Alþýðublaðið - 25.05.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.05.1949, Blaðsíða 8
Gerizt áskrifemiur a<5 A!|>ýðubiaðinu. Alþýðublaðið inn á hvert hehnili. Hringið 1 síma 4900 eða 4906. Miðvikudagur 25. maí 1949. t Börn og ungiingar. Komið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ j Allir vilja kaupa ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sýning frístundamálara Þassi mynd er á listsýningu frístundamálara, sem nú er opin daglega í húsinu nr. 168 við Laugaveg. Hún er eftir Borgþór Jonssön. Sýningu frístundamálara hafa nú skoðað yfir 2000 manns og nokkrar myndir hafa selzt. Fólk, sern ætlar að skoða sýninguna, ætti að gefa sér góðan tíma, því að um mikla fjöl- breytni er að ræða, enda eru á sýningunni 410 myndir eftir 115 frísíundamálara. skólavisf í umferðarskóia reynd em refsing við umferðarbrotum Danskur íiskveiða- leiðaiigur til Grænlands Unnáð að teikningu fSug- og Sangferða- bílastöðvar vi'ð Reykiavfkurflugvöll. FIMMTÁN ÞINGMENN OG EMBÆTTISMENN eru ný- komnir úr flusferð til þrigfjja landa, þar sém þeir skoðuðu af- greiðsluskilyrði á flugvöllum. Fór hópur þessi í boöi flugráðs og flugfélaganna tveggja, en í hópnum voru forseti sameinaðs alþingis, f járveitinganefnd, formaður f járhagsráðs, fulltrúi borgarstjóra og fleiri. Var flogið til Noregs, Danmerltur og ír- lands og skoðuð þar flugvallamannvivki. Láta þeir vel af ferð- inni og þótíi hún hin fróðlegasta um þessi efni. Var hópnum tekið af mikilli gestrisni á öllum stöðunum. Húsmæðrakennara- "■skólinn farinn aust- ur a§ Laugarvatni I Bandaríkjunum vajda ökumenn innan 24 ára 28V dauðaslysanna. ........-4---------- ÖKUNÍÐINGAR á aldrinum 13—19 ára eru sá aldurs- flokkur, sem veldur langflestum umferðarslysum í Bandaríkj- unum, að því er rannsóknir hafa leitt í ljós. Reyndust þeir hafa valdið fimm sinnum fleiri slysum en bílstjórar á aldrinum 45—-50 ára, og ellefu sinnum fleiri dauðaslysum. Þessir glannar iiafa ekki lært umferðarreglur til hlítar, því síður fest sér þær í minni; þeir þurfa að sýnast hver fyrir öðrum og fara á tveim hjólum fyrir horn til þess að vekja hrifningu kvenþjóðarinnar. í Bandaríkjunum deyja ár- Iega 32 500 manns í umferðar- slysum, og 28% þessara slysa eru af völdum ökumanna, sem eru innan við 24 ára aldur. Þannig valda yngstu bílstjór- arnir 9 100 dauðaslysum árlega vestra. Til þess að bæta úr þessu hefur verið tekin upp ó- venjuleg refsing í borginni Portland í Oregon. Þar eru þessir unglingar yfirheyrðir og reynist vanræksla eða ó- nóg þekking á umferðar- reglum orsök slyssins, er sökudólgurinn sendur í sér- stakan umferðarskóla, sem lögreglan starfrækir í þessú augnamiði. Þar eru honum sýndar kvikmyndir af um- ferðarslysum og síðan rætt um umferðarregjur. Reynslan sýnir, að þeir, sem „útskrifast“ úr þessum skóla í Portland, eru aðrir menn í um- ferðinni á eftir. Það, sem áður var leikfang í þeirra augum, er nú farartæki, sem getur ver- ið hættulegt, ef ekki er varlega með það farið. Göturnar, sem áður voru leikvöllur, eru nú umferðaræðar, þar sem taka verður tillit til annarra. KHÖFN í gær. TVÖ FISKISKIP, annað 250 lestir og hitt 450 lestir, eru lögð af stað frá Danmörku til fiskveiða við Grænland. Áhöfn slvipanna eru 58 Færeyingar, og munu skipin sigla með afl- ann beint til Spánar og Ítalíu. HJULER. í Mitejaráéla UMFERÐARKENNSLAN í Miðbæjarskólanum hefst kl. 10 f. h. í dag fyrir 7—10 ára börn, og kl. 11 f. h. fyr- ir þau eldri. Búin verður til gata í skóíaportið og umferðar- merki notuð við kennsluna, c-n hana annast lögreglu- þjónn og fullírúi Slysa- varnafélagsins. Foreldrar eru beðnir að vekja athygli barna sinna á þessu. NEMENDUR og kennarar húsmæðraskólans eru nú farn- ir austur að Laugarvatni eins og venja er að loknum vetrar- störfum hér í Reykjavík. Þar verður nemendum kennd garðyrkja og sund í hálfan mánuð, en síðan hefst heima- vistarskólinn, sem stendur yfir í þrjá og hálfan mánuð, að því er Helga Sigurðardóttir skóla- stjóri og Anna Gísladóttir skýrðu blaðinu frá í viðtali í gær, rétt áður en lagt var af stað austur. í heimavistarskólanum verð- ur haldið áfram við garðyrkju- nám, svína- og hænsnarækt kennd, en þó aðaláherzla lögð á heimavist fyrir