Alþýðublaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.10.1947, Blaðsíða 5
Sunnudagur 12. okt. 1947 DAVID LOW: HVl Á HANN AÐ BERA BYRÐARNAR? I GRF.IN ÞEIRKI, sem hér fer á eftir, er stutt frá sögn um bók, er nýlega er komin út í Sviss Fjallar bókin um kvikmyntir, og er lags til aS þeim sé beiít meir í þágu menningar og listar en hingaðYiI. Grein in er biríist í „Verdens Gang“ og er eftir Jörgen- Richard Lund. Bretar lögðu meiri fórnir fram tií þess að vinna styrjöldina en nokkur önnur þjóð, og tóku meðal annars stórlán víða um heim. Nú bera þeir geysilegan skuldabagga, sem þelm finnst að fleiri mættu að réttu taka þátt í að bera. Bretum finnst byrðin þuiig. . ALMENN SAMTÖK kvik- myndahúsgesta geta frelsað kvikmyndalistina. Að þessari niðurstöðu komast þrír Svisslendingar, Georg Schmidt, Werner Schmalenbach og Peter Báchlin, í bók „Der Film wirtschaftlich, gesellsehaít- lich; kunslerich“, sem sviss- neska kvikmyndaskrifstofan í Basel gaf út. Kvikmyndaskrþistofan var stofnuð árið 1943 af almenn- ingsfélagi, er nefnist „Le bon Film“, og berst það nú ásamt „Schweiz Arbeterbildungs- zentrale“ fyrir frelsi kvik- myndanna. Bókin er með 160 mynd- um, er skýra fjárhagsleg og listræn vandamál kvkmynd- anna og myndar, eins og sagt er í foirmálanum, fullkomið fræðikerfi kvikmyndarinnar, og geta þeir, sem ekki eru út- lærðir í þýzku, einnig notið hennar. Peter Báchlin sýnir fram á, að kvikmyndin er lifandi myndlis't og rekur þróúnina frá hinni hreyfingarlausu en fullkomnu • málaralist um 1800 gegnum ófullkomna en hreyfanlega birtingu im- pressionista til fullkomnnar og hreyfanlegrar myndgerð- ar kvikmyndarinnar af veru- leikanum. Á lénstímum miðaldanna var bók eða mynd aðeins framleidd í einu eintaki, en á endurtreisnartímanum fundu menn upp prentlist og koparstungu, og ef'tir frönsku stjórnarbyltinguna kom til sögunar steinprentun, lág- pirentun og ljósmyndagerð, sem nú nýiega hefur náð há- marki í lifandi og talandi lit- myndum. Sagt er, að kvikmyndagerð sé eingöngu tækni. Rangt er það. Jafnvel málverk eftir van Gogh er að allmiklum hluta tækni, og ekki aðeins list. Þannig er kvikmyndin meir en tækni; hún er einnig list, og hversu mikil list hún er, fér eftir Isikstjóranum, sem aðeins ræður yfir tækn- inni, ef hann þekkir eigin- leika kvikmyndarinnar og takmarkanir og skilur hvern- ig á að hagnýta þennan skiln- ing í þágu listarinnar. Þó er sngin hætta á ferð- um. Bæði Syiss og Danmörk eiga unga og efnilega kv:k- myndaleikara, sem reiðu- búnir eru t:l þess að taka að sér örðugt hlutverk, ef fyrir hendi eru fjárhagsleg skil- yirði. Kvikmyndir eru aðeins fjórum sinnum lengri en þær voru árið 1910; en þær eru nú 1400 sinnum dýrari í framleiðslu, og talið er, að hálf önnur milljón manna þurfi að horfa á svissneskar kvikmyndir t:l þess að þær borgi sig. Enua þótt þessar tölur gefi ekki alveg áreiðanlega mynd af aðstöðu kvikmyndafélag- anna nú, því að ekki er al- gerlega hægt að . fylgjast með kostnaði við upptökú, leigu og fleira, er þó augljóst, að sviseneskar kvikmyndiir eru betur á vegi en danskar. Danskar kvikmyndir fara að- allega á markað á Norður- löndum, en svissneskar kvik- myndir eru seldar í Italíu, Þýzkalandi og Frakklandi, eftir því á hverju hinna cp inberu máia kvikmyndin er tekin. Þrátt fvrir það hefur Sviss ekki náð svo mikilli framleiðslu, sem búast mætti við. Vegna þess að kvikmyndir eru seldar í öllum löndum og öll alþýða nýtur þeirra, eru þær góð útbreiðslutæki fyrir mikilsverðar hugs]ónir Þessi möguleiki er ■ aðeins hagnýttur í fáum myndum, t. d. „Mr. Smith goes to V/ashington“ og „Louis Pas- teur“. Báchlin spyr: Hvers vegna skyldi þessu vera þannig farið? Og hann svar- ar sér sjálfur með því að t- rekja þróunina írá því í gamla daga, þegar kvik- myndaframleiðandinn tók sjálfur myndina og sýndi hana, til kvikmyndahringa nútímans, sem sækjast eftir hagnaði án menninga.rlegs á- huga, eins og segir í setnnig- unni:. „Það, sem fólkið vill, það skal það fá.