Alþýðublaðið - 07.01.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ |ALÞÝÐDBLAÐIB 1 í kemur út á hverjum virkum degi. > J Afgreiðsia í Alpýðuhúsinu við [ < Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. í 1 til kl. 7 síðd. | Skrifstofa á sama stað opin kl. | 1 9»/s—10* , árd. og kl. 8-9 siöd. I • Siratar: 988 (afgreiðslan) og 1294 í | (skrifstofan). *’ í í Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á t *J mánuði. Auglýsingarverðkr.0,15 [ 5 hver mm. eindálka. | í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan j: « (i sama húsi, sömu simar). ► Landhelgisgæzlan. íhaldsblöðin hafa iöngum hælt irófarandi stjórn fyrix röggsemi og dugnað í landhelgisvömum. Þeir eru dálítið seinheppilegir stundum, ritstjórar rhalds-„Mogg- anna“. Sannleikurinn er sá, að pótt æfi- saga fyrrverandi stjórnar sé næsta blettótt, pá hefir stj. f>ó tekið fá . stórmá^ ámátlegri rasshandartök- um en einmitt landhelgisgæzlu- málið. Hvort jiað stafar af algerðu viljaleysi stjórnarinnar til að gera nokkuö nýtilegt í móluiu eða af íyrirhyggjuleysi og óvitaskap, skal að svo stöddu ósagt látið. Kröfur landsmanna um aukna landhelgisgæzlu vöru orðnar svo háværar, að íhaldsstjórnin sá sér vísan dauöa, ef hún skelti við jæim skolleyrunum Iengur. Féleysi varð ekki lengur við borið, og réðst því stjórnin í að lála smiða „Óöin". Skal sú raunasaga ekki skráð hér, en ekki er j>að íhaidsstjórn- inni að j>akka né peim, sem sömdu og sáu um smiði skipsins, að ekkf heíir af pví hlotist liftjón margra 'imaaina, Síðan var „Þór“ keyptur af BjörgunarféLagi Vestmannaeyja fyrir 80 púsund krónur, að sögn, auk v'iögerðar. Skipið er ganralt og úr sér gengið og hefir ámóta hraða og mecal-mótorbátur. Til landhelgis- gæzlu er pað með öllu ónothæft, enda hafa innlendir sem erlendir togarar skipið að háði og spotti. Síðan snemma í apríi og til miðs nóvembers í fyrra hefir „Þór ‘ að pvi, sem kunnugt er orðið, mist úr greipum sér sjö togara, sem hann hefir staðið að lögbrot- um. Hinn 8. apríl slapp frá honum enskur togari við Vestmannaeyjar. Var hann með veiðarfæri í óLagi í landhelgi og hélt á haf út, þrátt fyrir skot og stöðvunarmerki. Hinn 18. maí var enskur togari staðinn að veiðum úti af Horna- firði í Landhelgi. Togarinn slapp frá „Þór“, sem elti hann í tvO| tíma og skaut að honum mörgum skotum. HLnn 29. septemÖer elti „Þór“ pýzkan togara, sem var að veiUS- utn i landheigi úti fyrir Vík í Mýrdal. Togarmn flýði áöur en varöskipiö komst í skotmai, m sneri. uíb og héli sörrui leið til baka aftur, pegar hcélt uw að elta lumn. Hinn 30. september siuppu prír þýzkir togarar frá „Þór“, allir að veiðum í landhelgi við Ingólfs- höfða. „Þór“ elti togarana út fyrir landhelgi, en kornst aldrei í skot- mál við þá. Þegar uarðskipið liélt áfrgm leiðfir sínnar, sneru allir togwanw' aftw að landi. Hinn 2. október sá „Þór“ ensk- an togara langt inni í .latidheigi við PortLand. Togarinn settí á fulla ferð undan varðskipinu, sem elti hann nokkuð út fyrir landhelgi. 7ogarinn sneri við og hélt sömu leíð til baka aftur, pegar „Þór“ hœtti að elta: hwm. Hinn 14. nóvember kom „Þór“ að togara, sem var að vedðum Langt inni í ísafjarðardjúpi, ljós- Laus, í myrkri, með breitt yfir nafn og númer. „Þór“ skaut mörg- um skotum að togaianum, en komst aldred svo nærri honum, að þorandi væri að skjóta á sjálft skipið. Togarirui slapp undan. 