Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Blaðsíða 4
b ALÞYÐUBLAÐIÐ t engu landi i heimi hefir veriö eins krökt af allskonar flökkuiýð eins og í Rússlandi. Kvað þó langmest að barna- flokkum er flæktust um landið þvert og endilangt, heimilis- laus, móðurlaus og föðurlaus. Þau stálu og rændu, hvar sein þau fóru og lifðu ekki af öðru. nefna: Biblíu menningarinnar (The Bible of the Civilisation). Hún sé sniðin eftir hinni fornu biblíu, en í samræmi við nútíma- menninguna. I hana séu tekin beztu rit heimsbókmentanna og efninu sé raðað niður á líkan hátt og gert er í biblíunni. Bók- in hefjist á sköpunarsögunni, eins og hún er skilin af nú- tímavísindunum. Þá komi sið- ferðislögmál við hæfi nútím- ans, síðan úrval heimsbók- mentanna og loks síðast í bók- inni komi framtíðarspár frseg- ustu og snjöllustu stjórnmála- manna heimsins. íslenzkir alþýðumenn! Ris- mál er. Árroði sólarinnar hvet- ur oss til starfs fyrir bræðra- lagshugsjónina i þágu guð- anna. Látum minningar braut- ryðjendanna og þarfir öreig- anna hvetja oss til dáðaverka. Leysum vel af hendi það hlut- verk, sem guðdómurinn skóp oss, að koma þjóðunum í skilning um nauðsyn þess, að þær snúi sér frá hrævar- eklum nútímameningarinnar og' sameini sig um eitt al- heimsfélag, þar sem jafn- rétti, friður og frelsi skipa öndvegi, — þar sem dýrseðl- ið hverfur og guðseðlið fær að njóta sín til fulls, — þá hefir lífið sigrað dauðann. BÖRNIN í RÚSSLANDI. ’ Hið fræga rússneska skáld Maxim Gorki, hefir lýst lífi þessa flóttafólks mjög vel í ýmsum bókum sínum, enda var hann eitt af flökkubörn- unum. Nú hefir rússneska stjórn- in reynt að bæta úr þessu gíf- urlega höli. En á því eru mikl- ir erfiðleikar. Vont er að venja börnin af flökkulífinu og erfið- lega gengur að venja þau við góða siði og heimilislífið á barnahælunum. Myndirnar hér að ofan sýna flökkubörn í smáhópum og börnin eftir að- þau eru komin á hælin. Móðir öreigans. lingsins felur i sér ógnareld, sem eyðir því, sem vernda átti. Þetta sá Jesús Kristur, hinn glöggskygni meistari frá Nazar- et. Sjálfbyrgingsskapur og þjóð- ernisgorgeir eru í beinni and- stöðu við Krists-hugsjónina um allsherjarbræðralag. Samkvæmt kristindóminum eigum vér að elska aðrar þjóðir, af því að vér elskum vora eigin ættþjóð. Sjálfselska, en liatur á öðrum, leiðir bölvun yfir hvern mann. Sá, sem elskar sitt eigið líf og reynir til þess að verja það á kostnað annara, týnir þvi. Þetta er óyggjandi sannleikur. Oss verður því skiljanlegt, að sailikeppnisbaráttan um heirns- yfirráðin, þar sem hver elskar sig sjálfan inest og getur ekki unnað öðrum neins, hlýtur að færa helstraum um heiminn. Merkasta tilraun, sem gerð hef- ir verið til þess að efla heims- friðinn á undanförnum tímum, er stofnun þjóðabandalagsins. Þá er Woodrow Wilson, for- seti Bandaríkjanna, kom fram með hugmyndina um þjóða- bandalagið, var það skoðun margra stjórnmálamanna, að slíkt handalag gæti átt mikinn þátt í að efla friðinn í heimin- um. Nú er það að nokkru sann- að, að það getur trauðla orðið f'ullnægjandi í því efni. Virðist það sýkt af auðvaldsskipulagi stórþjóðanna, þannig', að vold- ugustu ríldn ráði mestu um aðgerðir þess. Vegna þess hyggja margir, að Þjóðabandalagið geti jafn- vel orðið „Þrándur í Götu“ réttra umbóta á þann hátt, að þjóðirnar treysti friðarvernd þess of vel og synji því öðrum betri ráðstöfunum til eflingar heimsfriðnum. Hið mikla og göfuga verk- efni framtíðarinnar er að upp- ala mannkynið í anda bræðra- lágsins. H. G. Wells vill í sam- ræmi við ný fræðslulög gefa út bók, sem sé grundvöllur undir allri mentun. Bókina vill hann ERFIÐ ÞRAUT Legstu á knén á gólfið. Þannig að olnbogarnir nemi við knén ■— réttu svo hendina fram fyrir þig ,og taktu ekki olnbogana frá knjánum — og legðu litla kúlu á gólfið — eins langt og þú nærð. Láttu svo hendurnar á bak aftur og reyndu svo að taka kúluna upp með munninuin. Ef þú getur þetta í fyrsta skifti ertu mjög lipur. Legðu vasaklút eða lítið prik á gólfið, gerðu. svo eins og litli drengurinn á myndinni og hoppaðu yfir. Það lýtur út fyrir að það sé ekki mjög erf- itt en það er erfiðara en þú heldur. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hallbjörn Halldórsson. Prentsmiðjan Gutenberg. O K I. Oft sér maður hesta hér á götunuin í Reykjavík vera að eta hey úr hlautum pokum. Erfiðlega gengur þeim stundum nieð að ná niður í heyið því liokinn þvælist fyrir. — Nú hefur vefið gerð ný uppfynd- ing á þessu sviði og sýnir myndin hér að ofan hvort ís- lenzku hestarnir yrðu ekki á- nægðari ef pokinn þeirra væri af sömu gerð.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.