Alþýðublaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 4
£ Útgefandi: Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglysingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðsíusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Nyfsamir sakleys- ÞAÐ leynir sér ekki, að kommúnistar hafa talið sig komast í feitt, er þeir heyrðu ræðu Sigurbjarnar Einarsson ar dósents á fullveldisfagnaði stúdenta fyrsta desember og fengu hana afhenta til birt ingar í Þjóðviljanum; enda eru þeir aldrei ánægðari en einmitt þá, er þeir geta vitn að í utanflokksmenn árcðri sínum og blekkingum sínum tii stuðnings- Slikir menn eru þeim ákjósanlegri liðsmenn en nokkrir aðrir, þeir eru þeir ,.nytsömu sakleysingj- ar“ eins og kommúnistar kalla þá, sem aimenningur varar sig sízt á og lætur þar af leiðandi miklu auðvaldleg ar ginnast af en af kommún isfum sjálfum. Það er og, sannast að segja, ekki erfitt að átta sig á tií gangi kommúnista með sínu sífellda HutJeysishjaJi og daglegum svívirðingum um Bandaríkin um þessar mund k; en það er erfitt að sjá, hvað Sigurbirni Einarssyni dósent getur til gengið, að, taka undir slíkan söng. i'fi Það var sú ííð, er Sigur- björn Einarsson vakti á sér athygli með erindi sínu á prestastefnu hér um „kirkju Krists í ríki Hitlers", að hann j mun hafa gert sér sæmilega grein, fyrir því, .að ekki yrði staðið gegn hinu illa mtð Hut leysi einu; og víst myndi hon um reynast erfitt að telja nokkrum trú um það, að tek izt hefði að sigrast á harð- stjórn og ofbeldi Hitlers án i þess að hin mikla fjárhags- i iega og hernaðarlega hjálp Bandaríkjanna hefði komið til á ófriðarárunum. En nú bregður svo ein-1 kennilega við, að hann vill að engu meta fjárhagslega hjálp Bandaríkjanna til þess að rétta Evrópu við eftir ófrið inn, og þó enn síður þá hern aðarlegu vörn, sem þau hafa síðan verið flestum lýðræðis þjóðum hér austan hafs oe eru enn gegn þeirri hættu, \ að þau verði Rússlandi Stal-' ins að bráð, rétt sloppin und an okj eða ægishjálmi Hitl- ers. Virðist hann helzt vilja telja það „banvænar öfgar“ einar, sem vænta megi af Baudaríkjunum og helzt hafa það áhugamál að við íslend- ingar að minnsta kostj höfn um allri samvinnu við þau um öryggismál lands og þjóð ar, hvað sem í skerst- ❖ Það skal ósagt látið, hvort Sigurbjörn Einarsson telur | kirkju Kríst nú svo mikið bet ur stæða í ríki Stalins, en fyr ir rúmum ->ratug í ríki Hitl- ers, að hann telji þess vegna íitla ást^eð'i fil að vera á ALÞÝÐUBLAÐIÐ Borgari skrifar iim búskap sinn. — Launakjor, úígjöld, sparsemi, eyðsla. — Bækur. — Skaítar. BORGARI SKRIFAR MÉR ÞEXTA BRÉF: „Ég sé að bú ert í dag (1. des.) að hvetja fólk til að kaupa bækur og listaverk. í sambandi við bað datt mér í hug að biðja þig ráða, sem þú efíaust getur veitt mér, úr því að þú sjálfur kaupir og lest bæk ur, jafn dýrar og þær eru. ÉG ER MIÐALBRA starfs- maður hins opinbera. Frá því fyrir stríð hef ég átt 120 ferm. íbúð, nú svo til skuldlausa. Árs- laun mín eru 24 000 kr. Með geysimikilli og vel borgaðri aukavinnu og næturvinnu hef- ur mér í allmörg ár tekizt að vinna mér inn annað eins og meira, hvo að árstekjurnar eru oftast um og yfir 60. 