Alþýðublaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.10.1949, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 19. okt. 1949. ALÞÝÐUBLAÐtÐ 7 Treyslir á dómgreind fólksins (Frh. af 5. síðu.) lagsvísitöluna við 225—265 stig, ef fara ætti þessa leið og kom fram krafa frá Framsókn- arflokknum um, að þessi ieið yrði farin og að jafníramt yrði með lögum bannað að segja upp kaup- og kjara- samningum og hækka kaup. Alþýðuflokkurinn lýsti því yf- ir, að hann gengi hvorki inn á lögbindingu kaupsins né að færa kauplagsvísitöiuna niður ivrir H00 stig Vcr:V>jöðni:iiítr- 'tið þesseri, str.i Framsókn beitti aér einiium í\ rir, var því hafnað. Alþýðuflokkurinn lagði þá til, að reynt yrði að verðbæta ' þann hluta framleiðslunnar, ‘ sem seldist undir verði og binda kauplagsvísitöluna við 300 stig. Jafnframt iagði flokkurinn til, að tekna í verð- uppbæturnar yrði aflað með tollum og álögum á þær vör- ur, sem ekki teldust lífsnauð- synjar. Flokkurinn vildi láta verkalýðsfélögin hafa óbundn- ar hendur um kjarasamninga sína. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn gengu inn á tillög- ur Alþýðuflokksins. Mér kæmi ekki til hugar að halda því fram, að verðupp- bæturnar séu nein framtíðar- lausn á vandamálum atvinnu- veganna. Þær eru neyðarráð- stöfun, sem gripið hefur verið til vegna aðsteðjandi erfið- leika í bili. Og ég staðhæfi, að sú leið, sem farin hefur verið, var hagkvæmasta leiðin, sem um var að ræða, fyrir íslenzka alþýðu og með öllu ósambæri- leg við gengislækkun og bindingu vísitölunnar við 225 —265 stig og aimenna lögfest- ' ingu kaupgjaldsins. Þá hefur ríkisstjórnin unnið að því að efla og halda áfram nýsköpun atvinnuveganna. Á- rangurinn af því starfi sést bezt, ef athugað er, hversu • mjkill hluti af innflutningi landsmanna, hefur farið í ný- sköpunina. Samkvæmt opin- berum skýrslum var varið 192.8 milljónum króna árið 1947 til kaupa á kapitalvörum eða 37,1% af heildarinhflutn- ingnum. Árið 1948 er varið 161,6 millj, kr., eða 3.9.2% og 1949 eru í þessu skvni áæ-tlað- 171.9 millj. kr., eða 44,5% af heildarinnflutningnum. V. Til samanburðar má geta þeSS, að árin 1945 og ’46 er varið 35,3% og 40,9% til kaupa á kaþital- vörum. .% Nokkru eftir að ríkisstjórn- in kom til valda, samdi hún’ áætlun um framkvæmd • ný- sköpunarinnar og skyldi á * ætlunin framkvæmd á fjórum árum. Þessi áætlun var' þann ‘g: Tólf togarar Síldarverksm. Lýsish.verksm. Fiskm.verksm. Kaupskip Hraðf.hús o. fl. Þurrkvíar Landbúnaðarv. Raforkuver Raflínuefni 1 Áburðarverksm. Sementsverksm. Kornmylla 61,3 miUj.-i kr. 31,2 —v — 7.8 • - 10.4 —t — 70.4 — 26.0 — — 27.9 — — 61.7 — —! 130.0 — — 40.9 - — 44.8 . - — 19.5 — — 6.5 — — Samtals er hér um að ræða framkvæmdir, sem kosta um 543 millj. kr. og þar af 361,69 millj. í erlendum gjaldeyri, en 181,11 millj. kr. í íslenzkum gjaldeyri. Sumt af þessu er þegar komið til framkvæmda, annað samþykkt af alþingi og í framkvæmd og loks nokkuð í undirbúningi. Af því yfirliti, sem hér hef- ur verið birt um stefnuyfírlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar í upphafi og efndir ríkisstjórn- arinnar á þessari yfiriýsingu, virðist mér, að því verði ekki með rökum neitað, að þrátt fyr- ir mikla og óvænta erfiðleika og illt árferði, þá