Alþýðublaðið - 24.12.1948, Síða 33

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Síða 33
Jólablað A l'þýðu blaðsins 33 út fyrir línuna og Þjóðverjinn fór að dæmi hans. Billy bar sjónaukann að augum, og þegar hann sá varðskipið hverfa fyrir nesið með Hullverjann á undan sér. gerði hann .sér hsegt unx vik og hélt aftur rakleiðis inn fyrir línuna, lét veiðibúa aðra vörpu og bjóst til að toga aftur á sömu miðum. Og hann lét sér það ekki nægjai Myrkt var orðið, og til þess að marka miðin, varpaði hann út Ijósbauju. Hefði varðskipið borið þarna að aft- ur, hlaut áhöfn þess óhjákvæmilega að sjá baujuljósið úr fjarska. Þegar við vorum að leggja af stað inn fyrir línuna, kom þýzki togarinn alvcg að okkur, og er skipstjórinn sá allan viðbúnað okkar, meðal annars ljósbaujuna, bar hann kallhornið að munni sér. ,,Hyern skrambann sjálían ætlast þú iyrir, Billy“, öskraði hann í kall- hornið. ,.Ég fer auðvitað aftur inn fyrir línuna. Það geturðu bölvað þér upp á!“ svarði Billy. ,,Ertu kolbrjálaður, kunningi?" öskraði þýzkarinn enn. Það munaði minustu að hann gleypti kallhornið af undrun.“ Og' ætlarðu svo að varpa út ljósbauju í þokkabót! Þú ættir heldur að hypja þig' á brott héðan. Varöskipið getur komið hingað aftur á hverri stundu!“ ,,Hypja mig' á brott! Nei, ég held nú siður!“ kallaði Billy. „Varðskipiö verður að fylgja sökudólginum til næstu hafnar. Við þurfum ekki að óttast það næstu tíu ldukkustundirn- ar!“ Þýzki togarinn hélt á brott. Billy hafði auövitað iög að mæla. Við tog- uðum þarna í landhelgi alla nóttina og öfluðum ágætlega; 150 kit af úr- vals flatfiski, sem með því fiskverði, er þá gilti, voru níu hundruð sterl- ingspunda virði. Það landhelgisbrotiö borgaði sig. sannarlega. Þegar við úm morguninn vorum að skrciðast út fyrir línuna, kom varð- skipið öslandi. Billy lét þeyta eim- blistruna í kveðjuskyni og hélt til liafs. Hafi varðskipsstjórinn getað lesið einkennisstafina og númerið á reyk- háf togarans í rökkrinu kvöldið áð- ur mun honum hafa reynzt harla lítið á því að græða. Billy var ekkert barn í lögum, og það var eitt varúðarbragð hans, að mála jafnan yfir nafn og númer, áður en hann sigldi inn fyrir línuna, og mála þar yfir falska ein- kennisstafi og falskt númer, sem hvergi var í skipaskrám að finna. Fyrsta verk okkar, er við vorum komnir út á rúmsjó, var að þessu sinni að mála aftur á súð og reyk- háf hið rétta nafn skipsins og númer. Nokkrum vikum síðar vorum við að veiðum innan landhclgi á ís- lenzkum flóa. Við höfðum togaö þar lengst af nóttinni. í morgunsárið kom Fylla gamla okkur að óvörum beindi að okkur fallbyssum sínum og bauð Billy að innbyrða vörpuna. Billy bað varðskipsáhöfnina að halda norður og niður hið bráðasta og hélt áfram að toga eins og ekkert hefði í skorizt. Þá (lagði lítill, vélknúinn bátur af stað frá borði varöskipsins, mannaöur nokkrum yfirmönnum þess, þeirra á meðal sjálfum foringjanum. Þeg'ar þeir nálguðust togarann, greip Billy kallhorniö og hrópaði til þeirra. ,,Ég steindrep ykkur, bjálfarnir ykkar, ef þið geriö nokkra tilraun til að komast um borð á mínu skipi!“ Að svo mæltu hljóp Billy aftur í eldhús og kom þaðan að vörmu spori, vopnaður elskörung miklum og þung um og var hann þá ékki árcnnilegur. Matsveinninn kpm á eftir honum og bar stóra fötu fulla af sjóðheitu vatni og var einnig hinn vigalegasti. Skipti það og' engum togum, að þá renndi vélbáturinn að skipshlið og mat- ■ sveininn heilsaði komumönnum með því aö varpa fötunni og innihaidi henn ar niður í bátinn. Fatan yar þung, og maður sá, cr fyrir henni varð féll þcg ar óvígur. „Fækkar um einn“ öskraöi Billy, og reiddi eldskörunginn til höggs. . „Komið, ef þið þorið, djöflaruir ykk- ar. Reynið að handsama mig!“ Foringinn og sá undirforinginn, sem uppi stóð freistuðu að komast um • borð, en Billy barði undirforingjann í höfuðiö svo að hann íéll niður i ausl- urrúm vþlbátsins. „Fækkar um tvo!!“ öskraði Biily, og er foringinn greip báðum höndum um skjólborðsrönd logarans, barði. Billy á hnúa lians svo að hann missti taksins og féll niður í bátinn, og voru þá allir „fjandmennirnir!1. óvíg- ir orðnir. Þá lét Billy höggva á togyírana og . hraðaði sér á brott, sem mest liann mátti. Varðskipshöfnin mát að sjálf- sögðu mest að sinná þeim slösuðu og B. LOFTUS var einn af kunnustu togaraskipstjóruro Breta, þeirra.er stunduðu veiðar hér við land íyrir 18—20 árum. Hann ,,villtist“ nefnilega oft inn íyrir „línuna“, og fyrir kom, að hann veitti hart viðnám, er varö- skipin vildu láta hann hlýða lögum. Höfundur þessarar greinar var stýri- maður Loftus á þeim árum; lýsir hann hér ýmsum ævintýrum þeirra og erj- um.við áhafnir varðskipanna, — en auðvitað frá sjónarmiði brezkra togara- sjómanna. Geta skal þess, að saga .hans mun, enda þótt hún sé vafalaust sönn í aðalatriðum, vera nokkuð ónákvæm, að minnsta kosti hvað dómsúr- skurði snertir.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.