Alþýðublaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.09.1949, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. sept. 1949 ALÞVÐUBLAÐIÐ Gagnkvæmar ellilííeyrisgreiðsiur (Frh. af 5. síðu.) að ég held sjálfur, af nokkurri þekkingu. Hinar þjóðirnar þekkja hins vegar mjög lítið til félagsmálalöggjafar okkar og skipunar þeirra mála hér á landi, og stafar það fyrst og fremst af því, að engin þjóðin getur lesið íslenzku og fylgst með því, sem hér gerist. Það er mitt álit, að við get- um alltaf nokkuð lært af reynslu þessara frændþjóða okkar á sviði félagsmála, en sérstaklega tel ég þó, að okkur beri að taka þátt í félagsmála- starfsemi þeirra vegna þess, að með því komum við fram sem ein þessara þjóða, og er það iivorki þýðingarlaust fyrir þær né fyrir okkur sjálfa. Við erum norræn þjóð og þess vegna er bezt að heimurinn læri að þekkja okkur sem eina af hin- um norrænu þjóðum, nú, þegar okkar eiginlegi sljálfstæðisfer- iíl er að hefjast. Með undirskrift samningsins um gagnkvæman ellilífeyri hafa Norðurlönd stigið spor, sem áreiðanlega getur orðið mörgum þjóðum til fyrirmynd- ar og fordæmis, og ég er sann- færður um, að þeim samningi verður veitt mikil og verð- skulduð athygli meðal allra þeirra manna víðs vegar um heim, sem láta sig félagsmál nokkru skipta.“ — Móttökurnar í Noregi? „Norðmenn veittu okkur af mikilli rausn. Ríkisstjórnin hélt okkur veizlu í Akershus- kastala og stjórnaði henni Ger- hardsen forsætisráðherra, bæj- arstjórn Oslóar aðra á baðhóteli Oslóborgar, Ingierstrand, all- langt út með Oslófirði, og fé- lagsmálaráðherrann, fröken Aasland, kvaddi okkur með hrein-norskum kvöldverði á dansk-norska heimilinu Lisebo utan við Osló. Veður var ávalt hið bezta og ánægjulegt að dvelja þessa daga í Noregi. Aðstoð sendiráðsins í Osló og fyrirgreiðsla öll var með ágæt- um, enda kom það sér vel, þar sem sendinefndin frá íslandi var aðeins einn maður, þegar hinar þjóðirnar komu með 5— 10 manna sveit hver.“ FEDÐ TIL FINNLANDS — Þú»sagðir, að þú hefðir einnig farið til Finnlands? „Já; Sambandi íslenzkra sveitarfélaga — en ég er for- maður í þeim. samtökum — hafði verið boðið að senda gest á þing kaupstaðasambands Finnlands (Finlands Stadsfor- bund) og átti þing þess að hefj- ast 30. ágúst, eða tveim dögum eftir að félagsmálaráðherra- fundinum lauk. Varð það því úr, að ég skryppi yfir þangað. Ég gat auk þess heldur ekki fengið flugferð heim fyrr en 7. september og hlaut því að dveljast ytra í tíu daga eftir að ráðherrafundurinn var á enda. Það er föst venja, að -gestir frá sveitarfélagasambpndum Norðurlanda mæti á þingum þessum, og hefur Samband ís- lenzkra sveitarfélaga átt full- trúa á þingum hinna Norður- landanna undanfarin ár pg á s. 1. ári komu hingað fulltrúar frá Noregi, Danmörku og Syí- þjóð. Þetta var í fyrsta sinn, sem við heimsóttum Finna, jog fannst það á, að þeim þótti mikils vert, að nú komu fi trúar allra Norðurlandanna hinna á þing þeirra. Ég var einn frá íslandi, en þrír gestir voru frá hverju hinna lánd- anna. Þingið var fjölsótt — um 300 fulltrúar auk fjölmargra gesta. -— Það var haldið í Ta- vastahus, sem er smáborg um þriggja tíma járnbrautarferð frá Helsingfors. Þar er stórt ný- tízku hótel og var þingið haíd- ið þar. Þingið fór hið bezta fram en lítið skildum við, erlendu gestirnir, í ræðuhöldunum, því að allt íór fram á finnsku.