Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 1
XXX. árgangur. Sunnudaginn 1. maí 1949. 95. tbl. Yið borðið, talið frá vinstri: Þorsteinn Guðjónsson (Verkamannafélagið Fram, Seyðisfirði), Þórður Jónsson (Verkalýðs- og sjómannafélag Fáskrúðsfjarðar), Ingimundur Gestsson (Bif- reiðastjórafélagið Hreyfill, Reykjavík), Magnús Ástmarsson (Hið ísl. prentarafélag, Rvík), Helgi Hannesson (Verkalýðsfélagið Baldur, ísafirði), Jón Sigurðsson (Sjómannafélag Reykja- víkur), Ólafur Friðbjarnarson (Verkamannafélag Húsavíkur), Sigurrós Sveinsdóttir (Verka- kvennafélagið Framtíðin, -Hafnarfirði), Sæmundur Ólafsson (Sjómannafélag Reykjavíkur), Sigurjón Jónsson (Félag járniðnaðarmanna, Reykjavík). Standandi, talið frá vinstri: Sigurður Sólonsson (Múrarafélag Reykjavíkur), Páll Scheving (Vélstjórafélag Vestmannaeyja), Guð- mundur Sigtryggsson (Verkamannafélagið Dagsbrún, Reykjavík), Hafliði Hafliðason (Verka- lýðsfélag Bolungarvíkur), Fritz Magnússon (Verkalýðsfélag Skagastrandar) og Þórarinn Kristjánsson (Verkamannafélag Patreksfjarðar). Á myndina vantar Borgþór Sigfússon (Sjó- mannafélag Hafnarfjarðar) og Gísla Gíslason (Verkal,- og sjóm.félagið Bjarmi, Stokkseyri). Síjórn Alþýðusanibands íslands. % JwSa - Fimm mánaða stjórn lýðræðissinna í Alþyðusambandinu: Stjórn ASþýðusambandsins hefur haldið skelegglega á hagsmuna- málurn alþýðunnar. ——~——*——-—-—- LÝÐRÆÐISSINNAR hafa nú stjórnað Alþýðusambandi íslands í fimm mánuði, síðan stjórn kommúnista' í samband- inu var steypt. Á þessum tíma liefur mikið áunnizt fyrir verka- lýð landsins, unnið hefur verið að samræmingu kaupgjalds og nýir samningar gerðir fyrir nítján félög, sem öll’fengu kjara- bætur; sjö verkalýðsfélög með 1163 meðlimum hafa gengið í sambandið. Þá hefur sambandsstjórnin haft vakandi augá á hagsmunum verkalýðsins og til dæmis mótmælt harðlega að fleiri erlendir verkamenn fái atvmnuleyfi í landinu; og síðast en ekki sízt hefur sambandgstjórnin átt viðræður við> ríkisstjórnina um dýrtíðarmálin. Vill sambanclsstjórnin eiga fulla samvinnu við ríkisstjórnina um lækkun dýrtíðarinnar,. en takizt ekld að lækka hana, mun Alþýðusambandið fara fram á grunnkaupshækkun, sem r.emur dýrtíðarhækkuninni. Það er mönnum í fersku minr.i, hvernig kommúnistar biðu hinn herfiíegasta ósigur í kosningum fulltrúa á Al- þýðusambandsiþing í ' haust sem leið. Þótt þeir létu einskis ófreistað og neyttu allra bragða, tókst þeim ekki að halda stjórn sambandsins í sínum höndum. Meirihluti lýðræðissinna tók. stjórn sam- bandsþings og kaus nýja stjórn fyrir sambandið. Kommúnistar skildu við sambandið eins og þeirra var von og vísa: Þeir dréifðu fé til gæðinga sinna fyrir sögu- ] ritun, sem vanrækt hafði ver-1 samband j Nýít alþjóðasam- ! band verkalýðsins j stofnað í sumar. ■ "■■■" ; MIÐSTJÓRN BREZKA ■ ALÞÝÐUSÁMBANDSINS1- * ákvað síðastliðinn miðviku- ; dag að eiga frumkvæði um ; stofnun nýs alþjóðasam- ; bands- verlcalýðsins á kom- ■ aiidi sumri. Mun það starfa | á lýðræðisgj-undvelli í mót- ; setningu við alþjóðasam- * bandið, sem stofnað var í j sj^íðslok og kommúnisíar : ráða nú yfir. ; Aiþýðusambönd Hol- ■ Iands og Bandaríkjaima : hafa þegar ákveðið að vera ; með í hinu nýja alþjóða- * sambandi. ið- árum saman; þeir höfðu með sér „Vinnuna11, tímarit Al- þýðusambandsins, og mörg önnur merki um sukk og ó- stjórn komu í ljós. Hin nýja sambandsstjórn (Frh; á 3. síðu.) til baráttu 1. mai! ♦ r r Avarp írá Alþýðusambandi Islands og Bandalagi síarfsmanna ríkis og allrar alþýðu í —.