Alþýðublaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 6
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Þriðjuclagur 7- des. 1348. Filipus Bessason hreppstjóri: AÐSENT BRÉF: Ritstjóri sæli Löng er hver næturstundin gömlum manni, sem byltir sér einn á beði og fær ekki svefns ' notið fyrir gomlum syndum í baki og útlimum. Því hvað er gigtarkvölin annað en gamlar syndir, sem maður hefur ungur drýgt gegn líkama sínum í heimskunnar ofurkappi og for- sjárleysi, hyggjandi, að þá muni verða straumhvörf í atburðalífi aldanna, ef maður lyftir þyngri' steini heldur en maður er íær um, — eða að þá sé tryggð vel- megun og áhyggjuleysi í ell- inni, ef maður leggur nótt við dag og slær nokkrum skárum meira en maður hefði ella gert, ef maður hefði ætlað sér skyn- eamlega lengd vinnudags. Og einu launin, sem maður síðan hlýtur umfram þá, er maður íaldi duglausa og sérhlífna, eru gigtarkvalir og andvökunætur. En flestu má snúa sér í hag á einhvern hátt, hafi maður vilja og þrautseigju til. And- vökunæturnar getur maður meðal annars notað til að hugsa. Nóg ér umhugsunarefnið og hóg næðið! Og það verð ég að segja, að mislegt er það, sem mér kemur til hugar, er mér finnst skrambi snjallt, þegar' ég ligg í móki milli svefns og vöku, •— og þó nær vökunni, — en læt mér síðan fátt um snilldina finn ast, er ég stend glaðvakandi í styrjöld dagsins og veð annríkið upp fyrir haus. Eina nóttina var ég til dæmis að hugleiða það, hversu geysi- legur tími mönnum eyddist frá hagnýtum störfum í það að rita afmælis- og minningargreinar í blöð og tímarit um látna vini sína, vini vina sinna eða fallna flokksbræður. Veit ég ekki hvort fjárhagsráð hefur látið fara fram rannsókn á sóun tíma og starfskrafta, sem í þetta fer árlega rtieð þjóð vorri, en ó- merkalegt rannsóknarefni væri það ekki. Og ef fjárhagsráð vildi at- huga þetta, ætla ég að nota tækifærið og benda á ráð til útbóta, sem, að minni hyggju, mundi reynast tímasparnaður og starfskrafta og auk þess til- tölulega auðvelt í framkvæmd- um. En ráðið er það, að yfir- völdin hlutist til um útgáfu eyðublaða undir afmælis- og minningargreinar. Verði á þau prentað lof það og ágætisorðs- tírsmálæði, sem jafnan er aðal- éfni slíkra greina, en eyða til útfyllingar fyrir nafn ártöl og aðrar sagnfræðilegar upplýs- ingar. Mætti gjarnan taka eihs og 50—-100 afmælisgreinar og álíka a-f dánarminningum úr I blöðum og nota til hliðsjónar vio j Bamningu eyðublaðakaflanna. | nema 5—10, því að flestar eru I þær eins. -------- | Síðan mætti hafa í hverri blaðaprentsmiðju myndamót af slíkum blöðum, og þyrftu þá prentarar ekki að setja annað en fyrr nefndar persónulegar og sagnfræðilegar upplýsingar, og yrði myndamótið þannig, að auðvelt og fljótlegt væl-i að koma þar inn þessum fáu letur- iínum, — og andlitsmynd auð- vitað. Hygg ég hverjum ljóst hvílíkur tímasparnaður yrði að þessu, en vissara væri ef til-vill að láta einhvern hagfræðinginn reikna það út og gera áætlanir. V ir ðingarfyllst. Filipus Bessason, hreppstjóri. INfiCLFS CAFÉ er bæjarins bezfi matsölustaður Góður maiur verð ÚÍbreiíI Alþýðublaðið' Leonhard Frank: MAJTHILDUR ast liðna nótt hafði hann aðeins sofið lítið eitt í smádúrum, og átti bágt með að halda augun- um opnum. „Gætirðu lofað mér að sofna eins og í klukkutíma hér ein- hvers staðar í skugga?