“. -—• Hvernig leizt þér á Finn- land? „Ég hef aldrei komið þangað fyrr, og mér þótti því mjög gaman að koma til Finnlands. Allt var þar nýtt fyrir mér. Landið er geysilega skógarauð- ugt, enda eru skógarnir í sann- íeika sagt „gullkista“ Finn- lands. Mér lízt vel á Finna. Þeir eru líkir okkur í ýmsu. Nokkuð hávaðasamir, ákaflega póliiísk- ir og býsna þéttir fyrir, ef á þá er leitað, en annars frekar ó- mannblendnir og trana sér lítt fram. Þannig komu þeir mér fyrir sjónir þessa fáu daga. Það er víst k.ennt enn í skólum, að Finnar séu mongólskir að UPP- runa, en ekki sá ég einn ein- asta mann, sem hafði mong- ólskan svip eða yfirbragð. Hins vegar eru þeir í flestu líkir öðrum Norðurlandabúum og ekki sízt íslendingum. Finnsk- ar konur finnst mér t. d. eirnia líkastar íslenzkum konum, og jafnvel líkari þeim en bæði sænskar konur og norskar.“ — Logaði ekki allí í verk- föllum í FinnlandÁ? „Ekki varð ég mikið var Við það, en blöðin sögðu, að siims staðar væri verulegur hluti verkamanna í verkfalli, í Ta- Vastahus eru miklar timbur- verksmiðjur. Þar lagði aðeins einn maður niður vinnu, að sögn, en í Ábo var sagt að um 90% hefðu lagt niður vinnu í sumum atvinnugreinum.“. — Hvað sögðu menn anhars um verkföllin? „ Mér virtist sem almennt væri litið svo á, sem þau væru einn liðurinn í sókn Rússa vestur á bóginn, sem nú stend- ur yfir og greinilegast kemur fram í baráttunni við Tito og í stofnun hins nýja „alþjóða- hers“ í Þýzkalandi. Finnar hafa staðið mjög vel við alla sína samninga við Rússa um stríðsskaðabæturnar, og virðast þess albúnir að greiða skaðabæturnar alllöngu fyrr en tilskilið er. Ef það tekst, getur þjóðin snúið sér af alefli að því að bæta lífskjör sín veru- lega. Rússum mun því ekki vera um það gefið, að of vel gangi í Finnlandi. Telja því ýmsir, að verkföll þau, sem kommúnistar hafa nú framkall- að, hafi miklu alvarlegri til- gang en þann, að stöðva at- vinnulífið í Finnlandi um stundarsakir. Menn líta svo á, að takmark finnsku kommún- istanna, sem eins og allir vita starfa samkvæmt fyrirmælum sovétstjórnarinnar, sé það, að kljúfa verkalýðssamtök Finn- lands í tvær andstæðar fylk- ingar, þar sem þeir hefðu völd- in í annarri fylkingunni og nota völd sín þar til þess að koma í veg fyrir að Finnar geti framvegis stað- ið í skilum með stríðsskaða- bætur sínar til Rússa. Takist þetta, fá Rússar átyllu til þess að fara að skipta sér af innri málefnum Finnlands, og eins og nú er komið, er það eini vegurinn til valda fyrir finnska kommúnista. Nú hefur kommúnistum tek- izt að kljúfa alþýðusambandið og þar með er fyrsta áfangan- um náð. Næsti áfanginn er verkföll í þeim iðngreinum, sem þýðingarmestar eru vegna stríðsskaðabótagreiðslnanna, og þau munu halda áfram. Finnska jafnaðarmanna- stjórnin hefur tekið óvenju föstum tökum á verkfallsbrölti kommúnista, og má af þvi ráða, að henni er ljóst, hver hætta er þarna á ferðum. Hún gerir sér áreiðanlega ljóst, að hin lengi undirbúna, vel skipu- lagða verkfallsalda kommún- ista í Finnlandi nú er einhver ógeðslegasta tilraun til föður- landssvika sem reynd hefur verið í nokkru landi. Tilraun þessi er auðvitað gerð „í nafni sósíalismans og verkalýðsins“, eins og öll starfsemi hinna al- þjóðlegu glæpasamtaka komm- únista. En vel gæti ég trúað því, að finnskir verkamenn yrðu fyrstir til að átta sig á þessari þræl-skipulögðu glæpa- starfsemi, sem rússneskir kom- múnistar halda nú uppi í öll- um löndum heims.