——$------------- í DAG er hinn alþjóðlegi baráttudagur verkalýðsms, 1. maí. Alþýða íslands fylkir liði tii þess að sýna samtakamátt sinn. bera fram kröfur sínar um bætt lífskjör og standa vörð um þau mannréttindi, sem unnizt hafa. I tuttugasta og sjöunda sinn heídur alþýða Reykjavíkur 1. maí hátíðlegan, hún fagnar bvi, að á þessum árum hafa samtök íslenzkra launþega vaxið og eílzt að mætti og áhrifum, verndað hagsmuni launastéttanna. bætt kjör þeirra og komið fram alhliða þjóðfélagsumbótum. Barátta verkalýðsins hefur á bessum árum verið harðsótt, hann hefur löngum átt við að búa atvinnuleysi, dýrtíð, kreppur og öryggisleysi, sem hrjáð hafa alþýðuheimilin. Alþýðan hefur þó á þessum áratug kynnzt sæmilegum lífsskilyrðum vegna vaxandi styrkleika samtaka sinna og nægrar vinnu. En hinum bættu lífsmöguleikum íslenzkrar al- þýðu er nú ógnað vegna sívaxandi dýrtíðar, húsaleiguokurs og spilltra verzlunarhátta. Jafnframt eru helgustu réttindi hennar í hættu vegna kröfu afturhaldsins um afnám orlofs- laganna, skerðingu almannatrygginganna o. s. frv. En alþýða íslands er ákveðin í að verja bau lífskjör og bau mannrétt- indi, sem hún hefur með baráttu sinni aflað sér, og sækja fram fyrir auknum jöfnuði og gegn hvers konar efnahags- legu misrétti. Alþýðan hefur fengið nóg af atvinnuleysi og fátækt á umliðnum árum, og hún er ákveðin í því, að bægja þessum vágestum frá dyrum sínum. Fyrir því krefst alþýðan þess, að dýrtíðin verði þegar stöðvuð, vöruverð lækkað og kaup- máttur launanna þannig aukinn. Að öðrum kosti krefst hún kauphækkunar vegna aukinnar dýrtíðar. Hún krefst skjótra aðgerða í húsnæðismálunum, afnám húsaleiguokurs, svo að allt leiguhúsnæði verði selt á réttu verði, stóraukins fjármagns og byggingarefnis til byggingarfélaga verkamanna og bygg- ingarsamvinnufélaga. Hún krefst þess, að létt verði af því öngþveiti, er ríkir í verzlunarmálunum, verðlagseftirlitið verði skerpt, komið í veg fyrir syartamarkaðsbrask og að tryggt verði, að ávallt séu til í landinu nægar vörur fyrir útgefnum skömmtunarseðlum. Hún krefst einnig réttlátrar vörudreif- ingar. Alþýðan krefst þess, að víðtækar ráðstafanir verði gerðar til þess, að efla atvinnulífið og auka atvinnuöryggið. Hún fagnar þeirri aukningu togaraflotans, sem þegar hefur verið samið um, og krefst þess, að þeirri aukningu verði haldið áfram án tafar. Hún krefst þess, að keppt verði að því að efla heilbrigðan íslenzkan iðnað og þess gætt, að hann skorti ekki hráefni til framleiðslu. Hún lýsir fylgi sínu við þá áætlun, sem gerð hefur verið um byggingu stórvirkra verksmiðja, svo sem áburðarverk- smiðju, sementsverksmiðju, lýsisherzluverksmiðju, kornmyliu o. fl. Jafnframt leggur alþýðan áherzlu á, að þessum stórfelldu framkvæmdum verði hraðað sem mest má verða. Alþýðan krefst þess, að hvert skip, hver vél og verk- smiðja verði rekin með hag albjóðar fyrir augum. Hún krefst þess að gætt sé'til þess ýtrasta, að fjármagn framléiðslunnar sé notað í þágu atvinnureksturs og samtökum fólksins' sé tryggð jafnréttisaðs.taða til atvinnurekstrar. Alþýðan mótmælir harðlega, ónauðsynlegum innflutningi erlends vinnuafls; hún krefst þess, að fá sjálf að leysa af höndum þau störf, sem vinna þarf í landinu. Alþýðan krefst aukins ör,yggis gegn slysum og skoraí á alþingi að samþykkja fram komið frumvarp um „öryggisráð- stafanir á vinnustöðvum“. Hún krefst aukins hvíldartíma sjó- Frh. á 3. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.