Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 7
Sunnudaginn 1, maí 1949. ALÞVÐUBLAÐIÐ 7 fímari slands .31 Flyfur að staðaldri: Fræðandi greinar um hagsmunamál verkalýðshreyfingar- innar. Nákvæmar fréttir af starfsemi heifdarsamtakanna og einsfakra féiagá. Birtir reglulega skrá yfir kaupgjald ailra félaga innan samtakanna eins og það er á sama tíma. Fylgist með starísemi heildarsamtaka íslenzkrar alþýðu! m í t mm í f iw v w- Gerisí kaupendur að málgagni Alþýðusambands Islands! - iK 11 . . xs >.;• • ■ I - -.ríá ^ ; i. -ét M ■ < f 1 ‘ «í Framh. af 5. síðu. felíkt afbrot. Við köllum hann ,,úlfinn“. Ég hlustaði á sögu hennar, undrandi mjög. Og samt þótti mér ságan skopleg.' Þetta bar allt svipkeim brjálseminnar. ' „Þú venst þessu og hlutum, sem eru enn furðulegri“, sagði Rachel og brosti biturt. - Bezt féll mér við unga, Ijós- hæðra konu, sem Maroussia nefndist. Öllum virtist vel til hennar. Allar brostu við henni og mæltu til hennar vingjarn- legum orðum. Hún var aðeins tvítug að aldri og ófrísk. Hún rseddi um eiginmann sinn, Petia, sem verið hafði starfs- maður í bifreiðaverksmiðju. Hún lýsti gleðidögum þeirra í litlu íbúðinni, gluggablómun- um, hvítu gluggatjöldunum og gljáfáðu tehitunarvélinni. : „Þeir komu á miðnætti og fluttu okkur þaðan og í þenn- an hræðilega stað“, grét hún; „Hvers vegna? Við vorum fá- skiptin og tökum engan þátt í stjórnmálastarfsemi. Ég er viss um, að við höfum verið fangelsuð vegna þess, að Petia fékk bréf frá bróður sínum, sem flúði til Ameríku. Og elsku Petia minn, situr í ein- hverju dyflissuklefanum, ef til vill misþyrma þeir honum og pynda hann. Hann er grun- aður um njósnir! Guð minn góður! Guð minn góður! ,,Og hún grét með þungum ekka. Ekaterina Ivanovna hraðaði sér til hennar: „Vertu róleg, góða mín; litla dúfan mín. Vertu róleg barnsins vegna, Hver veit, — hver veit nema kisi flyti þér einhverjar fregn- ir af Petia þínum. 1 fyrrakvöld flutti hann Lísu fregnir af eig- ínmanni hennar!“ Hún strauk tárin af æsku- fríðu andliti sínu og tók að stara vonaraugum út að glugg- anum. Mér varð hugsað til ástvinar míns, er dvaldist ein- hvers staðar innan þessara dyflissuveggja. Verið gat það, að kisi bæri mér einhvern tíma fregnir frá honum. Rétt sagðist Ocar Wilde forð- um: „í fangelsinu nemur mað- ur svipblæ eilífðarinnar“. Mér þótti sem þessi fyrsti dagur minn í dyflissunni ætlaði ald- rei að líða. Seint og síðar meir tók að skyggja. Lítil og ó- hrein rafljósskúlann í loftinu svarpaði daufu skíni á flekk- ótta veggina og hin ömurlega hóp þrautpindra kvenna. Klukkan 7 síðdegis heyrðist þungt fótatak fyrir dyrum úti. Síðan hringl í lyklum. Vörður- inn var.þar á kvöldeftirlitsferð sinni. Konurnar spruttu úr sætum sínum og stóðu í tveim röð- um, stóð önnur röðin uppi á bekkjunum, hin á gólfinu, við bekkina og lögðu konurnar í aftari röðinni hendur sínar á axlir þeirra, er stóðu í þeirri fremri. „Úlfurinn11 gekk inn á klefann og' tveir aðstoðarverð- ir í fylgd með honum. „Úlfur- ínn‘ var maður stór, þrekinn, sterklegur og herðabreiður. Hann studdi öðrum hrammi sínum á skepti skammbyss- unnar í beltisfetanum og leit grimmdarþrungnu augnaráði á fangana. Vei hverri þeirri. sem ekki fann náð fyrir augum hans. Að þessu sinni var allt eins og það átti að vera, og er hann hafði talið hjörðina, gekk hann út, ásamt förunautum sínum og aflæsti klefadyrun- um. Mínúturnar liðu, langar sem klukkustundir. Skyndilega var sem fagnaðarandvarp liði frá barmi hverrar einustu konu, sem þarna stóð. Svartur kött- ur stökk inn um gatið á glugg- anum og niður á bekkinn. Hann var