Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. nóv. 1949 ALÞYCUBLAÐIÐ 7 Skólaselrið Brunns- vík Frh. af 5. siðu. Richard Sandler, fyrrverandi ráðherra og núverandi lands- höfðingi, en hann hefur komið til íslands, og Yngve Hugo. En þeir voru þá báðir kennarar við lýðháskólann. Tilhögun kennslunnar er þannig, að á hverju kennslutímabili er tek- íð fyrir aðeins eitt efni og eru þessi helzt. Þjóðhagsfræði fé- lagafræði (þ. e. stjóm og rekst- ur félaga), saga verkalýðs- hreyfingarinnar, saga sam- vinnuhreyfingarinnar eða önn ur slík efni. Nemendur við þennan skóla eru um 400 á 'hverju sumri. Að endingu er svo yngsti ■skólinn, skóli alþýðusambands ins, „LO-skolen“. Á þingi al- þýðusambandsins árið 1926 kom fram tillaga um stofnun ■ skóla, þar sem félagar úr verka lýðsfélögunum gætu fengið góða fræðslu um starf og rekstur félaganna. — Tillagan var samþykkt, og sumarið 1929 var skólinn vígður og fyrsti nemendahópurinn settist á skólabekkina. Fyrsti skóla- stjórinn var S.igfrid Hansson, bróðir Per-Albins, hins látna foringja jafnaðarmanna og for sætisráðherra. Nemendur eru allt að 900 á ári hverju. Skól- inn starfar í stuttum og löng- um kennslutímabilum. Á hverju sumri er kennslutíma- bil, sem stendur í 13 vikur, annað á haustin, sem stendur í hálfan mánuð. Þann tíma, sem alþýðusambandið notar ekki húsakynnin, fá ýmis verkalýðsambönd þau til af- [ nota. En hvert námskeið þeirra stendur í hálfan mán- uð. Má því segja, að þessi skóli starfi árið um kring. Á sumrin er kennd: stjórn og rekstur verkalýðsfélaga, saga verkalýðshreyfingarinn- ar og dægurmálabarátta þeirra, þjóðhagsfræði, félags- fræði, félagsmálalöggjöf, jafn- aðarstefnan, alþjóðleg verka- lýðsaga, sænska og bókfærsla. LO-skólinn hefur enga fasta kennara. Öll kennsla fer fram eins og í hinum tveimur. í fyrirléstrum. Hin tvö tímabil- ! in er kennt hið sama, en ekki farið eins nákvæmlega út í einstök atriði. Allt kennslu-1 gjald er greitt af alþýðusam- bandinu, en fæði og húsnæði ; borga nemendurnir sjálfir. Félagslíf er mjög fjörugt í lýðháskólanum, sem ég er í, umræðuffundir oft, og þá I deilt hart um ýmis þau mál, ■ sem efst eru á baugi, en allt- af haldið sér við málefnin sjálf —- og gætum við íslend- ingar í því efni margt lært. Hér eru nær allir alþýðuflokks menn. Fyrir fáum dögum stofnuðum við sérstakt félag ungra jafnaðarmanna við skól ann, og tókum einnig félaga frá Sörvik, þó að þeir séu ekki í skólanum. Við vorum tólf saman, en nú eru allir nem- endurnir komnir í það, nema tveir. Þá eru skemmtikvöld með upplestrum og ýmsu, sem er skemmtilegt. Mjög strang- ar reglur gilda hér um alla hluti, en hlýðnin við þær kemur af sjálfu sér, því að hér er rektor ekki lögreglustjóri, kennararnir ekki lögreglu- þjónar — og nemendurnir al- mennir borgarar. Héru eru all- ir ein heild. Þetta eru þá þeir þrír skólar, sem starfa í Brunnsvik, ,,Há- borg verkalýðshreyfingarinn- ar“ Og ég vil að lokum segja, að Brunnsvik hefur haft mikla þýðingu fyrir sænsk alþýðu- samtök og fjölmargir af leið- togum þeirra hafa notið