Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnu.dagur 20. nóv. 1949 Rerfcjavtkursýnlngin Sunnudagur: Svikmyndasýningar kl. 4, 6 og 10s30. Sýning á gömlum búningum og tízkusýning kl. 9. Barnagæzla kl. 2—6. Mánudagur: Skóladagur. Skoðunarferð í Laugarnesskólann, farið frá jýningunni kl. 3. Sérstök sýning í skóladeildinni um kvöldið kl. 9. Skóla þættir, Jónas B. Jónsson fræðslufulltrúi, Pálmi Hannes- son rektor, Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri. Ný kvikmynd úr barnaskólunum. Sjómannafélag Reykjavíkur heldtír fund í dag í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu kl. 14. (2 síðtí.). Fundarefni. 1. Félagsmál 2. Gengið frá kjöriista til stjórnarkjörs 3. Önnur mál. Fundurinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni dyra- verði skírteini sín. Stjórnin. Auglýsing um lögtök ógreiddra gjalda fil bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Samkvæmt kröfu bæjarstjórans í Hafnarfirði úr- skurðast hér með lögtök fyrir ógreiddum útsvörum til bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, er féllu í gjalddaga 1. marz, 1. apríl, 1. maí, 1. júní, 1. júlí, 1. ágúst, 1. sept., 1. okt. og 1. nóvember 1949. Ennfremur úrskuxðast lögtök fyrir fasteignaskatti og fasteignagjöldum, er féllu í gjalddaga 1. janúar og 1. júlí 1949. Lögtök verða framkvæmd fyrir gjöldunum með dráttarvöxtum og. kostfiaði að átta dögum liðnum frá dagsetningu þessa úrskurðar, verði eigi gerð skil fyrir þann tíma. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði 19. nóvember 1949. Guðm. I. Guðmundsson. Augíýslð f Alþyðublaðlnu ALPHONSE DAUDET lyfseðla og flýtti sér að öðlast fullvissu frá mönnunum tveim viðvíkjandi einkennum trufl- unar í heilanum, sem hafði aukizt og hann taldi vera or- sök notkunar vissra lyfja. Jean og föðurbróðir hans hlustuðu á urgið í penna læknisins, sem sat hreyfingarlaus við skrif- borð sitt og skrifaði langt bréf til starfsbróður síns í Avign- on Þétt augnahárin luktu að miklu leyti litlu hvössu rann- sóknaraugun. Þeir héldu niðri í sér andanum og hlustuðu á urgið í pennanum, sem þeim fannst drekkja öllum hávaða hinnar höfðinglegu Parísar- borgarr Og skyndilega varð þeim augljóst vald nútíma- læknisins — sem var hinn raunverulegi yfirprestm- — ímynd hinnar æðstu trúar — hinnar ósigrandi hjátrúar. Césaire fór út úr húsi þessu alvarlegur og yfirbugaður. „Ég ætla til gistihússins til þess að ganga frá farangrin- um. Ég er hræddur, um, að loftið eigi ekki vel við mig, drengur minn. Dveldi ég leng- ur hér, gerði ég mig að fífli. Ég tek lestina klukkan sjö í kvöld. Viltu bera frænku minni afsökunarbeiðni mína?“ Jean varaðist að segja nokk- uð til þess að halda lengur í hann, þar eða hann óttaðist, árangurinn af bamaskáp og léttúð föðurbróður síns. Og næsta morgun var hann að óska sjálfum sér til hamingju með þá vitneskju, að Césaire væri kominn undir vemdar- væng Divonne á ný, þegar hann birtist sjálfur skyndi- lega. Svipur hans var dapur- legur og föt hans í megnustu óreiðu. „Guð almáttugur! Hvað hef- or komið fyrir þig, föðurbróð- ir minn?“ Hann hneig niður í hæg- indastól, orðlaus og máttlaus í fyrstu, en jafnaði sig smám saman. Césaire játaði að hafa hitt gamlan vin frá yngri ár- um þeirra Courbebaisse, einn- ig að hafa neytt of ríkulegs kvöldverðar og tapað átta þús- und frönkunum í spilavíti um nóttina. Ekkert eftir, ekki grænn eyri! Hvernig gat hann farið heim og sagt Divonne þetta? Og kaupin á Piboulette- eynni. Skyndilega greip Sunn- lendinginn nokkurs konar æði, hann grúfði andlitið í höndum sér, stakk þumalfingrinum í eyrun, ýlfraði, snökti, bölvaði sjálfum sér í sand og ösku, og veitti iðrun sinni útrás í einni allsherjar játningu, sem tók til allrar ævi hans. Hann var smán og bölvun fjölskyldunn- ar. Ættingjarnir hefðu rétt til þess að eyða slíkum einstak- lingum sem úlfum, er þeir birtust í fjölskvldunni. Hvar væri hann nú án örlætis bróð- ur síns? Á galeiðum með þjóf- um og fölsurum. ,,Ó, föðurbróðir minn!