Alþýðublaðið - 02.01.1928, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.01.1928, Blaðsíða 3
ALÞ.ÝÐUBLAÐIÐ S Appelsínur, 240 stk. kassar. HaframjöL Hrísgrjón. Kaífi. Hestahafrar. Maismjöl. Maís. Biandað hænsnafóður. þakka félögum sínum viðs veg' ar um iandi'ð fyrir samstarfið í þágu jafnaðarhugsjónarmnar. Og þeir eru þess fullvissir, að eng- inn skerist\úr leik á þessu nýja ári, og að hundruð alþýðumanna bætist við i fylkinguna. Baráttan krefst krafta allra, er skilja neyð öreigans og þörfina puir bættum kjörum fátækling- anna. Umbótastarfsemi jafnaðarmanna mun verða sigursæl. Og ef við þekkjum hlutverk okkar rétt, þá verður þess ekki langt að bíða, að þeir dagar komi, að aliir al- þýðumenn i sveit og við sjó skilji aðstöðu stéttar sinnar og finní mátt hennar, að auðvaldsríkið verði að þoka fyrir alþýðuríki og skiftingin í auðvaldsstétt og alþýðustétt hverfi, en hin sam- starfandi alþýða sjálf ráði yfir framleiðslutækjunum, félagsbíii frjálsra verkamanna. Fyxir þessu skal barist — bar- ist þar til yfir lýkur. Khöfn, FB., 30. dez. Prestar auðvaldsvitni. Frá Hong-kong er símað, að nokkrir prestBr frá Evrópu, sem tókst að fá Iausa úr fangelsum sameignaTsirma, haldi því fram, að sameignarsinnar í Hoifung-hér- aðinu hafi liflátiö að minsta kost* hundrað og fimmtíu manns dag- lega tvo síðustu mánuði. Hungri varnað með flugvélum. Frá Lundúnum er símað: Mat- væLaforði í ýmsurn smábæjuim í sunnanverðu Englandi, sem eru án sambands við umheiminn vegna fannfergis, er að þrotum kominn. Flugvélar hafa verið spndar til bæja þessara með mat- vælabirgðir. Vatnsflóð og hrakningar. Mikið vatnsflóð hefir komið ná- lægt Kantaraborg og flætt yfir götur borgarinnar. Hafa tnargir í- búanna neyðst til þess að flýja frá heimilum sínum. (Kantara-' borg er í Kent á Englandi, 60 enskar mílur frá Lundúnum. í- búataia liðiega 20 þúsund.) Khöfn, FB., 31. dez. Frá enskri verkamannapólltik. Frá Lundúnum er símað: Snow- den hefir sagt sig úr óháða verka- mannaflokk.num, sem er félags- skapur vinstri bluta verkamanna. Snowden er sagður vera hlyntur því, að samvinna komist á miili verkamanna og frjálslynda flokks- ins. [Nokkur deila hefir verið uppi í óháða verkamannafiokknum enska, um hve langt skyldi far- ið í samvinnu við frjálslynda flokkinn. Hefir Snowden verið formgi þéss hópsins, er haldið hefir því fram, að náin sanwinna skyldi vera á niilli flokkanna, en fyrir skömmu varð hann i minni hiuta. og afleiðing þess er sú, er skeytið hermir. Pó má enginn skilja það svo, að Snowden hafi á nokkurn hátt snúið frá stefnu smni sem jafnaðarmaður, þvi að hann er eftir sem áður félagi í verkamannaflokkinum, „Lalrour Party“. Snowden er mjög mikil- hæfur maður. Hann var fjár- málaráðherra í ráðuneyti Mac-Do- naids, ogerálitinn vera einn mik- ilhæfasti fjármálaráðherra, er Bretar hafa átt.] OfsókHir á hendur sjálfstæðis- mðnnum. Frá Strassburg er símað: Lög- xeglan hefir handtekið þrettán menn, sem eru foringjar sjálf- stæðishTeyfingarinnar í Elsass. Tjón af bruna. Frá New York-borg er símað: Farþegaskip, átta vöruprammar og tvær b yggingar í Hoboken hafa hrunnið. Eignatjónið af brun- anum er talið vera tvær og hálf milljón dollarar. (Hoboken er borg í New Jersey, við Hud- sonána, gegnt New York-borg. 1- búataia 70 000.) Frá sjómönnunum. Komnir gegnum Pentlandsf jörð- inn á heimleið. Óskum vjnum og kunniingjum gleðilegs nýjárs. Skipshöfnin á „Gylliu. Beztu nýjárs’óskir til ættingja Árum saman hefir verið um það rætt, að brátt myndi skaklti ’turninn i Pisa falla. Hallinn hefir aukist með ári hverju. Nú hefir franski vísindamaðurinn dr. Im- benaiDi, að ioknum nákvæmum rannsóknum, sagt það ákveðið, að það sé engin bábilja, að tuminn muni falla, þar eð neðanjarðar- lindir grafi undan honum. En ekki getur doktorinn sagt, hvenær hrunið muni verða. Myndin er af turninum og kirkju einni veg- legri. vorra og vina. Þökk fyrir gamla árið. Skipverjar á „Menja“. Óskum ættingjum og vinum gleðilegs nýjárs með þökkum fyr- ir gamla árið. Skipoerjar á „Skúla jógeta“. Norðursjónum. Hugheiiar nýj- ársóskir til vina og vandamanna. Skipshöfnin á „Skallagrími“. Mzbnr togari stranðar. Á gamlárskvöld strandaði þýzki togarinn R. C. Krogmann frá Cuxhaven á Gerðahólma. Dimm- viðri var, en logn og sléttur sjór. Togarinn var að koma frá Þýzka- landi og hafði ekki kastað vörpu í sjó síðan hann fór að heiman, en kol og vistir hafði hann til mánaðar. Skipshöinin var kyr í skipinu á nýjtársnótt, en í gær tók að hvessa, og sóttu þá Gerða- menn skipverja og fluttu vist- irnar úr skipinu. Gat hefir kom- ið á skipið, svo að út og að ifeliur í því. „Skuggsjá“ var leikin í gærkveldi fvrir fullu húsi. Heyktól»ek frá Gallaher Ltd., London, er regluieg ánægja að reykja og vafalaust bezta tóbakið, sem nú er á boðstölum. Biðjið alt’af um: Fox Kead. Landscape. London Mixt. Three Crowns. Sancta Claus. Free & Easy. Fœst hjá flestum kaupmönnum. Heíldsölubirgðir hjá H/f. F. H. Kfartansson & Go. Hafnarstræti 19. Sixnar: 1520 & 2013.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.