Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 5
Surimidagur 20. nóv. 1949 ALÞÝÐUBTMBIÐ^ ÆSKAN 0G LANDID Útgáfuráð: Stjorn S.U.J. Ritstjóri: Ingólfur Kristjánsson. Háborg sænskrar alþýðumennfun LÝÐHASKÓLINN í BRUNNSVIK í Svíþióð er tal- inn einn allra fremsti ; lýðháskóli á Norðurlöndum, enda er skólastjórinn, Alf Ahlberg, kunnur heimspekingur og sólfræðingur, og allt kennaralið skólans skipað hinum haefustu mönnum. í vetur stundar nám við skólann einn af félögunum í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík, Vilhjálmur St. Vilhjálmsson, og hafði hann lofað að senda æskulýðssíðunni grein um skólann. Fer hún hér á eftir. BRUNNSVIK í nóv. SÆNSKT MÁLTÆKI segir, að barn, sem njóti mikillar ástar foreldra sinna hljóti mörg nöfn. Skólasetrin hér hafa hlotið ýmis glæsileg nöfn, þar á meðal ,,Háborg verkamanna“ og „Háskóli al- þýðunnar". Ég ætla nú að efna loforð, sem ég gaf áður en ég fór að heiman og senda æskulýðssíðu Alþýðublaðsins smágrein um þetta rnikla skólasetur. Skólasetrið stendur í einu fegursta héraði Svíþjóðar, í Dölunum, eða nánar tiltekið euðausturhluta Dalanna, 7 km. frá bænum Ludvika. Það stendur og við vatnið Vásman, í bænum Sörvik, en þar eru um 200 íbúar. Hér umhverfis er allt þakið fögrum og til- komumiklum greniskógi. — Skammt sér fyrir ofan er mik- ill útsýnisturn og sér úr hon- um vítt um dalina og norður til fjallabyggða, en víðsýni er þó ekki eins mikið og heima í fögrum og tærum litum ís- lands. Skógarnir loka fvrir og þrengja sjóndeildarhringinn. I skólasetrinu eru raurjveru- Iega starfandi þrír skólár, og þó ekki allir á sama tíma. Þeir eru lýðháskólinn, skóli fræðslu sambands verkamanná og skóli alþýðusambandsins, eða L.O.-Skolen. Elztur er lýðháskólinn: Lýð- háskólinn í Brunnsvik var stofnaður árið 1906 og var kunnur sænskur menntamað- ur og brautryðjandi í skóla- málum Karl Erik Forslund fyrsti skólastjóri, enda ] aðal- stofnandi hans. í þá daga var pólitísk þröngsýni miklii ofar hjá Svíum en nú er. Verka- lýðshreyfingin og jafnaðar- stefnan voru að ryðja sér til rúms og afturhaldinu f'annst, að of mikið bæri á því að lýð- háskólinn aðhylltist hina nýju stefnu alþýðustéttarinnar, jafn aðarstefnuna. Varð skólinn því fyrir ofsóknum. : Fékk hann því ekki neinn stýrk til starfsins, hvorki frá ríkinu né frá héraðstjórninni. Það var ekki !fyrr en árið 19Í1 að sænska ríkið veitti Honum stuðning. Samstarf milli' skól- ans og verkalýðshreyfjingar- innar varð strax mjög ■ náið. Það bar strax í upphafi á því, að nemendurnir komu flestir frá verkalýðnum og sú ,hefur raunin orðið á síðan og í vax- andi mæli. Þetta varð til þess að tengja skólann og samtök yerkalýðsins óslítandi bönd- Vilhj. St. Vilhjálmsson. um. Það fór líka fljótlega að koma í ljós, að verkalýðsfélög innan alþýðusambandsins fóru að styrkja unga félaga sína til náms við skólann, og varð þetta þýðingarmikið atriði fyrir alla framtíð hans. Það er mjög algengt hér, að nemend- urnir hafi, áður en þeir komu í skólann, staðið framarlega í rtéttarfélögum sínum. Það starf hefur svo orðið til þess, að þeir hafa sótzt eftir meiri þekkingu, svo að þeir væru betur undir áframhaldandi og þýðingarmeira starf búnir. Nemendur eru margir, en þó er aldrei hægt að fullnægja öllum umsóknum. Til dæmis varð í haust að neita helmingi ctærri hópi en hægt var að veita viðtöku. En nú er verið að reisa nýtt og stærra skóla- hús og ætti það að verða til þess að léttara yrði að full- nægja sívaxandi eftirspurn. Meðalaldur nemenda hér við skólann er 25—26 ár, en við aðra skóla er hann 20—21 ár. Stafar það einmitt af því, að r.emendur eru flestir úr iðn- ctéttunum og geta margir ekki sótt menntun hingað fyrr en þeir hafa lokið iðnnámi sínu. Einhverjir kunna að spyrja, hvernig þessir verkamenn geti kostað sig á svona skóla, en það er ólíkt hér og heima, að hér hafa verkamenn ekki úr svo miklu að spila, að þeir geti í raun og veru kostað sig á skóla, jafnvel þótt þeir séu ein hleypir. Vistin hér kostar 950 krónur (sænskar). Verkamönn um hefur verið gert kleift að stunda hér nám með háum styrkjum. Samkvæmt skóla- skýrslum frá síðasta ári nam meðalstyrkur 750 krónum. Þá er rétt að skýra frá því, hvað sé kennt við lýðháskól- ann. Skal ég nú telja upp námsgreinarnar eftir stunda- skrá minni: Menningarsaga, saga Svíþjóðar, trúarbragða- 182 nýir lagar á fæpum mánui -------4------ Þar af eru 148 í þrem af æskulyðs- félöéum ffokksins. 