Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 1
Veðurhorfur; Auilan kaídi. Úrkoiniílanst Iffir og víðast JéttskýjaS. Forustugrein; XXX. árgaiigur. Sunnudagur 20. nóv. 1949 261. tbl. Þing sameinuðu þjóðanna í New York Myndin var tekin á einum fyrsta fundi þess i haust, er þeir töluðu þar um ástand og horfur í alþjóðastjórnmálum, Bevin, Vishinski og Kar.lelj, utanríkismálaráðherra Títós. Þeir þrír eru au'ðkenndir nöfnrm á mvndinni Á slóðum Bjarnar kappa! Merkiiegur forn- ieifafundur í Virginíu. TVEIR amerískir forn- leifafræðingar lögðu nýlega á fundi fornleifafræðinga í Bandaríkjunum fram nokkra járnmuni, þar á meðal skipasaum úr járni, sem þeir fundu við Staunt- onfljót í Viroiníu árið 1946. Halda fornleifafræðingarnir því fram, að þessir forngrip- ir séu leifar af norrænu vík- ingaskipi frá því um 1000 og sönnun þess, að norrænir vikingar lváfi komið til Vir- giníu um Bað leyti. Enginn, sem skrifað hef- ur um Vínlandsferðir Is- lendinga, hefur látið í ljós þá skoðun, að Vínlandsfar- arnir hafi komizt svo langt suður nieð austurströnd Ameríku, að beir hafi komið til Virriníu. En ve! mætti þessi fornleifafundur þar syðra gera söguna um för Bjarnar Breiðvíkingakappa til Hvítra manna Iands og hvarf hans þar trúlegri en almennt hefur verið álitið, að hún væri, hingað til. Landsmenn sækja fil fjárhagsráðs um fjárfestingaleyfi fyrir 5672 fram- kvæmdum, er mundu kosía 750 milj. EF DÆMA MÁ eftir' umsóknum um fjárfestingaleyfi, sem fjárhagsráði hafa borizt á þessu ári, hefur íslenzka þjóðin fullan vilja á að koma upp mannvirkjum, sem mundu kosta 750 milljónir króna á þessu ári. Er það næstum ótrúlegt, að sótt. skuli vera um svo miklar byggingar, þar sem þjóðartekj- urnar eru almennt áætlaðar um 1200 milljónir, og ætti þjóðin því samkvæmt umsóknunum til fjárliagsráðs að hafa hug á að eyða meira en helmingi allra tekna sinna til ýmiss konar | bygginga. Til þess að framkvæma allt það, sem sótt var um, hefði þurft 152 900 lestir af sementi, en það er þrisvar sinnum meira en unnt hefur verið að flytja inn síðusíu ár. Um þessar gífurlegu um- sóknir segir fjárhagsráð í yfir- liti um fjárfestingamál, sem gert var í síðast liðnum mán- uði: Umsóknirnar ,,ættu að sýna nokkurn veginn hver vilji landsmanna hefur verið til ýmiss konar framkvæmda og vera mynd af því, sem byrj- að hefði vrið á, ef engar höml- ur hefðu verið á fjárfestingu. Þó verður að skoða það með varúð, því að bæði sækja menn stundum um levfi ein- mitt af bví að hömlur eru á, og auk þess hafa ýmsir hug á framkvæmdum, sem ekki verð- ur úr af ýmsum ástæðum. En þrátt fyrir allt þetta eru um- sóknirnar yfirleitt spegilmynd af vilja þjóðarinnar, bæði því opinbera, félaga og einstak- linga.“ Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig umsóknir þær, sem fjárhagsráði hafa borizt í ár, rkiptast milli hinna ýmsu fram- kvæmda: Tala Kostn. umsókna millj. íbúðarhús 2867 386,1 Útihús 1826 38,5 Verzl.byggingar 109 31,7 Olíustöðvar 67 11,1 Iðnfyrirtæki 186 47,9 Framl.fyrirtæki 131 48,4 Opinberar byggingar 318 91,2 Op. verkl. framkv. 