'Ktmnugur maður segir svo frá: „Þegar ,Þór‘ kemur að togurum að veiðum í landhelgi að degi til annars staðax en á fjörðum ánni, jiar sem hægt er að króa þá af —, gefa þeir sér venjuiega góðan tfma til að draga inn vörp- una, en gæta þess að edns að láta varðskipið ekkd koinast í skoft- mál við sig — 2—3 sjómílur —. Síðan haida þeir undan varðskip- dnu, sem eltir J>á út fyrir land- helgi, án jiess að komast nokkurn tima nær en þetta. Þegar svo xarðskipiö hættir Jiessum voniausa eltingaleik og heldur- áfram leiðar sininar, stanza togararnir og halda svo sönru leið til b;ika, þegar varðskipið er komið fram hjá. Á þetta horídr stundum svo tugum skiítir af öðrum skipum, og fer þá að vonum um virðingu þá og hlýðni, sem togarar sýna varð- skipinu. Já — það er nógu vei tíl fun^ið af íhialdsblöðunum að iiæla í- haldsstjórmnni sérstaklega fyrir röggsemi og dugnað í landhe)o.- isgæzlu. — Það er að segja, ef þau eru að gera gabb að henui. Hn málið er alvarlegra en svo, að það megi hafa það í flimt- ingum. Bátaútvegurinn um land al/ á afkomu sína undir því, að land- hielgisvörmn sé í lagi. Hvað gerir nú nýja stjórnjn y Landbeigissjóöur á nú í reiðu íé nokkuð á aðra milljón króna. Erleisd símskeyti. . Khöfn, FB., 6. jan. Skollaleikur og vangaveltur. Frá Purjs er símað: Aform Eawtlaríkjanna um alþjóðasamn- ittg til þess að Iýsa styrjakiir ó- iögmætar, fá daufar viðtökur. í frakknesku biööunum er því haid- ið frain, að slíkur samningur myndi binda Frakkland á ýmsan hátt meir en Bandarikin, sem hafa tekið ýmsa fyrirvara. Flugáform Breta. Frá London er símað: Bretar starfa nú að j>vi að rannsaka möguleikana fyrir því, að koma á reglubundnum loftskipaferðum yfir Atlantshafið. í Bretlandi er nú starfað að smiði loftskips, sem rúmar eitt hundrað farþega. Reynsluferð skipsins verður farin, að því, er ráð(gert er, í aprili- mánuði þetta ár. Gassprenging. Frá Berlin er símað: íbúðar- hús í norðurhluta Berlínarborg- ar hrundi, þá er gassprenging hafði orðið. Að minsta kosti 15 menn biðu bana, en tugir meidd- ust. „Klöppin44. Greinarkom með þessari yfir- skrift, eftir Guðmund Guðmunds- son fyrrverandi kaupfélagsstjóra, birtist í „Mgbl.“ frá 22. dez. s. 1. Grein þessi á að vera andsvar og leiðrétting við grein dóms- málaráðherra „óbilgjarna klöpp- in“. Sízt hefði mér til hugar komið', að tnaður þessi mvndi fara fram á ritvöllinn í málum þessum, þar sem mér virðist liann ekki hafa hreinni skjöld en svo ,að þögnin hefði verið iionum heppilegust. Það er ekki meining mín með linum j>essum að bera hönd fyrir höfuð dómsmálaráðheira. Grein hans virtist mér í öllum aðal1- atriðum vera sönn, en margt ó- sagt, er við hefði mátt bæta!. Sleppi ég því fyrrihluta greinar Guðmundar; þó get ég ekki geng- ið fram hjá því, að hann telur það vera rangt að hann hafi unn- ið á móti samvinnufélagsskapn- um. Okkur hér á „Eyrum“ finst þetta nokkuð hlálegt, þar sem við erum öllum hnútum kunnuglr. Að eins eitt dæmi skal tekið tíl þess að sýna, hvern hug Guðmundur bar til