Alþýðublaðið - 16.01.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.01.1949, Blaðsíða 6
8 ALÞVÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 16. jan. 1949, Leifnr Leira: . RHAPSODIA ANTEBUSIA. (Ort að Grand Hotel). Fölnuð er liljan og fölnuð er rós; fönn þekur blessaðan hólinn. Hrímþoka á Esjunni, hríð upp í Kjós. Húmdökkva falin sólin. £ afkimum Mogga skín einmana Ijós, 6em ef til vill kviknaði um jólin. Og Ijós það ber erlent og að fengið nafn; eflaust frá Spörtu eða Rómi, í erlendum málum er Mogganum jafn ekki margur að sérfróðra dómi. Og svo á hann íslenzkt orðasafn er alltaf télst máls vors blómi. Það ljós á að vísa og Iýsa þá braut, er liggur frá ölsins grandi, — en að viti sá datt í þess dagblaðs skaut til dásemdar voru landi, ég gef á bátinn þá gestaþraut án gáfnastyrksdropans frá Brandi. Já, — allir snúumst vér Óla Skanz milli ásetningaloforða og Dauða; Ég þakka hjálpfýsi moggamanns við mig, og Grandbúa snauða, en getur það verið til gagnsemi hans að gera okkur alla rauða? Leifur Leirs. r Frú Dáríður Dulheims: dulrænna hæfileika, leiðbeint lögreglunni þar í ýmsum vanda málum. Þykir mér fregn þessi að vísu merk, en hitt þó merk ara, að lögreglan þar í landi skuli bera víðsýni og gáfur til að notfæra sér slíkt, og verður því miður, ekki hið sama sagt um lögregluna hérna, — með allri virðingu fyrir þeirri ágætu stofnun. Veit ég þó gerst um sjálfa mig, að oft mundi ég hafa getað reynzt hertni' hjálp leg fremur en hitt, en það verð ég að segja, að hún hefur ekki gert minnstu tilraun til að not færa sér það; þykist víst ekki þurfa þess, og er auðvitað gott eitt um að segja, ef rétt væri, sem ég fullyrði ekkert um. Nú kynni einhver að spyrja mig, hver þau mál væru, sem ég treysti mér helzt að veita lögreglunni aðstoð við, og er því fljótsvarað. Það eru t. d. strípalingsmálin svonefndu. Lög reglan hefur til þessa reynzt helzt til fákæn og úrræðalaus í þeim málum, og væri það svo sem ekki að brjóta odd af oflæti, þótt hún sneri sér til mín og athugaði hvað ég gæti. Hún þykist eflaust hafa allveru lega reynslu fram yfir mig í þeim málum en varlega skyldi hún fullyrða það. Og víst er um það, að enn hefur enginn séð mig á flótta á þeim vettvangi. Ég læt svo þetta nægja í bili, en vil aðeins endurtaka þetta: Maður, líttu þér nær — — — í andlegum friði. Dáríður Dulheims. Kðld borð og heitur veizlumafur .ændur út ura aHan bœ. SfLD & FISKUK Kaupurn tuskur MAÐUR, LÍTTU ÞÉR NÆR! Ég sá þá fregn í einu dag- blaðinu, að íslenzk kona, bú- sett í Kaupmannahöfn, hefði vakið á sér mikla athygli þar í landi fyrir að geta, með aðstoði Baldursgötu 30. Lesið AlbýðubSaðið! ur sporhundur, sem vill láta strjúka sér. ,,Það er útlendingur í borg- inni“. „Jæja, hvað um það? Weim ar er troðfull af útlendingum“. , Já, en þessi er öðruvísi. Hann er ungur og mjög lagleg Ur — og--------“ ,,Jæja, Babetta, lof mér þá að heyra“, sagði ég og lagði frá mér pennann. Ég vissi það, að það var jafn árangurslaust að reyna að stöðva Babettu í að segja einhverja nýja slúður- sögu eins og að ætla að stöðva foss í miðju falli. Ég þekki jafn vel hinar veiku hliðar Babettu og hún þekkir mínar. Og þá litlu vitneskju, sem ég fékk um lífið á yngri árum minum, öðlaðist ég frá Babettu, herbergisþernu minni, og fóstursystur, sem elti mig eins og skugginn minn. Mér hefur oft verið sagt, hvern ig móðir hennar, hún stóra Ba betta var vön að halda litlu Babettu upp að öðru af sínum óþrjótandi brjóstum og mér upp að hinu og svo sugum við hana og tottuðum þar til við loksins sofnuðum, alveg stút- fullar. Ég veit ekki, hvað mundi hafa orðið af mér án þeirra beggja, því að móðir min dó úr barnsfararsótt áður en ég varð hálfsmánaðargömul. Þannig ólumst við tvær upp saman, og ef ég var óþekk. þá var Babetta flengd, en kærði sig kollótta. Hún var fædd tíu dögum á undan mér og fannst alltaf, að hún ætti að leiða mig og vernda, hjúkra mér, dekra við mig og ávíta mig, sem sagt hafa alla ábyrgð á mér. En í þá daga virtust börn, sem fædd ust hjá þjónustufólkinu eða í fátækrahverfunum svo miklu eldri, vitrari og sterkari held ur en við, sem vættum rýjurn ar í skreyttum vöggum. Babetta gat varla ráðið við sig af ákafanum við