Alþýðublaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.04.1947, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 16. apríl 1947 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 ,Synda eða sökkva* Endurminningar Lárusar J. Risí ---------------«------ T dnlistarf éBagið: Tenorsöngvarinn Þdrsleifin Hannesson endurtekur kemmlun sína í kvöld (miðvikudag) klukkan 9 í TRIPQLI, Dr. ¥. Urbantschitscli aðstodar. Aðgöngumiðar hjá Eymundsson, Lárusi Blöndal og við innganginn í Tripoli. Sími 1182. Hún er eins og axlartak í linju og lognmollu samtíðar- innar og liefur hollan og þarf an boðskap að flytja í hóf- sömum og litrænum búningi. Hannibal Valdimarsson. Sjötugur: Guðmundur Bjarnason, Mosvöílum MANSTU eftir sögunni í „Bernskunni“ hans Sigur- bjarnar Sveinssonar — sög- 'imni af litia stráknum, sem lært hafð'i sundtökin á þurru landi og fór svo að synda méð útblásinn skinnbeig á baldnu. En þá raknaði hnút- iur og belgurinn flaut, en barnið sökk. Til alllrar hamíigju . varð drengnum bjargað. En þegar hinir strákarnir fóru að hlæja að honum og hæða hann fyrir ófarirnar og aum- ingjaskapinn, hleypt'i hamj í sig kjarki, stappaði niður litla fætinum og hreytt'i framan í þá þessari hetjuilegu heit- strengingu: > „Ég skal samt læra að synda.“ Og heit 'sitt efndi hann — og efndi það myndarlega. Hann átti eftir að verða einn sundfærasti maður samtíðar sinnar á íslandi og mikill bruatryðjandi á því sviði. — Þánn 1 ágúst árið 1907 synti hann yfir Eyjafjörð. Lagði hann af stað í öilum fötum. Einnig var hann í skinnklæðum og vaðstígvél- ium og kilæddi sig úr öllu þessu á íeiðinni. Með þessu kom hann mörgum á óvart, og varð af- rek þettia rómað um 'land allt. Þessi maður er Lárus Rist. Oftar en í þetta sinn hefur hann leyst óveinjuleg afrek af höndum, og nú seinast fyr- ir nokkrum dögum kom hann þjóð sinni enn á óvart með bók, sem sannar, að sundgarpurinn Lárus Rist er líka rithöfundur. Ég fékk bókina í gær. Var það ætlum min að sofna við íhana d nótt. En það fór á ann- an veg en ætlað viar. Þréytan vildi ekki segja til sín, og svefninn, veik á flótta. Bókin tók mig með töfrum sínum. •Fagur.t mál. Heiðrík og djarf- mannleg hreinskilni í frá- sögn. Góðlátleg kímni og gamansemi, en varazt að tala illa um nokkurn sam- ferðamann. Og þó er tekin ákveðin afstaða til manna og málefna. Atburðaröðin er ör og eðhleg, og röskileikur hins einbeitta íþróttamanns setur svip sinn á bókina í heild. Bókin segir meðal annars frá fyrstu veraldarkynnum höfundar í Kjós og á Akra- nesi, för hans í bernsku ríð- andi norður í liand með föð- ur sínum til Eyjafjarðar, margs konar umbrotum og hrakningi bernsku- og æsku- ára, námsvist á Möðruvöll- um, för til Noregs aldamóta- árið, utanför til Danmerkur og námi að Askov um tveggja ára skeið, kennaranámi í Kaupmannahöfn, þátttöku í stofnun og starfi ungmenna félaganna, kennarastörfum á Akureyri, hjúskap og heimil- islífi, Ameríkuför — og að síðustu segir bókin frá starfi höfundar í átthögunum hér syðra — hinu Ijúfa stríðii í ,,Laugaskarði“ og ágætum sigri, er þar va'r unninn. Ekki vottar fyrir sjálfshóli í bók