Alþýðublaðið - 20.11.1949, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Qupperneq 3
Sunnudagur 20. nóv. 1949 ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 FRÁMORGNITIL KVÖLDS 1 ÐAG er sunnudagurinn 20. nóvember. Fæld sænska skáld- konan Sehna Lagerlöf árið 1858. Látinn rússneski rithöf- undurinn Leo Tolstoy árið 1810. Vasco da Gama siglir fyrir Góðravonahöfða '1497. Sólarupprás er kl. 9.11. Sól- arlag verður kl. 15.15. Árdegis- háflæður er kl. 5.05. Síðdegis- há.flæður er kl. 17.28. Sól er hæst á lofti í Rvík kl. 12.13. Helgidagslæknir: Úlfar úórð- arson, Bárugötu 13, simi 4738. Næturvarzla: Ingólfs apótek, BÍmi 1330. Næturakstur í nótt og aðra nótt: Bifreiðastöð Hreyfils* sími 6633. Söfn og sýningar Reykjavíkursýningin opin kl. 14—23. Málverkasýning Gunnars Gunnarssonar £ Listamanna- skálanum: Opin kl. 11—23. Málverka- og höggmiynda- Býning Sigurjóns Ólafssonar og Jóhannesar Jóhannessonar að Freyjugötu 41: Opin kl. 13—23. Safn Einars Jónssonar: Opið kl. 13,30—15,30. Náttúrugripasafnið: Opið kl. 13,30—15, hjóðminjasafnið: Opið kl. 13- 15. ÚTVARPIÐ - Halldór Kiljan Laxness les upp úr kvæðakveri sínu í útvarpið í kvöld. 20.20 Einleikur á fiðlu (Þórir Jónsson): a) Weber- Burmester: Vals ny. 2. — b) Kreisler: „Ástarsorg'1. •—- c) Thomas: ,,Simple Aveu“. 20.35 Erindi: Brennivín og bíndindi (Oscar ’Clausen rithöfundur). 21.00 Einsöngur: August Grie- bsl óperusöngvari syng- ur; við hljóðfærið dr. Victor Urbantschitsch (nýjar plötur): a) Schu- bert: ,,Der Dobbelgang- er‘‘. b) Sami: „Trockene Blumen.“ c) Hugo Wolf: ,.Der Musikant.'1 d) Sami: „Erschaffen und Beleben.11 e) Sami: „Der Freund.“ f) Sami: „Der Schreckenberger.“ g) Carl Loewe: „Kleiner Haushalt.“ h) Sami: „Hochzeitslied.“ 21.30 Upplestur: Halldór Kilj- an Laxness rithöfundur les úr kvæðakveri sínu. 21.45 Tónlsikar: Sónata í A- dúr (K 331) eftir Mozart (plötur). 22.10 Danslög (plötur). r Utvarpsskák. 1. borð: Hvítt: Reykjavík. Jón Guðmundsson og Konráð Árna- son. — Svart: Akureyri: Jón Þorsteinsson og Júlíus Bogason. a b c d e f g h M íliál «71 ^ | Hf É iiil ■ i y/m. j; JL , /' ; m II þ: > i Wí Wk '■ ^tóiíl M Sf co m ^ým. .&« • M | jr # é m i H' Hvítt; Svart: 1. d2—d4 d7—d5 2. c2—c4 döxc4 3. Rgl-—f3 a7—a6 4. a2—-a4 Rg8—f6 5. Ddl—c2 c7—c5 Brúðkaup í dag verða gefin saman í band af síra Bjarna Jónssyni Guðrún hjúkrunarkona Jóns- dóttir, Guðjónssonar fyrrum bæjarstjóra á ísafirði og Jón húsasmíðameistari Halldórsson, Jónssonar á Arnagerðarevri. í dag verða þau stödd í Faxa- skjóli 18. Fyrirlestrar Háskólafyrirlestur um „vís- indalegt þjóðfélag11 flytur pró- fessor Gylfi Þ. Gíslason í dag kl. 2 í hátíðasal Háskólans. Öll- um heimill aðgangur. Messur á morgun Laugameskirkja. Messa kl. 2 e. h. Barnaguðsþjónústa kl. 10. Síra Garðar Svavarsson. Dómkirkjan. Messað á morg- un kl. 11, séra Jón Auðuns; kl. 5 sérá Bjarni Jónsson (altaris- ganga). Nesprestakall. Msssað í Mýr- arhúsaskóla kl. 2,30. Séra Jón Thorarensen. Hallgrímskirkja. Messa kl. 11. Sr. Sig. Árnason. Bamaguðs- þjónusta kl. 2, cant .theol Guðm. Ólafsson. Messa kl. 5 séra Jak- ob Jónsson: Ræðuefni: Þjónýt- ing syndar og sorgar. Fríkirkjan: Messa kl. 2. 