Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 01.05.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifendor að Alþýðoblaðiny, Alþýðublaðið inu á hvert hehnili. Hringið í síma 4900 eða 4906. Suimudaginn 1. maí 1949. Börn og ungiingar. Komið og seljið f ALÞÝÐUBLABIÐ Allir vilja kaupa ALÞÝÐUBLAÐIÐ Álþjóðasambandið er orðíð að verkíæri í höndum sovéfsfjórnarinnar og kommúnista, STJÓRN ALÞÝÐUSAMBANDS ÍSLANDS ákvaS á furnli sanjirn 11. apríl síSastliðinn að sambandið skuli segja sig úi’ WFTU (World Federation of Trade Unions), alþjóðasauibandi verkalýðsfélaganna, sem stofnað var í styrjaldarlok. Er þetta samband undlr stjórn kommúnista og hefur komið æ betur í íjós, eftir því sem árin hafa liðið, að þeir stjórna sambandinu einungis með sjónarmið kommúnista og Sovétríkjanna fyrir augum. Verkalýðssambönd Breta, Hollendinga og Bandaríkja- manna hafa þegar sagt sig úr sambandi þessu, og fleiri sam- bönd lýðræðislandanna munu án efa gera það innan skamms. Kommúnistanjósnum á Horður- 5 \ } » ------ Njósna- og áróðurskerfi Kominforms; er nú sagt ná alla leið til fslands. ' ■ » -------- KOMINFOEM hefur nú byggt upp á ný njósnarakerfi um öll Norðurlönd, áþekkt því, sem Komintern hafði á árunum fyr- ir stríð. Aðalstöðvar hins nýja njósnarakerfis mun vera í Gdynina á Póllandi, að því er fréttaritari danska blaðsins „Social-Ðemokraten“ í Berlín hefur fengið upplýsingar um. Njósnanet þetta er talið nú alla leið til íslands og um ísland alla leiö til Bandaríkjanna, rétt eins og Komintern á sínum tíma notaði milligöngumenn á „GuIlfossi“ og „Goðafossi“ forðum itl að flytja boð milli Moskvu og íslenzlcra kommúnista, saman- ber frásögn Jan Valtins í bókinni „Úr álögum“. j Alþjóðasamband þetta var stofnað í lok styrjaldarinnar, þegar lýðræðisþjóðirnar gerðu sér enn von um að hægt yrði að hafa samstarf við Rússa á friðsamlegan og heiðarlegan Iiátt. Svo hefur þó ekki reynzt, og er alþjóðasamband þetta eitt gleggsta dæmið um það, hvernig kommúnistar misnota völd og áhrif sjálfum sér og Sovétríkjunum til framdrátt- ar. ÞÁTTUR ÍSLENDINGA Alþýðusamband Islands gekk í samband þetta í stjórn- artíð kommúnista. Við rann- sókn á skjölum Alþýðusam- bandsins eftir að kommúnistar létu af stjórn þess hefur kom- ið í ljós, að íslendingar hafa engin önnur samskipti haft víð þetta alþjóðasamband en að senda tvo kommúnista í ferð til Parísar, láta Þjóðvilj- ann birta 1. maí ávarp það, sem kommúnistar senda út í nafni sambandsins, og greiða tii þess peninga. Ef skipti ís- lendinga við alþjóðasamband- ið hafa verið meiri en þetta, þá hafa kommúnistar haft öll slijöl þar að lútandi með sér, er þeir létu af stjórn Alþýðu- sambandsins, og því ekki vilj- að leyfa öðrum að sjá þau. Undirgefni kommúnista við íána erlendu húsbændur skín út úr þeim fáú bréfum, sem Björn Bjarnason sendi stjórn- endum WFTU í París og' enn eru til , í skjölúm Alþýðu- sambandsins. Til dæmis má nefftá það, að Björn hrósaði , sér og sínurn félögum mjög af því í einu bréíinu. að hátíða- höld „verkalýðsins“ (kommún- ista) á íslandi 1. maí hefðu markast af andstöðfi við stefnu Vesturveldanna. Má af þessu. sjá, að það er ekki lítdð atriði fyrir kommúnista að geta sent góðar skýrslur um störf sín til húsbændanna er- lendis, og munu þeir vafalaust senda fagurlega orðaðar skýrslur eftir 1. maí í ár, hvort sem þær fara til kommúnista- stjórnar alþjóðasambandsins í París eða til annara kommún- istaleiðtoga. Það er athyglisvert, að WFETU virðist þekkja sína menn hér á íslandi og hafa aðr- ar fregnir af viðburðum hér en getið er um í bréfum þeim, sem eru í skjalasafni Alþýðu- sambandsins. Þegár kommún- istar misstu