Alþýðublaðið - 12.10.1947, Side 4

Alþýðublaðið - 12.10.1947, Side 4
4 ALÞÝBUBLABIB Sunnudagur 12. okt. 1947 Ómaklcg ixmmæli. — ísland, kvikmynd Lofts Guðmundssonar. — Athyglisverð saga. — Enn um skömmtunina. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Fífislegur máifiufningur ÞJÓÐVILJINN í gær ræðst enn einu tsinni af hatri og heift á Alþýðuflokkinn fyrir þátttöku hans í núver- andi ríkisstjórn og forustu hans um, myndun henhar. Lesendur Þjóðviljans eru sennilega orðnir leiðir á þess um síendurteknu haturs- greinum um Alþýðuflokkinn. Það að endurtaka staðhæf- ingar og fullyrðingar undir breyttum fyrirsögnum æ eftir æ, sýnir vissulega léleg an málstað, enda hafa mál- efni kommúnista í fíflslegri baráttu þeirra gegn núver- andi ríkisstjóm ekki verið ;upp á marga fiska. * Þegar búið er að slá striki yfir öll stóryrðin í forustu- grein Þjóðviljans í gær, er aðeins eftir hin gamla og nýja staðhæfing kommúnista, að Alþýðuflokkurinn hafi svikið stefnu sína og um- bjóðendur með því að mynda stjórn með Sjálfstæðisflokkn um og Framsóknarflokknum. Lýsingar Þjóðviljans á A1 þýðuflokknum og Sjálfstæð- isflokknum eru með þeim hætti að ætla mætti, að komm úniBtum væri í meira lagi ó- Ijúft að eiga samstarf við þessa flokka. Eigi að síður sátu þeir Brynjólfur Bjarna son og Áki Jakobsson í stjórn með Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum um tveggja ára skeið, undu' þar hag sínum vel og kvöddu ráð herrastólana - auðsýnilega hryggir í huga að loknum valdadögum. En þar með' er ekki sagan öll. Eftir að Áki og Brynjólfur hlupust brott úr fyrrverandi ríkisstjórn vegna afgraiðslu alþiíngis á flugvallarsamningnum við Bandaríkin, lýstu kommún- isftar sig reiðubúna til að mynda stjórn hvort heldur væri undir forsæti Sjálfstæð iisflokksins eða Framsóknar- flokksins. En stjórnarmynd- un undir forsæti Alþýðu- flokksins kom því aðeins til mála, að kommúnistar réðu vali forsætisráðherrans. * Það situr því illa á komm- únistum, sem setið hafa í rík isstjórn undir forsæti Sjálf- stæðisflokksins og lýst sig reiðubúna til stjórnarmynd- unar hvort heldur væri und- ir forsæti hans eða Framsókn arflokksins að ráðast á Al- þýðuflokkinn fyrir stjórnar- ÓMAKLEG ÞYKJA MÉR ummæli eins clagblaðsins um ráðningu skipstjóra á togara bæjarútgerðar Reykjavíkur. Hygg ég að það sé almanna mál, að þeir menn, sem ráðnir hafa verið, séu að öllum öðrum ó- löstuðum, og án þess að ég sé að gera samanburð, úrvalsmenn, framúrskarandi reglumenn, aflasælir skipsstjórnendur og njóti óskoraðs trausts. Álít ég, að sjaldan hafi tekizt eins vel að ráða menn í þýðingarmikl- arstöður, eins og í þessu til- felli. ÍSLAND, nefnir Loftur Guð- mundsson kvikmyndina, sem hann hefur tekið og sýndi blaða mönnum í fyrrakvöld. Sýning myndarinnar stóð yfir í þrjár klukkustundir og var athyglin óskipt frá upphafi til enda. Sjaldan eða aldrei, munu hafa verið teknar eins fagrar mynd- ir af landinu okkar, eins og Loftur sýnir í kvikmyndinni, en myndin er öll í litum. Er sama hvort hann sýnir fjöll, jökla, fljót, ár, sjó, gróður, blóm- skrúð, eða fólk að starfi. Feg- ursti kaflinn er úr skrúðgörð- um, en sá eftirtektarverðasti og bezt gerði frá Siglufirði um síldarveiðitímann. Sá kafii er tvímælalaust bezt gerða kvik- myndin, sem tekin hefur verið hér á landi. ÖLL ER KVIKMYNDIN fög- ur og tilkomumikil, en ef til vill mun ýmsum þykja nokkuð um endurtekningar í einstökum köflum, sérstaklega hér í Reykjavík. Mundi myndin ein- skis missa af gildi sínu, þó að hún væri dálítið klipt. Hins veg ar skil ég vel, að kvikmynda- tökumanninum, sem hefur lagt mikið erfiði og alúð við alla gerð myndarinnar, þyki sárt, að taka úr henni myndir, sem í sjálfu sér eru kannske undur fallegar, en mega missa sig þeg- \ar verið er að sýna heildarsvip landsins. Þessi kvikmynd, sýnir hvað mikill listamaður Loftur Guðmundsson er, með kv.'k- myndavélina. GUNNVÖR SKRIFAR: G;im- flokka. Kommúnistar heföu áreiðanlega verið fúsir til stjórnarsamvinnu við hvern, sem verið hefði, ef þeim hefði boðizt forsæti stjómarinnar. Hatur þeirra á Alþýðuflokkn um fyrir þátttöku hans í nú- verandi stjórn og forustu hans um myndun hennar er því fyrst og fremst sprottin af öfund og ótta við vaxandi