“ býður yður og Rafba-rafmagnseldavél fyrir aðeins 2 krónur Dregið 8. okt. næstk; English Electric Ritemp-þvottavél Jarðarför Jósefs H. Jónssonar, fyrrverandi bókavarðar x Stykkishólmi, fer fram frá heimili hins látna þriðjudaginn 13. þ. m. Insrveldur Ólafsdóttir. LOKÁÐ frá klukkan 2 e. h. vegna jarðarfarar Arelíusar Ólafssonar endurskoðanda. Krisfján G. Gíslason h.f. Nemendur gagnfræðaskólanna komi til innritunar sem hér segir: GAGNFRÆÐASKÓLINN VIÐ IIRINGBRAUT. Þau börn, sem voru í gagnfræðadeildum Melaskólans s.l. vetur. og þau,‘sem luku barnaprófi úr deildunum 12A, 12C og 12E í Melaskóla í vor, eiga að sækja skól- ann. Nemendur 1. bekkjar komi til innritunar þriðjudaginn 13. sept. kl. 2—4 e. h. Nemendur 2. bekkjar komi til innritunar miðvikudag- inn 14. sept. kl. 2—4 e. h. Innritun fer fram í Melaskólanum. GAGNFRÆÐASKÓLI VESTURBÆJAR. Þau börn, sem voru í gagnfræðadeildum Miðbæjarskól- ans s.l. vetur og eiga heima vestan Lækjargötu og þau, sem luku barnaprófi úr deildunum 12B og 12D í Melaskóla, eiga að sækja skólann. Nemendur 1. bekkjar komi til innritunar þriðjudaginn 13. sept. kl. 2—4 e. h. - Nemendur 2. bekkjar komi til innritunar miðvikudag- inn 14. sept. kl. 2—4 e. h. Innritun fer fram í skólahúsinu við Öldugötu. MIÐBÆJARSKÓLINN Þau börn, sem luku barnaprófi s.l. vor og eiga heima í skólahverfi Miðbæjarskólans, eiga að stunda nám í gagnfræðádeild skólans í vetur. Innritun fer fram í skólanum þriðjudaginn 13. sept. kl. 2—4 e. h. GAGNFRÆÐASKÓLXNN VIÐ LINDARGÖTU. Þau börn, sem voru í gagnfræðadeildum Miðbæjar- skólans s.l. vetur og iga heima austan Lækjargötu og þau, sem luku barnaprófi í vor og eiga heima í skóla- hverfi Austurbæjarskólans, norðan Bergþórugötu og Brautarholts að þeim götum meðtöldum, eiga að stunda nám í Gagnfræðaskólanum við Lindargötu. Nemendur 1. bekkjar komi til innritunar þriðjudaginn 13. sept. kl. 2—4 e. h. Nemendur 2. bekkjar komi til innritunar miðvikudag- inn 14. sept. kl. 2—4 e. h. Innritun fer fram í skólanum við Lindargötu. Enginn sími er í skólanum. LAUGARNESSKÓLINN. Þau börn, sem voru í gagnfræðadeildum skólans s.l. vetur og þau, sem luku þar barnaprófi í vor og eiga heima í skólahverfinu, eiga að stunda nám í gagn- fræðadeildum skólans í vetur. Nemendur 1. bekkjar komi til innritunar þriðjudaginn 13. sept. kl. 2—4 e. h. Nemendur 2. bekkjar komi til innritunar miðvikudag- inn 14. sept. kl. 2—4 e. h. ATH. Nemendur 1 bekkjar eru börn f. 1936, sem lokið hafa barnaprófi. — Nemendur 2. bekkjar eru börn f. 1935, sem voru í gagnfræðadeildum barnaskólanna s.l. vet- ur og luku þar ársprófi. — Aðstandendum ber að mæta _í stað fjarstaddra nemenda og sýna prófskírteini frá s.l. vori. SKÓLASTJÓRARNIR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.