Alþýðublaðið - 04.02.1947, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.02.1947, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur, 4. febr. 1947. : Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. I Símar: Bitstjórn: símar 4901, 4902. i Afgreiðsla og auglýsingar: 4900 og 4906. Aðsetur í Alþýðuhúsinu við Hverf- ‘ isgötu. if Verð í lausasölu: 50 aurar. Sett í Alþýðuprentsmiðjunni Prentað í Félagsprentsm. i Ný stjórn. Um kvikmyndina „Reykjavík vorra daga“. — Óvenjulegur vetrardagur. — Veðurblíðan hér og ' harkan bar. LOKSINS. — eftir hér um bil fjögurra mánaða stjórnleysi og öngþveiti, — thefur aftur tekizt að mynda ábyrga istjóm i landinu, stjórp., sem istudd yerður af öruggum þingmjeirihluita. * Hin nýja stjórn, sem er imynduð af Stefáni Jóhanni Stefánssyni, formanni Al- íþýðufilokksins, er skipuð fuUtrúum allra lýðræðis- flokkanna, Alþýðuflokksins, iFramsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Komm- úniistáflokkuiinn á hins veg- ar engan fulltrúa í ‘ hemii, tþótt upphaflega væri tHætl- unin að igefa einnig honum :kost á þvi. Hann neitaði með öllu að ræða við formann Alþýðuílolcksins um stjórnar myindun, hvað 'þá 'heldur að taka sæti i stjóm, sem mynd uð væri undir forsæti hans, og útilokaði sig þar með sjálf ur frá íhinni nýju stjórn. Get 'ur Kommúmstaflokkurinn því við enigan sakast nema sjáifan sig, ef 'honum iíkar :nú miður að hafa orðið utan við, Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar mun fagna hinni -nýju istjórn og ekkert gráta það þótt kommúnistar séu utan við 'hana; því að þeir ‘hafa valdið flestum þeim, sem fyrir rúmum tveimur árum, voru þess fýsandi, að komtqúnistar tækju sæti í stjórn lándsins, sárum von- brigðum. Þeir bmgðust frá- istjórn og stefnu hennar, þeg ar mest reið á að fylgja íhernii eftir og hafa átt drýgst- ffiti þátt í að lengja það stjór-n leysi og öngþveiti í landinu, isem þvi betur er nú loksins á enda. Er öllum af því ljóst. ■orðið, að hin mörgu og stóru stefnumál fráfarandi stjórn- ■ar, þar á meðal „nýsköpUn- in“, sem þeir lofsungu svo mjög um skeið, hefur legið þeim í léttu rúmi, og þá einn ig það, þótt henni væri með ábyrgðarleysi þeirra téflt í fullkomna tvísýnu og ný og .ný vandamál kölluðu að án þess, að við þeim væri hægt að snúast. Það verður nú hlutverk hinnar nýju stjórnar Alþýðu flokksins, Framsóknarflokks ins og Sjálfstæðisflokksms, <að taka upp þráðinn þar, sem hann var ílátinn niður falla, haldia hinu milda upp- byggingarstarfi á sviði at- vinnulífsins áfram og tryggja bað, að þjóðin öll njóti þess á komandi 'árum í nægri at- i vinnu og góðum lífskjörum. ; Þau eru mörg -vandamál-1 VIÐ SKULXJM hug;sa okkur, að til væri kvikmynd tekin hér í Reykjavík“árið 1900 eða 1910 —1920, já, jafnvel 1930. Það er áreiðanlegt að sú mynd mundi verða sýnd næstum á hverju ári og alltaf við inikla aðsókn. I»að er áreiðanlegt, að kvikmynd Óskars Gíslasonar „Reykjavík vorra daga“, verð- ur á komandi áratugum, fyrir margra hluta sakir, talin merkileg heimild og að Reyk- víkingar munu oft skemnita sér við að sjá hana. Kvikmynda- tökumaðurinn á því miklar þakkir fyrir að liafa ráðizt í þetta mikla fyrirtæki, því að það er stórt fyrirtæki fyrir ein- stakling, sem ekki hefur mik- inn fjárstyrk á bak við sig. HINS VEGAR er að sjálf- sögðu hægt að gagnrýna mynd- ina og er lvún þó betri en ég bjóst vfð ao hún væri. Myndin gefur að mörgu leyti góða hugmynd um Reykjavík vorra daga og þá fyrst og fremst bygg ingar og útlit borgarinnar, hins vegar er minna um atvinnu- vegina, sama og ekkert um iðnað borgarinnar, en lang- beztur þykir mér kaflinn um fiskveiðarnar. Margar „senurn- ar“ í þeim kafla eru prýðisvel gerðar og gefa ágæta hugmynd um það, sem ætlazt er til að sýna. Nokkuð þreyta mann endurtekningar á götulífi, og verður maðuf þó áð viður- kentia að einmitt götulífið getur sýnt svip borgarinnar og borg- aranna, enda fáum' við að sjá mörg þekkt andlit á filmunní, þó að það hafi ekki verið skipu- lagt fyrirfram. UNGA PARIÐ, sem valið