“ hróp aði Gaussin óumræðilega ör- vinglaður og reyndi að fá hann til að hætta. En hinn yildi hvorki sjá né heyra, heldur vár ánægja að hinni opinberlegu yfirlýsingu á glæp sínum, sem hann lýsti í hinum ýtarlegustu smáatrið- um, en Fanny starði á hann á meðan. Hún vorkenndi hon- um sáran,' en sú vorkunsemi var blandin aðdáun. Hann var að minnsta kosti ástríðu- fullur náungi, einmitt þannig vandræðagripur, sem henni geðjaðist að. Vandræði hans fengu mjög á hana, og hún reyndi að finria einhver ráð honum til hjálpar, þar eð hún var gó^lynd mannéskja. En hvað gat hún gert? Hún hafði ekki hitt neinn í heilt ár og Jean hafði engin sambönd. Skyndilega kom nafn Déche- lettes upp í huga hennar. Hann var vafalaust í París þessa stundina og hann var svo góð- hjartaður náungi! „En ég þekki hann varla neitt“, sagði Jean. „Ég skal sjálf fara til hans“. „Hvað! Er þér alvara?“ „Hvers vegna ekki?“ Augnaráð þeirra mættist og þau skildu hvort annað. Ðéche- lette hafði einnig verið elsk- hugi hennar, elskhugi eina) nótt — nótt, sem hún mundi varla eftir. En hann gleymdi aldrei neinni þeirra. Þær voru allar skrásettar í röð og reglu í höfði hans líkt og dýrðling- ar á dagatali. „Sé þér skapraun að því“, hóf hún máls dálítið vand- ræðaleg. Meðan á þessum stuttu samræðum stóð, hafði Césaire hætt ýlfri sínu, en er hér var komið, sendi hann þeim slíka örvæntingarfulla og biðjandi augngotu, að Jean lét undan og gaf samþykki sitt, þótt hann biti á jaxlinn. Hve þeim báðum fannst þessi klukkustund óendanleg! Þeir voru utan við sig vegna hugsana, sem þeir létu ekki uppi hvor við annan. Þeir hölluðu sér fram á svalahand- riðin og biðu þess, að konan kæmi aftur. „Býr þessi Déchelette langt í burtu?“ „Nei, í Rómarstræti, aðeins steinsnar í burtu“, svaraði Jean grimmilega, því að hon- um fannst Fanny ekki vera að fiýta sér heim. Hann reyndi að hugga sig við kjörorð verk- fræðingsins í ástamálum: „Enginn morgundagur‘‘. Einn ig minntist hann fyrirlitning- arhreimsins í rödd Déchelett- es, er hann talaði um Sappho sem útdauða stjörnu í heimi daðursins. En stolt elskhug- ans gerði uppreisn gegn slíku, og hann hefði næstum getað óskað, að Déchelette fyndist hún enn þá fögur og girnileg. Ó, hví þurfti þorskhausinn hann Césaire gamli að ýfa þannig upp öll sár hans á nýj- an leik? Loks sást kápa Fanny sveifl- ast fyrir götuhornið. Hún snéri heim öll eitt sólskins- bros. „Það er allt í lagi. Ég hef peningana“. ■ Þegar breitt hafði verið úr átta þúsund frönkunum fyrir framan Césaire, grét hann af gleði, vildi endilega skrifa kvittun, ákveða upphæð vaxt- anna og greiðsludaginn. „Þess gerist ekki þörf, frændi. Ég nefndi alls ekki nafn þitt. Ég er sú, sem pen- ingamir voru lánaðir, og þú getur skuldað mér þá eins lengi og þú vilt“. „Slík þjónusta“, svaraði Césaire utan við sig af þakk- læti, „greiðist með vináttu, sem aldrei lýkur“. Gaussin fylgdi honum á járnbrautar- ______ Félagslíf___________ Ármenningar. Stúlkur og þiltar úr öllum íþróítaflokk- um félagsins munið að mæta kl. 2 á sunnudag til þess að hjálpa til við hlutavélt una. Mætið öll í samkomusal Mjólkurstöðvarinnar stundvís lega kl. 2. Stjórnin. Æskulýðsvika KFUMogK Samkoma í kvöld kl. 8.30. Sr. Friðrik Friðriksson talar. Allt ungt fólk velkomið. Ferðafélag Islands endurtekur skemmti- fundinn, er haldinn var 7. nóv. s. 1. næstkom. mánudagskvöld þ. 21. nóv. 1049 í Sjálfstæðishús- inu. Árni Stefánsson bifreiða- virki sýnir litkvikmynd „Með Súðinn til Grænlands“. Srefá.n Jónsson fréttaritari segir frá ferðinni. Húsið opnað kl. 8.30. Dansað til kl. 1. Aðgöngumið- ar seldir í bókaverziur?um Sigfúsar Eymundssonar pg ísafoldar á mánudaginn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.