Alþýðublaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 5
S»riðjudagúFseptc'1949 85: imar Norðurlanda Viðfal við Jónas Guðmundsson um við- fangsefni og samþykkfir norræna félags- málaráðherrafundarins í Osló i -------«.------ MEÐ UNDIRSKRIFT SAMNINGSINS UM GAGNKVÆM- AN ÉLLILÍFEYRI hafa Norðurlönd stigið sycr, sem áreiðan- lega getur orðið öðrum þióðum til. fyrirmyndar og fordæmis,“ sagði Jónas Guðmundsson skrifstofustjóri í félagsmálaráðu- neytinu í viðtali við Ælþýðublaðið um helgina. Hann er ný- kominri heim af norrssna félagsmálaráðherrafundinum í Osió, þar sem bessi samninrur var undirritaður. liireiiiur — Hvað getur þú sagt Al- > þýðublaðinu í fréttum af fé- lagsmálafundinum í Osló? „Það er víst fáu við það að bæta, sem birzt hefur í blöð- um og útvarpi, því svo langt er um liðið síðan fundinum lauk. Eins og þeim er kunnugt um, sem nokkuð þekkja til þessara mála, hefur það verið svo síðan laust eftir fyrri heimsstyrjöld, að félagsmálaráðherrar á Norð- urlöndum hafa átt með sér fundi við og við til þess að ræða ýmis félagsleg málefni, sem lönd þeirra snerta. Fram- an af voru fundirnir ekki reglu- bundnir, en síðari árin hafa þeir verið haldnir reglulega annað hvort ár. Næsti fundur á undan þessum var haldinn í Stokkhólmi 1947, en fyrsti fé- lagsmálaráðherrafundurinn eft ir síðari heimsstyrjöldina var haldinn í Kaupmannahöfn 1945. Á báðum þeim fundum mætti af Islands hálfu Stefán Jóhann Stefánsson, núverandi forsætis- og félagsmálaráð- herra. Fundurinn, sem nú var hald- ínn í Osló, var hinn 11. í röð- inni. Fundartími var ákveðinn í maímánuði í vor og dagskrá fundarins þá samþykkt í meg- inatriðum. Var þá gert ráð fyr- ir því, að félagsmálaráðherra, Stefán Jóh. Stefánsson, gæti sótt fundinn, en af því gat ekki orðið vegna þingrofsins og kosninganna hér heima, sem nú standa fyrir dyrum. Var þá ákveðið, að ég sækti fundinn í umboði félagsmálaráðherra og mér til aðstoðar skyldi vera Haraldur Kröyer, sendiráðsrit- ari í Osló. Fundurinn var haldinn í stórþingshúsinu og hófst að morgni hins 25. ágúst s. 1. Fé- lagsmálaráðherra Norðmanna, Aslaug Aaasland, stjórnaði fundinum og auk hennar mætti vinnumálaráðherrann norski, Ulrik Olsen, Öksnes ríkisrit- ari, Kringlebotten skrifstofu- stjóri í félagsmálaráðuneytinu, forstjóri norsku trygginganna, Karl Evang, heilsuhælisstjóri Noregs, og fjöldi annarra full- trúa og sérfræðinga í þeim mál- um, sem rædd voru. Frá Danmörku mætti Johan Ström félagsmálaráðherra og SÖrensen vinnumálaráðherra ásarnt mörgum ráðunautum. Frá Svíþjóð komu Gustaf Möller félagsmálaráðherra og Nyström ríkisritari, skrifstofu- stjórinn í félagsmálaráðuneyt- inu og með þeim stór hópur sérfræðinga, og frá Finnlandi kom frú Leivo Larsson, félags- málaráðherra, og Mannio, skrifstofustjóri í félagsmála- Jónas Guðmundsson. ráðuneytinu í Heisingfors, og með þeim þrír aðstoðarmenn. Frá íslandi vorum við Harald- ur Kröyer sendiráðsritari, eins og ég sagði áðan, og má af þessu sjá, hve misstórar sendi- nefndirnar voru.