hafi ríkis- stjórnin þó borið gæfu til þess að standa við yfirlýsingu sína og leitazt við að leysa málin _______ A á þann hátt, sem aðgengileg- ast var fyrir íslenzka alþýðu. Alþýðuflokkurinn hefur haft forsæti í núverandi ríkis- stjórn og tvo ráðherra af sex. Af samstarfinu hefur leitt, að ekki geta allir fengið fram öll sín mál. Þar verður hver að þoka nokkuð fyrir öðrum. Þó vil ég staðhæfa, að með stjórnarsamstarfinu hefur Al- þýðuflokkurinn mörgu til veg- ar komið til hagsbóta fyrir ís- lenzka alþýðu og afstýrt ýmsu, sem henni hefði verið til óþurftar. Er mér nær að halda, að þess séu engin dæmi, að jafn fámennur flokkur og Alþýðuflokkurinn hafi haft svipað því eins mikil áhríf á stjórn lands síns og Alþýðu- flokkurinn íslenzki hefur haft og komið fram jafn miklu af áhugamálum sínum og hann hefur gert. Má þakka þann á- rangur, sem flokkurinn hefur náð, bæði því, að málstaður- inn er góður og^ vel á málum haldið. Eg hef hér að framan rakið nokkuð stefnu og starf núver- andi ríkisstjórnar í stórum dráttum. Síðar fæ ég væntan- 'ega tækifæri til að ræða sér- staklega þau vandamál, sem úrlausnar bíða. Þann 23. október í haust ganga kjósendur að kjörborð- inu. Þeir eiga þá um það að velja, hvort þeir vilja efla Al- þýðuflokkinn til áhrifa á ís- íslenzk stjórnmál eða ekki. Þeir eiga um það að velja, hvort þeir vilja efla flokkinn, sem kom á lögunum um al- mannatryggingar. lögunum um verkamannabústaði, lögunum um orlof, lögunum um hvild- artíma togarasjómanna, lögun- um um afnám sveitaflutninga, lögunum um að svipta menn ekki kosningarétti fyrir þeg- inn sveitarstyrk, lögunum um kosningarétt við 21 árs aldur, lögunum um réttlátari kjör- dæmaskipun og fjölda mörg- um öðrum lögum til hagsbóta íslenzkri alþýðu. Síðast en ekki sízt eiga kjósendur um það að velja, hvort þeir vilja Innilegar þakkir fyrir auðsýndan vinarhug við fráfall og jarðarför mannsins míns Haraídar Árnasonar kaupmanns Arndís B. Árnason. / Gagnfræðaskóli Austurbæjar tilkynnir: i Nemendur komi til viðtals í nýja skólahúsið við Barónsstíg, sem hér segir: NÝIR NEMENDUR, sem lokað hafa barnaprófi (fæddir 1936 og 1937), komi fimmtudaginn 20. okt. kl. 10 f. h. NÝIR NEMENDUR, fæddir 1935 og fyrr, komi kl. 2 e. h. sama dag. ELDRI NEMENDUR, sem lokið hafa prófi upp í 2. bekk, komi föstudaginn 21. okt. kl. 10 f. h. Nemendur 3. bekkjar komi kl. 2 e. h. sama dag. Hver nemandi hafi pappír og ritföng. SKÓLASTJÓRI. HJARTANLEGAR ÞAKKIR færi ég öllum þeim, sem heiðruðu mig með heimsókn, gjöfum og heilla- óskaskeytum á 70 ára afmæli mínu 13. þ. m. Guð blessi ykkur öll. Þóra Gísladóttir Kirkjuveg 18 Hafnarfirði. efla Alþýðuflokkinn, sem á síðasta kjörtímabili hefur tek- izt að 'afstýra stórfelldri geng- islækkun og leggur til kosn- ingabaráttu við þá flokka, sem beinlínis hafa gengislækkun á stefnuskrá sinni. Við Alþýðuflokksmann trú- um á málstað okkar og við trú- um á dómgreind íslenzkra kjósenda. Símar A-lisSans eru: 5020 ofl (724 A-listans. A-lisíinn boðar í| almenns kjósendafundar í Síjörnubíó h 9 M Tíu til tól|frambjóðendur og stuðningsmenn Alþýðuflokks- ins flytja stuttar ræður og óvörp á fundinum. Nánar auglýst í blaðinu á morgun. Kosninganefnd A-listans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.