Alþýðublaðið - 23.07.1948, Blaðsíða 4
yöstuðagur 5 23t^ júli’1948.
Útgefandl: Alþýðuflokkurlnn
Ritstjóri: Stefán Fjetnrsson.
Fréttastjóri: Benedikt Grðndal
Þingfréttir: Helgl Sæmundsson
Ritstjórnarsímar: 4901, 4902.
Auglýsingar: Emilía Möller.
Anglýsingasimi: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Aðsetnr: Alþýðuhúsið.
Alþýð»urentsmiðjan tuf.
Umboðsmaður ritss-
neska síldarflotans
ÞEGAR sú fregn var birt í
einu dagblaði höfuðstaðarins
fyrir nokkru síðan, að Áki
Jakobsson, fyrrverandi sjáv
arútvegsmálaráðherra. hefði
ráðið tvo íslenzka menn sem
nótabassa á hinn rússneska
síldveiðiflota, er hingað hef-
ur verið sendur, bar Áki á
móti því í Þjóðviljanum og
sagðist „að sjálfsögðu“ ekki
hafa haft neina milligöngu
um ráðningu þessara manna.
Varð af þessu orðalagi Áka
ekki annað séð, en að hann
teldi slíkan verknað svo sví-
virðilegan, áð fjarstætt væri,
að ætla honum hann.
Þjóðviljinn sjálfur var og
ekki seinn á sér að taka upp
þykkjuna fyrir Áka úit af svo
svívirðilegum áburði. og við-
hafði í því isambandi mörg
vandlætingarorð um þá
menn, íslenzka. sem gengju
í þjónustu erlendra veiði-
manna hér við land. Taldi
hann eðllegast. „að alþingi
hugsaði, hvort ekki ætti að
gera einhverjar ráðstafanir
'til að sitemma stigu fyrir að-
stoð íslenzkra manna við er-
lendar veiðiþjóðir“, þó „að
bezt væri auðvitað“, eins og
blaðið komst að orði, , að ís-
lenzkir menn ættu þann þegn
skap, að aðstoða ekki keppi-
nauta okkar á íslandsmið-
um“.
Svo mörg voru þau fallegú
orð Þjóðviljans í sambandi
við þetta mál.
*
En síðan hefur ýmislegt
gerzt, sem varpar öðru 1 jósi
á afstöðu Þjóðvi'ljans og ís-
lenzkra kommúnista til hins
rússneska síldveiðileiðang-
urs hingað. Eitit hi;nna rúss-
nesku veiðiskipa hefur verið
tekið í íslenzkri landhelgi og
skipstjóri þess upplýst, __ að
Jakob Jakobsson, bróðir Áka
Jakobssonar, isé „umboðsmað
ur“ rússneska síldarleiðang-
ursins hér í landi. Er það og
áður vitað. að Jakob. sem er,
kunnur kommúnisti, var ár-
um saman gjaldkeri Komm-
únistaflokksins, en ernú lepp
ur bróður síns í margs konar
braski hans, fór fyrir nokkru
með hina tvo íslenzku nóta-
bassa til Siglufjarðar, var
þar viðstaddur, er eitt rúss-
neska skipið kom þar inn á
dögunum og réði því, hverj-
3r fengu að fara þar um
borð.
*
Menn geta nú, eftir þessar
upplýsingar, gert það upp við
sjálfa sig, hvort Áki muni
hafa verið nokkuð riðinn við
ráðningu hinna íslenzku nóta
bassa á rússnesku síldveiði-
skipin. og jafnvel bróður síns
sem umboðsmanns fyrir þau
hér í landi. En hvað, sem
Kvartað enn yfir greiðasölu utan Reykjavík-
ur. — Lélegur viðurgerningur og hátt verðlag. —
Um kórnuna á Alþingishúsinu. — Fálkaveiðarn-
ar. — Ekki að flytja fálkana af landinu sem fanga.
