Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 42

Alþýðublaðið - 24.12.1948, Blaðsíða 42
42 _________í.------------------ um. En þeir sanngjarnari sögðu, að þetta væri alltaf sagt um þá, sem ekki eyddu hverjum eyri í óþarfa, og þetta væru nú svo að segja einu tekjurnar, sem Jón lieí'öi. Barngóður var Jón gamli. Það vissu allir. Og enginn vissi hann nokkru sinni mæla styggðaryrði við strákana á bryggjunni. Hann rnælti ekki styggðaryröi við neinn, enda átti hann aldrei í deilum eða brös- urn. Það mæltist því afariíla fyrir, þegar honum var eitt sinn gerður slæmur og illkvittnislegur grikkur. „Þessir strákar!" sagði fólkið. „Það er skömm að því, hvernig þeir haga sér. Og sá, sem framið hefur þetta óþokkabragð við vesalings gamla manninn, sem engum gerir mein, ætti skilið að vera flengdur, — og það duglega!" En — það komst ekki upp hver liefði skroppið niður í grásleppu- kænuna og tekið úr henni negluna á meðan Jón gamli var staddur inni í skrifstofu hjá kaupmanninum. Hún var sokkin við bryggjuna, þegar Jón gamli kom til baka, og náðist ekki upp fyrr en á fjörunni. Hún laskaðist að vísu ekki neitt, en ekki var það prakkaranum eða prökkurunum að þakka. Og þegar kaupmaðurinn tók að yfirheyra strákana, brá svo kyn- lega við, að enginn strákanna virtist hafa verið staddur niðri á bryggju, þegar hrekkjabragðið var framið, III. Jól voru að ganga í garð. Stina gamla var að Ijúka við að þvo bað- stofugólfið. Það var ekki stórt að flatarmáli, gólfið það, en samt -varð Stína lúin í baki og handleggjum við þvottinn. Hún var orðin svoddan skar. Við og við varð henni litið á gömlu klukkuna, sem hékk á veggnum yfir rúmi þeirra hjónanna. Hún var að verða fimm. Ekki nema klukkustund unz sjálf hátíðin hófst. Hvað var Jón Jólablað AI'þýðu btaðsins hróið nú að dunda? Ætlaði hann ekki að þvo sér og hafa fataskipti áðiir en lcirkjuklukkurnar í þorpinu tækju að hringja? Jú, nú heyrði hún fótatakið hans frammi í ganginum. Mikið var. — „Jæja, — ætli maður strjúki ekki framan úr sér“, sagði hann og dró af sér skóna áður en hann gengi inn á nýþvegið gólfið. í sömu svifum var barið að dyr- urn, en svo laust að varla heyrðist. „Hver getur þetta verið?“ tautaði Stína og hraðaði sér fram göngin serh mest liún mátti. Hún opnaði dyrnar. Á toæjarhell- unni stóð drengur, á að gizka tíu ára gamall. Ljóshærður og myndar- legur snáði. Stína sá strax að hann var eitthvað stúrinn. Og ósköp var aumingja drengurinn fátæklega til fara---------- „Er — er Jó—ón heima?“ spurði drengurinn hálf kjökrandi eftir nokkra þögn. „Já, stúfurinn minn“, sagði Stína blíðlega. „Hann er inni í baðstofu. Áttu eitthvert erindi við hann? Komdu þá inn, góði minn. Lofaðu mér að leiða þig inn göngin. Það er allaf svo dimmt í þeim-----------“. Hún greip um hönd hans og leiddi hann inn göngin. Ósköp var vesalings barninu lialt á höndum. „Það er kominn hérna Jítill stúf- ur, sem æílar að finna þig, Jón“, mælti Stína, er þau komu inn í bað- stofuna. Ha — hvað -— — —?“ sagði Jón og bar’’ greiðu í skegg sitt. „Finna mig, segirðu?" En þá var litla stufinum öllum lokið. Hann tók að háskæla. Stina hjúfraði hann að sér og gerði allt, sem hún gat til þess að hugga hann, en hann grét svo sárt að tárin komu fram í augnakróka gömlu konunnar. Það var nú orðið svo langt síðan hún hafði reynt að hugga grátandi 'dreng. Jön starði á þau og botnaði ekki neitt í neinu. „Svona, svona,- stúfurinn minn! Hættu að skæla, blessaður. Viltu kandísmola, vesa- lingur-------—“ Jón tók að hugsa margt. Ekki gat snáðinn skælt svona að orsakalausu. „Sencíi mamma þín þig eftir reykt- um rauðmaga — — og datztu svo og týndir aurunum? Það gerir ekkert til. Hún fær rauðmagann eins fyrir það, ----i---I-Ivao áttir þú að fá mikið?“ „Nei, néií“' kjökraði drengurinn. „Það —-------var var ég, sem-------- sem------“, og enn herti hann grát- inn. „Sem hvað?“ spurði Stína. „Sem — — —• sö — ö —ökkti byttunni þinni við bry—bryggjuna. Stóru strákarnir sögSu mér að ge— gera það“. „Já, einmitt það. Þeir sögðu þér að gera það'. Það er nú það. Og hver sagði þér að íara hingað og segja mér írá þessu? Mamma þín?‘ Jón tók ■ játningu drengsins svo Ijúfmannlega, að faonum óx kjarkur við. „Nei“, mælti hann með grát- hreim í röddinni,. ,,En mámma sagði í gæfkvöldi, þegár ég fór að sofa, að slæmir strákar fengju ekki gleði- leg jól------“ „Og tolessaður, blessaður stúfur- inn!“ sagði Stína. Og nú var það hún, sem kjökraði. „Tylltu þér þarna á skákina, góðurinn minn, og lofaðu mér að þurrka þér um augun. Þú verður að fá einhverjar góðgerðir, áður en þú ferð heim aftur!“ „Hefuí — — hefur Jón þá fyrir- gefið mér?“ spurði snáðinn, og horfði stórum, blábjörtum augum ýmist á Stínu gömlu eða Jón. „Já, það hefur hann áreiðanlega gert! Eða er það ekki, Jón minn?“ „Jú, — þó það nú væri!“ Og Jón gamli brosti, eins og honum þætti einstaklega gamab að fyrirgefa stráknum, sem tók negluna úr kæn- unni hans. ,,En þú verður bara að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.