“ Hve^þetta er háskalegt, skil ur maður, þegar hann fær að vita, að þrír fjórðu hlutar af fjármagni kvikmyndaiðnaðar ins er eign amerískra hringa. Morgan- og Rockefellerhóp- urinn ræður yfir eftirfarandi kvikmyndafélögum, sem eru einhv.er stærstu í heimi: Paramount, Warner Bros, 20th Century Fox, Metro- Goldwyn-Meyer, United Artist, Universal, Columbia og R. K. O. þar að auki stjórn ar hann hljómleikastofnun- um og sýningartækjum með félögunum Western Electric, General Electric Co. og^ B. C. A. Photophone. General Electric Co er einnig veruleg ur þáttur í Phoebushingsins', sem hefur aðalbækistöðvar sínar í Sviss, og sænska Philipsfélagið á einnig full- trúa bar, en formaður þess er Gúnther fyrrverandi utanrík ismálaráðherra. Fjármagn kvikmyndafé- Iaga og framleiðsla þeirra hafði verk að vinna í þágu nazistaflokksins í Þýzkalandi. Er því fróðlegt, að eftir heim ildura, sem alþjóðanefnd í vandamálum Evrópu birti, eiga nazistarleiðtogar enn þá mikil auðæfi geymd í Sviss. Þessir hringir kæra sig ekki um list, heldur peninga, og vilja aðeins kannast við ..stjörnukvikmyndir, fram- haldskvikmyndir og metsölu sögur. í sambandi við þetta dreg- ur bókin fram í dagsljósið hvers við förum á mis og hvaða ævintýri eru í vænd- um, þegar búið er að gera upp sakimar við auðvaldið og brjóta hlekki þeiss af list kvikmyndar.na. I röð greinilegra mynda er sýnt í bókinni hvernig kvik- rnynd er byggð upp, tækni við kvikmyndagerðina frá upp- hafi til lifandi mynda á hvíta tjaldinu. Menn ' komast að raun um að leikarinn er að- eins þáttur í myndamáli kvikmyndarinnar, og þá ór- ar vart fyrir hinni miklu list, er sjaldan sést, en sumir þekkja: Kvikmyndin fjallar þá ekki um okrara, kúreka eða hispursmeyjar, heldur um lifandi fólk, sem glímir við mannleg vandamál og elur í brjóti sömu vonir og við. Útsýninu má breyta, mynd ir má taka nærri og einnig úr mikilli fjarlægð, myndir af smáu og stóru, rúminu, sem rúmi eða vettvangi æv- intýra, en efnið í hinni já- kvæða kvikmynd er ætíð mað urinn, hinn starfandi og skap andi maður. í tækni er kvikmyndin nú mjög vel á veg komin og hef ur alla möguleika til mjög mikillar listaþróunar. Þegar síðasta leikhúsinu verður lok að eða því er breytt í safn- hús, mun kvikmyndin lifa En listræn þróun kvik- myndannia fer eftir okkur gestunum í kvikmyndahús- unum. Einungis ef við tök- um höndum saman, leggjum út í baráttu gegn hinum kapi talísku framleiðslu og leigu- félögum og heimtum betri Framhald 8 7. síðu. Vegna þess að nokkrir nemendur eru að útskrif- ast úr Flugskólanum, getum við tekið nýja nemendur. Flugskólinn mun starfa í veur, og flokið er alla daga vikunnar. Einnig lánum við þeim nem- endum, sem Ijúka prófi hjá okkur, flugvélar fjmir minna gjald. — Leitið upplýsinga, skrif- kga eða munnlega, í skrifsto'fu okkar á Reykjavíkurflugvelli. Einnig gefum við upplýs- ingar milli kl. 12—1 í síma 7414. •^es^o C- Yélflugudeild Svifflugfélags íslands Pósthólf 1069.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.