Alþýðublaðið - 07.04.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.04.1949, Blaðsíða 1
r • Biörn Ölafsson fær bandamenn: Heimsótiy Baodö j rfkjameon á degi í Baodarikiáliers., ' TVEIR HÁTT SETTIíi IIEIÍFOR.INGJAR, rússneska setuliðsins á- Þýzkalandi komu í kurteisisheimsókn tii | amerísku herstjórnarinnar í \ Eerlín í gær, er dagur ame_ j ríska hersins var haldinn há. tíðlegur á Þýzkalandi. Hefur slíkt ekki skeð síoan slitnaði upp úr hinni sameiginlegu herstjórn Kússa og Vestur- veldanna í Eerlín í fyrravor. Þessi óvænta kurteisis. heimsókn liinna rússnesku herforingja vakti þegar í gær mikiff umtal og miklar bolla. leggingar um það, hvaff þýða j eða boða muni. VaramaSur Bimi- Srovi sakaður um fjandskap við Sovéf Rússland Má ekki halda fraro rétti síns Earsds. FREGN FRÁ LONBON í gær kveldi hermir, að Kostov, vara forsætisráðherra konjmúnista stjórnarinnar í Búlgaríu og vara maður Dimitrovs, hafi verið ákærður um fjandskap við Sovét.Rússland og muni verða leiddiir fyrir rétt. Er honum brugðið um þjóffernisstefnu eins og Tito í Júgóslavíu og Gomulka í Póllandi. Augljóst þykir, að hér sé um einhvern alvarlegan ágreining að ræða innan búlgarska kom múnistaflokksins og þá senni- lega vaxandi anddúð á ágengni og yfirgangi Rússa þar, eins og annars staðar í Austur-Evrópu. --------------------- Virða ekki svars ÞVÍ var lýst yfir í Was- hington í gær, að Bandaríkin myndu ekki virða mótmæla- orðsendingu Bússlands út af stofnun Atlantshafslbandalags ins svars. eggja nsöur eöa seija ymis æki ríkisins ims • TVEIR ÞINGMENN SJÁLFSTÆÐISFLOKKS- FLOKKSINS, þeir Sigurður Kristjánsson og Hallgrím ur Benediktsson, flytja í sameinuðu þingi tillögu til þingsályktunar, sem vitnar um fáheyrt skilningsleysi og afturhald. Fjallar þingsályktunartillagan um afnárn ríkisfyrirtækja og undirbúning ráðstafana til lækkunar ríkisgjalda, en með henni er meðal annars ætlazt til þess, að orlofslögin verði afnumin, lækkuð framlÖg til almannatrygginga og ýmis arðbærustu fyrirtæki ríkis- ins lögð niður, og eignir þeirra seldar! Samkvæmt þingsályktunar. tillögunni á að fela ríkisstjórn. inni að beita sér fyrir tilgreind. um ,,ráðstöfunum‘“ til sam. dráttar ríkisrekstri og lækkun. ar á gjöldum ríkisins, enda und. irbúi stjórnin lagabreytingu þar að lútandi eftir því, sem með þarf. Ráðstafanir þessar eru meðal annars, að ríkið selji ým_ is arðbær fyrirtæki sín, svo að einstaklingum gefist kostur á að græða á rekstri þeirra, og alþingi afnemi lög, sem marka tímamót í félagsmálum á ís_ landi. ,,Ráðstafanirnar“, sem fyrir flutningsmönnum vaka, eru eft. irtaldar: 1. Að ríkisrekstur áætlunar. bifreiða verði lagður niður og eignir ríkisins vegna þessarar starfrspkslu seldar. 2. Að Landssmiðjan verði seld, ef viðuhandi tilboð fæst. 3. Að trésmiðja ríkisins í Silf. urtúni verði seld, ef viðunandi tilboð fæst. 4. Að afnumin verði öll vöru. skömmtun að undanskilinni skömmtun á bifreiðagúmmíi. 5. Að viðtækjaverzlun ríkis. ins verði lögð niður og eignir hennar seldar. 6. Að verzlun ríkisins með tilbúinn áburð verði lögð niður. 7. Að seld verði tunnuverk. smiðja ríkisins og eignir hennar. 8. Að fiskiðjuver ríkisins í Reykjavík verði selt. 9. Að grænmetisverzlun rík. isins verði lögð niður. 10. Að lög urn orlof verði af_ numin. * 11. Að lög uni jöfmJharsjóð bæjar_ og sveitarfélaga verði afnumin. 12. Að lög um búnaðarskóla í Skálholti verði afnumin. 13. Að lög um yiimuimðlun verði afnunste. 