168 94,4 Ailt tai um samstarf við fomsty* menn Framsóknar er fjarstæöa.44 KOMMÚNISTÁR falast nú ákaft eftir þátttöku í svo- kallaðri vinstri stjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar, og í fyrrakvöld létu þeir 34 fylgismenn sína í fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík samþykkja beina áskorun lil Framsóknarflokksins, Alþýðuflokksins og „Sósialista- flokksins“ um myndun slíkrar stjórnar, svo og fyrirheit um að styðja hana. Það söng öðru vísi í tálknum kommúnista, þegar páfi þeirra, Brynjólfur Bjarnason, gaf út „fræðslurit“ sitt „um þjóðfélagsmál 2: Samningarnir um vinstri stjóm“, árið 1943. Þar sagði Brynjólfur: „Það er bezt að segja það strax, að allt tal um samstarf milli Sósíalistaflokksins og forustumanna Framsóknarflokksins, Ilermanns Jónassonar, Jónas- ar Jónssonar og Eysteins Jónssonar er fjarstæða. Það er fjarstæða vegna þess, að stefna Sósíalista- flokksins og stefna þessarra manna eru algerar and- stæður. Hermann Jónasson og Jónas Jónsson eru og verða forvígismenn stríðsgróðavaldsins. Sósíalista- flokkurinn er og verður fulltriii alþýðunnar til sjávar og sveita. Ráð Framsóknarflokksins gegn dýrtíðinni er kaupkúgun, þvingunarvinna, kaupþvingunarlög og skipulagning atvinnuleysis. Þjóðin hefur allt of dýrkeypta reynslu fyrir því, hvernig þessi ráð hafa gefizt.“ Þannig talaði Brynjólfur Bjarnason, forustumaður kommúnista, fyrir sex árum. Ekki er vitað til þess að Framsóknarflokkurinn hafi tekið neinum breytingum til batnaðar síðan; en engu að síður bjóða kommúnistar sig nú Hermanni Jónassyni í samstjórn undir forsæti hans og láta engan dag svo hjá líða, að þeir svívirði ekki Al- þýðuflokkinn fyrir að vilja ekki vera með í slíkri stjórn! m Það eru heilindi þetta, eða hitt þó heldur! Samtals 5672 749,4 Það er auðséð, að slík fjár- festing, ef á öllu væri byrjað, rnundi ekki ná neinni átt, og mundi gjaldeyrir hvergi nærri íirökkva til, svo að efnisskort- ur og stöðvun flestra fram- kvæmda mundi leiða af. Vafa- Frámh. af 1. síðu. laferli gep fyrrv. vara forsæiisráðherra Búlgaráu Sakaður um „títóisma“, en var fasisti, segir biað Titós, og er nú kommúnisti! , » --------------»....... „RUDE PRAVO“, aðalmálgagn tékkneska kommúnista- flokksins, flutti há frétt fyrir nokkrum dögum, að fyrrverandi varaforsætisráðherra Búlgaríu, Kostov, verði leiddur fyrir rétt innan skanuns, sakaður um „títóisma“, svo og ýmsir fleiri af áhrifamönnum húlgarska kommúnistaflokksins. Heimild blaðs- ins fyrir fréttinni er útvarpið í Sofía, en samkvæmt upnlýsing- um þess er Kostov og félögum hans gefið það að sök, að þeir hafi unnið að því að spilla vináttu Rússlands og Búlgaríu og koma ætílandi sínu undir yfirráð heimsveldissinna Vestur- veldanna! Forustumenn búlgarska aríu og kommúnistaflokkinn kommúnistaflokksins hafa lýst þar í tilefni af málaferlunum yfir því, að auðvitað muni gegn Kostov og þeim, sem séu fjandmenn ,,alþýðulýðveldis- samsekir honum. „En þegar á- ins“ í Búlgaríu nota tækifærið kæran verður gerð heyrinkunn og hefja nýjar árásir í Búlg- Frb, a S. 6ÍSu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.