182 NÝIR FÉLAGAR hafa gengið inn í fjögur Al- þýðuflokksfélög á tæplega mánuði, sem Iiðinn er síðan kosningunum lauk. Eru 148 af þessum nýju félögum í æskulýðsamtökum flokksins í Reykjavík, Hafnarfirði og á ísafirði, en 34 í Alþýðuflokksfélagi Akraness. Sýna þessar tölur bezt, hvert svar Alþýðuflokksmanna við kosningaiírslitunum ætlar að verða. Þeir munu nú fylkja sér fastar og betur um flokk sinn og stefnu og hefja stór- kostlega sókn til þess að styrkja flokk sínn og stefnu hans. 182 félagar á tæplega mánuði er aðeins byrjunin. Sókninni verður haldið áfram. saga, saga sænskrar verkalýðs hreyfingar og hinnar alþjóð- legu verkalýðshreyfingar, bók menntasaga, þjóðhagsfræði, félagsfræði, heimspeki, sálar- fræði, enska, þýzka, sænsk mál fræði, reikningur og bók- færsla. Lýðháskólinn starfár árlega frá 2. október til 1. maí. Rektor lýðháskólans er einn af fremstu rithöfundum og Gkólamönnum Svía, dr. Alf Ahlberg. Hann er 57 ára að aldri og var faðir hans '‘prest- ur. Hann útskrifaðist sem fil. cand. í Lundi 1911 og tók doktorsgráðuna 1917. Hann hefur skrifað í stórblaðið Dag- ens Nyheter síðan 1936. Rekt- or varð hann við Brunnsvik 1931, en kennari við skólann hefur hann verið síðan 1927. Hann hefur skrifað margar bækur, en stærsta verk hans er „Filosofiens historie“, og er sú bók notuð við nám í þess- ari grein við alla háskóla landsins. Hér kennir hann sjálfur heimspeki og sálar- fræði. Skóli fræðslusambands verka manna starfar aðeins að sumr- inu til og notar þá húsakynni lýðháskólans. Kennslunni er skipt niður í tímabil (kursus), og starfar hver flokkur í hálf- an mánuð eða svo. Eingöngu, eða svo að segja eingöngu er kennt með fyrirlestrum. ARs eru venjulega 15 kennslutíma bil á ári. Þessi skóli byrjaði sumarið 1923. Helztu stofnendur og. starfsmenn þessa skóla voru (Fvh. 4 7. síðu.) Sfarfshépsr F.U.J. STJÓRN FUJ í Reykjavík og fræðslu- og útbreiðslunefnd félagsins eru nú að undirbúa ýmsa innanfélagsstarsemi fyi’- ir veturinn, og er í ráði að stofna ýmsa starfshópa. Meðal annars munu á miðvikudaginn al annars munu á næstunni hefjast málfundir á vegum fé- íagsins. Þá er í ráði að efna til innanfélags skákmóts, og eru væntanlegir þátttakend ur beðnir að gefa sig fram við Bénedikt Björnsson í skrif- stofu félagsins. Loks verða spilakvöld og saumaklúbbur, og geta þátttakendur gefið sig fram og fengið nánari upplýs- ingar hjá Guðbjörgu Arndals í síma 6724. HLUTAVELTU íeldur Glímufélagið Ármann í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar, Laugaveg 162, í dag kl. 2,30. ■ • ' •■ - _ - 1 • i ■ , i ; ’ ■■ ' : • t Þar verða meðal þúsunda vinninga: H)00 kr. í peninguin. — fs- lendingasögurnar í skraut- bandi. — Flugfar til London eða Khafnar. — Málverk. — Svefnpoki. — Skíði. — Skíðaskór. — Litaðar íjósmyndir. — Kaffi- stell. — Matarstell. — Bókasafn frá Æskunni handa börnum o. fS. o. fl. Ottómanskápur. Engin núll, en spennandi happdrætti, sem dregið verður í af fulltrúa lögmanns strax að hlutaveltunni lokinni þarna á staðnum. Ðynjandi músík allan tímann. — Ekkert hlé. — AIIs konar veitingar allan daginn. Drátturinn kostar aðeins 50 aura, en inngangurinn 1 kr. Reykvíkingar! Látið ekki happ úr hendi sleppa. Lítið í sýningarglugga Körfugerðarinnar 1 dag. Allir á hiutaveitu Ármanus í dag. Glímuféla^ið Ármann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.