Alþýðublaðið - 04.02.1947, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 04.02.1947, Blaðsíða 7
>riðjuðagur, 4. febr. 1947, ALÞYDUBLAÐIÐ T< ♦--------------------------♦ j Bærinn í dag. ♦-----------------------—< Næturlæknir er í Lækna- varðstofunni, sími 5030. Næturlæknr er í Reykjavík- urapóteki. Næturakstur ann- ast Hreyfill, sími 6633. Samtíðin, febrúarheftið, hefur blaðinu borizt, mjög fjölbreytt að vanda. Efni: Gamlar auglýsing ar eftir Sigurð Skúlason. Vetr- ar-sólris eftir próf. Richard Beck. Samtal um iistir við Nína Tryggvadóttui*. Gætum við ekki eitthvað Iært af þessu eftir Gísla J. Johnsen konsúl. Bænheyrsla (saga) eftir Þóri þögla. Okkur vantar kennslu- bók í málfegrun eftir Sigurð Skúlason. íslenzkar mannlýsing ar XIX (Jón Sigurðsson for- seti). Gráúlfurinn á íslénzku. Krossgáta. Hjónaskilnaðaræðið í Bandaríkjunum. Þeir vitru sögðu. Gaman og alyará. Nýjar bækur o. m. fl. Skipafréttir. Brúarfoss er á Akureyri í dag, lestar frosið kjöt til Gauta borgar. „Lagarfoss'* kom til Reykjavíkur 30/1. frá Gauta- borg. Selfoss kom til Kaup- mannahafnar 23/1. frá Stokk- hólmi. Fjallfoss fór frá Reykja vík kl. 22.00 í gær, 3/2 vest- ur og norður. Reykjafoss kom til Reykjavíkur 31/1. frá Leith. „Salmon Knot“ kom til Reykja víkur 30/1. frá New York. Trus Knot fór frá Keykjavík 25/1. á leið til New York Backet Hi’tch fór frá Halifax 29/1. á leið til Reykjavíkur. „Coastal Scout“ lestar í New York í byrjun þessa mánaðar. Anne fór frá Leith 31/1. á leið til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Gudrún er í Gautaborg. Lublin fór frá Ant- werpen í fyrradag 2/2. á leið til Dunkirk. „Lech“ kom til Leith 1/2; frá Reykjavík. Horsa kom til Leith 29/1. frá Reykjavík. Hvassafell kom til Hull 29/1. frá Rotterdam. Baldvln Jónsson hdl. Vesturg. 17. Sími 5545. Málflútningur. Fasteignasala. f’ -„j-?j'JjriF.wwnn■ ’Ti^gen. Kaupið Aíþýðublaðið Tónlistarsýningin: Dagur Tékkó- slóvakíu TÓNLISTARSÝNINGIN í dag er helguð Tékkóslóvakíu. Dagskráin verður á þessa leið: KQL. 12,30 ,,Úr ævi minni“ óftir Smetaha, og fjórleikur í F-dúr eftir Dvorák. Kl. 14 Tékkneskir söngmenn og hljóðfæraleikarar (Vasa Pri- hoda, Jaritza o. ;fl.). Kl. 15 Nútímatónilist efitir Suk, Weinberger, Janacek o. fl. Kl. 16 Þjóðlög og „Tékknesk- ir þjóðdansar eftir Dvorák o. fl. Kl. 17 Hljómleikurinn fyr- ir cello eftir Dvorák. Kl. 18 Brúðarkaupin, söngleikur eftir Smetana. Kl. 19 5. hljómkviðan (Frá Vestur- heimi) eftir Dvorák. Kl. 20,30 Fulltrúi Tékkóslóvakíu boð- •inn velkominn. Rl. 2l,30 „Föðurland mitt“, lagaflokk- ur eftir Smetana. Tékkneskir dansar eftir Dvorák.” UPPLÝSINGAR. Bæheimur er eitt fremsta tónmjemltaland Evrópu. í Prag vóru um langt skeið ýmjis - helztu meistaravrk frægustu tónskálda flutt í fyrsta sinn. Tékkar fundu þó sinn þjóðlega sköpunarmátt í æði’i tónlist tiltöiliulega seint og þjóðlög þeirra voru nærri útdauð áður en endurreisnin hófst. Helztu meistarar þeirra á 19. öld eru Smeíana og Dvo rák, sem kváðu kjark í þjóð- ina á tímabili þjóðlegrar við- ireisnar, — urðu þó að dvelja árum saman í öðfium löndum. Eitt merkasta itóriverkið verð- ur að teljast lagaflokkurinn „Föðurland mitt“ eftir Sme- tana. Helzta tónskáld Tékka nú á dögum er talinn Leo Janacek. FÉLÁGSLÍF Frjálsíþróttamenn Ármanns Munið æfinguria í kvöld kl. 9 í íþróttahúsinu. Hafið útibúninga með. Áríðandi að allir mæti. Stjórnin. Ríkissljórnin hefi fundi með blaða- mönnum hálfs- mánaðarlega < Á AÐALFUNDI Blaða- mannafélags ísHands á sunnu daginn voru eftirfarandi á- lyktanir samþykktar: ,,Aðalfundur Blaðamanna- félags íslands viilil beina þeirri ósk til ríkissf jórnarinm- ar, að hún eða fullltrúi henn- ar hafi fund með hlaðamönn- um hálfsmánaðarlega, til þess að gefa hlöðunum kost á að fyilgjast með þeim málum, semj efst eru á haugi á hverj- um tíma og öðrum þeim mál- um, er almenning varða.