að losna við fréttirnar: „Jæja, þessi út lendingur, sem ég er að tala um fékk sér herbergi á „Hvíta svaninum", beztu tvö herberg ín, sem hann gat fengið. Ferða áhöld hans eru úr ekta gulli, og hann kom með sitt eigið þvottafat og könnu og drykkj arbikar; það er alít lítið, en líka úr skíra gulli. Það er skjaldarmerki með kórónu á því öllu; herra Schaffler segir, að aðeins kjörfurstinn af Sax- Iandi ferðist svona útbúinn. Sumt fólk í borginni heldur, að þetta sé prins, sem ferðist með leynd eða kannski sjálfur Spánarkonungur, en — “ „Er hann þá Spánverji?" „Það er sagt svo“. ,",Og laglegur?" „Laglegur eins og Lucifer", sagði Babetta og leitaði að rétta orðinu og fann það. eins og ég komst að seinna: „Svo laglegur, að það fér um mann straum- ur“. Ég gat ekki skilið svona á- kafa hrifningu yfir útliti karl manns og ég reyndi að láta þetta, sem vind um eyru þjóta, eins og hvert annað markaðs slúður og vitleysu. ,,Ef hann væri að ferðast með leynd, þá mundi hann ekki flagga með kórónuna fram an í hvern mann. Hlauptu nú þína leið Babetta, ég verð að skrifa mjólkurbúsbókina mína“. Babetta leit á mig ásökunar augnaráði og fór inn í snyrti- herbergið mitt, þar sem hún fór að eiga eitthvað við fötin mín, en ég hélt áfram við búreikn- ingana. „Sást þú hann sjálf?“ spurði ég lítilli stundu síðar. „Hvern? Herra Sohaffler í Hvíta svaninum?“ spurði Ba- betta sakleysislaga, aðeins til þess að gera spurninguna erfið ari fyrir mig. „Nei. Þennan útlending, þetta afbragð annarra manna, sem olli þér hjartslátt- ar. Sóst þú hann sjálf eða hef ur þú bara heyrt þetta?“ Babetta kom aftur með gamla, bláa morgunkjólinn minn og saumakassann og sett ist við gluggann, tilbúin að masa góða stund. „Víst sá ég hann. Og- hafi hann ekki verið kóngur, þá líktist hann því sannarlega. Svona tiginmannleg framkoma, svona skipandi augu, hann var bæði blátt áfram og bauð af sér yndisþokka. Þeir segja, að hann fleygi peningum á báðar hendur, en þó að hann eigi þessa gullhluti þá klæðir hann sig ekki með neinum íburði, ekkert ólíkt aðalsmönnunum okkar3við hirðina. Það vildi svo til, að ég stóð fyrir framan „Hvíta svaninn“ einmitt þegar hann kom út úr yeitingahúsinu og ég varð svo rugluð, eins og yðar náð getið hugsað yður, að ég hneigði mig fyrir honum. Og ég segi yður, hann brosti til mín og hneigði höfuðið eins og ég væri hefðarmær. Þér haf ið aldrei séð annað eins bros á ævi yðar, það fór um mig alla.“ „Hvernig þá?“ sagði ég og brosti með sjálfri mér að æs- ingu Babettu. Mig furðaði allt af á því, hvílík áhrif hver mað ur, sem varð á vegi herbergis- þernu minnar gat haft á hana. „Þér hafið aldrei séð þvílík ar tennur, Clarinda, svona hvít ar, eins og léreft, sem látið er- út í sól“. (Þegar við vorum einar kallaði Babetta mig enn þá Clarindu eins og þegar við vorum börn; en hún var mjög nákvæm í að titla mig rétt, þeg ar aðrir voru viðstaddir). „Svo dásamlegt bros og því- líkar tennur hafið þér aldrei séð“. „Kannski hefi ég það. Á hundunum mínum til dæmis, eða á hestunum." Babetta lét sem hún þeyrði þetta ekki. „Svo nemur hann staðar á dyraþrepinu stundarkorn, og þjónn hans kemur út á eftir honum og réttir honum útlenda kápu og lítinn þríhyrndan, spanskan hatt með svörtum skúf. Hann fleygir kápunni yf- ir herðar sér, og þó hefðuð þér átt að sjá hann. Hún var síð og svört — slá, hefði ég kallað það á konu — en ég héfði aldrei haldið að karlmanni gæti farið það svo vel, og um leið datt mér í hug: Þetta hefði Clarinda gaman af að sjá“. „Vegna hvers ég sérstak- Iega?“ „Vegna þess, að þér eruð for vitin eins og skjór, og vegna þess að yður leiðist, hvort sem þér vitið það eða ekki og vegna þess að það er enginn maður, sem vert er að tala um hér í Weimar“. Þessi fljótfærnislegi dómur Babettu um menn okkar kom mér til að hlæja. Hérna vorum við í hinni nýju Aþenu, mennta setri Evrópu,, staðnum þar sem söfnuðust saman mestu andáns menn þeirra tíma, með hertog ann og móður hans í forsæti, MYNDASAGA ALÞYÐUBLAÐSINS: ÖRN ELDING ÞEIR LÍTA VIÐ og sjá, hvar vapn. eftirför á flugteppum sínum. Þeir sveifla spjótum, æpa og láta ó- friðlega. aðir hermenn soldánsins veita þeim

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.