Alþýðublaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.05.1949, Blaðsíða 5
Bíiðvikúdagur 18. maí 1949. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 minna af heildarinnflutningn- um en 1946. Rekstrarvörur voru fluttar inn árið 1947 fyrir 137 millj., eða 47 millj. meira en 1946, og nam sá innflutn- ingur 24,86% af öllum inn- flutningi til landsins árið 1947, þ. e. 4,5% meira en árið áður. „Kapital“-vörur voru árið 1947 fluttar inn fyrir kr. 292 millj., eða 85 millj. kr. meira en árið 1946. og námu þær 52,6 % af heildarinnflutnign- um. Arið 1948 var neyzluvöru- innflutningur 80 millj. kr., eða 45 millj. kr. minni en árið áð- ur, og nam aðeins 20,1% af heildarinnílutningi til lands- ins. Rekstrarvörur hækkuðu nokkuð og urðu 150 millj. kr., eða 37,5% af heildarinnflutn- Ingi. Innfluttar voru „kapítal“- vörur fyrir 170 millj. kr., eða 42,4%. Og samkvæmt inn- ílutningsáætluninni 1949 er gert ráð fyrir kaupum á neyzluvörum fyrir 83 millj. kr., eða 21,5% af heildarinn- flutningi, rekstrarvörur er ráð- gert að kaupa fyrir 131 millj. króna eða 34%, og „kapital“- vörur fyrir 171 millj. kr., eða 44,5%. Af þessu yfirliti sést, að núverandi ríkisstjórn hefur lagt aílt kapp á að flytja til landsins sem mest af fram- Ieiðslutækjum, og þá einnig vörum, sem nauðsynlegar reynast til að halda þeim síarfantíi. En sakir hins tak- niarkaða gjaldeyrisforða hlaut þessi.stefna að ganga út yfir innflutning neyzlu- vara. Undan þessu hafa margir kvartað og má með sanni! segja, að gengið hafi verið íangt á þessari braut og þurfi að breyta þar nokkuð til. Rýmkun neyzlu- vöruinnflutn- ingsins. Það var sagt um nazistana í Þýzkalandi, að þeir hirtu meira um kanónur en smjör. Stjórnin hefur lagt meiri á- herzlu á að flytja inn fram- leiðslutæki, sem aftur skapa auknar gjaldeyristekjur síðar, heldur en kaup á neyzluvör- um. Með því móti taldi ríkis- stjórnin, að takast myndi að halda uppi blómlegu atvinnu- lífi, meiri vinnu en ella, og auka á skömmum tíma tekju- vonir þjóðarinnar í erlendum gjaldeyri. En nú er ætlun stjórnarinn- ar að auka nokkuð innflutn- ing neyzluvara, þar sem hún telur að þegar hafi ver- ið flutt inn svo mikið af framleiðsluvörum hlutfalls- lega, að það verði e. t. v. úr þeim innflutníngi að draga, og til þess að geta aukið inn- flutning nauðsynjavara til neyzlu. I samhandi við aukningu á innfluttum nauðsynjavörum hefur rík- isstjórnin til athugunar að afnema skömmtun á bén- zíni, kaffi og kornvörum. Þá er það einnig tilætlun ríkis- síjórnarinnar, að skömmt- tiiiarvörur verði eftirleiðis fluttaf svo ríflega inn, að öruggt megi telja að alltaf verði til í landinu nægilegt magn af þessum vörum, til þess að hver og einn geti fengið þær keyptar í sam- ræmi við skömmtunarseðla sína, hvar sem er á landinu, og þá einnig að það verði frjálst val, hvar menn vilja hafa, þessi viðskipti sín. Hagstæöari við- skiptajöfnuðLir vi'ð útlönd. Það má vafalaust, gagnrýna það, að leggja jafnhart að þjóðinni við kaup á fram- leiðslustækjum og gert hefur verið, en það var í samræmi við yfirlýsingar stjórnarinnar og gert í framhaldi af nýsköp- unarstefnu þeirri, er stjórn Ól- afs Thors hóf, og telur núver- andi ríkisstjórn þetta hafa verið rétt og sjálfsagt, og gert til þess að tryggja grundvöll- inn að öruggu atvinnulífi í landinu, er stundir líða. Með átökum þeim, sem rík- ísstjórnin og fjárhagsráð hafa gert í þessum málum, hefur einnig tekizt, á árinu 1948, að minnka hinn geysilega óhagstæða verzl- unarjöfnuð við útlönd. Árið 1948 var verzlunarjöfnuð- urinn óhagstæður um 61 millj. króna, en 1946 var hann óhagstæður um 157 millj. kr. Þó er þess að gæta að á árinu 1948 kom til greiðslu