Alþýðublaðið - 25.05.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.05.1949, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. maí 1949. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Aiþýðuprentsmiðjan hX Lærdómsrikt verk- fall í Berlín ÞAÐ er fyrir löngu orðíð Ijóst öllum heilskyggnum mönnum, sem hafa fylgzt með þróun Rússlands eftir bylting- una fyrir rúmum þrjátíu ár- um, að þar er ekkert eftir af því „verkalýðsríki“, sem þeir Lenin og Trotzki ætluðu að stofna og svo margar milljónir verkamanna og sósíalista um alian heim vonuðu í fyrstu að myndi vaxa upp af frækorn- um byltingarinnar. Það er ekki aðeins, að þeir Lenin og Trotzki séu fyrir löngu komn- ir undir græna torfu og Stalin sé orðinn ókrýndur keisari Rússlands. Hér um bil allir hugsjónamenn byltingarinnar hafa verið teknir af lífi og með þeim hefur draumurinn um verkalýðsríkið farið i gröf- ina. í dag er verkalýðurinn kúgaðri á Rússlandi en í nokkru öðru landi á vestur- helmingi jarðar, og kjör hans langt fyrir neðan það meðal- iag, sem verkamenn eiga að venjast í Vestur-Evrópu. Hann er ofurseldur miskunnarlausri einræðisstjórn, sem ekki við- urkennir nein mannréttindi. Hann getur engin áhrif haft á stjórn landsins; því að hann hefur raunverulega engan kosningarétt, þar sem ekki er nema einn flokkur, kommún- istaflokkurinn, leyfður. Og hann hefur raunverulega ekki heldur neinn samningsrétt um kaupI og kjör; því að hann hefur verið sviptur verkfalls- réttinum. Þetta er undir stjórn Stalins orðið úr „verkalýðs- ríkinu“ eða „ríki sósíalism- ans“, sem átti að rísa af grunni byltingarinnar í Rússlandi. Engu að síður reyna komm- únistar enn úti um allan heim, að halda þeirri blekkingu við líði meðal verkamanna, að það sé verkalýðsríki austur á Rúss- landi, og það þurfi ekki annað en hefja kommúnista til valda í Vestur- og Norður-Evrópu til þess að verkalýðsríki komist einnig á þar. Og ótrúlega margir trúa þessu af því að þeir hafa enga möguleika til þess að fylgjast með því, sem gerizt á Rússlandi eða í hin- um lokuðu löndum yfirleitt austan við járntjaldið, þar sem kommúnistar hafa náð völdum í skjóli rússneskra byssu- stingja. Þó gerast þeir við- burðir öðru hvoru, sem á einu augabragði lýsa inn í þennan myrkvið og sýna mönnum, hvers konar ríki það er, sem verkamenn eiga við að búa undir stjórn kommúnista í Austur-Evrópu. Og einn slík- ur viðburður er einmitt járn- brautarmannaverkfallið, sem nú stendur yfir í Berlín. Járnbrautarmennirnir í Ber- lín lögðu niður vinnu sícast Bílglannamir á götum og vegum. — Hlutverk blaðanna. — Vamarráðstafanir lögreglunnar. — Nokkur dæmi. ÞAÐ ER ÁGÆTT hjá AI- þýðublaðinu að taka upp um- ferðarviku. Ég veit að það hefur sín áhrif, önnur blöð ættu að gera þetta einnig, í raun og veru ættu blöðín að koma sér staman um sííkt starf, og þá þannig, að þau skipti vikunum milli sín, svo að þau yrðu ekki öll með sitt starf á sama tíma. En slíkt starf blaðanna er ekki einhlítt. Framkvæmd þarf að fylgja af hálfu lögreglunnar svo að árangur náist. BLÖÐIN EIGA EKKI ein- göngu að vera pólitísk málgögn eða fréttablöð, heldur eiga þau einnig að vinna sitt starf fyrir þjóðfélagið á öðrum sviðum og sinna af öllum mætti málefnum almennings jafnvel þó að um smámál sé að ræða. Ófremdar- ástandið í umferðamálúm Reykjavíkur er þó ekki neitt smámál heldur stórmál. Maður sagði við mig í gær, að umferð- in væri ,,vilt“, reglulaus og skipulagslaus. ÞETTA HEFUR ÞÓ breytzt mjög til bóta á allra síðustu ár- um, og það er ekki lögreglunni að kenna hvernig ástandið er. Það er fyrst og fremst sök nokkurra bílglanna, sem í raun og veru eru glæpamenn, og því á að koma fram við þá sem slíka. Enn fremur eiga vegfar- andur nokkra sök og sumir ekki litla. í sambandi við það vil ég benda á hvernig sumt fólk, til dæmis með börn, hagar sér. Því finnst sjálfu að það eigi rétt á götunni, og það er að mörgu leyti rétt. En ef vel á að vera, verður vegfarandi og ökumaðurinn að vinna saman. ÉG HEF ORÐIÐ oft vottur að því hvernig fólk með ung börn gengur beint fyrir bifreiðarnar í óðri umferð. Hvað kennir slíkt framferði börnunúm? Það kennir þeim að vaða út í um- ferðina hvernig sem ástandið er. Hver á þá sökina, ef illa fer? Sökina á lcannske móður- in, sem hefur, ef til vill óvit- andi