Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 5
Sunnudaginn 1. maí 1949. ÁLÞÝÐUBLAÐiÐ 3 • • MARIE CORBIN er dulnefni landflótta konu frá Sovét-Rússlandi, sem nú dvelzt í Bandaríkjunum. Hún sat um tíu ára skeið fangi í dýflissum sovétstjórnar- innar og fangabúðum. Saga þessi er frá þeim árum. Kona þessi er gift þekktum prófessor, rússneskum, og er nú að skrifa endurminningar sínar. ÞAÐ var einn örlagaríkan morgunn í júlímánuði að ég var flutt í Boutyrki dyflissuna í Moskvu. Innan múrveggja þeirra húsakynna hafa menn, svo hundruðum þúsunda skipt- ir, sætt þeirri meðferð, sem heppilegust var álitin til þess að brjóta andlegan, líkamlegan og siðferðislegan þrótt þeirra. Þegar ég gekk inri fyrir járn- hlið dyflissunnar, barst að vit- lim mér rammur daunn, •— mygludaunn, þefur af illa ræstum líkömum, — daunninn frá Helvíti, sem mönnum hafði tekizt að búa meðbræðrum sín- um. Ég var leidd inn í geysistór- an klefa. Þar stóðu bekkir með veggjum. Út um járngrindum girtan og óhreinan gluggann mátti sjá fangelisgarðinn, girt- an háum múrveggjum dyfliss- unnar. Allt að því hundrað kon- ur sátu eða lágu á bekkjunum. Þær lyftu höfði, þegar klefa- dyrunum var skellt í lás að baki mér, og fýsti auðvitað að sjá hinn nýja félaga. Þær spurðu margar í senn hver ég H<1 Vífill Ufgerðarfélag Vesfurgöfu 12 væri og hvers vegna ég væri þangað komin. „Ég veit það ekki. Maðurinn rninn var fangelsaður, og sem kona hans, bitnar grunur á mér“. Og fjöldi radda svarði: „Þannig var það einnig með okkur!“ Skilin, ef til vill fyrir fullt og allt, frá ástvinum mínum, heimili og vinum, yfirbuguð af örvæntingu undir fargi þessarar martraðar, leitaði ég sætis úti í horni og grét sáran. Þá var það, að Ekaterina Ivanovna kom og átti tal við mig. Hún var eins konar sjálfsögð forustukona þessara frelsissviptu þjáðu kvenna. Hún _var skorpinn í andliti og hárið silfurhvítt, en eldur lífs og orku brann í djúplægum, gráum augum hennar. Hún horfði vingjarnlega á mig, strauk hönd mína og mælti: „Vína mín; ég skil hvernig þér er innanbrjóst. En eitt vil ég ráðleggja þér. Varaðu þig á því að aurnkva sjálfa þig. Ger- ir þú það, ert þú glötuð. Minnstu þjáningarsystra þinna. Það hefur verndað mig frá vitfirringu og tortímingu". „Ég hef dvalizt hér í meira en ár. Ég hef orðið sjónarvitni margra hörmulegra atburða. Þegar sumir fangarnir koma aftur úr réttarsalnum, eru þeir nær dauða en lífi vegna mis- þyrminga, sem þeir hafa orðið að þola þar; bak þeirra blóð- risa eftir svipuhöggin, hörund- ið brennt og bólgið eftir vind- lingaglóð. Og hvernig leika þessir böðlar svo karlfangana. Oft heyrum við hingað kvala- vein þeirra. Og þá getur hver okkar um sig gert sér í hug- arlund að verið sé að mis- þyrma eiginmanni sínum, bróður eða syni. Þá er vit- fyrringin ekki fjarri“. ,,Já, ég veit, að þetta er Hel- víti. Og lakast er að fá aldrei neinar fregnir af því, sem ger- ist utan fangelsisveggjanna. Sálir okkar tærast af hungri, ekki síður en líkamir okkar. Tíunda hvern dag gefst okkur kostur á að kaupa dálítinn 'aukabita, sem er okkur nokk- ur hungursbót, en hvað lítið, sem okkur kann að verða á, og hægt er að telja mótþróa, er okkur refsað með því að svipta okkur þessu tækifæri. Já, dvölin hér er okkur örðug, en við megum ekki gefast upp. Ég veit að ég má vænta hjálp- ar þinnar. Ég er sjálf dálítið þreytt á stundum". Hún kyssti mig og gekk síð- an brott. Dásamleg kona Ekaterina Ivanovna. Þegar fyrsta daginn, sem ég avaldist þarna, tókst mér að ná nokkurri stjórn á tilfinning- um mínum. Úr hópi þjáningar- systra minna, þessum horaða, dapurlega hópi, sem mest minnti á bleikan gróður í skugga, — valdi ég tvær, sem mér leizt bezt á. Ég átti tal við Rachel, gáfaða en þrjóskulega konu. Hún kvaðst vera læknir og kommúnisti. Húsbóndi hennar og hún sjálf höfðu ver- ið handtekin og ákærð fyrir skemmdarverkastarfsemi, •— laumuárásir á flugdeildarliða rauða hersins, framkvæmdar með sóttkvtiiíju.m. „Fráleitt, ----------—$*"■- .