mikið af andvirði nýju skipanna, bæði togaranna og hinna nýju skipa Eimskipafélagsins, en gjald- eyrir til þeirra greiðslna hafði verið lagður til hliðar áður af gjaldeyrissjóði fyrri ára. Raunverulega má því segja, að verzlunarjöfnuðurinn hafi ver- ið óvenju hagstæður árið 1948. Stafaði það af tvennu: Öruggu eftirliti með innflutningi og takmörkun hans svo sem unnt hefur verið, og svo hinum miklu gjaldeyristekjum, sem nýi togaraflotinn hefur skilað. Þrátt fyrir það, að surnar- og haustsíldveiðin brygðist alger- lega að heita mátti árið 1948, tókst að flytja út íslenzkar af- urðir fyrir hartnær 396 millj. kr., og er það mesti útflutning- ur, sem þekkist í sögu íslands, þrátt fyrir það, þó síldveiðarn- ar væru aldrei lakari en það ár, a. m. k. miðað við skipa- fjölda. Með aðgerðum ríkisstjórnar- innar hefur þannig tekizt að koma í veg fyrir vaxandi óhag- stæðan verzlunarjöfnuð í við- skiptunum við útlönd, og af- nema að mestu leyti vanskila- skuldir íslenzkra innflytjenda erlendis. Veit ég það með vissu að þetta merkilega átak hefur skapað aukið traust og álit út á við. Þetta hefur ekki hvað sízt orðið með aukinni framleiðslu, með fleiri og fullkomnari tækj- um, sem þá einnig hefur orðið til þess, sem ekki er minnst um vert, og ríkisstjórnin telur eitt af aðalstefnumálum sín- um, að halda uppi fullri at- vinnu í landinu. Áframhaídandi nýsköpun atvionu- lífsins. Ríkisstjórnin hefur kostað kapps um að halda áfram og auka nýsköpunina í íslenzku atvinnulífi. Samið hefur verið um smíði á a. m. k. 10 nýjum og full- komnum togurum í Rret- landi, sem eiga að byrja að koma til landsins á næsta ári. Með aðstoð ríkisstjórn- arinnar hefur verið byggð ný og fullkomin verksmiðja í Örfirisey, og nokkrar síld- ar- og fiskimjöísverksmiðj- ur við Faxaflóa hafa verið stækkaðar mikið. Til lands- ins hefur verið keypt og út- búin fljótandi síldarverk- smiðja, skipið ,,Hæringur“. En rnargt af þessu hefur því aðeins verið unnt að fram- kvæma, að ísland hefur notið hinnar ágætustu aðstöðu í sambandi við Marshalláætlun- ina. Eru nú sköpuð góð skil- yrði til þess að notfæra sér haust- og vetrarsíldina í Faxa- flóa, og er þess að vænta að hún bregðist ekki, eins og var síðastliðið haust. Þá má geta þess, að óveniu mikið hefur þegar verið flutt inn, og á að flytja inn, af ný- tízku, fullkomnum landbúnað- arvélum. Ætti það að valda verulegum straumhvörfum í íslenzkum landbúnaði. Þó að orð hafi verið á því gert, að dregið hafi verið úr ýmsum byggingarframkvæmd- um, þá er það þó mála sann- ast, að mikið hefur verið að því unnið að verða við óskum manna í þessum efnum. Hins vegar hefur verið stefnt að bví að láta nauðsynlegar verk- smiðjubyggingar og ódýr og hentug íbúðarhús sitja fyrir, en láta skrautbyggingar og í- búðarhallir sitja á hakanum. A árinu 1948 voru veitt . leyfi fyrir byggingu 1594 íbúðarliúsa og gert er ráð fyrir að í ár verði þau 1576. Útihús voru leyfð 726 árið 1948 og 1517 árið 1949. Verzlunarbyggingar voru Jeyfðar 48 hvort árið um sig, iðnaðarbyggingar 68 árið 1948, en 73 árið 1949. , Þannig mætti lengi telja. Sem- ent til allra byggingafram- kvæmdanna var talið 51200 tonn árið 1948 og gert ráð fyr- : ir að það verði 52 500 tonn ár- ið 1949. Um helmingur af sementinu fer til íbúðarhúsa- bygginga. Allur kostnaður til þessara byggingaframkvæmda er talinn 327 millj. kr. 1948 og i 287,5 millj. 