húsmæðra- skóla. Einnig er ráðgert að halda tveggja mánaða nám- skeið fyrir ungar stúlkur í sumar. Námsmeyjar skólans eru 15, þær hafa þegar lokið prófi þremur greinum, ræstingu matreiðslu og efnafræði. Fá þær aðeins hálfs mánaðar sum- arleyfi seint í sumar, en skóla- tíminn er alls tuttugu og einn og hálfur mánuður. ’ Baldvin Jónsson lögfræðing- ur, sem er í flugráði, skýrði blaðinu svo frá í gær, að gestir ráðsins og flugfélaganna hefðu skoðað áætlanir um flugvalla- framkvæmdir í Noregi, séð miklar, nýjar byggingar á Kastrupflugvelli í Höfn og síð- ast en ekki sízt skoðað eina Námsstyrkur í Dan- mörku auglýstur Tónlistaskólanum verSur slitið á morgun kl. 1,30 í Tri- poli. MENNT AM AL ARAÐU - NEYTIÐ hefur verið beðið að gera tillögu um, hvaða íslend- [ ingi skuli á hausti komanda veita styrk úr „General löjtnant Erik Withs nordiske Fond“ til náms í Danmörk. Styrkurinn nemur allt að 3000 dönskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja koma til grejna í þessu sam- bandi, sendi umsóknir hingað fyrir 1. júlí n. k. Tilgreina skal, hvers konar nám umsækjandi hyggst að stunda, hvaða náms- og starfsferil hann hefur að baki og láta prófskírteini og meðmæli fylgja, ef til eru. fegurstu og fullkomnustu flug- stöð Evrópu, sem er í Dyflinni á írlandi. Er það álíka stór stöð og hér mundi verða reist á Reykjavíkurflugvelli. Baldvin skýrði frá því, aö nú væri unnið að teikning- um að flugstöð fyrir Reykja- víkurflugvöll, en hún á að vera sameiginleg afgreiðslu fyrir langferðabifreiðar, og verður því geysimiki! bygging. Mun hún með tím- anum rísa í aldamótagörð- unum, sunnan Hringbraut- ar, þar sem Laufásvegur mætir henni. í Noregi skoðuðu gestir flug- ráðs og flugfélaganna áætlanir um nýbyggingar á Gardemoen og Fornebu flugvöllunum. Þaðan var flogið til Hafnar og þar skoðaðar miklar flugskála- og skrifstofubyggingar á Kast- 1 rupvellinum, sem er einn mesti flugvöllur í Norður-Ev- rópu hvað umferð snertir. Þaðan var svo flogið til írlands og skoðaður völlurinn í Dyfl- inni. Koma íslendinganna til Dyflinnar þótti þar mikil tíð- indi, og var viðstaddur sam- göngumálaráðherra og margt manna, er Gullfaxi lenti þar. Var íslendingum þar gerð veizla míkil og þeim sýndur margs konar sómi. írar eiga nú enga Skymasterflugvél, en nota aðeins Dakotavélar. Þeir voru búnir að kaupa Constella- tionvélar til millilandaflugs, en gáfust upp á því. Var mik- ill mannfjöldi á flugvellinum, þegar íslenzka vélin fór, og blöðin gátu um heimsóknina. Bæði í Noregi og Danmörku tóku samgöngumálaráðherrar, sendiherrar, flugembættis- menn og fleira stórmenni á móti íslenzku sendinefndinni og sýndu henni margan sóma. Létu allir þeir, sem förina fóru, mjög vel af henni og móttökum öllum. Ármann J. Lárusson. r 1 » Islandsgííman fer fram í kvöld 39. ÍSLANDSGLÍMAN verður háð að Hálogalandi í kvöld og hefst kl. 9. í glím- uni verða 9 þátttakendur frá 4 félögum, Ármanni, UMFR, KR og UMF Vöku. Keppí verður um Grettisbeltlið, en handhafi þess er Guðmunduf Guðmundsson, Ármanni, og ej; hann meðal þátttakenda. Þátttakendur eru þessiri Anton Högnason Á, Ármann J. Lárusson UMFR, Gísli Guð- mundsson UMFR, Gretar Sig- urðsson Á, Guðmundur Guð- mundsson Á, Haraldur Svein- bjarnarson Á, Hilmar Bjarna- son UMFR, Rúnar Guðmunds- son UMF Vöku og Steinn Guð- mundsson Á. Steinn og Rúnar eru taldirj skæðustu keppinautar Guð- mundar. Aðgöngumiðar eru seldir j bókabúðum og við innganginni og ferðir verða frá Ferðaskrif- stofu ríkisins eftir kl. 8. 'i Gafnagerðin í sumar BÆJARRÁÐ samþykkti á fundi sínum s.l. mánudag eft- irfarandi gatnaframkvæmdir I bænum í sumar: Miklabraut, framlenging að Suðurlandsbraut. Vegur að i Vesturbæjarspennistöð. Ónefnd bogagata við Hjarðarhaga, Ægissíða, útrás hólræsis. Æg- issíða, malarvegur, Hofsvallag. — útrás. Flj arðarhagi, vestur- endi, malarvegur. Laugalækur. Lækjargata. Lindargata —< (íílapp.—Frakk.). Baldursgatá (Bergst.—Freyjug.). Nönnu- gata. Sölvhólsgata. Seljavegur (Vesturg.—Mýrargata). Bók- hlöðustígur. Blómvallagata, Brávallagata. Kárastígur. Veg- arstæði v/ Olíuverzl. íslands, Vatnsstígur (Lindarg.—Hverf- isg.). Hallveigarstígur. Sól- vallagata. Brekku itígur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.