Alþýðublaðið - 14.10.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.10.1949, Blaðsíða 1
^efSurhorfurs ’TT Alllivass og síðan livass suð- austan. Rigning öðru hvoru. XXX. árgangur. Föstudagur 14. október 1949 230. tbl. AI|>ýðuf lokksf ólk! Utan kjörstaða atkvæðagreiðsl an fer fram alla daga kl. 10— 12 f. h., 2—6 og 8—10 e. h. í Arnarhvoli við Lindargötu (í kjallara). Listi Alþýðuflokksins í Reykjavík og tvímenningskjör dæmunum er x A armaouri ingaf kommúnisfa í s Aðeins 55 félags- inenn mættu og hlustoðy á Sigurð. KOMMÚNISTAR boðuðu, með augjýsingu í öllum blöðum bæjarins, til al- menns fundar í Dagsbrún í Iðnó í gærkveldi til þess að ræða, eins og þeir sögðu, hagsmunarbaráttuna og kosningarnar, og var Sig- urður Guðnason, formaður félagsins og annar maðurinn á lista kommúnista hér í Reykjavík, mættur þar. En af 3400 meðlimum félags- ins hiustuðu ekki fleiri en 55 á kosningaræðu Sigurðar og aldrei voru fleiri en 64 á fundinum. Svo mikið vonleysi hefur nú gripið kommúnista í kosningabaráttunni, að jafn vel hinir harðsoðnustu kommúnistar í Dagsbrún fást ekki til að mæta á fundi í félaginu til að hlusta á Sigurð Guðnason, formann félagsins og annan manninn á lista kommún- ista í höfuðstaðnum! ar verða ekkí á Tilkynning Attlees i London í gær. ATTLEE, forsætisráðherra Breta, tilkynnti í London í gær, að almennar kosningar myndu ekki fara fram á Bret- landi á þessu ári. En sem kunn ugt er þurfa almennar kosn- ingar ekki að fara fram þar fyrr en næsta sumar. Þrálátur orðrómur hefur ver ið uppi urn það á Bretlandi undanfarið, að kosningunum myndi verða flýtt og þær látn- ar fara fram í byrjun vetrar; en með tilkynningu Attlees hef ur þessi orðrómur nú verið kveðinn niður. Attlee lét svo ummælt í sambandi við til- kynningu sína, að bollalegg- ingarnar um bráðlegar kosn- ingar hefðu skaðað atvinnulíf Breta mikið. Þingrof og kosningar í Danmörku? Kommúnistískt mótmælaverkfall í París í gær gegn sfjórnaryndun hans fékk lítinn hljómgrunn og misfóksf algerlega ÞAÐ er nú íalið alveg víst, að Jules Moch, sem var innan- ríkismálaráðlierra í fráfarandi stjórn Henri Queuille og er einn af áhrifamestu forusjumönnum franskra jafnaðarmanna, myndi sú'órn á Frakklandi. Fór hann fram á traust fulltrúa- deiklar bingsins í París til bess í gær; en atkvæðagreiðsla um traustsyfirlýsinguna fer ekki fram fyrr en í dag. Fullvíst var fcó talið í "ærkveldi, að hún yrði samþykkt. Um leið og Moch fór fram á traustsyfirlýsinguna flutti hann stefnuskrárræðu og kvaðst mundu beita sér fyrir því, að þeir verkamenn, sem lægst væru launaðir, fengju nokkra kaupuppbót vegna gengislækkunar frankans; en aðrar kauphækkanir taldi hann varhugaverðar, og myndi hann heldur reyna að auka kaupmátt launanna með lækk- un vöruverðs. í þessu sam- bandi boðaði Moch þó, að hann myndi leggja áherzlu á það, að verkalýðssamtökin og atvinnu- rekendur semdu sín í milli án allt of mikillar íhlutunar rík- isvaldsins. I utanríkismálum boðaði Moch áframhaldandi, nána samvinnu við lýðræðisríkin. Kommúnistar boðuðu til verkfalls í París í gær til að mótmæla stjórnarmyndun Mochs; en aðeins fáir verka- menn hlýddu boði þeirra og mistókst verkfallið alveg. Jules Moch. Sínverska sfjornin Alíar varnir á þrot- orrs við Kanton. KUOMINTANGSTJORNIN í KÍNA tilkynnti í gær, að Chungking myndi frá því á laugardag verða bráðabirgða- starfsemi. aðsetursstaður hennar, en |__________ stjórnin er nú þegar flutt frá Kanton, Li Chun Yen, forseti stjórnarinnar fór þaðan í gær,1 og hersveitir kommúnista eru á