Alþýðublaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 4
4' ALÞÝÐUBLAPIÐ Mið'vikudagnr 9. raarz 1949. Útgefandl: Alþýðuflokbnrlnn. Bitstjóri: Stefán Fjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsaon. Bitstjórnarsímarr 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasimi: 4906. > Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan k.f. Hðrfað á yzlu þrðm ÞJÓÐVARNARFÉLAGIÐ hefur rækt- það hlutverk með þjóðinni undanfarna mánuði að aðstoða kommúnista í bar áttu þeirra gegn hinu fyrirhug aða Norður-Atlantshafsbanda- lagi og hugsanlegri þátttöku Islands' í því. Þetta befur ver- ið aðaltilgangurinn með fund- um félagsins hér í Reykjavík og úti um land, en fyrst og fremst hefur þessa gætt í rík- um mæli í 'blaði félagsins, Þjóðvörn. Þar hefur ekki linnt árásunum í garð lýðræðis- flokkanna,. en samstaðan við kommúnista hefur orðið æ nán ari og innilegri. Upphaflega virtist sjónarmið Þjóðvarnarfélagsins verða það, að ekki mætti Ijá máls á því, að er-lendur -her hefði hér bækistöðvar á friðartímum. Sú afstaöa var skynsamleg, -enda hafa lýðræöisflokkarnir allir lýst yfir því, að þeir séu andvígir -erlendum her hér á friðartímum og að Islendingar taki upp berþjónustu. Mátti ætla, að forustumenn Þjóð- varnarfélagsins fögnuðu slíkri. yfir-Iýsingu, en reyndin hefur orðið mjög á aðra lund. Þeir sneru fljótl-ega við blaðinu, og málgagn þeirra. h-efur nú jafn vel haft við orð, að fátt sé hættulegra -en það, að við ger urnst aðili að Norður-Atlants hafsban-dalaginu, án þes-s að við fáum hingað -erlendan h-er! Svo mikið vinna þeir til þess að geta haldið samstöðunni við kommúnista í fjandskapn- um við Norður-Atlantshafs- bandalagið og hu-gsanlega þátt töku íslan-ds í því! * Þjóðvarnarfélagið hefur þó, tiln-eytt, orðið að hörfa úr einni varnarlínunni í aðra. Fyrst í -stað ful-lyrtu forustu- menn þess, að frændþjóðir okk ar á Norð-urlöndum myndu ekki gerast aðilar að Norður- Atlantsh^'afsban-da'l'aginu og hrópuðu há-stöfum -um hætt- una, -er fylgdi því, að Island yrði g-ert aö útvirki. En þessi röks-emd átti sér skamman ald ur, því að Noregur h-efur nú þegar tekið sæti m-eðal þeirra þjóða, sem verða stofn-endur Norður- Atlant-shafsbandalags- in-s. En þá sagði Þjóðvörn, að allt öðru máli væri -að g-egna um Noreg en íslan-d. Nor-egur hefði -sam-eiginleg ilandamæri við Rússland, og Norðmenn hefðu- komið sér upp tiltölu- le-ga öflugum landvörnum. Is land væri hins v-egar eyland norður í höfum, hér væri eng inn her og -engar landvarnir; við gætum -ekki átt -samleið með Norðmönnum, við yrðum að vera hlutlau-sir og varnar- lausir! Ljót saga um bifreiðarstjóra og framkomu hans. — Leggið númer bifreiðarina á mmnið, svo hægt sé að tína óþrifagemsana út úr stéttinni. — Verk- efni fyrir bæjaryfirvöldin. — Þvottur á gluggum — og skortur á samkomulagsvilja. — Um kvik- myndina Kantein Boycott. SIGRÍÐUR skrifar mér á þessa leið: „Ég get ekki stillt mig um að skrifa þér og segja þér nokkuð frá .viðskiptum mínum við bifreiðarstjóra nokk urn. Svo er mál með vexti, að ég sat hjá börnum hjóna, sem ég þekki, nýlega eitt kvöld, en þau voru boðin í hús til kunn- ingjafólks síns. Veður var slæmt og komu hjónin því heim í bif- reið. Létu þau bifreiðina bíða meðan þau hlupu inn og sögðu mér að flýta mér að búa mig, því