og í hugsunarleysi, haft slíkt framferði fyrir barni sínu. Ég get þessa hér vegna þess, að þetta framferði er staðreynd, og í því fellst geigvænleg hætta fyrir uppheldi barnanna í um- ferðamálunum. EN AÐALSÖKINA í um- ferðaöngþveitinu á þó ekki þetta fólk, heldur bílglannarn- ir. Undanfarna góðviðrisdaga | hef ég ekið allmikið um götur bæjarins og mér blöskrar alveg framferði fjölda bifreiðastjóra. Fjölda margir þeirra ,,svína“ eins og þeir mögulega geta og fram yfir það á aðalbrautum. Þeir koma eins og örskot út úr I hliðargötum, beygja og sveigja fyrir bifreiðar, sem koma aðal- brautirnar og oft og tíðum munar ekki nema hársbreidd að slys verði. ÉG HEF VEITT því athygli að langmest ber á því, að ung- lingar séu með þær bifreiðar, sem þannig ,,svína“. Hlæjandi tefla þeir á tæpasta vað og þykjast menn að meiri, þegar þeir „hafa það“ þó að mjög tæpt standi, Þá ber mjög á því, að bifreiðar þjóti fram hjá við gatnamót. Fyrir nokkrum dögum var ég staddur við gatnamótin að Reykjavíkur- flugvelli, við pólana. Ég þurfti að fara inn á flugvöllinn. Bif- reið mín var stöðvuð og sveigt, mjög hægt til hægri, á full- komlega löglegan hátt, en í einu vetfangi kom lítil rauð bif reið merkt G á ofsahraða fram- hjá. Þarna munaði ekki nema broti úr sekúundu að stórslys yrði og sökin var eingöngu vagnstjórans á bifreiðinn frá Hafnarfirði. ÉG VAR AÐ HUGSA UM að hringja til lögreglunnar í Hafn- arfirði til að fá nafn þessa bíl- glanna svo að ég gæti talað við hann, en hætti við það, þar sem ég hafði engar sannanir í hönd- um. En slíka msnn þarf að taka í karphúsið. Ég nefni þetta að- eins sem eitt lítið dæmi, en þannig eru þau fjölda mörg. UNDANFARNA DAGA hef- ur lögreglan verið á ströngum verði gagnvart bílglönnunum. Tvær bifreiðar og eitt mótor- hjól eru í gangi. Fjölda marg- ir hafa verið teknir fyrir of hraðan akstur og þeir munu allir fá sektir. Fyrir nokkru voru sektirnar hækkaðar við fyrsta brot, en enn þurfa þær að hækka. Það þurfa að liggja svo mikil viðurlög við glæp- samlegu framferði á götum og vegum, að vagnstjórar gleymi því ekki hvað þeir eigi á hættu. ÉG GET EKKI lokið við þennan pistil um umferðarmál- in, án þess að þakka leigubif- (Frh. á 7. síðu.) liðna laugardagsnótt af því, að ekki var orðið við kröfum þeirra um að fá launin greidd í „vesturmörkum11, gjaldmiðli Vesturveldanna í Berlín, sem hefur meiri tiltrú og meiri kaupmátt en • „austurmörk“ Rússanna. En það er setulið Rússa, sem rekur járnbrautar- kerfið í Beiiín og stjórnar því. Og hvernig brugðust nú full- trúar „verkalýðsríkisins“ á Rússlandi við verkfalli hinna þýzku verkamanna? Og hvern- ig brugðust hinir þýzku komm- únistar við því? Setuliðsstjórn Rússa sendi strax á laugardag vopnaða lögreglu og verkfallsbrjóta úr Austur-Berlín til þess að taka járnbrautarstöðvarnar í Vest- ur-Berlín á sitt vald og halda járnbrautarlestunum í borg- inni gangandi; og kommúnist- ískar árásarsveitir réðust á verkfallsmenn. Afleiðingarnar urðu blóðug átök; hin vopnaða lögregla Rússa beitti skotvopn- um og nokkrir verkfallsmenn létu lífið, en margir særðust meira og minna hættulega. Hafa Bretar og Bandaríkja- menn nú orðið að stilla til frið- ar, og Rússar samkvæmt kröf- um þeirra orðið að kalla lög- reglu sína og verkfallsbrjóta burt af öllum járnbrautar- stöðvunum í Vestur-Berlín, en brezkt og amerískt setulið tek- ið að sér hlutlausa gæzlu þeirra. Þarna geta menn séð „verka- lýðsríkið" á Rússlandi og „verkalýðsflokk“ kommúnista ljóslifandi! Það vantar ekki flærðina, þegar verið er að tala við verkamenn í Vestur- og Norður-Evrópu og æsa þá til verkfalla í tíma og ótíma. En ef þeir leyfa sér að gera verk- fall austan við járntjaldið, þar sem Rússar ráða. — hvert er svarið, sem þeir fá þá? Það er verkfallsbrjótar og byssukúl- ur, eins og í járnbrautar- mannaverkfallinu í Berlín! Og þetta finnst kommúnist- um ekki nema sjálfsagt þar, sem Rússar eiga í hlut. Þeim nægir slíkt svar ekki einu sinni. Þeir mynda sjálfir árás- arsveitir til þess að ráðast á verkfallsmenn! Svo mikil er verkalýðsumhyggja þeirra, þegar Rússar eru annars veg- ar! Járnbrautarmannaverkfallið í Berlín mætti vel verða lær- dómsríkur viðburður fyrir verkalýðinn í Vestur- og Norð- ur-Evrópu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.