næstu grösum við þá borg. Er búizt við að þær verði komnar inn í hana á sunnudag. Chungking stendur ofarlega við Yangtzefljót í Mið-Kína og er umgirt háum fjöllum. Er erfitt þar til aðsóknar, enda var borgin gerð að aðseturs- stað kínversku stjórnarinnar árið 1938, er Japanir gerðu innrás í Suður-Kína, og var það eftir það öll óíriðarárin. Suðvesturhéruð Kína eru enn öll á valdi Koumintang- stjórnarinnar og boðaði Chiang Kai-shek í gær sókn gegn kom múnistum þaðan. Allar varnir Kuomintang- stjórnarinnar við Kanton virð- ast hins vegar á þrotum; og kommúnistar sækja til borgar- innar úr þremur áttum. JOHN BOYD ORR, Eng- Iendingurinn, sem fékk friðar- verðlaun Nobels, lýsti yfir því í gær, að hann myndi gefa fjárupphæðina alla til friðar- Fregnir frá Kaupmannahöfn herma, að Hedtoft forsætisráð- herra hugleiði það nú mjög alvarlega eftjr norsku kosningarn- ar, að rjúfa þing og láta kosningar fara fram í Danmörku í byrjun vetrar. Úrslitaákvarðanir um þetta verða sennilega teknar í næstu viku. Þessi mynd var tekin af Hedtoft í ræðu- stól er danska fólksþingið kom saman á dögunum. ifjérnlii s Áusfur-Þýzkaland segir Acheson Mikif ólga sögð meðal íbúa þar út af ger- ræði og svikum kommúnista. AJþýðuflokkurinn vill ^=5 -o- DEAN ACHESON, utanríkismálaráðherra Trumans, sagði í Washington í gær, að stjórn sú, sem mvnduð hefði verið á Austur-Þýzkalandi, væri ólögleg, enda hefði hún ekkert um- boð frá kiósendum landsins. Kommúnistar hefðu ekki þorað að láta fara fram þar neinar kosningar, og stjórnin myndi verða viljalaust verkfæri í höndum Rússlands. í fréttum frá Berlín er mikil það ákvað. Er þetta að vonum ólga sögð vera meðal almenn- talið marklaus skrípaleikur. ings á Austur-Þýzkalandi út af Þá er það og ekki sagt fara myndun leppstjórnarinnar. Er dult, að almenningur á Aust- sérstaklega mikil óánægja út ur-Þýzkalandi telji kommún- af því, að kosningar voru ekki istastjórnina þegar hafa stór- látnar fara fram til formlegs brotið af sér við alla þýzku löggjafarþings, en hið svo- þjóðina með því að lýsa yfir nefnda „alþýðuráð“ kommún- því, að hún viðurkenni Oder- ista í Berlín í þess stað látið Neisse-landamærin milli Þýzka taka sér vald til þess, umboðs- lands og Póllands; en þau laust, að gera sig sjálft að landamæri ákvað Rússlalnd „neðri deild þings“, svo sem upp á sitt eindæmi eftir stríðið, og afhenti þar með Póllandi víðáttumikil héruð, sem um aldir hafa verið byggð Þjóð- verjum. Stjórn Vestur-Þýzkalands mótmælti þessum landamær- um strax og hún hafði verið stofnuð í september; og Vest- urveldin hafa aldrei viður- kennt þau. MEÐ LOGGJÖFINNI UM ALMAMNATRYGGING- AR, sem komizt hefur á fyrir atbeina Alþýðuflokksins, er lagður traustur grundvöllur að félagslegu öryggi. Flokkurinn mun standa á verði gegn árásum andstæð- inganna á þessa merkilegu löggjöf og kosta kapps um að endurbæta hana og auka. Sérstaklega telur hann mikils virði, að til framkvæmda lcomi ákvæðin um fulla elli- tryggingu án tillits til efnahags og að unnt verði að bæta enn kjör einstæðra mæðra og munaðarleysingja. Ráðstafanir séu gerðar til bess, að beir, sem misst hafa starfsorku sína að nokkru leyti, geti fengið vinnu við sitt fcæfi. (Kosningastefnuskrá Alþýðuflokksins.) Uiankjörstaðaai- kvæðagreiðsla UTANKJÖRSTAÐA at- kvæðagreiðslan stendur yfir í Arnarhvöli daglega frá kl. 10 árdegis til klukkan 10 síðdegis " r| 1 Alþýðuflokksfóllk, sem ekki verður statt heima hjá sér á kjördegi, er minnt á að kjósa strax i dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.