1949, þar af til í- búðarhúsabygginga 1948 163,7 mill. kr. og 118,6 millj. kr. 1949. Af þessu má sjá hversu víðs fjarri þær fullyrðingar eru, að bannaðar hafi verið byggingaframkvæmdir í land- inu. Takmörk nýsköp- rnnar og stórfram- kvæmda. Það hefur fyllilega komið í Ijós, að þær stórstígu framkvæmdir og nýsköpun síðustu ára hefur mjög reynt á þanþol íslenzks fjár- magns, og margt bendir til þess að af ýmsum ástæðum verði frekar að stinga við fæti. íslenzkt fjármagn er Stefán Jóh. Stcfánsson forsætisráðherra. opin daglega frá kl. 10 f. h. til kl. 10 síðdegis. verulegum takmörkum bundið, og það er engin lausn þessara mála að gefa út og prenta fleiri peninga- seðla. A síðustu fjórum ár- um hafa útlán bankanna aukizt um 554 millj. kr. ís- lenzka þjóðin verður í þessu efni sem öðru að sníða sér stakk eftir vexti og ekki ráðast í meiri framkvæmdir en geta og fjármagn leyfir. Bjartsýnin er góð, en henni verður að vera samfara raunliyggja, ef vel á að vera. Þar duga engin óp og óhljóð þeirra, sem alls krefjasí í einu. Marshaííaðstoðfo og Atlantshafs- sáttmálirio. í utanríkismálum má sér- staklega minna á tvennt, sem núverandi ríkisstjórn hefur staðið að: Annars vegar þátt- taka í viðreisn Vestur-Evrópu, Marshall-hjálpinni svonefndu, og hins vegar aðild að Atlants- hafsbandalaginu til að trvggja oryggi Islands. í sambandi við Marshall-aðstoðina hefur ver- ið gerð ýtarleg áætlun um framkvæmdir í landinu á næstu fjórum árum þar sem sérstaklega er gert ráð fyrir aukningu fiskiflotans, síldar- iðnaðarins, bvggjngu lýsis- herzluverksmiðju og fiski- mjölsverksmiðja, aukningu kaun'kinaflotans og hrað- fryctihú.ca. byggingu skipa- smíðastöðva og þurrkvíar, kaupum á landbúnaðarvélum, bvgging áburðarverksmiðju, bygging raforkuvera, sements- verksmiðiu og kornmyllu. Er r.ætlað að þessar framkvæmdir muni kosta í erlendum gjald- ovri á þesum fjórum árum ca. 361.69 milli. kr. og í íslenzkum gjaldeyri 181,11 millj. kr. eða ramtaís 542.8 millj. kr., og er þeim framkvæmdum ætlað að nema 135,7 millj. kr. á ári að rneðaltali. Að vísu verður ekki um það sagt ennþá, hvort auð- ið verður að framkvæma þessa risa-áætlun, en allt verður gert, sem .unnt er, til þess, af hálíu núverandi ríkisstjórnar. Er raunar byrjað að starfa að sumu eftir þessari áætlun, en annað í vændum. Það er ekki vafa undirorpið, að skynsamlegasta notkun þessa fjár, sem íslendingar fá, bæði sem óafturkræft fram- lag, lán og sem andvirði ís- lenzkra afurða, í sambandi við Marshall-hjálpina, verður það að auka og stofna ný fram- leiðslutæki, og með því móti leggja traustari grundvöll að auknu og fiölbreyttara at- vinnulífi í landinu. Um Atlantshafssamninginn mun éé segja það eitt á þessu stigi, en vík að honum síðar, að ríkisstjórnin telur, að það hafi verið sjálfsagt og eðlilegt fyrir íslendinga að gerast að- ilar að honum til þess að tryggja sem bezt öryggi og sjálfstæði landsins, og að ís- lendingar megi vel við una að vera í hópi þeirra lýðræðis- þjóða í Vestur-Evrópu, sem eru þátttakendur í því banda- lagi. Það hefur strax komið i ljós, að Atlantshafssáttmálinn hefur nú þegar miklu til leið- ar komið, þar sem hann án efa hefur átt sinn þátt í því að Rússar létu undan síga í Ber- lín, og a. rn. k. í bráðina hef- ur nokkuð dregið úr tauga- stríðinu, þótt alltaf megi bú- ast við að einræðis- og ofstæk- isstefnan muni skjóta upp kollinum að nýju, í einhverri mynd. (Niðurlag á morgun.) Ríkisskiiidabréfalán boðið úf á Ákureyri fil s.iálfvirku símasíöðvarinnar. AKUREYRI í gær. PÓST- OG SÍMAMÁLA- STJÓRI hefur boðið út hér á Akureyri ríkisskuldabréfalán með 5% vöxíum til sjálfvirku címstöðvarinnar hér. Lánið greiðist upp á fimm árum, en hvert bréf er 1000 krónur. Skiptiborð óg vélar stöðvar- innar eru tilbúnar til afhend- Ingar. Búizt er við, að úppsetn- ing stöðvarinnar með 1000 númerum og framkvæmdir i sambandi við uppsetningu taki 10 til 12 mánuSi. HAFR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.