000 krónu^ og er allt gefið upp til skatts. Mánaðartekjurnar eru því um 5000 kr. Finnst þér það ekki þokkalegar tekjur hjá manni, sem ekki stundar verzlun? — Skyldi ég ekki geta keypt bæk- ur og jafnvel lisatverk? — En bíddu nú við! AF ÍBÚÐINN og þessum 60 þúsund króna tekjum verð ég að greiða í eignaskatt, tekju- skatt, stríðsgróðaskatt, tekju- skattsauka, úsvar, tryggingar- gjöld, sjúkrasamlagsgjöld o. s. frv. samtals tæpar 22 000 kr., eða kr. 1800 á mánuði. Fyrir stríð hafð iég alltaf vinnustúlku, eins og sjálfsagt þótti þá, og greiddi henni 35—50 kr. á mánuði. Ég hef vinnustúlku enn, þegar nokkur leið er að ná í hana, en greiði henni nú 650 kr. á mánuði. Afborganir af smáskuldum, sem hvíla á íbúð- inni og lélegt viðhald á henni er samtals um 2400 kr. á ári eða 200 kr. á mánuði. Hiti og ljós kosta rum 160 kr. á mánuði. Síminn kostar með aukasímtöl- !um um 75 kr. á mánuði. Strætis vagnagjöld að og frá vinnu fyr- ir mig og frá skóla fyrir börnin um 150 kr. á mánuði (ég bý ut- arlega í bænum). Skólagjald fyrir eitt barn í smábarnaskóla 50 kr. á mánuði. Kennslugjöld (píanótímar) fyrir önnur börn 100 kr. á mán. Áfengi, ein flaska af brennivíni, 65 kr. á mánuði. 20 pakkar cigarettur 100 kr. á mánuði (hef ekki ráð á að kaupa vindla). FRÚIN OG ÉG förum einu sinni í leikhús á þriggja mán- aða fresti og fáum okkur kaffi í hléinu, og svo förum við í bíó að jafnaði tvisvar í mánuði. Þetta kostar 420 kr. á ári eða 35 kr. á mánuði. Reikningurinn lítur þá svona út um hver mán- aðamót: Gjöld: Skattar kr. 1800 Vinnustúlka — 650 Húsnæði — 200 Hiti og ljós — 160 Sími ■— 75 Strætisvagnar — 150 Kennslugjöld — 150 , Áfengi •— 65 Tóbak — 100 Leikhús og bíó — 35 Alls kr. 3385 Tekjur: — 5000 Mismuur — 1615 FYRIR ÞESSAR 1615 krónur irf ég að kaupa föt og fæði handa f jölskyldunni, — og svo náttúrlega bækur og listaverk. Mjólkin (5 lítrar á dag) kostar kr. 3,00 á mánuði. Kjöt tvisvar í viku kr. 240 á mánuði, smjör (3 kg.) 100 kr. Þetta þrennt er þá 640 kr. Eftir eru þá 975 kr. fyrir aðrar nauðsynjar, kartöfl- ur, fisk, kornvöru, íslenzkt grænmeti (sem þú vilt endilega að ég kaupi upp á heilsuna og vítamínin að gera), skóviðgerð- ir og föt. Og það lætur nærri að það endist, því að föt fást yfir- leitt ekki, til allrar guðs lukku. Og þá eru 5000 krónurnar bún- ar, og ekkert til fyrir bókunum og listaverkunum. NÚ ERU HÚSGÖGNIN MÍN orðin gömul og slitin eftir 25 ára búskap og mig langar til að fá mér ný, jafnvel meir en í vel innbundnar bækur og abstrakt listaverk. En ég hef bara ekki efni á að kaupa þau, þó að ég hafi 60 000 kr. árstekjur og búi í svo til skuldlausri íbúð. Ef ég byggi í nýju eigin húsi eða nýrri leiguíbúð, væri leigan eft- ir 120 ferm. búð aldrei undir 1200 kr. á mánuði eða 1000 kr. • »4 meiri en ég nú þarf að greiða fyrir húsnæði. Og þá ætti ég 25 kr. miuna en ekki neitt fyrir •* fötum og öðrum mat en mjólk smjöri og kjöti tvisvar í viku. Segðu mér nú, Hannes minn, hvernig fara þeir að því að lifa, sem verða að borga dýru húsa- Ieiguna? Hvemig fara þeir að því að lifa, sem hafa minni tekj- ur en ég, t. d. veslings ráðherr- arnir og aumingja borgarstjór- verði gegn ríki Stalins. En hinu mun hann þó trauðlega geta neitað, að ólikt stórtæk ari hefur Stalín reynzt til landa og þjóða eftir ófriðinn, en Hitler fyrir hann; og er erfitt að sjá, hvers vegna hinn vestræni heimur lýðræðis og mannréttinda ætti að hafa varið hendur sínar gegn oki Hitlers, ef hann ætti nú að fljóta sofandi, í draumórum hlutleysisins, að feigðarósi kúgunarinnar í ríki Stalins. Eða hvort myndi Sigur- björn Einarsson vilja halda því fram, að „hinum dýr- mælu, vestrænu, kristnu mannfélagsverðmætum, svo sem trúfrelsi, málfrelsi og