“ spurði hann brosandi, „eða heldurðu að Þjóðverjarnir heimsæki þig kgnnske?" • ^Það eru engir Þjóðverjar hér núna. Þeir fóru eitthvað á mótorhjólum fyrir stundu síð- an“, sagði fiskimaðurinn, og ieiddi hann inn á akurinn á bak við húsið, þar sem Weston lagðist niður í skugga epla- garðsins. „Þjóðverjar eru ekki komnir til Audierne enn. Líklega eru þeir á leiðinni þangað. Þá hafa þeir náð undir sig allri strönd- inni. — Komdu inn á eftir og fáðu þér súpudisk“, hélt hann áfram. En Weston var sofnað- ur. í Audierne, litlum fiski- mannabæ yzt á skaganum, voru ílóttamannabúðir. Fimmtán hundruð ó.hreinir og moraðir flóttamenn, flestir þýzkir Gyð- ingar, voru á nóttunni í gamalli sardínuniðursuðuverksmiðju og lágu í kös á illa lyktandi hálm- inum. Á daginn var þeirra gætt af vörðum með brugðnum byssustingjum og þeir aðskildir frá umheiminum með háum vegg, og þarna stikuðu þeir í eirðarleysi fram og aftur um garðinn og vonuðust eftir kraftaverki, jafnvel eftir að París hafði gefizt upp án mót- spyrnu, höfðu þeir spáð skyndi- legri breytingu Frakklandi i hag. Ekki einu sinni þeim svart- sýnustu hafði dottið í hug, að Bretanía, þar sem enginn óvin- ur hafði stigið fæti sínum í þúsundir ára, yrði hertekin af Þjóðverjum. Enn þá vissu þeir ekki neitt. Allt símasamband hafði verið slitið í marga daga. Þennan sama dag, sem Weston svaf í skugga aldingarðs ins, flugu fréttirnar hræðilegu um búðirnar, að Þjóðverjar væru komnir til Quimper, höf- uðborgar héraðsins Finistére, og gætu verið komnir þangað til búðanna eftir nokkrar mín- útur. Allar tilfipningar voru bæld- ar af óttanum. Allir snéru sér til félaga síns í leit að von, sem þegar var horfin. Meðal þessara fimmtán ga-ya- - IiTtíícffuð manna voru meira en þSsund, sem áttu syni í franska hernum, og margir höfðu enn rereiri ástæður til að óttast ekk- ert eins og að lenda á valdi þ^Égjft-'hersins. "pfefö'ifstofu yfirmanns fanga- búðanna hafði sendinefnd verið áð;-4>eHast við í stundarfjórð- fá undir eins lausn fyrir g^gánaT í sendinefndinni voru .'rrtstyrrískur blaðamaður, sem ÆaaS hafði greinar á móti ^sma, sem birtar'höfðu verið heim, kaupmaður frá Berlín, sem átt hafði son, er fallið hafði í stríðinu gegn Þýzkalandi, og tveir víðkunnir i andnazistar, sem eins og margir aðrir vissu, að laun sín yrðu að deyja í þýzkum fangabúðum. Þýzki sagnfræðingurinn, sem hafði búið í Sviss um hríð, og gráhærði maðurinn, sem Matt- hildur hafði sagt um í vinnu- stofunni í Glockengasse 5: „Það ert þú, sem situr þarna, aðeins tíu árum eldri.“ Yfirmaður fangabúðanna, sem einnig hafði heyrt fréttirn- ar fyrst þá um daginn, stikaði fram og aftur um litlu skrif- stofuna sína, eins og fangi, sem og hann var, álíka ruglaður og það væri líf hans, sem væri í hættu. „En hvert viljið þið fara? Bretanía er hernumin. Og livernig og hvert? í hendur Þjóðverja? Þess vegna getið þið alveg eins verið kyrrir 'hér." Þai* sem þeir vildu ekki benda á það, að það hefði átt að láta þá lausa nógu snemma, þá var erfitt að mæla á móti rökum hans. Þó sagð ivtífari Westons: ,,En að er munur á því, hvort við erum fengnir í hendur Þjóðverjum óvopnaðir, eða hvort við getum fengið að reyiíSTað flýja, jafnvel þó að það sýnist vonlaust.“ Yfirmaðurinn hætti að ganga um gólf og starði þegjandi á hánn, sneri sér á hæli og leit út um gluggann á hina fímmtán hundruð óttaslegnu menn, sem biðu úti í garðinum. „Leyfið þeim okkar að fara, sem eru fúsir á að hætta á, - “■sasfr hvað fyrir þá kann að koma fyrir utan,“ sagði tvífari West- ons. Það leið drykklong stund áð- ur en hann sneri sér hægt við. , ,,Ég get ekki yfirgefið þessar búðir án skipunar frá yfirboð- hefur Upplýsingar í afgreiðslu Alþýðublaðsins. hefur SPILAFUND aS Röðli annað fevöld. Byrj- ar omieS KVIKMYND kl. 8V2 stundivísl. — Mörg verðlaun. Síðasti fundur ársins. Fjöknennið. Stjórnin. $. „Eei fermir í Amsterdæn 10. þ. m. fermir í Antwerpen 11. þ. m. Einarssoiir Zoega 4 Co. hf KoW og !heífur ^izlumaíur sffindn ,jlpi ailan, bæ. SlLD & -ISKUB. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRN ELÐING OG NÚ, — segir „Andinn“, er aðeins finna lausnarorðið, svo að þið víst að það reynist jafn auðfundið og þið hyggið. um eitt að gera. Við verðrn að sleppið úr prísundinni. Það er ekki

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.