ÉG HELD næstum því að
ferðalagar hafi aldrei kvartað
eins og nú yfir viðurgerningi
og verðlagi á greiðasölustöðum
utan Reykjavíkur- Þetta mun
þó ekki vera vegna þess að allt
hótelhald sé svo fullkomið hér
í höfuðstaðnum, þó að það kunni
að vera betra en víðast hvar úti
á Iandi. Menn kvarta mjög yfir
því að hreinlætistæki séu nær
alls staðar í megnasta ólagi, rúm
of lítil og þjónusta léleg, en
verð afar hátt.
TIL ÐÆMIS sagði mér maður,
sem nýlega er kominn úr ferða
lagi um Norðurland, að á til-
teknum greiðasölustað, hefði
rúm og matur fyrir hann og
konu hans kostað í einn sólar-
hring 134 krónur. Þetta verðlag
nær vitanlega ekki nokkurri
átt, jafnvel þó að-tekið sé tillit
til þess að flestir greiðasölu
staðirnir verði að miða við að-
eins tveggja mánaða rekstur.
EN HVAÐ, sem verðlaginu
líður, þá er hitt öllu verra, að
mjög er ábótavant um alla að-
búð, mat og þjónustu, og það er
einnig algengt að ekki sé
hægt að treysta loforðum. Það
verður til dæmis að gera ráð
fyrir því, að þegar hóteli er sent
skeyti með löngum fyrirvara og
það spurt hvort hægt sé að fá
herbergi vissan dag, en hótel-
ið svarar ekki, að þá sé herberg
ið fengið. En þetta er ekki þann
ig — og sýnir það eitt út af fyr-
ir sig hve þjónustan er langt
frá því að vera eins og hún á að
vera.
G.K. SKRIFAR á þessa leið;
,Eitt af því, sem snertir taugar
mínar illa, er kóróna Kristjáns
9. á Alþingishúsinu. Því er þetta
áþjánarmerki látið prýða þenn-
an stað, þegar landið er viður
kennt sjálfstætt og fullvalda lýð
ræðisríki? Þjóðin er frjáls. Það
eru sennilega einhverjir, sem
segja, að þetta sé meinlaust, að
hafa danska' kórónu gnæfandi yf
ir höfðum þeirra, sem rseður
flytja af svölum Alþingishúsins,
því yfir því blakti íslenzkur
fáni.“
„MÉR FINNST ALLT ANN-
AÐ. Hugsaðu þér ósamræmið,
forseti íslands stendur á svöl-
unum og talar til þjóðarinnar.
Þar fyrir ofan er þetta leiða
danska merki og yfir því sjálf-
stæðismerki lands og þjóðar,
fáninn. Ef ,,kóróna“ Kristjáns 9.
verður tekin, hvað á að koma í
staðinn? Mig' langar ekki eftir
ránfuglamerkjum, hvorki líkan
af erni né fálka, þó að þau væru
íslenzk og ættu betur við en
danska kórónan. Ég mundi kjósa
mynd Fjallkonunnar, gulli-
greypta í gráan stein, með hvít
um skautfaldi, undir okkar bláa
blaktandi lýðrseðisfána frjálsrar
þjóðar, með einkunnarorðunum:
„Svo frjáls vertu móðir, sem
vindur á vog“. Sennilega gæti
ég fallist á eitthvað annað, sem
íslenzkt og þjóðlegt, sem kæmi
fyrir dönsku kórónuna á þing-
hús íslendinga, — en nóg um
það.“
ANNAÐ ER ÞAÐ, sem ég
treysti þér til þess að taka alvar
lega til meðferðar. Hingað koma
enn þá ,,fálkafangarar“. Enskur
maður dvaldi í Mývatnssveit í
sumar til þess að veiða lifandi
íslenzka fálka. Sagt var mér
að veiðiaðferðin væri sú, að
dúfa er bundin og höfð fyrir
agn, til þess að laða að fálkann,
sem festist í neti, er hann ætlar
að hremma bráðina. Mér kom i
hug saga um fálka, sem var
veiddur í Vatnsdal í Húnaþingi,
fluttur til Danmerkur og þaðan
til Englands og hafður þar sem
konungsgersemi, til þess að
veiða fugla fyrir þá, sem ánægju
höfðu af þeim leik. Fálkinn
mundi æskustöðvarnar og kom
með silfurbjöllu festa við fót.
