Alþýðublaðið - 28.12.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.12.1927, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 þakklátir, er lagt haf.a höad a'ð ]>ví verki, að gera íslenzka list kunna umheiminum. Þorf. Kr. íhaldsráðherrarnir. Báðir umboðsmenn dansks auðvalds. Eins og vaenta mátti, hefir „Morgunblaðið“ ekki enn þá minst með einu orði á umboðsmensku ]>á, er Jón Þorláksson hafði hér fyxir danska auðmenn jafnframt ]>ví, að hann var íorsætisráð- herra Islands. Sama þögnin er um þetta mál í „Verði“. íhaldsblöðin hafa auð- tsjáanlega séð, að bezt myndi að þegja í þessu máli, þar eð enga vörn væri að finna fyrir Jón. Ætla mætti, að Magnúsi Guð- mundssyni hafi blætt í auga við að sjá þessa atvinnu félaga síns, Jóns Þorlákssonar, þar eð einnig hann hefir gerst. umboðsmaðttr er- lends auðvalds, undir eins og hom- um bauðst það. En ekki vita menn enn þá, hvort það var, meðan hann var dómsmálaráðherra eða rétt á eftir. Eins og kunnugt er hefir alþingi reynt að reisa ýmsar skorður við yfirgangi útlendinga hér á landi. Kemur það fram í hlutafélagslög- unum og í lögum, sem takmarka rétt útlendinga til þess að eiga féisteignir hér. En slík lög koma venjulega að litlu haldi, af því að nógir íslendingar eru fáanlegir til þess að gerast leppar útlend- inganna. Hér hefir verið sett upp olíu- geymslustöð við Skerjafjörð. Hver sé tilgangur Englendinga að setja hér upp svo stóra olíugeyma, sem þar eru, páð er nóg erni i nokkr- ar greihar, en út í þá sálma skal ekki farið hér. Nóg að segja, að allir vita, að af stöð þessari get- ur sjálfstæði iandsins staðið þó nokkur hætta. En h\-er á þessa olíustöð? Eng- lendingar. eiga hana; [>aö vita all- ir. En auðvitaÖ er hún að nafo- inu til eign Islendinga; — það er garnla sagan að norðan. Og nú kemur sú fregn, að Magnús Guö- mtmdsson, fyrr verandi dóms- málaráðherra, sé einn af stjörn- endum (ef til viil formaður?) fé- Iagsins, sem „á“ olíustöðina við Skerfafjörð. En hvort hann var orðinn stjórnandi í því félagi, meðan hann var dómsmálaráð- herra, skal ósagt látið að svo komnu. Hitt er aftur vist, að báðir að- alforingjar íhaldsflokksins, báðir fyrr verandi ráðherrarnir, þeir Jón Þorláksson og Magnús Guð- mundsson, eru umboðsmenn er- lends auðvalds, og ad minsta kosti anrtar peura (Jón Þorláks- son) var orðinn pad, meðan hann var ráðherrh. Ihaldið beið mikinn ósigur við siðustu kosningar, en enn þá rneiri ósigur hefði það beðið, ef al- mennmgur hefði vitað þetta þá. „Freðnir dilkshausar“. Öflugt verzlunarfélag auglýsti nýlega frosna dilkshausa til sölu. Sendi ég mann eftir tveimur haus- um, og reyndust þeir að vera af æfagömlum hor-rolium. Minnir at- ferli þessa félags á sláturfólög Chicago-borgar. En með því að íslenzkt réttarfar er vonandi ekki enn eins saurugt og svívirðifegt og réttarfar amerísku skrtísþjóð- anna, BandaTÍkjanna og Kanada, læt ég þessa getið, og vænti ég þess, að það verði tekið til greina af skynbærum mönnum. Ég spyr: Á stórauðugum gróða- félögum að leyfast óáreittum að pranga vörum sínum út með fölskum auglýsingum? Hafa blöð- in svo mikinn þxælsótta af pen- ingavaldinu, og er öll alþýðan svo þrællynd, að svona svik geti blómgast mótmælalaust? TH hvers eru lög og ákæruvald, þegar svona er íarið með fólk og ekkert gert til þess að hindra það, að falskar auglýsingar heri góðan ár- angur fjTir þá, sem láta blöðin flytja þær? Vilja nú allir steinþegja? J. Stefámspn. Ef yíifiiE* wsaEstai* g'léssaa f matmn, pá notið DYKEUND-mjóSkinð, pví liana ntá 1»EYT1. Khöfn, FB„ 27. dez. Andúðin gegn Rússum. Frá Genf er símað: Stjórnin í Svissiandi hefir synjað ráðstjórn- inni. rússnesku um leyfi til þess að hafa fasta skrifstofu í Genf til . þess að fylgjast með starfsemi Þjóðabandalagsins. Óttast sviss- neska stjórnin undirróður af hálfu t?ússa. Stjórnmálamaður látinn. Fxá Nizza er símað: Sazanov fyrr verandi utanríkismálaráðherra Rússlands er dáinn. [Harm var ut- anríkismáiaráðherra Rússlands 1910—1916 og því einn af að- standendum heimsstyxjaidarinnar. Við byltmguna 1917 varð hann úr sögunni.] Vatnsfióð á Spáni. Frá Madrid er símað: Hellirign- ingar og vatnsflóð á Spáni. Mikið eign.atjón, einkum i Burgoashér- aði. öbs. röa§|inai o$g vegimx. Næturlæknir er í nótt Friörik Björnsson, ThorvaIdsensstra-ti 4, símar 1786 og' 553. Jólatré „Dags“-brúnar verður á föstudagskvöldið í Báruhúsinu. Nánara auglýst á mcwgun. ai .h Hjálpræðisherinn. Á morgun kl. 3 verður jólatrés- hátíð fyrir sunnudagaskólarm. Annað kvöld og á föstudags- kvöldið kl. 8 verða opinher jóla- trés-hátiðahöld. Inngangur hvort kvöldið 35 aurar fyrir fu.l lorðna og 20 aurar fyrir böm. Heilsufarsfréttir. (Eftir símtali við héraðslækn- inn.) Heilsufaxj'ð hér í Reykjavík er líkt og það hefir verið siðustu vikurnar. Enn er iðrakvef og dá- lítið kvef, en annars heiisufar gott. Dæmdur fyrir vínsmyglun. Jón ólafsson, sá, er smyglaði víninu með „Lyru“ um daginn, hefir verið dæmdui í 30 daga ein- falt fangelsi og 1000 kr. sekt. Til vara er hann dæmdur í 48 daga fangelsi að auki, ef sektin verður ekki greidd. Útboð. Rikisstjórnin hefir ákveðió, að fxamvegis skuli gerð útboð á þeim vörutegundum, sem mest eru not- aðar í sjúkrahúsum rikisins, og er fyrsta auglýsingin þess efnis hér í blaðinu í dag. Togararnir. ,,Baldu;r“ og „Jón forseti“ Itomu af veiðum í gær með ágætan afla, báðir næstum falUX Hf ffaMt 'öfluðú i ís eins og áður. Þeir og Reyktébak frá Gallaher Ltd., London, er regluleg ánægja að reykja og vafalaust hezta lóbakið, sem nú er á boðstólum. Biðjið alt af um: Fox HeadL Landseape. London Mixt. Three Cpowbs. Sáneta Clahs. Free & Easy. Fœst hjá flestum kaupmönnum. Heildsölubirgðir hjá H/f. F. H. Kiartaitsson & Co. Hafnarslræti 19. Símar: 1520 & 2013.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.