50 ára afmælis safnaðarins minnzt. Síra Sigurbjörn Einarsson. Fríkirkjan Hafnarfirði. Mess að kl. 2 e. h. Séra Kristinn Stefánsson. Hafnarfjarðarkirkja: KFUM kl. 10. Kálfatjörn: Messa kl. 2. séra Hálfdán Helgason. CJr öllum áttum Kvenfélag Alþýðuflokksins í. Hafnarfirði heldur bazar í Al- I þýðuhúsinu kl. 8,30 á mánudag.' Meðal annars mikið úrval af alls konar fatnaði. Bazar Kvenfélags Neskirkju verður í Hljómskálanum í dag kl. 3 síðd. Mikið af alls konar prjónavörum og barnafatnaði. Glímufélagið Ármann held- ur hlutaveltu í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar á sunnu- dag kl. 2,30. Þar verður fjöld- inn allur ágætra vinninga svo Bem sjá m áaf auglýsingu hér í blaðinu í dag og af sýnishornum í glugga körfugerðarinnar. Emil Jónsson viðskiptamálaráðherra: Lokasvar til ungfrú Rannveigar Þorsteinsdóttur. í TÍMANUM 6. nóv. s. 1. fer ungfrú Rannveig Þoisteins- dóttir enn á stúfana og hyggst leiða rök að því að meira hafi verið flutt inn til landsins af skammtaðri vefnaðarvöru og búsáhöldum, en fram hafi kom ið út á skömmtunarseðla. Eins og þeir ef til vill kunná að muna, sem fylgst hafa með málfærslu ungfrúarinnar, byrjaði hún með því að full- yrða í útvarpsumræðunum fyrir kosningarnar síðustu, að nægilega mikið hefði verið flutt inn af þessum várningi fil að fylla allt skömmtunar- magnið. Ég svaraði þessu þá begar og sýndi fram á að sam kvæmt skýrslum, sem fyrir lægju um þetta skorti svo tug- um millj. kr. skipti á að þetta hefði verið svo. Á kosninga- daginn 23. október s. 1. end- urtók ungfrúin þessa fullyrð- ingu sína í Tímanum, og rök- studdi hana á þann óvenjulega hátt, að búa sjálf til tölur yfir innflutninginn, og eigna þær síðan hagstofunni. Með þess- ari frumlegu málfærsluaðferð fékk ungfrúin þá útkomu, að skömmtunarvörur fyrir 76 milljónir króna hefðu horfið úr umferð, og vildi láta í það skína, að ég og skömmtunar- stjóri hefðum með lagi komið þessu vörumagni á svarta markaðinn! Þessari grein ung- frúarinnar svaraði ég svo í Al- þýðublaðinu 1. þ. m , sýndi enn frani á að ungfrúin færi með staðlausa stafi, og birti þær einu skýrslur, sem til voru um þetta efni máli mínu til sönnunar. Lét ég þar svo ummælt, að þessar upplýsing- ar væri ekki hægt að hrekja nema ef því væri haldið fram, að skýrslur þær er ég lagði til grundvallar væru rangar eða falsaðar. Hvorugt þetta hefur ungfrúin trevst sér til að gera, en í langlokugrein í Tíman- um 6. þ. m. heldur hún