Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 4
A D*ÝÐ U BLÆ-Ð1Ð Sunliudagur 20. nóv. 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Viðþolslausir ÞJÓÐVTLJINN ber því dag- lega vitni, að kommúnistar eiga enga ósk æðri en að kom- ast í ríkisstjórn með Fram- sóknarflokknum. Þeir eru blátt áfram viðþolslausir, þar eð Framsóknarflokkurinn virðist tregur til þess að taka þá undir pólitískan verndarvæng sinn. Öll ágreiningsatriðin milli Framsóknarmanna og komm- únista frá því fyrir kosningar skipta skriffinna Þjóðviljans engu máli nú •—• eftir kosning- ar. Þeir keppast þvert á móti við að reyna að sannfæra les- endur sína um það, að Fram- sóknarflokkurinn sé sérstök fyrirmynd sem „vinstri flokk- ur“ og telja öll vandkvæði leyst og allt fengið, ef Hermann Jónasson láti ráðherradraum Brynjólfs og Áka eða Einars og Sigfúsar rætast. Hugur kommúnista til Fram- sóknarflokksins kom glögglega í ljós, þegar þeir kusu Stein- grím Steinþórsson forseta sam- einaðs þings eftir að Framsókn- arflokkurinn hafði hafnað boði þeirra um samvinnu við for- setakjörið. Fyrir þeim vakti að s.ýna Framsóknarflokknum auðmýkt og undirgefni í þeirri von, að hann tæki þá í sátt og myndaði með þeim ríkisstjórn. Nú finnst þeim verða dráttur á því, að Hermann Jónasson reynist þeim sá vinur, sem þeir vonuðust eftir. Þess vegna er Þjóðviljinn æfur yfir því, að Tíminn skuli ekki lofa komm- únista og vegsama fyrir lið- veizluna við forsetakjörið, og telur það furðulega ósvífni af málgagni Framsóknarflokks- ins að halda því fram, að ráð- stöfun kommúnistaatkvæðanna við forsetakjörið í sameinuðu þingi hafi verið „algerlega án óska og vitúndar Framsóknar- manna“. Gefur Þjóðviljinn í skyn, að ráðlegast væri fyrir Steingrím Steinþórsson að segja af sér, geti flokkur hans ekki sætt sig við úrslit forseta- kjörsins, og að það yrði síðan endurtekið. Hefur kommún- istablaðið við orð, að kommún- istar muni þá ráðstafa atkvæð- um sínum þannig, að Tíminn telji kosninguna mistakalausa af þeirra háífu! . Orð Þjóðviljans í þessu sam- bandi verða naumast skilin öðru vísi en: svo, að baksamn- ingar um forsetakjörið hafi átt sér stað miíli kommúnista og einhverra af ráðamönnum Framsóknarflokksins. Er ekki ólíklegt, að ýmsar upplýsingar eigi eftir að koma á daginn um þetta efni, ef ást kommún- isfta á Framsóknarflokknum yrði forsmáð. Svo mikið er víst, að Tíminn hefur enn ekki reynt að gefa á því neina skýr- ingu, hvaða þingmenn hafi greitt Steingrími Aðalsteins- syni atkvæði sem varaforseta sámeinaðs þings auk flokks- bræðra hans, en allt bendir til þess, að þrír Framsóknarþing- menn hafi þar verið að verki. Voru þeir að launa liðveizluna við Steingrím Steinþórsson eða aðeins að tjá kommúnistum pólitíska ást sína við leynilega atkvæðagreiðslu á alþingi? Og ekki kemur Hermann Jónasson því smáræði í verk að segja til um það, hvort hann telji kom- múnista samstarfshæfa um stjórn landsins eða ekki. Kommúnistar hafa á úndan- förnum árum gagnrýnt Fram- sóknarflokkinn mjög svo ó- vægilega. Þjóðviljinn gekk svo langt, þegar Framsóknarflokk- urinn var í andstöðu við stjórn Ólafs Thors, sem Brynjólfur og Áki sátu í sællar minningar, að gefa í skyn, að íslenzka þjóðin gæti mætavel komizt af án