hef ur verið til að gefa myndinni söguþráð er vel valið, bæði eru pilturinn og stúlkan falleg og koma vel fram og þó er stúlk- an eðlilegri, frískleg og látlaus, fataskipti hennar stinga þó nokkuð í stúf við efnið, því að svo má segja að hún skipti um föt í sömu „senu“. Þetta er galli og þó ekki alvarlegur vegna þess að pilturinn og stúlkan eru aukaatriði í mynd- inni, aðálatriðið er, að sýna út- lit borgarinnar og lífið í henni. Ég held að myndin missti ekki gildi sitt þó að einn fjórði hluti hennar væri klipptur burt.' Þetta er filfinning nútíma- manns, en ef til vill mundi það spilla gildi myndarinnar fyrir þá, sem eiga að njóta hennar um næstu áratugi. EN ÞRÁTT FYRIR ÞESSA smávegis gagnrýni er mikill fcngur að þessari mynd, og það er alveg víst, að mikil aðsókn verður að hénni. En það vil ég segja að lokum, að þegár Óskar Gíslason hefur sýnt hariá nú um skeið, ætti Reykjavíkur- bær að liaupa hana af honum og geyma hana í heimildasafni sínu. Að vísu hefur mér borizt til eyrna, að Óskar hafi í hyggju að sýna myndina meðal Vestur-íslendinga, og væri það ágætt. Mér er kunnugt um það, að Vestur-íslendingar æskja þess eindregið, að fá eins mikið af kvikmyndum að heiman og þeir geta. Þeir hafa fengið nokkrar myndir en ekki nógu margar. En Reykjavíkurbær á að eiga þessa kvikmynd, hvað sem öðru líður. VEÐRIÐ Á SUNNUDAGINN var eins og á vordegi. Fólk var líka mikið úti og það hefur aldrei orðið fyrr í sögunni, að jafnmikill fjöldi fólKs hafi far- ið út úr bænum á þessum tíma árs. Nær allar bifreiðir Hrey?- ils voru leigðar út úr bænum, fólk fór suður með sjó, austur í sveitir, til Þingvalla, upp í Kollafjörð og út um allar triss- ur, enda var næstum ómögu- legt að fá bifreið til bæjarakst- urs. JÁ, ÞAÐ ER mikill munur á veðrinu á íslándi og annars staðar. Landar okkar, sem búa við Winnepegvatn, verða nú að berjast við allt að 45 stiga frost. Fyrrum flúðu þeir héðan úr hörkunni og baslinu. Nú er hér blíða en harka hjá þeim. Sá er aðeins munurinn, að hér löptu þeir dauðann úr krákuskel, en nú búa þeir flestir við sæmjleg efni og harlcan ein nægir ekki til að flæma íslendinginn burt. Við munura því elcki éiga von á því, að landar okkar flýi að vestan heim til gamla landsins, hennar vegna. Hannes á horninu. Þýzkf fímarii hefur Söngu sína UM ÞESSI MÁNAÐAMÓT kom út þýzkt itjmarit hér í bænum og pefnist það „Die Stimme“. Útgefiandi ritsins er Harry W. Schrader, kenh- ari, sem hefur dvailið hér á landi í 11 ár. Verður riitið fyrst í stað senit til 14 landa. Tilgangur ritsins er að stuðla að endur- reisn Þýzkailands og vairð— veitinigu friðarins. Þá mun ritið leitast við að styrkj'a alla viðleitni sem miðar að þvi, að minnka þjáningar þýzku þjóðarinnar. í Sérstök síða mun framveg- ! is verða í riitinu um ísland og j iflytjia nokkrár upplýsingar i um 'landið og etf til viill birta myndir tfrá því. in, sem til þess þarf að leysa, svo sem hið mikla vandamál dýrtíðarmnar. En með góið- um vilja og góðu samstarfi þeirra iflokkía, sem að hinni nýju stjórn standa, og .m|eð gagnkvæmum skiiningi allra stétta þjóðarinnar á nauðsyn. iþess, að leysa þau, má það vel takast,. Víst er, að hin nýja stjórn hefur velvild og traust' mik- ils meirihluta þjóðarinruar. Henpi fyjgja úr þlaði margar hlýjar óskir til þess rnikla starfs, sem hennar bíður. í dag koma nýjar vörur á útsöluna. Hafið þér athugað, hvað verðið er lágt. Prjónastofan Hlín r Laugaveg 10. — Sími 2779. A HÖTTUM OG HUFUM. Einnig Plastk REGNKÁPUR fyrir hálfvirði. Hafta- ogSkeraiabúðin, Austurstræti 6. Thuxham 25—30 ha. Thuxhambátavél, vel standsett, er til sölu og sýnis á verkstæði voru. Vélsmiðjan Jöfunn h.f. Sími 5761. geta fengið fasta atvinnu við afgreiðslu- störf. Upplýsingar í skrifstofunni. an, sem kann vélritun, óskast. Enskukunnátta nauðsynl'eg. Laun skv. launalögúm. — Um- sóknir sendist fyrir 10. þ. m. Eigum fyrúiiggjandi nokkur hundruð stykki af flakpönnum fyrir hraðfrysti- tæki. n h.f. ... Síini 5761.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.