Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 10
10
-nt!f*™iíijK—.;iii.-«tiit—'-mr*.
•iíh*—•mi-™mi—»im—
JólaBM rAlþýðu5íaðsins
<><><><><><><><>^<><><><><><^^
Afgreiðslur:
Borgartúni 3
Grettisgötu 31
Laugaveg 20 B
Austurgptu 28
Kafnarfirði
Símar:
7260
7263
' 4263
íÞVOTTAHÚS KEMISK HEEINSUN FATAVIÐGERÐ
$*>0<><><><><><><Z><t<^^ S^X><X)<X><>^c><^<X^
um áður neytt, lenti saman í maga,
hljóp ólga mikil í allt saman. Rqp-
arnir drundu án afláts og gestirnir
stundu, ;,nabeira, nabeira" hver í
kapp við annan, en það þýðir ,(tungan
í mér stendur upp á endann", eða
með öðiáim orðum, að viðkomandi
hafi etið sig mettan. Og mettvorum
við. Við húktum í sessi og létum mag-
ann hvíla á lærunum; við áttum
næsta örðugt með aS þvo hendur
okkar úr mundlauginni og, svitinn
rann í stríðum straumum um bak og
brjóst. Eflaust hefur gerjunin unnið
sitt starf í innyflunum; ég fann til
nokkurs konar ölvunaráhrifa og þjáð-
ist uni hríð af æðisgengnum hiksta,
sem vakti mikinn fögnuð allra við-
staddra, er litu á hiksta minn sem
skemmtiatriði.
Og nú reis Jósúa nokkúr á fætur
og ,hugðist einnig skemmta gestum
og heimamönnum. Hann hóf trumbu-
dansihn, sem ég að vísu hafði séð
, nokkrum sinnum áður, en alltaf var
jafn furðulegur í mínum augum.
TrUmban er ekki annað en þurmt
eitiskinn, strengt á viðarhring lítinn
og er stutt' skefti á hringnum. Sá,
sem dansar, hefur trumbustautinn í
annarri hendi og trumbuna í hinni,
og afmarkar hljómfall söngsins með
því að slá á trunfbuhringinn. Hann
stígur ekki dansinn, heldur hreyfir
líkamann méð ýmsu móti eftir hljóð-
fallinu, en söngurinn er æði til-
breytingasnauður að tónavali og læt-
ur manni kynlega í eyrum. Jósúa
reyndi af fremsta megni að .gera dans
sinn sem tilkomumestan- og sparaði
ekki tilþrifin.
.„A-aj-a-ja . . .'<
Þannig hljóðar viðlag flestra dans-
kvæðanna, en sjálft kvæðið var ort
af tilefni dagsins um leið og það var
sungið. Það var lahgloka mikil og
lýsti dyggðum og dáðum afmælis-
barnsins; var sagt frá því, að það
hefði fellt hvítabirni og rostunga og
veitt mergð sela, eignazt marga syni
og tekið þátt í svaðilförum qg leið-
angursferðum með kravdlunökkum.
Jósúa söng, knúði trumbuna. fetti sig,
sveigði og beygði og var erfiði rnik-
ið, enda gljáði því sem næst nakinn
skrokkur hans af svita, hann biés og
hvæsti af mæði og brauzt ólgan í
sál hans og innyflum út í margvísleg-
um hljómum og hljóðum, sem ekki
gátu beinlínis talizt til söngs, en juku
mjög á skemmtunina. Hófst nú gleði
mikil, hver trumbudansarinn tók við
af öðrum og gekk svo lengi nætur,
unz við að síðustu hnigum út af Qg
héldum áfram dansgleðinni í ríki
draumanna.
m
VI
I&æ
Þú verður að koma heim undir
eins, góði! Annars fer allur
grauturinn upp úr pottinum. —
Ég er nefnilega vant við látin.