“ Hin ályktunin var á þessa leið: „Aðalfundur Blaðamanna- félags íslands, haldinn 2. febrúar 1947, skorar á al- þingi, að samþykkja þings- ályktunartiilögu þá um- bætt starfsskilyrði blaðamanna við alþingi, sem Sigurður Bjarna son flytur.“ Tveir iðnaðarmenn heiðraðir á 80 ára afmæli Iðnaðar- mannafébgs Reykjavíkur IÐNAÐARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR varð 80 ára í gær, og minntist félagið af- mælisins með hófi í Sjálf- stæðishúsmiu í gærkveldi. í gær sæmdi forseti íslands tvo iðnaðarmenn riddara- krossi hinnar ísilenzku fálka- orðu, þá Ársæl Árnason bók- bindaira og Eiinar Eiríksson húsameisitara. Báðir hafa þeir beitt .sér fyrir eflingu menn- ingarmála iðnaðarmanna og átt sæti í stjórn Iðnaðar- mannafólagsins. Enn fremur hefur Einar Eiríksson verið í þjónustu hins opinbera rúm 40 áy, og Ársæill Árnason hef- ur unnið margvísleg störf í þág'u hins opinbera. Lesið Alþýðublaðið ♦------------------------------------------- • - Skemmtanir dagsins - •———----—-------*---------------------------♦ Kvikmyndir: GAMLA BÍÓ: „Klukkur heil- agrar Maríu“. *— Ingrid Bergman og Bing Crosby. Sýnd kl. 6 og 9. NÝJA BÍÓ: „Nab Hiir. ' Ge- orge Raft, Joan Bennett og" Peggy Ann Garner. — Sýnd kl. 5, 7 og 9. TJARNARBÍÓ: „Síðasta hulan“ — James Mason og Ann Tod. Kl. 5 og 9. „Reykjavík vorra daga“ kl. 7. BÆJARBÍÓ: „Glötuð helgi“. — Ray Milland og Jane Wyman. Sýnd kl. 7 og 9. HAFNARFJARÐARBÍÓ: — „Chaplin-syrpan“. Sýning kl. 7 og 9. Söfn og sýningar: TÓNLISTARSÝNINGIN í lista mannaskálanum. Opin' kl. 12.30—23. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: Kl. 14—15. ÞJÓÐMINJASAFNIÓ: Opið kl. 13—15. Samkomuhúsin: BREIÐFIRÐINGABÚÐ: Dans- að frá kl. 9—11.30. Hljóm- sveit Björns R. Einarssonar. HÓTEL BORG: Dansað kl. 9— 11.30 Hljómsveit Þóris Jóns- sonar. INGÓLFSCAFÉ: Opið frá kl. 9 árd. Hljómsveit frá kl. 9,30 síðd. RÖÐULL: Árshátíð Bifreiðar- stöðvar Reykjavíkur. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ: Ferða- ; félag íslands; skemmtifund- ur. TJARNARCAFÉ: Skemmti- kvöld slysavarnafélagsins. Ofvarpið: 20.30 Erindi: Um hræðslu (Dr. Broddi Jóhannesson). 20.55 Tónieikar: Duo fyrir fiðlu og violu eftir Mo- zart (plötur). 21.10 Smásaga vikunnar: ,,Hjón“ eftir Guðmund Daníelsson (Höf. les). 21.45 Spurningar og svör um íslenzkt mál. (Bjarni Vil- hjálmsson). 22.00 Fréttir. 22.05 Djassþáttur (Jón M. Árnason). >!*. iiiiné.j'3 ' )';'■•* 22.30 Dagskrárlok. fer fram á Kveðjuathöfn hjartkoci.a ^ "lalldórs Slgurge Sólvallagötu 24 í dag (þriöjuciagmn 4. p. m.þ klukkan 4. Verður flutt með Esju til ísafjarðar. Bjarney Einarsdóttir og systhini. Ódýrar bækur íil skyndi- og skemmtilesturs. Bókaútgáfa HEIMILISRITSINS yfarin Úrval beztu Ieynilögreglu- og ástarskáld- sagna eftir fræga höfunda. Fyrsta sagan is; V:t Gyllfa merkið eftir EDGAR WALLACE er komin út. Næsta saga er eftir Somerset Maugham. Hver saga kostar 10 krónur — Gerist á- skrifendur að Reyfaranum í Garðastræti 17, Aðalstræti 16, Laugavegi 100 og Njálsgötu 64. Bókasafn Helmilisrlfslns. Kvennadeild Slysavamafélags Islands: Skemmfifundur. í kvöld 4. febrúar kl. 8,30 í Tjarnarcafé. — Lárus Ingólfsson skemmtir. Ðans til kl. 1. S t j ó r n i n . Féfagslíf Ferðafélag íslands heldur skemmtifund i Sjálf stæðishúsinu við Austurvöll í kvöld. Hr. Edvard Sigurgeirsson frá Akureyri sýnir kvik- myndir af hreindýrunum á- Austurlands-öræfum. Hr. Pálmi Hanxresson rekt or -segir frá lifnaðarhátíum hreindýranna og útskýrir kvikmyndirnar. Húsið opnað kl. 8.30. — Dansað til kl. 1. Aðgöngumiðar seldir á þriðjudaginn í bókaverzlun- fim Sigfúsar Eymundssonar Dg ísafold til félagsmanna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.