Lárusar, eins og þó vill stundum brenna við í sjálfs- æfisögum. Hann hefur lag á því að láta bókina verða al- menna lýsingu samtíðar sinn ar, og hefur hún því mikið menningarsögulegt gildi. Frásagnargleði höfundar er hrífandi, og nálagast’ hann í því sjálfan frásagnarsnilling inn, Erík gafnla á Brúnum. Athyglin er^skörp, og athuga semdir höfundar margar bráð hnyttnar og skemmtilegar. Bókin er prentuð í Prent- smiðju Björns Jónssonar á Akureyri. Pappír er ágætur, og prentun og prófarkalestur mjög í góðu lagi. Þó ber þess sérstaklega að geta, af því það er fremur óvenjulegt, en hefur hins vegar mikið gildi, að auk efnisskrár fylgja bók inni myndaskrá, skrá um blöð, bækur og menningar- stofnanir, er við sögu koma í bókinni, og síðast en ekki sízt sæmandi, skrá um manna nöfn. Bókin er þannig ágæt- lega út gefin, enda hefði ann að verið óþolandi. Hinn óeigingjarni hugsjóna maður segir greinilega til sín í allri málsmeðferð frá upp- hafi til bókarloka. Þróttur höfimdarins og hressi blær mun ylja lesendum bókar hans um langa framtíð. Hann er sanntrúaður á glæsilega framtíð íslands og íslenzku þjóðarinnar og lýkur bók sinnii með þessum orðum. „Ég trúi því, að um kom- andi ár og aldur muni ís- lenzka þjóðin halda áfram að vaxa að mannviti og þroska, og það mun hún bezt gera með því, að hver ein- staklingur keppi að því marki að verða sundfær eins og fiskarnir, fagur ,og yfirlætis laus eins og blómin, en frár og fleygur eins og fuglar himinsins“. Ég hvet yngri sem eldri — alla þá, sem góðum bókum unna, til að eignast bókina „Synda eða sökkva“. GUÐMUNDUR BJARNA- SON Á MOSVÖLLUM í Önundarfirði varð sjötugur á góuþrælinn, 24. marz. Átján vikna gamall kom hann að Mosvöllum úr Álfta firði ,en þar var hann fædd- ur af góðu foreldri, og er frændmargur við ísafjarðar djúp. Guðmundur hefur síð- an átt heima á Mosvöllum. Hann ólst þar upp hjá Gils Bjarnasyni og konu hans, Guðmundínu Jónsdóttur, en hún er enn á lífi, 96 ára gömul og dvelur hjá Guð- mundi syni sínum í Innri- Hjarðardal. Guðmunclur Bjarnason tók við búi á Mosvöllum, þegar fósturforeldrar hans létu af búskap. Var hann þá kvæntur Guðrunu Guð- mundsdóttur frá Kirkjubóli í Bjarnardal. Bjuggu þau síðan á Mosvöillum, unz þau létu jörðina í ’hendur Ragn- heiðar dóttur sinnar og manns hennar, Ólafs Hjálm arssonar, fyrir nokrkum ár- 'um. •Guðmundur Bjarnason 'hefur lítill umbótamaður verið um dagana, en drengi- legur hjálparmaður hverju góðu máli, sem hann náði til, andlegu sem verklegu. í öll um félagsskap hefur hann verið hinn traustasti maður, bjartsýnn, fórnfús og örugg- ur. Myndi hann þykja æski- legur í hverju samfélagi, góður borgari, þegn og fé- lagi. Þá má íengi leita, af finna skal greiðviknari mann en Guðmund á Mosvöllum. Hann hefur hvorki talið eft- ir. tíma né erfiði til að gera greiða grönnum sínum eða ferðafólki. Og ’enn er hann svo, að hann má ekki sjá aðkomustrák með lasinn skíðastaf án þess að skerast í leikinn og bæta úr. Guðmundur eí góður verk maður að hverju sem hann gengur, enda er hann bseði laghentur og greiðhenitur :og -hefur aldrei kunnað að hlífa sér. Hann ér m. a.' smiður