Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 10
 ALÞÝÐ-UBLAÐIÐ Föstudagur 24. des. 1948. Leonhard Frank: MATTHILDU GLEÐILEG JÓL! eftir sér, rólega, en fast og að eilífu. Hún fann, að eitthvað ó- afturkallanlegt hafði skeð. Það átti ekkert skylt við fréttirnar í blaðinu. Það hafði aðeins skeð af ilviljun. Auðvitað gæti hann týnt lífinu í þessari nýju vörn. En það gat komið fyrir í hvaða orrustu sem var. Hún fór að hugsa um, hvers yegna hún leit nú svona hlut- laust á þessa ógn. Þegar hún var að reyna að finna ástæðuna, þá bar hún saman þessa breyt- ingu á tilfinningum sínum við tilfinningar konu, sem hefur 'alltaf þráð ákaft að eignast barn, en vegna uppskurðar get- ,ur ekki lengur átt barn. Fyrir slíka konu er allt breytt. Til- finningalíf hennar er ekki leng ur það sama. Þannig var því varið með hana. í þrjú ár hafði hún þolað ótta, svo að henni lá við sturl- un. Hún hafði glatazt. Nú var allt breytt. Auðvitað hlaut- breytingin að hafa afleiðingar, og það mundi koma að skulda- dögunum. Hún vissi ekki enn, hverjar afleiðingarnar yrðu, né hvaða verði hún yrði að greiða þær. Og hún sagði alveg, ósjálfrátt: „Stríðið drepur ekki aðeins, heldur eyðileggur það líka líf þeirra, sem lifa.“ Hugsandi setti hún aftur morgunblaðið í bunkann. „Elska ég hann þá ekki leng- ur?“ Hún hristi höfuðið. „Þetta er vitleysa. Nóttina sem sprengjuflugvélarnar flugu yfir Sviss var ég alveg utan við mig af þrá.“ Hún mundi, hvað hún hafði sagt við hann í samtalinu, sem hann átti við hann í hugan- um. En hún fann það ekki leng- ur. Hún fann ekkert. „Ég er þreytt, dauðþreytt. Það hlýtur að vera af því.“. Þaðan í frá las Matthildur stríðsfréttirnar daglega. Hún sá hann ekki lengur fyrir sér dáinn. En hún gat heldur ekki séð fyrir sér andlit Westons-. Hún fylgdist af áhuga með því, hvernig þýzku og ítölsku hersveitirnar hörfuðu stöðugt undan sókn enska áttunda hers- ins, og las um að amérísku og ensku hersveitirnar, sem komið hefðu til frönsku Norður-Afríku 7. nóvember, tækju þátt í bar- daganum um yfirráðin yfir Miðjarðarhafinu. . IVeston var langt í burtu. Kannski kæmi hann ekki aftur. Hún gat ekki lengur séð fyrir sér lestina, sem kæmi með hann heim. Andlit hennar var orðið magurt, og svipurinn hafði harðnað. í loftinu yfir Stalingrad, þar sem örlög Þýzkalands í seinni 'heimsstyrjöldinni voru útkljáð með miklum fórnum, mörltuð- ust tímamót í mannkynssög- unni. Þjóðverjar höfðu neyðzt til að gefa upp Kharkow undan þunga rússnesku vetrarsóknar- innar síðari. En 15. marz náðu þeir henni aftur á vald sitt. -Þessa dagana spurði allur heimurinn þess, hvenær Eng- land og Bandaríkin myndu koma Rússum til hjálpar með nýjum vígvelli í Frakklandi. í júlí las Matthildur grein, þar sem þessar setningar stóðu: |„Bandamenn Rússa eru að bérjast á Sikiley gegn þýzkum hQrdeildum, meðan á rússnesku vígvöllunum, þar sem um tvö huhdruð þýzkar herdeildir. Ný sumarsókn Þjóðverja var gerð möguleg vegna þess að millj- ónum æfðra hermanna í Eng- landi og Ameríku er haldið utan við hernaðaraðgerðir. Vænta England og Bandaríkin þess að koma út úr stríðinu með hlut- fallslega aukinn herstyrk sinn, ef Rússland neyðist til að frelsa land sitt án hjálpar banda- manna sinna, sem hlýtur að hafa mikið manntjón í för með sér, þó að það vinni stríðið?" Matthildur hristi höfuðið yf- ir þessari grein, en sá svo að hún'vár eftir Páuli. Meðan á stríðinu stóð hafði hún lesið fjöldamargar greinar eftir fjögur tölublöð, vegna út, hafði hann byrjað að gefa út vikublað, sem var bannað eftir- fjögru tölublöð, vegna heiftúðugra árása á nazista í Þýzkalandi. En hann skrifaði enn þá fyrir önnur blöð. Rússar stöðvuðu þriðju þýzku sumarsóknina, og 12. júlí byrjaði gagnsóknin. Þjóðverjar voru hrakétir til Dnjepr. Við lok september var næstum helmingur þess svæðis, sem Þjóðverjar höfðu lagt undir sig á tveim árum og kostað hafði milljúnir mannslífa, endur- heimfur- Þýzkaland, sem var næstum að þrotum komið eftir orrustuna við Stalingrad, hafði tapa^ stríðinu við Rússland. Matthildur fylgdist með þess- um sögulegu atburðum eins og manneskja, sem býst ekki leng- ur við neinu af lífinu fyrir sjálfa sig. Hún óskaði, að stríð- inu væri lokið og hafði enga hugmynd um, hvernig yrði á milli Westons og sin, þegar sá tími kæmi. Þegar hún kom heim einn dag í ágúst, sagði María henni, að það hefði komið símskeyti; — það lægi inni í dagstofunni. Þau tíu ár, sem hún hafði verið gift, hafði hún aldrei fengið skeyti. Óítanum laust niður í huga hennar eins og eldingu. Fyrsta hugsun hennar var; Og hann langaði til að ljúka við Englandssögu sína eftir. stríðið. Það voru aðeins tuttugu skref frá garðshliðinu inn í húsið. Hún gekk mjög hægt. Kannski var það elcki opinbert símskeyti. Það er enn von. Enn þá! Þegar ég opna það — hvað hendir mig þá? En hann —• hann hefði átt að lifa. Hann var svo sterkur og svo ungur, Félagslíf ‘Samkioma í liúsr félags- ins í kvöld kl. 11. Illjómlist, ræða. SKÍÐAFERÐ að Kolviðarhóli á jóladag M. 6 e. th. Farmið- ■ar seldir við bílana hjá Varðanhúsinu. Skíðadeildin. ÁRMENNINGAR. JÓLATRÉS- SKEMMTUN Glímufélagsáns Ármanns verður haldin í Sjálfstæðis- húsinu þriðjudaginn 4. jan. og heíst kl. 4. Nánar augl. síðar. Gleðileg jól. Stjórn Ármanns. MYNDASAGA ALÞÝÐUBLAÐSINS: ÖRNELDING

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.