gripinn varfærnum höndum og settur í kjöltu Ekaterinu Ivanovnu. Mishka, Mishka! Blessaður kötturinn! Og Ekaterina Ivanovna var ekki sein á sér að taka svarta strangann, opna hann og rekja sundur hinn þunna, þéttritaða pappírsvafning. Á meðan Mishka gæddi sér á pylsunum, skrifuðu sumar konurnar hjá sér það, sem á pappírsvafninginn stóð skráð, en aðrar rituðu örðsendingar og skilaboð eða fyrirspurnir. Þegar þessu var lokið, var Mishka hafinn á loft og honum ýtt út um gatið á glugganum. Og nú söfnuðust konurnar saman hjá Ekaterinu Jvanovnu með eftirvæntingarsvip. Hægt og lágt las hún allt það, sem á pappírsvafningnum hafði stað- ið, nöfn, nöfn, nöfn. Einn hafði verið sendur til Síberíu, öðr- um misþyrmt, sá þriðji fluttur dauðvona í fangelsissjúkrahús- ið. Konurnar stóðu á öndinni. Þá sneri Ivanovna sér að Rachel: _________ IW ' ' 'III f „Hér eru skilaboð til þin barnið mitt. Eiginmaður þinn var yfirheyrður fyrir tveim dögum síðan. Hann lézt í morg- un“. Rachel náfölnaði. Hún reik- aði út í eitt horn klefans, kraup þar og fól andlitið í höndum sér. Um hríð ríkti dauðaþögn í klefanum. Ekaterina Ivan- ovna mælti: „Maroussia- Skilaboð til þín, ljúfan. Klefi nr. 263. Góð líðan. Beztu ósk- ir til minnar ástkæru Moro- ussiu. Frá Petia“. Aldrei mun ég’ gleyma svip hinnar barnungu konu. Hún fórnaði höndum sem í bæn og gerði bæði að gráta og hlægja í einu. Síðan varpaði hún sér í faðm Ekaterinu Ivanovnu. Ég lá vakandi lengi nætur. Mér varð hugsað til Maroussiu og Petia, og ég hugsaði um ástvin minn. Hver gat sagt um hvort mér bærust ekki skila- boð frá honum einhvert kvöld- ið. Blessaður, blessaður kött- urinn! Næsta morgun varð ein- hverri okkar litið út um glugg- ann. „Sjáið! Sjáið!“ hrópaði hún. „Guð minn almáttugur!11 Við ruddumst út að glugg- anum. í dyflissugarðinum gat að líta ,,Úlfinn“ sitjandi í stól, og á borði fyrir framan hann lá lítm, svartur strangi. Hin- um meginn borðsins stóðu tveir fangaverðir í réttstöðu. Annar þeirra hélt svörtum ketti hátt á hnakkadrembinu. Mishka! Mishka! Hann spriklaði og barðist um. Úlf- urinn kvarflar sjónum að dyflissugluggunum. Síðan þrumar hann hárri raust, svo að heyrist inn í hvern klefa: „Byltingardómstólinn hefur fundið félaga Mishka sekan um andbyltingarstarfemi og dæmt hann til dauða!“ Og annar fangavörðurinn bregður snöru um háls kattar- ins, sem berzt um í æði á með- an. hanr. 'It hengdur á nagla, er stendur út úr dyflissumúrn- um. Augu hans ranghvolfast og rófan litrar. Þá kveður við skammbyssuskot. Fangaverð- irnir hlægja. Við störum orðlausar á þess- ar aðfarir. Allt í einu er þögn- in rofin. „Morðingjar! morð- ingjar!“ hrópar Maroussia há- stöfum um leið og hún brýtur gluggarúðuna með steyttum hnefa. Blóðið lagar úr særðum armi hennar. „Maroussia! í guðanna bæn- um!“ hrópar Ekaterina Ivan- ovna“. Gættu þín! Þú steypir okkur öllum í glötun. Of seint. Úlfurinn ryðst inn í klefann, ásamt böðlum sín- um, með skammbyssu í hendi. „Gætið að!“ öskrar hann. Við stökkviun í raðirnar. „Farið með þessa á brott!“ seg- ir hann við félaga sína, sem draga Marouissu á brott. Það blæðir úr sárurn hennar og lokkarnir hennar björtu sópa gólfið. Úlfurinn starir á okkur grimmdarþrungnu augnaráði: „Látið ykkur þetta að kenn- ingu verða. Næstu tuttugu dag- ana erúð þið sviptar matar- kaupaheimild fyrir tilraun til andbyltingarstarf semi* ‘. Hann snýst á hæll, hraðar sér út og skellir hurð að stöf- um. Við lítum hvorar á aðra. Harður er dómurinn, en það skiptir minnstu máli. Mishka er dauður. Útbreiðið Alþýðnbiaðið!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.