“ — Hver voru helztu við- fangsefni fundarins? „Það voru ein tólf eða þrett- án mál, sem á dagskrá voru, og lukust þau öll,' en því miður eru öll skjöl mín og gögn um funainn ókomin enn frá sendi- ráðinu í Osló, en þar skildi ég þau eftir, því að ég þurfti að fara á annan fund í Finnlandi, og þess vegna verð ég að byggja á minni mínu einu. Merkast þeirra mála, sem þarna voru rædd, var að mín- um dómi HIN NYJA FRAMFÆRSLU- SAMÞYKKT FYRIR N ORÐURLÖND Aðalatriði hennar er það, að , hvert land framfærir án sér- j staks endurgjalds frá heima- j landinu þá ríkisborgara frá hinum Norðurlöndunum, sem ' framfærslu þurfa í dvalarlandi sínu. Með þessari samþykkt | munu falla niður öll fram- i íærsluviðskipti milli Norður- j landanna allra, en þau nema verulegum fjárhæðum árlega. j Heimilt er þó hverju landi um ! sig að senda framfærsluþurfa t til heimalands ,ef um langvar- andi framfærslu verður að ræða. Síðan 1928 hefur verið til svokölluð fátækrasamþykkt fyrir Norðurlönd og voru hin fjögur Norðurlöndin aðilar að henni ,en hún er nú orðin mjög úrelt og fellur úr gildi þegar þessi nýja framfærslusamþykkt tekur gildi. Ríkisstjórnir allra hinna fimm landa hafa nú lýst sig samþykkar hinni nýju sam- þykkt, en eftir er að ganga frá ýmsum formsatriðum í sam- bandi við fullgildingu hennar, svo að hún kemur tæpast til framkvæmda fyrr en 1950. ATVINNULEYSI í DANMÖRKU Annað mikilvægt mál, sem mikið var rætt á fundinum, var það, hvernig snúast skyldi við aðsteðjandi atvinnuleysi, en á atvinnuleysi er nú tekið að bera, sérstaklega í Dan- mörku. Búast Danir við tals- verðu atvinnuleysi á komandi vetri. Samningur er til milli Svíþjóðar og Danmerkur um „formidling af arbejdskraft“, þ. e. flutning verkafólks milli landanna í atvinnuskyni, en ekki hafa Norðmenn, íslend- ingar né Finnar enn gerzt að- ilar að þeim samningi. Sam- kvæmt samningi þessum hefur þó nokkurt vinnuafl verið flutt frá Danmörku til Svíþjóðar, en það fer minnkandi vegna þess, að frekar hafa dregizt j saman ýmsar atvinnugreinar í i Svíþjóð, sem notu'ðu danskt vinnuafl. Ekki verður sagt, að á neitt í allsherjarráð væri bent til vantar til að bera út blaðið í Hafnarfirði. Uppýsinlgar hjá Sigríði Erlendsdóttur, Kirkjuvegi 10. varnaf atvinnuleysinu, enda verður í hverju landi að grípa til margra og breytilegra að- ferða, þegar um er að ræða út- rýmingu atvinnuleysis. Dan- mörk hefur að því leyti sér- stöðu meðal Norðurlandanna, að hún er í svo að kalla öllum greinum „fullnumið“ land og hefur hvorki skóga, námur né víðáttumikil óbyggð eða lítt byggð landflæmi til að reisa á nýbj^g^ðir, né heídur er Dön- um un'ht að reka fiskveiðar í stórum stíl heiman úr Dan- mörku, en að einhverju þessu eða öllu geta hinar þjóðirnar flúið, ef atvinnuleysi segir til sín. Mætti því vel hugsa sér, að Danir leggðu á næstunni verulegt kapp á að koma upp miklum fiskveiðum frá Græn- landi eða Færeyjum eða báð- um þeim stöðum, og er aug- Ijóst, að þeir hafa nokkurn undirbúning til þess nú þegar. Ekki var nein samþykkt gerð um þetta mál, því ekki er teJjandi atvinnuleysi neins staðar á Norðurlöndum nema í Danmörku, en þau sjónarmið, sem Danir settu þar fram, voru hin athyglisverðustu og þess verð að þeim verði nánari gaumur