14. Að lækkuð verði framlög til almannatrygginga með breyt ingu á lögum þar að lútandi. 15. Að lækkaður verði kostn. aður við fræðslumál með breyt. ingu á lögum um skólakerfi og fræðsluskyldu, er stytti skóla. skylduna um tvö ár. Það gegnir að sönnu ekki sama máli um alla þessa til_ færðu liði, en heildartilgangur þingsályktunartillögunnar er að þjóna afturhaldslund flutnings. mannanna. Sigurði Kristjánssyni og Hall grími Benediktssyni hefur með tillögu þessari tekizt á eftir_ tektarverðan hátt að hnekkja afturhaldsmeti Björns Ólafsson. ar. Vilja komasl heim til Noregs aflur Búnar að fá nóg af hjónabandinu og Þýzkalandi. FREGN FRÁ OSLO lierm ir, að 1500 af 4500 norskum konum, sem giftust Þjóðverj um á ófriðarárunum og fóru með þeim til Þýzkalands, óski nú að fá aff snúa heim aftur til Noregs. Talið er, að þær fái því aðeins leyfi norskra stjórnar valda til þess, að upplýst sé, að þær hafi skilið við menn sína eða séu alvarlega veik ar. Nokkrir Þjóðverjar, sem kvæntir eru norskum kon- um, hafa einnig beðiff um að mega setjast að í Noregi. Kominn aftur til Ameríku Andrei Crromyko er nú kominn aftur til Ameríku og hækkaður í tign. Hann er orðinn varautanríkismálaráðherra sovétstjórnar_ innar og á nú s-em slíkur að taka við hlutverki Vishinskis á þingi sameinuðu þjóöanna; en sjálfur er Vishinski sem kunnugt er orðinn utanríkismálaráðherra í stað Molotov. Mydin er tekin af Gromyko (til hægri), er hann gekk á larid í New York af hafskipinu „Queen Mary“. Hann var þögull og vildi fátt segja við hina amerísku blaðamenn. Sir Sfafford Cripps filkynnir mikla sigra í viðreisnarbaráttu Brefa ÚtfSutnirigurínn orðinn meiri en fyrir stríð og viðsSdptajöfnuður hagstæöur, en dollaraskorturinn -er enn ósigraður. —.... ■» 1 SIR STAFFORD CRIPPS, fjármálaráöherra brezku jafn- aðarmannastjórnarinnar, skýrði frá því um leið og hann lagði fjárlagafrumvarp sitt fyrir neðri málstofu þ'ngsins í gær, að Bretar hefðu unnið mikla sigra í viðreisnarbaráttunni á ár- inu, sem leið; útflutningurinn hefði orðið 25% meirí en síð- asta árið fyrir styrjöldina og viðskiptajöfnuðurinn hefði hatn- að stórkostlega — meira að segja orðið hagstæður síðari hluta ársins. Þrátt fyrir þetta, sagði Sir Stafford, væri hallinn á við_ skiptunum við Ameríku ennþá mikill og dollaraskorturinn til_ finnanlegur, en á honum yrðu Bretar aS hafa sigrazt ekki síð_ ar en á árinu 1952, þegar Mar_ shallhjálpin er á enda. En hann var bjartsýnn á að það myndi takast og' gerði ráð fyrir því, að útflutningur yfirstandandi árs myndi verða 50% meiri en síð_ asta árið fyrir stríðið. ■ Sir Stafforcl_ banti þó á, að samkeppni færi nú harðnandi á heimsmárkaðinum og að Bretar myndu verða að lækka verð á ýmsum útflutningsvörum sín_ um og á sumum þeirra mjög verulega. Sir Stafford dró enga dul á það, að Bretar yrðu enn að leggja nokkuð að séi til þess að vinna fullnaðarsigur í viðreisn, arbaráttunni; verðlag á ýmsum matvælum myndi hækka nokk_ uð á árinu, og skatta væri ekki hægt að lækka, þar eð ríkiS þarfnaðist fjár til hinna nýju almannatrygginga og til fram_ kvæmda á hinni nýju fræðslu. löggjöf; en viseulegá vildi þjóð_ in án hvorugs þurfa að vera. Söngur karlakórsins lellnr niður. ! SAMSÖNGUR Karlakóra Reykjavíkur, sem átti að verða í gærkvöldi féll niður, og eihn ig fellur niður söngskemmtun in, sem átti að verða annað kvöld.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.