Alþýðublaðið - 21.11.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.11.1948, Blaðsíða 6
0 ALÞÝÐUBLAÐIÐ áunnudagfur 21. nóv. 1948. S.G.T. (Skemmtifélag góðfemplara). Gömlu dansarnir að Röðli í kvöld kl. 9. Aðgöngumiðar á sama stað frá kl. 8. Sími 5327. Húsinu lokað kl. 10.30. Öll neyzla og meðferð áfenigis stranglega bönnuð. Ný bók, sem vekja mun sérsæða athygli Iesenda: Aðalbjörg Si’gurðardóttir. Alexander Jóhannesson. Ágúst H. Bjarnason. Björn Sigfússon. * Einar Ámórsson. Gunnar Benidiktsson. Séra Jakob Jónsson. Jakob Kristinsson. Jón Þorleifsson. Kristmann Guðmundsson. Séra Sigurbjöm Einarsson. Sigurjón Jónsson, læknir. Símon Jóh. Ágústsson. í bók þessari ræða 13 þjóðkunnn- menn lífsskoðun sína og viðhorf til lífs og dauða. Hver höfundur ræðir íhið viðtæka og mikilsvarðandi efni út frá persónulegri reynshi sinni, störfum og áhugamálum. Trúmál og sið gæði, framtíð mannkynsins og lífið eftir dauðann, mannfélagsmál og miennáng og leitina að hamingju og þroska er hinn rauði þráður, sem umræðumar snúast um. Bókin er merkur vitnisburður um skoðanir þær, sem uppi eru1 með þjóðinni og hugsunarlif og þroska- leit þeirrar kynslóðar sem nú er uppi í landinu. Bók handa hugsandi lesendum Falleg útgáfa. Hlaðbúð Kaupum hreinar léreitstuskur. Alþýðuprentsmiðjan hJ. Leonhard Frank: MATTHILDU konan verður að fæða það í kvöl. Þetta var snotur , Ijós- hærð stúlka, föl í framan og var í rauninni góðhjörtuð og vann skyldustörf sín af mestu alúð. Hún brosti vingj.arnltga og sneri svo aftur til Matt- hildar. Læknirinn, sem var tígu- Iegur maður, stóð við fóta- gaflinn á rúminu og horfði á Matthildi með óttablandinni samúð eins og maður horfir á stormhrakinn garð þar sem blómin hafa staðið í fullu skrúði dagi'nn áður. Á koddanum lá andlit, sem titraði og kipptist stöðugt víð, sett grænmn og brúnum út- slætti, hárið svitastorkið, and lit, sem var eíns og það hefði legiö á hafsbotni, hálf upp- leyst í saltvatni. Hvítur munnurinn opnaöist- Hún hvíslaði: ,,Þetta var strangt.“ Læknirinn laut ofan að henni: ,,Hvað sögðuð þér?“ Hún hreyfði sig ekki, hún rétt aðeins andaði- Kraftar hennar náðu réfct til þess að anda. Það var jafnvel ekki hægt að skipta um á rúminu. Hún sveif á takmörkunum milli lifs og dauða, og þaðan gat hún rétt gægzt til að at- huga ástand siít. Hún skildi að hún hafði orðið að reyta allrar orku, láta það mesta frá sér, sem nokkur mann- vera getur án þess að bíða af því óbætanlegt tjón. Ögn í viðbót og hún hefði orðið ör- kumla, ef henni hefði þá auðn azt að halda lífi. Þrátt fyrfr þetta hervirkí fann Matthild- ur, að hún hafði ekkert misst, sem ekki var hægt að bæta. Afur hvíslaði hún: ,,Það var strangt." Hún hafði ekki ennþá séð barn sitt- Hún var enn of veik burða fyrir þá gleði. Hún and aði með varúð, og einhvers staðar innst inni var henni Ijóst, að hún átti barn. Svo sofnaði hún. Læknirinn og hjúkrunar- konan læddust út úr herberg- mu. Weston stóð í ganginum. Læknirinn sá agrdofa spurn- arsvipinn á andliti Westons og gekk tíl' hans og tók hann undir armínn og leiddi hann með sér. ,,Kona yðar er úr allri hættu. Ég er ekki að blekkja yður, þegar ég segi yður, að hún verður kornin heim eftir hálfan mánuð híess og heilbrigð- Þetta var erfið fæðing. Ákaflega erfið. En hún var öll alveg eðlileg.“ Hann fann að handieggur Westons titraði: ,,Yður hefur liðið illa þennan tíma, veit ég. Barn ykkar hefur fæðzt jöfnum höndum í biðstof- unni- — Líkamleg kvöl er ekki alltaf sú versta.