enn áfram sínar eigin götur, býr til tölur, sem hvergi eiga stoð í veruleikanum og leggur svo út af þeim. Hún fullyrðir til dæmis „þangað til nánari skýrslur liggja fyrir“, að það magn af óskammtaðri vefnaðarvöru, sem flutt hafi verið inn und- • 28. og 30. lið verzlunar- skýrslnanna, sé jafn mikið og innflutt hafi verið af skammt- aðri vefnaðarvöru utan þess- ara flokka, án þess að færa ívrir því nokkur rök, og alveg út í hött, því að um þetta er ekki hægt að fullyrða neitt fyrr en skýrslurnar liggja fvr- ir. Hún fullyrðir líka, að út- söluverð vefnaðarvöru yfir- leitt sé 120—180% hærra en cifverðið, og því sé leyfilegt að nota 150 % sem meðaltal. Allt er þetta meirá og minna úr lausu lofti gripið. Þær vör- ur munu að vísu vera til, þar sem útsöluverð er 180%. hærra en cifverð (tollur 60—70% -j- 65 U) en yfirgnæfandi meiri- hluti vefnaðarvörunnar mun > vera með um 120%. álagi og j ýmislegt þar fyrir neðan. Að ! búa sér til meðaltalstölu eins og ungfrúin leyfir sér að gera, 150%, og reikna allt útsölu- verð með þeirri hækkun, er því vægast sagt mjög hæpin aðferð. Birgðir virðist ungfrúin telja aldeilis óþarfar og gefur í skyn, að allt ætti að geta selst upp í topp. Þeir, sem kunnug- ir eru, vita þó, að mikið af birgðunum eru ,,ókurant“ vör- ur, sem fólk alls ekki vill kaupa og að alltaf eru til svo og svo miklar „birgðir“, þó að skortur sé á einstöku vöruteg- undum. Loks hefur ungfrúin það efitr mér, að samtals hafi ver- ið fluttar inn skammtaðar vefnaðarvörur og búsáhöld fyrir 14 millj. kr. rúmar á fyrra helmingi þessa árs. Þetta hef ég ekki sagt, heldur hitt, að á móti 31,2 millj. kr. í seðl- um hafi verið flutt inn á þessu tímabili vörur fyrir um 14 millj. kr. Þar að auki er svo innflutningur ytri fata, sokka o. fl., sem skammtað er í einingum, en ekki á verðmæt- isgrundvelli. Adlt ber þetta að sama brunni. Ónákvæmni og get- sakir eru Uppistaðan í mál- færslu ungfrúarinnar. Að ég þó taldi rétt að svara grein hennar, hinni síðustu, að nokkru, kemur eingöngu til af því, að hún setur fx-am að síðustu nokkrar spurning- ar, sem ég tel rétt að svara, eftir því sem hægt er, því að ég hef skoðað það sem mitt hlutverk að gefa um málið all- ar þær upplýsingar, sem hægt er að gefa, jafnvel þó að ég eigi á hættu að þessar upplýs- ingar séu tortryggðar og rang- færðar, eins og ungfrúin hef- ur gert. En það verður þá að minnsta kosti ekki sagt, að neitað hafi verið að láta í té þær upplýsingar, sem mögu- legt var að fá. Spurningarnar eru þessar: 1. Hve mikið var flutt inn af skömmtunarskyldum vör- um (vefnaðarvöru og búsá- höldum) á tímabilinu 1./10. ‘47 til 1./7. ’49? 2. Hvert er útsöluverðmæti þessarar vöru? 3. Hvað mikið er framleitt af . skömmtunarskyldum vör- um (vefnaðarvöru) úr íslenzku Afgreiðslumannadeild: Aðalfundur deildarinnar verður haldinn n. k. miðvikudagskvöld kl. 8,30 í Baðstofu Iðnaðarmanna. Dagskrá: Samkvæmt félagslögum. Stjórnin. hráefni á nefndu tímabili? 