fylgi hans og áhrif með þjóð- inni. Kommúnistar töldu sér trú um þá firru, að ekki væri hægt að mynda ríkisstjórn á íslandi án þátttöku þeirra. Þess vegna álitu þeir sér ó- an væri að vita hvort eftirfar- andi saga, sem nú gengur um bæinn er sönn, en sagan er svona: Á fundi sínum, daginn eftir eða sama dáginn og skömmtunin hófst, boðuðu bif- reiðastjórar bæjarins til fund- r, sem kunnugt er, til að mót- mæla benzínskömmtuninni. Á þessum fundi eiga þeir að hafa kosið nefnd manna til að ganga ó fund skömmtunarstjóra til að bera þar fram kvartanir sínar. ÞEIR FÓRU SVO á fund skömmtunarstjórans og sögðu honum að skammturinn væri svo lítill að ekki væri unnt að lifa á því, sem inn kæmi fyrir hann, og lýstu mjög ótakanlega, að ekki væri unnt fyrir ein- hleypan mann að lifa á þessu hvað þá heldur fyrir fjölskyldu mann. Skömmtunarstjórinn á að hafa lofað þeim að lýsa þess- um raunum sínum mjög svo ít- arlega og nákvæmlega, og þeg- ar þeir voru búnir, á hann að hafa farið ofan í skúffu hjá sér, tekið þar ósköp rólega fram skattaframtöl þessara sömu manna eða sýnishorn frá bif- reiðastjórum yfirleitt, og reynd ist þá skammturinn nákvæmlega reiknaður samkvæmt þeirra eigin tekjuframtölum. — Hvort sem saga þessi er nú sönn eða ekki — gæti að minnsta kosti seinni hlutinn verið sannur.“ ÉG BIRTI ÞETTA BRÉF ekki vegna þess, að ég viti um sönn- ur á sögu þessari, heldur af því, að sagan er skemmtileg, og varp ar nokkru ljósi yfir trúlega hluti. SALBJÖRG SKRIFAR um skömmtunina. Hún er að mörgu .leyti góð og hefði átt að vera komin á fyrir löngu. En mikið bregður manni við. í blaðinu í dag segir þú að kornvöru- skammturinn sé nægur hverj- um mennskum manni. Ekki er ég þér sammála. IIANN NÆGIR OKKUR kaup staðabúum en ekki þeim, sem búa í sveit. Það er ekki sam- (bærileg eyðsla á kornvöru í hætt að neita að ræða um stjórnarmyndun við formann Alþýðuflokksins. En þekn brást sú von hrapalega. Þeim varð ekki kápan úr því klæð inu að efna til langvarandi stjórnarkreppu, sem hefði orðið mikið áfall fyrir virð- ingu alþingis og traust lýð- ræðisflokkanna með þjóð- ínni. Síðan hafa kommúnist- ar ekki verið við mælandi. Ofstæki þeirra'í garð Alþýðu flokksins er mest, enda hafa þeir hatað hann heitast og lengst og telja stjórnarmynd unina fyrst og fremst sök hans. En sannarlega er andlegt Fcamhaid a 7. síðu. samstarfs hans við þessa er í dag. Merkin eru afhent frá kl. 9 f. h. á Grundarstíg 11. StyrkiS þá blBndu! KaupSg merki! heldur fund mánudaginn 13. september kl. 8,30 í Tjarnarkafé. Til skemmtunar er: Þrjár ungar stúlkur og . tveir piltar skemmta með söng og hljóðfæraslætti. Uuulestur: Frú Elín Thorarensen. Dans. • Fjölmennið stundvíslega! Stjónm. okkar tekur til starfa 16. þ. m. Kennt verður: Ballet, byrjenda og fram- haldsflokkur fyrir. börn. Plastik. Dömuflokk- ar. Samkvmisdansar fyrir börn og fullorðna. byrjendur og þá, sem lært hafa áður. Nánari uppýsingar gefnar í síma kl. 6—8 næstu daga. ' Sími 7115. Sími 4310. verður haldmn í samkomusal Landsmiðj- unnar á morgun (mánudag) og hefst kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Samningarnir. Stjómin. heilsufar kommúnista orðið bágborið, ef þeir ímynda sér, að þjóðin taki eitthvert rnark á öskri þeirra og ólátum. Fullyrðitngar þeirra um minnkandi fylgi Alþýðu- flokksins saniia til dæmis það eitt, að svo mæla börn sem vilja. Staðreyndirnar tala hins vegar allt öðru máli en kommúnistar, og tvímæla- Iaust tekur þjóðin meira mark á þeim <en hrópyrðum Þjóð- viljans. Við síðustu alþingis- kosningar vann Alþýðuflokk urinn á einn allra flokka. Síð an heíur hann unnið fjöl- mörg verkalýðsfélög víðs veg ar um land af kommúnistum, sem alls staðar eru á fallanda fæti vegna ábyrgðarleysis síns og fíflsháttar. Þjóðvilj- inn ætti að minnast þess, þegar hann birti með miklu yfirlæti eina stórfrétt sína um fylgishrun Alþýðuflokks ins sama daginn og úrsliit bæj arstjórnarkosningamia á Sauðárkróki urðu kunn, en þar vann Alþýðuflokkurinn af kommúnistum eina sætið, sem þeir höfðu átt í hrepps- nefndinni. Málflutningur kommún- ista er allur á sömu bókina lærður. Stjórnarandstaða þeirra gæti varla vesælli og vitlausari verið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.