gefinn. NORRÆNT SAMSTARF í I.L.O. Þriðja málið, sem ég vil nefna, var samstarf Norður- landanna fimm innan þeirra alþjóðasamtaka, sem fjalla um félagsmálefni, og þá fyrst og fremst innan alþjóðavinnu- málastofnunarinnar, ILO. Hef- ur samstarf þeirra þar alltaf verið nokkuð og farið frekar vaxandi hin síðustu árin. Sam- tals ráða Norðurlönd nú yfir 10 ríkisstjórna atkvæðum á þingi ILO, svo að þau geta ávalt Félagsmálaráðherrar Norðurlanda á fundinum í Oslo. Talið frá vinstri: Johan Ström, félags- málaráðherra Dana, Gustaf Möller, félagsmálaráðherra Svía, Tyne Laivos- Larsson, félags- málaráðherra Norðmanna, Marius Sörensen, vinnumálaráðherra Norðmanna. Sefán Jóh. Stef- ánsson, forsætis- og félagsmálaráðherra íslendinga, gat ekki mætt á fundinum, en Jónas Guðmundsson, skrifstofustjóri í félagsmálaráðuneytinu, sat fundinn fyrir hann. tryggt einhverju Norðurland- anna sæti í framkvæmdastjórn- inni, ef þau halda saman. Nú var um það rætt, hversu gera mætti starfshætti einfaldari og koma á meira samstarfi við- víkjandi þátttöku ríkja þessara í ILO, og yrði hér of langt að skýra nánar frá því efni.“ GAGNKVÆMAR ELLI- TRYGGINGAR — En hvað um hinar gagn- kvæmu ellitryggingar, sem undirritaðar voru? „Já, fundinum lauk með því, að undirritaður var milliríkja- samningur um. gagnkvæman ellilífeyri, sem gildir fyrir öll Norðurlöndin. Samningur þessi hefur verið V /döfinni s. 1. tvö ár, og var raunar fullbúinn til undir- skrifta í maímánuði s. 1. Har- aldur Guðmundsson, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, vann að honum ásamt fulltrú- um frá hinum Norðurlöndun- um, og nú var ekki annað eftir en að undirrita sa'aninginn og fullgilda hann. Undirskriftir ióru fram með nokkurri við- höfn»í Eiðsvallasal stórþings- ,;ns. Samningurinn var geróur á öllum fimm tungumalum Norðurlandaþjóðanna, og flutti fulltrúi hvers lands stutta ræðu við þetta tækifæri, en norska ríkisútvarpið tók ræð- urnar upp á stálþráð og var þeim útvarpað kvöldið 27. ágúst, en þá lauk fundum þess- um. Með samningi þessum cr stigið fyrsta sporið til nánari samvinnu í félagsmálum mili Norðurlanda en áður hefur þekkzt. Á eítir mun svo fara ný norræn framfærslusam- þykkt um gagnkvæmar greiðsÞ ur barnalífeyris, sem nú exu báðar á döfinni.“ SPOR TIL FYRIRMYNDAR — Hvert er svo álit þitt á þessum fundum? Heldur þú, að þeir séu til gagns fyrir okkur íslendinga? „Við höfum auðvitað vem- Iega sérstöðu að ýmsu leyti, og hinar fjórar þjóðirnar hafa miklu meira saman að sælda í félagsihálefnum sín á milli en við höfum við þær. Svíþjóð er það landið, sem mest samskipti hefur við allar hinar þjóðirnar, og má telja Svía lengst komna á sviði félagslegra fram- kvæmda. Þeir gátu líka haldið í horfi og byggt jafnvel upp fé- lagsmálalöggjöf sína, meðan Danir, Norðmenn og Finnar voru hnepptir í þrældómsf jötra síðustu styrjaldar, og veldur það sjálfsagt mestu um mis- muninn. Hvað íslendinga snertir, standa þeir engri hinni þjóð- inni að baki um framkvæmdir félagslegra málefna, og segi ég þetta að vel athuguðu máli og, Framh. á 7. síðu. ^

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.