Fálkinn var íslenzka skjaldar-
merkið, vaskur fugl, og þætti
mér mikill sjónarsviptir, ef
hann yrði útdauður á landi hér,
— en honum mun fækka í land
inu. Auðvitað dregst hann
mest að Mývatni vegna andanna
og góðra veiðifanga. Mér var
sagt, 25. júní, að búið væri að
veiða 3 fálka í sumar.“
„LÍNUR ÞESSAR SKRIFA
ÉG af því, að það snertir mig
sérstaklega, sem íslenzkt er og
sérkennilegt fyrir land og þjóð.
Auk þess bera dýrin sínar kend
ir, og sannast hjá þeim líkt og
mönnunum það sem skáldið seg
ir: ,,í átthagana andinn leitar,
þó ei sé loðið þar til beitar“.
Það eru tengslin milli lífver-
anna og moldarinnar, sem ber
að virða og treysta. Mig hefur
oft kennt til vegna hestanna og
þeirra átthagaþrár, sem þeir
sýna með stroki um langa vegu
og ófærur. Sé nauðsynlegt að
skjóta fálka er ekkert við þvi
að segja, — en ég vil ekki láta
flytja þá af landi burt, sem
fanga, til hvers sem á að nota
þá. Þeir eru íslenzk eign.
PAUL HOFFMAN kom til
Parísar í gær og imrn harun
fylgjast með framkvæmd Mar-
shallhj álparinnai’.
þeim þykir líklegt í því efni,
verður ekki lengur á móti
því mælt, að íislenzkir komm
únistar eru eins og útspýtt
hundskinn fyrir hinn rúss-
neska síldveiðiflota hér, og
að allt, sem Þjóðviljinn hef-
ur sagt til að breiða yfir það,
er andstyggileg hræsni og
fláttskapur.
Það er nú sýnt og sannað,
að kommúnistar sjálfir
þekkja ekkert til þess ,,þegn
skapar“. sem þeir auglýsa
eftir hjá öðrum. Þeir veita
hinum rússr.esku „keppinaut
um okkar á íslandsmiðum“
alla þá aðstoð, sem þeir þora
og geta. Slíkur er þeirra þegn
skapur við land okkar og
þjóð, þegar Rússar eru ann-
ars vegar!
Þeir, sem þurfa
að auglýsa
í sunnudagsblaði Alþýðublaðsins, eru vin-
samlega beðnir að skila handriti að auglýs-
ingunum fyrir kl. 7 á föstudagskvöld í af-
greiðslu blaðsins. — Símar 4900 og 4906.
Sfálföf
Get útvegað aUt að 1500 notuð stálföt.
Verð: $4/75 pr. stk. cif.
Bernh. Petersen
Sími 1570.
Úibreiðlð ALÞÝDUBLAÐIÐ
Skemmtiferð að Reykjanesvita
Ferðafélag Templara efnir til skemmtiferðar
suður að Reykjaniesivita sunnudaginn 25. þ. m.
Gengið verður á Þorbjöm og mum verða kom-
ið við á Keflavíkurflugvelli í ’annarri leiðinni.
Þaulkunnugur maður verður með í ferðinni.
Farið verður frá G.T.-húsánu kl. 9 f. h. Þátt-
takendur í ferðinni þurfa að hafa tefcið farmiða
á 'kr. 45 fyrir kl. 12 á morgun (laugardag) í
Bókabúð Æs'kunnar, Kirkjuhvolii, sírni 4235.
FERÐAFÉLAG TEMPLARA.
SKEMMTANIR DAGSINS
Hvað getum við gert í kvöld? Eigum við
að fara á dansleik eða í kvikmyndahús,
eða í ieik-
húsið? Eða
ætli eitthvað
sérstakt sé
um að vera
í skemmtana-
lífinu? Eða
eigum við að-
eins að sitja
heima — og
hlusta á út-
varpið? Flett-
ið þá upp í
Skemmtunum
dagsins á 3.
síðu, þegar þið veltið þessu fyrir ykkur.
- Aðeins í Alþýðublciðinu -
Gerizt áskrifendur. Símar 4900 & 4906.