þar menntunar. Hvenær eignast íslenzka al- býðuhreyfing sinn skóla? Vilhj. St. Vilhjálmsson. Gunnlaugur Kristmundsson, fyrrverandi sandgræðslustjóri, andaðist að Landsspítalanii.m laugardaginn 19. þ. m. Bálför hans verður auglýst isíðar. Ásgeir G. Stefánsson. Innlfutningur og sköfflinlunarmagn Framh. af 3. síðu. milli 40 og 50 þúsund slíkir ytrifata seðlar óinnleystir, sem reiknast mættu þá með útsöluverði allt að 17,5 millj. kr. Niðurstaðan verður hin sama og áður. Það skortir mjög mikið á að flutt hafi ver- ið inn af þessum vörum nægi- lega mikið til að fullnægja skömmtunarmagninu. Þetta er viðurkennt af öllum, sem til þekkja, að því er tekur til inn- flutningsins 1948. Á árinu 1949 átti að gæta þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur. Leyfis- veitingar hafa eigi að síður verið svo seint á ferðinni, að útkoman fyrri hlirta ársins hefur verið eins og áður er lýst, mjög á sama veg, en von- andi er að úr þessu rætist eitt- hvað á síðari hluta ársins. Ég geri ekki ráð fyrir að eiga frekari orðastaS við ung- frúna um þetta, nema sérstpkt tilefni gefist til. Og frýjuorð hennar um drembilæti, aðstoð við svarta markað o. fl. læt ég mig engu skipta, því að hún veit að hvort tveggja er jafn mikill tilbúningur og tölurn- ar, sem hún sjálf hefur búið til og eignað öðrum. __________Emil Jónsson. Auglýsið í Alþýðublaðinu! í nýrri útgáfu Guðna Jónssonar Koma út á vegum íslendingasagnaútgáfuimar um mánaðamótin nóv.—des, EDDURNAR verða í fiórum bindum. EDDUKVÆDI (Sæmundar-Edaa) tvö bindi, SNORRA-EDDA eitt bindi og EDDULYKLAR (skýringar og bókmenntaþættir) eitt bindi. í Eddukvæðunum eru, auk þess, sem er í útgáfu Sigurðar Kristjánssonat: Hjábnarskviða, Hervarðarkviða, HlöðskviSa, Hálfsrekkaljóð, Heið- reksgátur, Eddubrot. Vegna þessa mikla efnis munu Eddukvæðin verða í tveim bindum. Fjórða bindi, Eddulyklar, er skýringarbindi fyrir Eddurnar. í því ei*u Bókmenntaþættir um hvert kvæði, svo efnið verður mun aðgengilegra fyrir almenning, þá orðasafn fyrir Eddurnar ásamt tilvísun hvar orðin koma fyrir og í hvaða merkingu, vísnaskýringar og Nafnasltrá við báðar Eddumar. EDDU-útgáfa þessi er ekki að stafsetningu eins forn og torskilin s,em eldri útgáfur, því áð ritháttur handrita hefur ekki verið fymdur, eins og áður hefur tíðkast. Þetta mun því verða hin langaðgengilegasta og um leið liandhægas ta Eddu-útgáfa handa íslendingum, sem til er og sú læsilegasta. Hinn vinsæli listmálari Hálldór Pétursson hefur gert titilsíðu og s aurblaðateikningar smekklega að vanda. Finnbogi Guðmundsson cand. mag. og Hermann Pálsson cand. mag. hafa aðstoðað Guðna Jónsson við útgáfu þessa. Að baki þessarar útgáfu liggur óhemju vinna, því allt var gert til þess að Eddurnar gætu komið að sem beztum notum, bæði til lestrar fyrir almenning og til notkunar í skólum. En þrátt fyrir það og hækkandi verðlag á bókum munu Eddurnar verða seldar til áskrifenda á kr. hugsað sér að eignast þennan EÐA SKRIFIÐ Túngötu 7. — Pósthólf 73. — Sími 7508. — Reykiavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.