4. Hve mikið var gert ógí'Jt af innkaupaheimildum á síS- asta ári? 5. Hvað reiknast skömmtun srskrifstofunni að mikið vero- mæti hafi verið útistandanc.i 1... 7. :49 í innkaupaheimij T þeírri, sem var s'tofnauki nr. 13? Svörin, sem ég hef fengcð við þessum spurningum, eru bessi: 1. Ef um það er spurt, hve margir metrar af vefnaðarvör- um hafi verið fluttir inn, hve margar skeiðar eða bollar, þá getur enginn aðili á landir.u svarað því. hvorki hagstofan, skömmtunarskrifstofan r.é rokkur annar, einfaldlega cf því, að engar skýrslur en haldnar um slíkt. Slíkar skýrol ur um metratal og stykkjatc! hefðu heldur enga þýðingú i þessu sambandi, né heldur skýrslur urn vigt þessara vara, þar sem þær eru og haía venð skammtaðar á verðmætis- grundvelli. Svar við þessari spurningu verður því að ge:a undir lið 2, þar sem rætt er um verðmætið. 2. Tollafgreiðsluheimildjr fyrir skömmtuðum vefnaðar- vörum og skömmtuðum búsá- höldum frá 1. okt. 1947 til 1. júlí 1949 hefur skömmtunar- skrifstofa ríkisins veitt sem hér segir; og er þá að sjáií- sögðu reiknað með útsöiuver : i varanna, eins og það hefur ver ið samþykkt af skrifstoiu verðlagsstjóra: Almennar skammtaðar vc: i aðarvörur og búsáhöld kr. G4.8 millj. Auk þess tilbúirn ytri fatnaður 61089 einingar, cem reiknast með útsöluveroi kr. 0,7 millj. á yfirstandancli ári. Fram til þessa árs var til- búinn ytri fatnaður reiknaður með hinum almennu skömmt- uðu vefnaðarvörum. Hér bæt- Lst svo við 203.360 pör af sokb- um, sem skammtaðir hafa ver- ið sérstaklega á yfirstandandi ári, og reiknast útsöluverð þeirra 3.0 millj. kx\ ■— Samtels 68.5 milljónir kr. 3. Innlendir dúkar, úr ís- lenzku hráefni að mestu leyti, svo og teppi og slíkt, að svo miklu leyti, sem þessar vörur hafa fallið undir skömmtun- ína, en ekki verið fi'amleidd- ar úr ull, sem látin var til vinnslu í innlendu verksmiðj- urnar, reiknast að útsöluverð- mæti 9.0 millj. kr. Að nokkru leyti er þetta áætlun, einkum að því, er tekur til yfirstand- ondi árs. 4. Reikna rná með, að frarn til 1. jan, 1949 hafi verið feíld- ir úr gildi skömmtunarreitir og skömmtunarheimildii' í þess um skömmtunarvöruflokki, reiknað með útsöluverði 25.0 millj kr. Framlengdir vcru stofnauki nr. 13 í byrjun ýfir- standandi árs, ca. 66000 stofn- aukai', og reiknast þeir með útsöluverði 23.1 millj. kr. 5. Það verður ekki urn það Eagt nú, með neinni vissu, hve mikið var óinnleyst af ytrifáta seðlunum 1. júlí s. I.. sem komu í staðinn fyrir stofnauk.a nr. 13. Ekkert uppgjör (seðia- skipti) hafði fai'ið fram þá. Skömmtunarskrifstofan íeltu' þó líklegt að þá hafi verio á (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.