Alþýðublaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 09.03.1949, Blaðsíða 5
JVIiðvikudagur 9. marz 1949; ALÞVÐUBLAÐIÐ r 5 Þorleifur Þórðarsori: Slarhem r r Ádeilu Björns Olafssonar í sam- einuðu þingi 2. marz svarað I GREINARGERÐ Björns Ol- afssonar stórkaupmanns fyrir þingsályktunartillögu, er hann foar fram í Sþ. og lesin hefur verið í Ríkisútvarpinu og birt var í dagbl. Vísi, segir svo: „Ferðaskrifstofa ríkisins á- ætlar tap á starfsemi sinni næsta ár 200 þús. kr. Þetta fyr- ir.tæki er sífelit að færa út kví- arnar og hefur nú byrjað á hót- elrekstri.“ Mönnum kemur þessi klausa um Ferðaskrifstofuna all ein- kennilega fyrir sjónir, eftir að hafa lesið þingsályktunartillög- una og það, sem fyrr segir í greinargerðinni, og gefur hún tilefni til nokkurra hugleiðinga um starf Ferðaskrifstofunnar og hug Björns Ólafssonar til þess. Veit þingmaðurinn ekki, að Ferðaskrifstofunni er fyrst og fremst — lögum samkvæmt — gert að inna af hendi margs konar þjónustustarfsemi endur- gjaldslaust í þágu almennings og að löggjafinn hefur ætlað henni sérstakan tekjustófn til að standa straum af kostnaði við starfsemina? Jú, flutnings- manni er vel kunnugt um, að meginstarf Ferðaskrifstofunnar er þjónustustarfsemi, sem engar beinar tekjur gefur af sér, hlið- stætt t. d. starfi Veðurstofunnar og Hagstofunnar. Hvers vegna vill þá B. Ó. draga starfsemi Ferðaskrifstof- unnar inn í umræðurnar um ,,at vinnuskerðingu og víðtæk af- skipti hins opinbera í atvinnu- rekstri félaga og einstaklinga“ eins og hann orðar það í þings- ályktunartillögu sinni? Og hvers vegna er B. Ó. að rugla störfum og afkomu Ferðaskrif stofunnar við rekstur svo ó- skyldra fyrirtækja sem síldar- og tunnuverksmiðja og tala um þjóðhættulegan taprekstur i sambandi við rekstur hennar? Björn Ólafsson hefur sérstöðu og sérskoðun hvað varðar skip an ferðamálanna og hann veit, hvað hann er að fara. En áður en .vikið verður að þessari hlið máls ins, skal sagt nokkuð frá störf um og viðfangsefnum Ferða- skrifstofunnar, svo almenningur geti áttað sig á því, hver stofn- unin er, sem stórkaupmaðurinn yill feiga. Hin lögboðnu verkefni, er Ferðaskrifstofunni ber að vinna að, eru: 1. Kynning á landinu á er- lendum vettvangi. 2. Fyrirgreiðsla erlendra o innlendra ferðamanna. 3. Eftirlit með gisti- og greiða- sölustöðum. 4. Skipulagning orlofs- og skemmtiferða. IíANDKYNNINGARSTARF Landkynningarstarf ' Ferða- Bkrifstofunnar er fyrst og fremst fólgið í útgáfu upplýs- ingarita um ísland á eflendum málum og dreifingu þeirra. Hef ur skrifstofan þegar *ent út bæklinga í tugþúsundatali til ferðaskrifstofa, skipafélaga, flugfélaga og ýmissa stofnana og einstaklinga víða um lönd. Þá hefur Ferðaskrifstofan út- yegað blöðum og blaðamönnum Þorleifur Þórðarson og einnig rithöfundum, sem skrifað hafa um landið, úrvals- ljósmyndir og aðstoðað »ftir föngum með útvegun efnis og upplýsinga í greinar og ritgerð- ir um ísland. Enn fremur hefur skrifstoían sýnt erlendum ferðamannahópum og einstak- lingum, er hingað hafa komið, Úrvals kvikmyndir af landi og þjóð. Og nú hefur skrifstofan. gert ráð fyrir að verja nokk- urri upphæð til kaupa á góðum kvikmyndum, sem senda á og lána félögum og stofnunum er- lendis. F YRIRGEIÐ SLU ST ARF Fyrirgreiðslustarf skrifstof. unnar er orðið all umfangsmik- ið. Innlendum sem erlendum ferðamönnum er veitt hvers konar fyrirgreiðsla. Árið um kring koma þúsundir ferða manna á skrifstofuna eða spyrj- ast símleiðis fyrir um ferðir um landið með bifreiðum, skipum, flugvélum og hestum; um verð- lag, hótelkost o. fl. Enn fremur leitar fólk ráðlegginga um hvernig orlofum verði bezt varið og nýtur aðstoðar slcrif- stofunnar við útvegun dvalar- staða. Tekur oft lahgan tíma að afgreiða hvern einn, sérstaklega þegar um útlendinga er að ræða. Á Akureyri hefur Ferða- skrifstofan einnig