að bifreiðin ætíi að aka með mig heim til mín. Ég snaraðist í kápuna mían og fór úí í bifreið^ ina ásamt kunningjastúlku minni, sem hafði verið hjá mér. FYRST VAR henni ekið heim ' til sín, en síðan bað ég bifreið- arstjórann að aka mér heim. Húsbóndinn hafði sagt mér, að hann hefði borgað bifreiðina, einnig aksturinn m-eð stúlkuna og mig og fór ég því út ur bif. reiðinni undir eins og hún steðv aðist þar sem ég á heima. Bif- reiðarstjórinn kallaði í mig og spurði hvort ég ætlaði ekki að borga og spurði ég þá hvort hús- bóndinn hefði ekki borgað bif- reiðina, en hann kvað nei við því. Ég spurði þá hvað það kost- aði og ég varð að borg'a honum 30 krónur. SÍÐAR HITTI ÉG húsbónd- ann og sagði hónum, að ég hefði borgað bílinn og varð hann ekki lítið undrandi, því að hann hafði borgað fyrir aksturinn fullu verði, einnig eins og ég áður sagði með mig og stúlk- una. Þessi bifreiðarstjóri var argur svindlari. En mér láðist að taka númerið á bifreiðinni, enda erfitt að koma fram á- byrgð á hendur mönnum þegar ekki eru til nema tveir til frá- sagnar. En það getur líka verið nokkur skýring, að bifreiðar- stjórinn hagaði sér eins og dóni við mig eftir að ég var orðin ein í bifreiðinni með honum.“ ÉG HEF RÆTT við fólkið, sem hér um ræðir, og ber því saman í málinu. Þetta sýnir að til eru í stéttinni óuppdregnir dónar, en þeir munu og vera í flestum stéttum. Annars er sjálfsagt að taka númer af bif- reiðum og einnig hefði verið rétt að húsbóndinn hefði farið út með stúlkunum og sagt þeim í áheyrn bifreiðarstjórans, að hann væri búinn að borga bif- reiðina. Mér er kunnugt um það, að bifreiðastöðvunum er kærkomið að vita um svona dæmi og þá um 1-eið númer bif- reiðanna. HEIMILISFAÐIR skrifar mér á þessa leið: „Um langt skeið hefur það verið miklum erfið- leikum bundið að fá menn til þess að gera við bilaða krana í húsum. Þetta er skaðlegt fyrir heimilin og fyrir bæjarfélagið. Nú vil ég mælast til þ-ess, að bærinn hlutist til um það við einhvern pípulagningamann eða laghentan mann á því sviði, að hann taki að sér svona viðgerð- ir í húsum. Sjálfsagt er vitan- lega að þeir, sem þurfa á þessu að halda, greiði sjálfir ómaks- iaupin, en einhver þarf að hafa forustuna. Vona ég að húsmæð- urnar, sem sæti -eiga í bæjar- stjórn, taki þetta mál upp á sína arma. ÞÁ SKRIFAR Guðrún mér eftirfarandi: „Nauðsynlegt er að betra samstarf komist á milli fólks, sem heima á í sama húsi, um þvott á gluggum sínum. Nú er lítið- um samkomulag á þessu sviði. Kona, sem heima á á fyrstu hæð, þvær í dag, kona, sem á heima á annarri hæð, þvær á morgun, og kona, sem h-eima á á fjórðu hæð, þvær glugga sína hinn daginn. MEÐ ÞESSU er eyðilagt starf kvennanna, sem eiga heima á fyrstu og annarri hæð, en ef samkomulag væri, ætti þetta að vera öfugt og bezt væri að allar konurnar þvæðu glugga sína sama daginn. En hér geta engir opinberir aðilar komið til, held- ur v-erða einstaklingarnir að koma sér saman um þetta, og ég verð að segja það, að það er mikill skortur á samkomuiagi að geta ekki komið sér samau um svona lítilræði.“ ÓVENJULEG KVIKMYNÐ er sýnd um þessar mundir í (Frh. á 7. síðu.) UfsöSusfaðir IbÝðu blaðs i ns Verzl. Þórsgötu 29. Ásbyrgi, Laugavegi 139. Tóbals & Sælgæti, Laugavegi 72. Kaffistofan, Laugavegi 63. Café Florida, Hverfisgötu 69. Þorsteinsbúð, Snorrabraut 61. Tóbaksbúðin, Laugavegi 12. Gosi, Skólavörðustíg 10. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Ávaxtabúðin, Týsgötu 8. Verzl. Jónasar Sigurðssonar, Hvg. 71. Havana, Týsgötu 1. Söluturninn við Vatnsbi’ó. Drífandi, Samtúni 12. Pétursbúð, Njálsgötu 106. Helgafell, Bergstaðastræti 54. Verzlunin Nönnugötu 5. Skóverkstæðið Langholtsvegi 44. Stefánskaffi, Bergstaðastræti 7. Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Verzlunin Ás. Flíigvallarhótelið. Vöggur, Laugavegi 64. Mjólkurbúðin, Nökkvavogi 13. Halldóra Bjarnadóttir, Sogabletti 9. Búrið, Hjallavegi 15. Veiíingastofan Óðinsgötu 5. Matstofan Bjarg, Laugavegi 160. Langholt, Langholtsvegi 17. Verzkmin Langhöltsvegi 174. Verzlunin Rangá, Skipasundi 56. Fjóla, Vesturgötu 29. Filippus, Koíasundi. Veitingasíofan Vesturgötu 16. West-End, Vesturgötu 45. Drífandi, Kaplaskjólsvegi 1. Matstofan Vesturgöu 53. Hansa, Framnesvegi 44. Verzlunin Vesturgötu 59. SiIIi & Valdi, Hringbraut 149. Ég undirrltaður gerist hér með kaup- andi að Alþýðublaðlnu En þar með er -ekki sagan öll. Nú virðist -augljóst mál, að Danmörk geri-st einni-g aðili að Norður-Atlantshafsbanda- laginu. Danir vita, hvað hilut 1-eysi og varnarl-eysi þýðir, og þeir vilja varast víti síðustu heimsstyrja-ldar. Þjóðvörn leið ir þessa staðreynd hjá sér af skiljanlegri ástæðu; hún hefur hörfað út á yztu þröm. Dan- mörk hefur nefnilega ekki sam-eiginleg lan-damæri við Rús-sland, og landvarnir Dana eru vægast sagt nafnið eitt. Þeim er því líkt farið og okk ur íslendingum. En forustu- menn þeirra eru ekki í n-einum vafa um, að öryggi Jands þeirra og frelsi þjóðarinnar sé bezt borgið í samvinnu við hinar vestrænu lýðræðisþjóð- ir, og þeir eru staðráðnir í að br-eyta samkvæmt þeim skilningi. * En vel á minnzt: Hafa Br-et- land, Frakkland og Benelux- löndin sam-eiginleg ilandamæri við Rússland? Skriffinnar ÞjóSvarnar -gengu fram hjá þessu atriði, þegar þeir fluttu Is-lendingum þann boðskap, að við ættum ekki samleið með Noregi af því að hann hefði sameiginleg landamæri við Rússland. Samkvæmt þessum boðskap eigum við -einmitt samleið með þeim þátttöku- rikjum Norður-Atlantshafs- bandalagsins, sem eru að vísu svo lánsöm að hafa ekki sam ei-ginl-eg landamæri við hið yf irgang'ssam-a einræðisríki í austri, en telja sér þó vamar þörf. Og skrafið um landvarn ir N-oregs -er -léttvægt í m-eira lagi. Landvarnir lýðræðisríkj anna í Vestur-Evrópu hv-ers um sig eru þeim en-gin trygg- ing gegn rússneskri árá-s. En ef þessi ríki mynda öll með sér samtök til að treysta ör- yggi sitt -og njóta samvinnu Bandaríkjanna og Kanada, er ástæða til þess að ætla, að Rússar myndu hugsa sig um tvisvar áður en þeir 1-egðu til atíögu við þau. Norður- Atlantshafs'banda- laginu- er ætlað að tryggja frið og öryggi hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Þeir, sem berj ast g-egn því, -eru í raun og veru að reka erindi Rússa, þó -að á annan hátt sé en ra-un h-efur á orðið um kommúnista- leiðtogana, sem boða það, að þeir og flokkar þeirra verði föðurlandssvikarar og þjón- -ar Rússlan-ds, -ef til ófriðar dr-eg ur. Við íslendin-gar getum lagt' fram okkar litla sk-erf til þessa öryggis, se-m -okkur ríður -ekki hvað minnst á sjálfum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.