réttaröryggi“, sem hann minntist bó á í ræðu sinni og taldi alþjóðakirkjuþingið í Amsterdam í sumar hafa vilj að berjast fyrir, sé nú betur borgið í leppríkjum Stalins, en þeim var áður í hjálend- um Hitlers? Þessar og margar aðrar lík ar spurningar hefur Sigur- björn Einarsson dósent vakið í hugum flestra hugsandi manra, sem á ræðu hans hlýddu fyrsta desember eða síðan hafa lesið hana í Þjóð- viljanum; bví að það eru ekki kapitalismi Bandarikjanna og kommúnismi Rússlands, sem hinar frjálsu þjóðir Vest ur- og Norður-Evrópu eiga ÞiíISjudagur 7* ctes. 1948. Nokkur orð um Guðmundur Gíslason Hagalíri segir: „... Eins og ég hef þegar drepið á, er bókin frábærléga skemmtilega skrifuð, stíllinn látlaus, lipur og fullur af lífi. .. . Hver ungur maður, sem les Gullöld íslendinga og notar hana síðan sem handbók við lestur Islendinga sagna, mun verða þroskaðri einstaklingur og betri þjóð- félagsborgari eftir en áðui'. Hún niun styðja að því, að m'exmingarleg afrek íslenzka þjóðin hefur unnið í þágu hið unga fólk d sveit og við sjó geri sér grein fyrir hver annarra þjóða ...“ (Alþbl.) Halldór Kristjánsson seg;r: .. Vel er vandað til þessarar útgáfu og bandið tdl ■dæmis óvenju gott. . . . þsssi bók er sérstæð í s“nni röð, og engin nýrri er til, sem komið geti í hennar stað. ... Til að þekkja menningu Islendinga á morgni þjóðlífsins ættu menn að lesa fornsögurnar, Gullöld íslendinga ...“ ITíminn.) Jóhann Frímann skólasíjóri á Akureyri segxr: „. . . nýja útgáfan er í alla staði hin ánægjulegasta og dæmis óvenju gott. . .. þessi bók er sérstæð í sinni röð, útg. er þó vafalaust ritgerð Jónasar Jónssonar frá Hriflu um 'höfundínn, störf hans og samtíð. Er sú grein rituð af venjulegri snilld Jónasar og hinn bezti bókarauki. .. . Bókin er samfellt listaverk frá hendi höfundar. . . . Og iíklegt er, að Gullöld Islendinga verði enn um sinn vel þegin og reynist einn hinn ákjósanlegasti, skemmtilegástí >g margfróðasti förunautur íslenzkra æskumanna og fróð iei'ksfúsrar alþýðu inn í musteri fornsagna vorra og ann- irra norrænna gullal'darbókmennta.“ (Dagur.) Eignist „Gullöld íslendinga“ í dag! Vegna pappírsskorts er upplagið ek'ki stórt. jJULLÖLD er jólabók íslendinga. „Gullöld íslendinga“ fæst hjá bókisöliim, en aðalútsal- an er hjá BókaverzluH Slgurðar Kristjánssonar, BANKASTRÆTI 3. nú í milli að velj.a, eins og hann vill vera láta, heldur einmitt þessi „dýrmætu. vest rænu, kristnu mannfélags- verðmæti, svo sem trúfrelsi, málfrelsi og réttaröryggi“, og ið ægilega ófrelsi og örygg- isleysi hins austræna einræð is. Bandaríkin hafa ekki brugð jð fæti fyrir frjálsa, félagslega þróun í Vestur- og Norður- Evrópu. Þau hafa þvert á móti átt og eiga hvað bezta samvinnu við lönd, sem lar.gt eru komin á br.aut sósíalism- ans, svo sem England og Norðurlönd. Það er frels- ið og lýðræðið, — hin dýr- mætu, vestrænu mannfélagsi- verðmæti, sem binda þessi lönd, bæði austani og vestan Atlantshafsins, svo traustum böndum gegn ein- ræðinu og kúguninni, sem þar til fyrir þremur árum ógnaði heiminum frá Þýzka- landj Hitlers, en nú, og það ekki síð.ur alvarlega, frá Rúss landi Stalins. Og það eru skrýtnir fuglar, sem, eins og Sigurbjörn Ein arsson, voru á sínum tíma ákveðnir andslæðingar Hitl- ers,. en boða nú þjóð sinni hluíleysi og andvaraleysi gagnvart Stalin. En, sjálfsagt eru þeir mjög „nytsamir sak Leysingjar“ fyrir kommún- ista-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.