- 1.. - Segir -það hafa’brugðizt ölliini voo- un\ sínum og stefoa að nýrri hrýlfl- íegri heimsstyrjöld. -----------i,--------- UPTON SINCLAIR, hiim heimsfrægi ameríski skáld- sagnahöfuntíur og sósíalisti, hefur sagt skilið við Sovét- Rússland. Lengur en flesíir aðrir úti um heim, sem fögn- uðu byltingunni á Rússlandi á sínum tíma, hefur hann alið þá von í brjósti, að unn af henni myndi vaxa það þjóðíélag, sem vakir fyrir sósíalistum; en nú hefur hann geifð urn alla von um það. Upton Sinclair hefur Iýst yfir bessu í sambandi við hin svokölluðu „friðarþing“ rithöfunda, Iistamanna og vísmdamanna víðs vegar að ur heiminum, sem haldin eru að undirla?i kommúnista undir yfirskini þess að ver- ið sé að vinna að friði, en raunverulega til þess að blekkja menn uti um heim til fylgis við kaldrifjaða heimsyfirráðapólitík Sovét-Rússlands. Yfirlýsing Upton Sinclair, sem kölluð var fram af tilraun kommún- ista til að misnota í blekk- ingaskyni hið fræga nafn hans í sambandi við þessi „friðarþing“, er svo hljóðandi: „I fjörutíu og sjö ár hef ég boðað sósíalis- mann á grundvelli frels- is og lýðræðis, fram- kvæmdan míð aðferðum uppeldis og upplýsingar Upton Sinclair. við okkar ameríska stjórnarfar með samþykkt fólksins sjálfs. Ég varði rétt rússnesku þjóðarinnar til þess að velja sér sitt eigið stjórnskipulag svo Iengi sem ég trúði því, að henni yrði yfirleitt gefin nokkur kostur þess að velja. Ég treysti á loforð Lenins, að ríkisvaldið skyldi hægí og hægt hverfa; en það hefur ekki gert það. Það hefur þvert á móti snúið aftur inn á brautir afturhalds, þjóðernisrembings og heimsyfirráðastefnu, sem jafnvel vill skipa rússnesku þjóðinni fyrir um það, hvaða íónlist hún megi hlusta á og hverju hún eigi að trúa um arfgengi tileinkaðra eigin- leika. Tortíming lýðræðisins í Tékkóslóvakíu slökkti hjá mér síðasta neista vonarinnar um það, að nokkuð gott geti komið frá Sovét-Rússlandi. Og hafi ég nokkurt á- hrifavald meðal rússnesku þjóðarinnar, þá mun ég nota það til þess að segja henni, að núverandi stefna rússneska kommúnistaflokksins hljóti að leiða til nýrrar heims- styrjaldar, mörgum sinnum hryllilegri en hinnar síð- ustu“. j I j í « I v i ! i ; > I ; er það ekki?“ spuröi hún. „En þeir álita að við séum Trotsky- sinnar“. Hun hneppti frá sér treyj- unni. „Sjáðu! þeir börðu mig með togleðurssvipuum, í þvi skyni að neyða mig til að und- irrita játningu. En ég verð að áalda skildi flokksins hreinum. Slla kýs ég dauðann!“ Hörund hennar var þakið, bólgnum sárum og hrúðurörum. Samt hafði augnaráð hennar ekki sljóvgast. „Ég þjáist mest, -er mér verður hugsað til eig- j mmanns míns. Þeir pína hann til dauða. Ef ég aðeins gæti einhverjar fregnir fengið | af högum hans. Jæja, — það er þó alltaf ein von . . . gleði- stundin”. „Á hverju kvöldi kemur Mishka, svarti kötturinn, hing- að inn. Hann kemur gegn um gatið á glugganum þarna. Við ’ eyðum okkar síðasta eyri til þess að kaupa pylsur handa j honum. Með þeim er hægt að [ lokka hann inn í klefann. Und- ir rófu hans er bundinn lítill, svartur strangi og í honura er ! falinn þunnur saman vafinn pappír. Á þennan pappír rita j íangar í öllum klefunum hér í nánd, nöfn sín, skilaboð og ýmsar upplýsingar. Þetta er eina fréttasambandið sem við höfum. Svona hefur þetta gengið* til í mánuð. En við verðum að fara mjög varlega, og á miðnætti er kisi alltaf los- aður við svarta strangann og fer þá frjáls ferða sinna á eft- ir“. „Fangavörðurinn, sem fylgdi þér hingað inn, er fúlmenni mesta. Hann mundi fagna því, ef hann gæti sannað á okkur Franui. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.