samvinnuféiaganna. Fyrir nokkrum árum var hér á ferð á Eyrarbakka alþektur í- haldsisnatj úr Reykjavík. Hver hann gerði út til férðarinnar, veit ég ekki.. Eftir litla dvöi hér falaöi hann af hreppsnefndinni þinghús hreppsins tiJ fyrirlesturs. Húsið vrar téð með því skilyrði, að efn- ið væri ópólitískt, og kv'að hann svo vera. Pess má geta um leiö, að þá voru jafnaðarmenn nýbúnir að fá meirihluta í hreppsnefnd. Þegar á fyrirlesturinn kom, þótti sendimaður íhaldsins eigi haldinorbur, því að fyrirlestur'mn var næstum eingöngu átleiia á samvinnufélögm. liialdsmenn voru ánægöir, en jainaöa.rmenn sviknir og reiðir og lá við úpphlaupi, þrátt fyrir hjálp | hreppstjóra og annara smáherra. Að fyrirlestrinum ioknum var skorað á fyrirlesara að hlýða á andmæli, en hann flúði burt. Seinna tókst þó að fá hann á umræðufund, og var j>ar mættúr séra ingimar Jónsson frá Mosfelli. Á fundi þeim var naumast hægt að koma fjam umræðum, vegna dónaskapar tveggja manna, er á fimdinum voru. Þess má geta, að sendimaður íhaldsins var þar kurteis. Annar þeirra manna, er dónalega. komu fram á fundinum, var Guðmundnr Guðmundsson. Um þetta atriöi nægir þetta eina dæmi ,enda er oílum hér kunnugt, að va.rt áttu samvinnu- félögin v’eTri óvin á Eyrarbakka en einmitt Guðmund Guðmunds- son. En að ^jjekla" gekk undir' samvinnufélagslögin, hygg é| að hafi, vierið af öðrum ástæðum en jieim, að Guðmundur hafi verið samvinnufélögunum sérlega vin- veittur. Skyldu ekki fjárhagur og hanki hafa .ráðið þar meiru uim en G. G.? Annars væri gaman að fara frekar út í mál „Heklu", og verð- ur þaö gert, ef frekara tiiefni gefst. Áð framansögðu er vart hægt að áfella ráðherrann fyrir „sleggju'Ldóma og „óbi.lgirni“ um þetta atriði. Næst má geta þess ,að íhaids- filokkujrinn á Eyrarbakka varð ekki tii fy/r en á j>assu ári (1927)r en verkalýðsflokk uri.nn varð tii fyrir 5 árum, sem slíkur. En auka- atrið er það, hvað þeir kölluðjj sig þá, afturhaldsmennirnir; sömu aru rnennirnir, sem vi'ð er átt í greininni, þó að þeir vilji nú ekki bera ábyrgð gerða sinna. Gleðiefni er mér það, að Guð- mundur Guðmundsson yðrast andstöðu sinnar gegn spítalamál- inu; en ekki get ég stilt mig um að segja, að hann finni fullmikið til sín, þá er hann telur, að máíijð mundi vera komið í höfn og sjúkrahúsið tekiið til starfa, ef hann og læknirinn hefðu fylgt máiinu fram. Og óneitanlega ber það ekki heim við afkomu „Heklu" og annara fyrirt ækja, undir stjórn Guðmundar. Satt er það hjá honum, að spí- talamálið var áhugamál nær allra þorpsbúa, en j>að er ekkert aðal- atriði. Aðalatriðið - er, hverjir stjórnuðu framkvæmidurtum í því og hvað því varð að falli Ég hygg, að ölæði tveggja íhalds- kaupmanna hafi ráðið þar mestu um. Undir áhrifum víns buðu þeir stórgjafir til spítaíans, ánnar kr. 5 000,00 en hinn kr. 10 .000,00, með því skilyrði, að byrjað yrði jiegar á byggingunni, og við boðum Oeirra var j>ví miðúr gieypt. — En þetta var þegar dýrtíöin var mest, og svo' stóð auðvitað hvor- úgur við loforðið að fullii. Mjög trúlegt ,að " spítalinn væri tekinn til starfa, ef þessu boði hefði ver- ið hafnaö; en íhaktiö réði, en ekki jafnaðarmenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.