opna upplýs- ingaskrifstofu og stendur straum af rekstrarkostnaði hennar. Mikið berst að af bréf- legum fyrirspurnum, sérstak- lega erlendis frá, og eykst með viku hverri. í vetur hefur að jafnaði ekki veitt af þrernur starfsmönnum til að annast bréfaskriftir. EFTIRLIT MEÐ GISTI OG GREIÐASÖLUSTÖÐUM Eftirlitsmanni Ferðaskrifstof- unnar ber að heimsækja gisti- og veitingahúsin svo oft sem frekast verður við komið. Hon- um er einnig falið að athuga að- búnað á bátum, er annast fólks- flutninga innfjarða í sambandi við sérleyfisleiðir. Og <enn frem ur ber honum að hafa eftirlit með því, eftir því sem við verð- ur komið, að sérleyfishafar hafi bifreiðir sínar í góðu lag'i og framfylgi settum reglum og skilyrðum. Ferðaskrifstofan lít- ur ekki á eftirlitið aðeins sem umvöndunarstarf, heldur líka sem leiðbeiningar- og þjónustu- starf við hóteleigendur, og hef- ur hún gert allt til að greiða fyrir því, að hótelin fengju þau gögn, sem þau vanhagar um, og höfum vér mætt góðum skiln. ingi skömmtunaryfirvaldanna í þ'Sssu efni. Hér hafa verið ræddir nokk- uð þeir þættir í starfi Feroa- skrifstofunnar, sem eingöngu falla undir þjónustustarfsemi og gefa engar sýnilegar tekjur í aðra hönd. Öll þessi störf kosta mikla vinnu og mikið fé, ef gera á þeim viðunandi skjl. Kaup- gjaldið er hátt, prentun, pappír, myndir og allt, ssm lý.tur aö út- gáfustarfsemi, er mjög kostnað- arsamt. Eftirlitsstarfið er einn- ig útgjalcjafrekt, ef það á að koma að nokkru gagni. Til þess að standa straum af þessari þjónustustarfsemi, þ. e. landkynningar-, fyrirgreiðslu- og eftirlitsstarfinu, er gert ráð fyrir, að úr sérleyfissjóði verði varið 200 þús. krónum — tvö hundruð þúsundum —, sem B. Ó. vill skilgreina sem tap á rekstri Ferðaskrifstofunnar. Þingmaðurinn gæti t. d. eins tal- að um tap á rekstri utanríkis- þjónusíunnar. Eins og öllum mönnum, er vilja sjá og skilja, hlýtur að vera Ijóst, er hér ekki um neinn taprekstur að ræða. Hér er verið að verja tiltekinni upp- hæð til kynningar- og menn. ingarstarfsemi, og vonandi á hún eftir að koma margfölduð inn í duldum gjaldeyristekjum. Þær greinar í starfsemi Ferðaskrifstofunnar, sem tekna má vænta af, hafa allar getið á- ætlaðar tekjur; ein þeirra er skipulagning orlofs- og sbemmtiferða. ORLOFS- OG SKEMMTIFERÐIR í lögunum er svo fyrir lagt, að Ferðaskrifstofa ríkisins skipuleggi ódýrar orlofsferðir. Þetta hefur hún gert og mun gera í sívaxandi mæli, Nokkrar tekjur hefur þessi þáttur starf- seminnar gefið, og eru nokkrar líkur til þess að hann geti, með auknum ferðamannastraum, að miklu leyti borið ..ippi kostnað. inn við þjónustustarfsemina á komandi árum, en þó að því til skildu, að einstaklingum, sem aðeins láta mjög óverulega fyr. irgreiðslu í té og eng'u fórna vantar að Hótel Borg. Upplýsingar í skrifstofunni. Hófel Borg r r a 2 vana mótorviðgerðarmenn vantar á verk- stæði vort. Upplýsingar hjá verkstjóranum Árna Stef- ánssyni. H.F. Egill Vilhjálmsson Laugaveg 118, sími 81812. ferðamálum til framdráttar, verði ekki leyft að grípa inn í og hirða í hjáverkum tekjurnar af komu erlendra ferðamanna. Þá hef ég rætt nokkuð helztu atriðin í starfi Ferðaskrifstof- unnar, sem henni er lögum sam kvæmt skylt að vinna að. En auk þeirra hefur skrifstofan, með samþykki samgöngumála- ráðberra, bætt við sig nokkrum viðfangsefnum, er samrýrnast hinum lögboðnu verkeníum hennar. Þökk sé B. Ó. fyrir, að hann gefur mér tilefni til að ræða þessa hlið starfsemi Feroa skrifstofunnar einnig. Björn Ólafsson talar um það, að „þetta fyrirtæki11 — þar á hann við Ferðaskrifstofu ríkis- ins — sé stöðugt að færa út kvíarnar og sé nú byrjað á hót- elrekstri. Þetta er rétt og hví skyldi hún ekki færa út kvíarn ar og vinna að málefnum, sem sameinast lögboðnum verkefn- um hennar og eru til gagns og hagræðis fyrir allan almenning? Viðfagnsefni, er Ferðaskrií- stofan hefur tekið að sér auk hinna lögboðnu verkefna, eru sem hér segir: 1. Afgreiðsla sérleyfis- og hóp. ferðabifreiða. Minjagripasala í Reykjavík og á Keflavíkurflugvelli. 