góður, þótti prýðilegur slátr ari og hefur verið eftirsóttur járningamaður. Guðmundur stundaði nokk uð sjó á yngri árum og var hinn vaskasti sjómaður. Vann hann bæði á þorski og hákarli. Sérstakt yndi hafði hann af siglingu. Er fræg ein sigling hans, er hann kom eínn á báti til Flateyrar, en þorri Flateyringa horfði á. Tóku þeir við bátnum í fjör- unni og kipptu á land upp. Hallmæltu þá sumir Guð- mundi fyrir ofdirfsku, en aðrir lofuðu leikni hans. Guðmundur hefur unun af bóklestri og er vel að sér í fornum sögum. Það var einhverju sinni, að Vilmund ,_ur Jónsson, læknir á ísafirði, "reið fram hjá Mosvöllum. Velti hann þá fyrir sér at- vikum úr Gísla sögu Súrs- sonar, þeg.ar Vésteinn á Hesti fór á mis við sendi- menn Gísla, en það var á þessum slóðum. Sá þá Vil- mundur Guðmund Bjarna- son úti og kallaði til hans: „Hvar riðust þeir hjá?“ En Guðmundur svaraði þegar með orðum Gísla sögu: „Undir melnum“, Þótti Vil- mundi þetta vel gert og hef- ur haldið á loft þessari sögu. Guðmundur hefur gaman af vísum og hefur ort nokkr ar smellnar ferskeytiur. Ekki eru nú nema fáar vik- ur síðan ég heyrði hann gleðja ungar stúikur með nýrri vísu, sem hann lagði þeim á varir. Cuðmundur vinn ir nú öll karlmannsverk á oúi Ragn- heiðar dóttur sinnár, því að Ólafur bóndi dveiur um skeið á Vífilsstöðum. Flytur Guðmundur m. a. mjólk bús- ins til hafnar og siðan fram í Djúpbátinn. Þykja félög- um hans lítil eiiimörk á kappi hans. Jafnan t'er hann síðastur upp í flutningsbát- inn, og ekki skal það spyrj- ast, að hann hlífi sér svo að vera þurr í hástígvélunum, ef aðrir vökna í fót. Guðmundur og Guðrún eiga 5 börn á lifi. Eru aþr á meðal itvær húsfreyjur í Mosvallahreppi, Ragnheiður á Mosvöllum og Margrét á Hóli, kona Jóns bónda Jóna- tanssonar. Hin þrjú, Hall- dóra, Ingileif og Ólafur, eru öll búsett í Reykjavik. Guðmundur á Mosvöllum er að vonum vinsæll maður og hljúur margar .góðar ósk- ir á þessum tímamótum ævi sinnar. En þess vil ég óska Önundarfirði og Vestfjörð- um öllum, að þar búi jafnan fjöldi manns með fjöíhæfni og ósérhlífni Guðmundar Bjarnasonar. G. I. K. Kvenfélag Alþýðu- flokksins sfofnað á Mureyri. Einkaskeyti frá AKUREYRI KVENFÉLAG Alþýðu- flokksins á Akureyri var stofnað síðastlðinn sunnudag. Stofendur félagsins voru 26. í stjórn voru kosnar frúrnár Þorbjörg Gísladóttir, Hlín Jónsdóttir, Anna Helgadótt- ir, Jensína Loftsdóttir og Hanna Haljgrímsdóttir. í varastjórn voru kosnar frúrnar Dagmar Sveinsdóttir og Olga Olgeirsdóttir. Endur skoðendur reikninga þær Soffía Gunnlaugsdóttir og Svanborg Jónasdóttir. Mkill áhugi ríkti á fundin- um. Félagið mun halda ann- an fund bráðlega og munu þá margar konur ganga í fé- lagið. GUÐMUNDAR KRISTJÁNSSQNAR Skúlatún 2. — Sími 7667. Telair til prentunar: Bækur, fímarit og fleira. Hafr. — Álþýðuflokksfélag Reykjavíkur heldur félagsfund í fundarsal Alþýðubrauðgerðarinnar á Vitastíg 10 í kvöld 16. þessa mán. klukkan 8,30 stundvíslega. DAGSKRÁ: 1. Tekjuöflunarlög ríkisstjórnarinnar. Frum- mælándi er Stefán Jóþann Stefánsson forsætisráðherra. 2. Önnur mál.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.