“ Weston, sem gat ekki skilið hamingju sína svona fljótt, nam staðar og laut höfði: ,7En kor an mín! Konan min!“ Hjúkrunarkonan, sem stóð við gluggan, leit brosadi á gólfið- Hún gat ekki stiiMit sig — henni fannst þetta bros- legí. ‘ Weston gekk eftir skínandi gljáfægðu gólfinu í anddyr- inu. ■— Hjúkrunarkonumar, sem flýttu sér framhjá hon- um hljóðlega á gúmsóluðum skónum, karbólsýruþefurinn, niðurbældar stunur, þagnir og svo skyndileg óp — alit þetta óróaði hann aftur og minr.ti hann á það, að á fæð- ingarseildinni er stundum nýtt líf losað frá deyjandi líkama. Þó að hann segði við sjálfan sig að rödd læknisins hefði verið hreinskiinisleg, þá þyrmdi óttanum og efanum yfir hann aftur. Ekki fyrr en hann var kom irn út fyrir hlið spítalans og hann stóð á fjölfarinni göt- unni í glaða sólskininu gat hann losnað við ótitann og trúað því að Matthiidu.r væri úr hættu; og þá streymdi fagnaðarkenndin um hann aflilan. Nýtt heillavænlegt tímabil í ævi hars v.ar byrj- að: hann átti fjölskyldu. Þessi hugmynd fylgdi honum- alla leið heim. Þegar hann kom að íorginu við vatnið þar sem haldinn hafði verið markaður um morguninn, skeín vorsólin milli hinna fírgerðu, ljós- grænu blaða á hópinn, sem þyrptist að ávaxta- og græn- met’ skörfunum- Weston hafði aldrei keypt neitt á markaði. En nú fannst honuom það dásamlegt þegar hann benti á körfu með rauð- um eplum og spurði: ,.Hvað kosta þessi? Jæj.a! Gerið svo vel að láta mig fá tvö pund.“ Svo gekk hann heim á ieið með pokann undir hendinni og var að bollaleggja um framtíðina með Matthildi og nýfædda barninu. Með því að kaupa þessi epli famnst hon- um hann fylgjast alveg með hinum eðlitega straumi manlegrar tilveru, sem er fólginn í hinum smáu, hvers- dagslegu hlutum. \ Skyndilega fann þann, að það var lögð hönd á öxl hon- urn- Maðurinn, sem heilsaði honum af miklum fögnuði, var frægur sagnfræðingur, en Weston hafði hiustað á síð- asta fyrirlestur hans fyrir Sagnfræðingafélagið í Lond- on. Þennan sama morgun, 13. apríi 1933, hafði hann flúið yfir þýzku landamærin til Sviss, fótgangandi, með brýn- ustu mauðsynjar sínar í bak- poka- Hann hafði farið frá öllu: prófessorsembætti sínu, lesendum sínum, ævistarfi, heimilj, öllu því, sem hann með gáfum sínum hafði skap- að konu sinni og syni. Á þejrri stundu, ssm þessi tor- tímirgarandi mannlegra rétt- inda hafði brotizt inn um að- aldyrmar hjá honum til þess að berja hann inn i fargabúö- ir með gúmltylfu, hafði hann yfiraefið allt og farið út um bakdyrnar. Eftir þessa skýringu horfðu mernirnir hvor á annan. Að lokum sagði sagnfræðingur- inn og brosti vandræðalega: ,,Þú hefur verið að kaupa til heimílisins/1 i Weston, sem óskaði einsk- ] is fremur en starfs fyrir sig | og hamirgju fyrir fjölskyidu ! sma, greip ósjálfrátt svolítið fastar um pokann: ,.Já, epli-“ j Hamn mæiti sér mót daginn .eftir við þennán msann, sem búið var að eyðileggja ævi- starf’ð fyrjr. He;ma símaði. hann strax til hiúkrunarkonunnar. Matt hildur var sofandi. I I Nvfædda barn ið, sem hafði sofið ósliHð í vöggunni í átján tírna. vaknaði snemma um moroúninr. Hjúkrunarkonan þvoði brióst Mattihldar og fór svo að sækja það. Maitthildur var iíka vökn- uð eftir langan, endurnær- MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELD.ING' KÁRI hleypur samt ekki langt á eftir stúlkunum. Vopnaðir vefjar- hattaðir hermenn stöðva þá félaga á bakkanum, taka þá höndum, — og nú virðist sem allmkilar stríðs- æsingar og hernaðaraðgerðir ætli að- hlaupa í allt saman.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.