3. Bögglaafgreiðsla. 4. Umsjón með rekstri Flugvall arhótelsins. Þannig hefur Ferðaskrifstofa ríkisins fært út kvíarnar eins og B. Ó. orðar það, og virðist ætla, að þjóðarvoði stafi af. Lít- illega skal nú sagt frá hverjum starfsþætti, svo að menn geti áttað sig á því, hvort nokkur hætta sé hér á ferðum! AFGREIÐSLA SÉRLEYFIS- OG HÓPFERÐABIFREIÐA Þegar Ferðaskrifstofan hóf starf sitt að nýju eftir stríðið, var afgreiðsla sérleyfisbifreiða dreifð víðs vegar út um bæ, til óhagræðis og erfiðis fyrir alla aðila. Ákveðið var því, að Ferðaskrifstofan gæfi sérleyfis. höfum kost á því, að hún annað- ist afgreiðslu bifreiða þeirra. Og nú er svo komið, að hún annast bæði hér og á Akureyri af- greiðslu fyrir meiri hluta sér- leyfisbifreiða. Fellur þessi starfsemi mjög vel inn í önnur verkefni skrifstofunnar og er til mikils hægðarauka fyrir fei’ða- menn, um leið og þessi háttur starfseminnar bætir fjárhagsaf- komu skrifstofunnar til mikilla muna. BOGGLAAFGREIÐSLA f sambandi við afgreiðslu bif reiðanna kom í ljós, að nauðsyn bar til að koma upp geymslu fyrir farþegaflu.tning og böggla, er fólk þarf að senda í ýmsar áttir með áætlunarbifreiðum. Enn fremur eru geymdir pakk- ar fyrir ferðamenn og aðra, er þess óska, uni stuttan tíma. Geymslunni er komið fyrir í húsa'kynnum Ferðaskrifstofunn- ar og einn maður ráðinn t\l af- greiðslu og eftirlits. Vægt geymslugjald er innheimt við móttöku pakkanna, og bsra þær ■tekjur uppi kostnaðinn við þennan þátt starfseminnar. MINJ A GRIP A VERZLUN Þá skal lítillega minnzt á minjagripaverzlunina. í sumar byrjaði Ferðaskrifstofan á minjagripasölu í húsakynnum sínum og í Flugvallarhótelinu. í haust tók hún við minjagripa- sölunni á Keflavíkurflugvelh. Sala þessi hefur gengið að von- um. Reynt hefur verið að vanda til munanna, sem seldir hafa verið. Ferðaskrifstofan hefur haft nokkrar tekjur af minjagripasölunni og geiað skilað nokkrum erlendum gjald eyri, jafnhliða því sem hun hefur veitt ferðamönnum þar syðra fyrirgreiðslu og upplýs- ingar. Vert er að geta þess, að sá, einstaklingur, er rak minja- gripaverzlunina áður á Kefla- víkurflugvelli, taldi sig hafa tapað á r.efcstrinum. HÓTELREKSTUR Þá komum við að hótelrekstr- inum, sem virðist vefa sérstak- ur þyrnir í augum B. Ó. Þegar Ferðaskrifstofa ríkisins tók við reksíri hótelsins, stóð til að því yrði lokað. Þá hafði það verið um nokkurn tíma rekið af ein. staklingi. Útkoman sýndi mikið tap, hótelhaldarinn sá sér ekki fært að reka hótelið lengur. Og þar sem ekki var talið fært að loka því vegna hins mikla skorts á hótelkosti í höfuðstaðn- um, var knúið fast á, að Eerða- skrifstofan tæki að sér að ann- ast reksturinn. Ég verð að segja það, að það var ekki álitlegt að taka við hótelbákninu á þeim forsendum, að reksturinn ætli að standa undir sér, eftir að hafa kynnzt útkomunni á einka- rekstrinum í þessu sambandi. Jæja, hvað um það, Ferðaskrif- stofan tók við rekstrinum og hefur rekið hótelið nú í tæpt ár. Um 12 000 næturgistingar hefur hún selt á þessu tímabili. Hvar hefðu þeir, er gist hafa á Flug- vallarhótelinu, annars átt að búa? Er ástæða fyrir þingmann Reykjavíkur að láta vanþóknun sína í Ijos (eins og B. Ó. gerir) á því, að Ferðaskrifstofan féllst á að taka á sig hið mikla erfiði, sem fylgir því að reka Flugvall- arhótelið, og forða þannig inn. lendum og erlendum gestum frá því að vera húsvilltir í höfuð- stað íslands? Og það skal upplýst, að síðan Ferðaskrifstofan tók við rekstri þessá hótels hefur það borið sig — í fyrsta sinn síðan ísiending- ar tóku við rekstri þess! Hlut- deild Ferðaskrifstofunnar í Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.