stjórn Alþýðu- sambands íslands, hélt WFTU áfram að halda sambandi við þá, en ekki við Alþýðusam- bandið, sem var hinn rétti ís- lenzki meðlimur í alþjóðasam- bandinu. Birtu kommúnistar tilkynningar frá WFTTJ í ,,Vinnu“ sinni, og Þjóðviljinn birti í ár, eins og endránær 1. maí ávarp sambandsins, sem Aýpýðusambandið hefur ekki einu sinni fengið sent! Það er því augljóst, að kommúistar þeir, sem stjórna WFTU, hafa aðeins áhuga á sambandi við íslenzka komm- únista, en ekki við samtök ís- lenzkrar alþýðu. Jafnskjótt og kommúnistar tapa yfirráðum sínum í Alþýðusambandinu, missir alþjóðasámbandið á- huga á því, en snýr öllum skipt um síhum að kommúnistum sjálfum og nota Þjóðviljann eftir sem áður til að.birta á- varp hinna alþjóðlegu komm- únista í París.' ., Það er því lítil furða, þótt stjórn Alþýðusambands ís- lands hafði ákveðið að slíta sambandi við þetta alþjóða- samband og hætta að senda þangað árgjöld í erlendum gjaldeyri til að styrkja al- þjóðastarf kommúnista. Norðurlandadeild Komin- form, sem annast njósna- og áróðursstarfsemi á íslandi, x Noregi, Danmörku og Svíþjóð, er undir stjórn Þjóðverjans Willweber, sem fyrir stríðið stjórnaði njósnum og skemmd- arverkum fyrir Komintern á Norðurlöndum, svo sem frá er sagt í bók Jan Valtins. Starfsemi þessi felst.í því, að koma leynilegum sendiboð- um milli kommúnistagentanna í hinum ýmsu löndum og bækistöðva þeirra austan járn- tjaldsins, smygla vopnum og áróðurstækjum, og koma þjálf- uðum njósnurum og áróðurs- mönnum inn í viðkomandi lönd. Það er ekkert leyndarmál, að stöðugur straumur „leynifarþega" reynir að komast frá meginlandinu austan járntjaldsins til Norðurlanda. Lögregla hef- ur tekið fólk þetta og athug- að það rækilega. Sumt af því eru heiðarlegir flótta- menn, en allmargir hafa reynst vera kommúnistisk- ir njósnarai’. Hlutverk þessara agenta er að útvega hvers kyns upplýs- ingar um stofnanir, verksmiðj- ur, samgöngutæki, menn og málefni, og hefur þegar kom- ist upp um slíka starfserni í mörgum löndum, en frægust voru réttarhöldin í Kanada eftir kjarnorkunjósnir komm- únista. t Ernst Wollweber flúði frá Þýzkalandi, þegar Hitler komst til valda, og var hann> þá gerður að yfirmanni GPU (leynilögreglu kommúnista) fyrir Vestur-Evrópu. Starfaði hann mest í Noregi, Svíþjóð og Danmörku, en þýzka lög- reglan var jafnan á hælum hans. Hann var á stríðsárunum tekinn fastur í Svíþjóð og dæmdur í þriggja ára fagelsi. En við réttarhöldin kom í IjÓ3 að hann hafði fengið rússnesk- an ríkisborgararétt. Eftir af- plánaða fangelsisvist var hanrj látinn laus aftur. Nýlega hefur verið aflað ýmissa upplýsinga um þessa endurreistu starfsemi komm- únista í Austur-Þýzkalandi og Póllandi. Sænskir og danskir kommúnistaleiðtogar hafa tek- ið upp á því að fara í „skemmtiferðir“ til Berlínar, og þar hafa þeir horfið gersam- lega frá gistihúsum sínum dög- um saman. Þykir enginn vafi á því, að þeir hafi verið á fund- um með húsbændum sínum við að skipuleggja starfsemina. útifundinn klukkan fvö í dag. 1 Þetta er Alþýðuhúsið í Reykjavík, þar sem aiþýðuhreyfingin á íslandi hefur aðalbækistöðvar sínar. Þar eru meðal annars skrifstofur Alþýðufiokksins, Alþýðusambandsins, Sjómannafé- lags Reykjavíkur, Verkamannaféíagsins Dagsbrúnar, Verkakvennáfélagsins Framsóknar, Iðju, félags verksmiðjufólks og Bakarasveinafélags íslands. Ennfremur skrifstofur Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur, Sambands ungra jafnaðarmanna, Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík, ritstjórnarskrifstofur, auglýsingaskrifstofa og afgr. Alþýðublaðsins og Alþýðuprentsm. I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.