geislaverkun- ina. Uppgötvun atomork- unnar. Ernest Rrutherford uppgötvar atomkjarnann. Bohr endurbætir atom- kenningu Rutherfords. Henry Moseley.. Hnútur- inn leystur með orku- skammtakenningunni. Samsæt frumefni fundin. Magnrofsmælirinn endur- vekur kenningu Prouts. Hugleiðingar Astons. Fyr- jrlestur Rutherfords. Upp- spretta atomorkunnar finnst. Gerð atomkjarnans. Rut- herford segir fyrir um nevtróna. Einingin leyst upp í fjöld. Hugleiðingár Diracs. Innra jafnvægi at- omanna raskað. Kjarn- breyting urans uppgötvuð Atomsprengj an. Á morgni atomaldar. Allar bækur Handbóka- safnsins fást jafnóðum og þær koma út í öllum bóka verzlunum, Hverja er hægt að fá út af fyrir sig. HELGAFELL Garðastræti 17. Aðalstr. 16 Laugáveg 100. Njálsgötu 64.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.