Framsóknarflokksins ogTímans og hugsaði þá eins og svo oft fyrr og síðar á austræna vísu. Þeir sáu einnig mætavel á- galla stjórnmálamannsins Her- manns Jónassonar, þegar hann setti og framkvæmdi gerðar- dómslögin. En nú er hann erig- ilhreinn í augum þeirra, af því að hann hefur verið þeim fylg- isspakur í utanríkismálum og Iíklegastur íslenzkra stjórn- málamanna til að vilja starfa með þeim í ríkisstjórn eftir að hann hefur glatað trausti og tiltrú annarra. Þess vegna ganga þeir á eftir honum með grasið í skónum og sýna hon- um áleitni, sem ekki á sér hliðstæðu í stjórnmálasögu ís- lendinga. Fátt sýnir betur, hvers konar vinnubrögð komm- únistar viðhafa og hversu á- byrgðarlausir loddarar þeir eru. En vel á minnzt. Hvað kem- ur til þess, að kommúnistar vilja, að Steingrímur Stein- þórsson segi af sér sem þing-| forseti, ef Framsóknarflokkur- i-nn fæst ekki til þess áð launa þeim liðveizluna við hann rriéð því að efna til samstarfs við þá um stjórn landsins? Er það kannski svo, að fyrir þeim vaki að gera nýja tilraun, ef þessi fer út um þúfur? Myndu þeir ef til vill liá máls á því að kjósa Jón Pálmason forseta sameinaðs þings, ef það mætti verða til þess, að fornvinur þeirra, Ólafur Thors, myndaði með þeim ríkisstjórn á eftir? Svarið við þessum spurning- um liggur í augum uppi. Kom- múnistar eru orðnir þreyttir á þeirri einangrun og fyrirlitn- ingu, sem þeir hafa kallað yfir 'sjálfa sig. Þeir hika ekki við að taka höndum saman við fyrri andstæðinga, ef þeir sjá sér leik á borði. Þeir daðra við Framsóknarflokkinn í dag, og þeir eru vísir til að leita eftir pólitískum ástum íhaldsins á morgun. Þeir hafa talið Al- þýðuflokkinn óalandi og óferj- andi. En nú segjast þeir vera reiðubúnir til þess að leggja á- greiningsmálin við hann á hill- una og verða aðili að stjórnar- samvinnu með honum! Komm- únistaflokkurinn er þannig stefnulaus og rótslitinn. En sem betur fer hefur þjóðinni lærzt að skilja, hver eru vinnu brögð og baráttuaðferðir kom- múnista. Þess vegna dettur lýð- ræðisflokkunum ekki í hug að hefja samstarf við þá, og tæki- færissinnaðir ævintýramenn í forustuliði borgaraflokkanna, sem slíks kynnu að óska, þora ekki að opinbera þann vilja sinn af ótta við áfellisdóm þjóðarinnar og álitshnekki sjálfra sín og flokka sinna. En eigi að síður er fróðlegt að fylgjast með atferli kommún- ista þessa dagana. Það er at- Hringurinn Sýning í kvöld kl. 8. Miðasala í dag frá kl. 2. Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn mánudaginn 28. nóv. n. k. í Sjálfstæðishúsinu kl. 20,30 stundvíslega. Dagskrá: 1) Venjuleg aðalfundarstörf. 2) Önnur mál. Félagar sýni skírteini við innganginn. STJÓRNIN. Nokkrar stúikur óskast í góðan iðnað í Austurbænum. Upplýsingar í síma 1820. hyglisvert og lærdómsríkt að sjá þetta pólitíska fyrirbrigði halda uppboð á sér og skríða að fótum andstæðinganna grát- biðjandi þá að taka sig í sátt og lofa sér í stjórn. Sigurður bœtirúr öngþveitinu BJARNI: Lastu greinina hans Sigurðar Kristjánssonar fyrr verandi alþingismanns í Morgunblaðinu ? ÁRNI: Nei, ekki var það nú, en ég leit á myndina af hon- um, sem fylgdi. Alltaf er: hann nú laglegur, karlinn. BJARNI: Já, ekki vantar það. ÁRNI: En hvað var hann að bera á borð þarna? BJARNI: Ja, það er nú meiraj en lítið./Hann vill, til þess: að bæta úr öngþveitinu, eins og hann kallar það, breyta kósningalögunum þannig, að sá flokkurinn, sem hefur flest atkvæðin, fái öll upp- bótarsætin, jafnvel þó hann fengi ekki nema eitt atkvæði fram yfir þann flokk, ety næstur honum gengi að at- kvæðamagni. ÁRNI: Já, nú fer ég að skilja. Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn, og meðan hann hefur einn kjósanda fram yfir næst atkvæðá® hæsta flokkinn, er honum með þessu tryggður meiri- hluti í þinginu, og þar með völdin í landinu. Þetta var lagleg bót á þessu öngþveiti þeirra! BJARNI: Já, glíminn er Sig- urður. Sjálfstæðisflokknum yrði með þessu falin völdin í landinu, og tryggð þau, þó að hann færi niður í þriðj- ung kjósenda, ef hann bara er stærsti flokkurinn, og annað betra: Sigurður Krist- jánsson, sem varð að víkja af þingi við þessar kosning- ar, kæmist inn aftur. Sjálf- stæðismenn, sem fengu við kósningarnar um daginn 17 kjördæmakosna þingmenn, myndu,: með þessari ný- breytni Sigurðar, fá öll 11 uppbótarþingsætin í viðbót. Það væri nú aldeilis gusa — og myndu þá vera 28 á þingi, í stað J| nú. ÁRNI: Ja, og Sigurður yrði auðvitað í þessari svörtu bunu, sem hellt væri inn í 'þingið, að kosningum lokn- um. BJARNI: En af hverju kall- arðu bununa svarta? ÁRNI: Já, ég var nú eiginlega ekki að hugsa um Sigurð, þegar ég gerði ráð fyrir að hún yrði mislit. Ég var að hugsa um þessa náunga úr auðvaldsstétt, sem nú leggja flokki sínum stórfé, en eng- ,in leið er að koma á þing. En þarna yrði leið til þess að lyfta þeím upp í þingstólana, þegar kosningarnar væru um garð gengnar, og kjósandinn búinn að tala, og gæti ekki með atkvæði sínu mótmælt ;fyrr en eftir fjögur ár. BJARNI: En eftir á að hyggja. Myndi ekki þetta herbragð Sigurðar geta snúizt á móti honum sjálfum og flokki hans? Myndi ekki þetta geta orðið til þess að minni flokk- arnir gerðu samsteypu, og mynduðu heildarflokk, hversu óeðlileg, sem hún kynni að vera, til þess að komast hjá kúgun stærsta flokksins, svo að hann missti á þann hátt öll áhrif, sem stærsti flokkurinn annars hefur? ÁRNI: Yel er það hugsanlegt, þó að svo ólíklega færi, að svona fyrirkomulag yrði sam þykkt, að stærsti flokkurinn yrði verr settur eftir en áður. BJARNI: Jæja, kannske að Sigurður bæti þá svona úr öngþveitinu! ——:—»..............— Bærinn Hólkot I Ólafsfirði brennur BÆRINN Hólkot í Ólafsfirði brann í fyrradag, en hann var mannlaus, þegar eldurinn kom upp. Hafði bóndinn flutt með fjölskyldu sína af bænum fyr- ir fáum dögum. Hólkot er um 5 km. frá Ólafsfjarðarbæ, og sást er eld urinn kom upp, og fór slökkvi lið Ólafsfjarðar á staðinn. Var baðstofan orðin alelda þegar að var komið og brann allt inn i an úr henni, en frambæinn tókst að verja að mestu leyti. i Kominn heim og tek framvegis á móii sjúklingum í húsi .Búnaðar- bankans 4. hæð. Viðtalstími kl. 4—5 nema laugardaga kl. 1—2. Sími 5353. Ólafur Jóhannsson læknir. Hafnarfjörður heldur bazar n. k. mánu- dag kl. 8,30 s. d. í Alþýðu- húsinu. Meðal annars, mikið af aiískonar fatnaði. Nefndin. Smurf ferauð og sniffur. Til í búðinnl allan daginn. Komið og veljið eða símið. SÍLD & FISKUR.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.