Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 20.11.1949, Blaðsíða 8
Cerizt áskrifendor að Alfjyðubiaðinu. Alþýðublaðið inn á hvert heimili. Hringið í síma 4900 eða 4906. Börn og ungliogar, Kocmið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ J Allir vilja kaupa J ALÞÝÐUBLAÐIÐ J Þriðja bindi riSia 18 œvisöguþœttir og minningargreinar. ÞKIÐJA BINDI ritsafnsins „Merkir íslendingar“ er komið ■ út, en það flytur ævisögur og minningargreinar, og hefur Þor- kell Jóhannesson prófessor ritstjórn þess á hendi. Eru í þessu þriðja bindi ritsafnsins prentaðir 18 ævisöguþættir. Af þáttum þessum hafa þrír eigi verið prentaðir áður, nokkrir birtast í inýrri, endurbættri útgáfu og um suma þættina mun mega full- yrða, að aðeins örfáir bókalesendur hafi átt þess kost að kynn- así beim áður. --------------------------- ♦ Ævisöguþættirnir í þessu þriðja bindi „Merkra íslend- inga“ eru eftirtaldir: Brynjólf- ur Sveinsson, eftir Torfa Jóns- son; Bjarni Nikulásson, eftir hann sjálfan; Jón Jónsson, eftir hann sjálfan; Stefán Þór- arinsson, eftir Gísla Brynjólfs- son; Sveinn Pálsson, eftir hann sjálfan; Björn Ólsen, eftir hann sjálfan; Björn Hjálmarsson, eftir hann sjálfan; Jón herkel- sen, eftir Steingrím Jónsson; Feðgaævir eftir Boga Bene- diktsson: Bogi Benediktsson, eftir hann sjálfan; Jón Therkel Fr. Vídalín, eftir Pétur Eggerz; Steingrímur Thorsteinsson, eftir Harald Níelsson; Jón Bjarnason, eftir Þórhall Bjarnarson; Júlíus Havsteen, eftir Klemens Jónsson; Þór- kallur Bjarnarson, eftir Magnús Helgason; Tryggvi Gunnars- son, eftir Klemens Jónsson; Friðrik Bergmann, eftir Bene- dikt Sveinsson og Jón Ólafs- Eon, eftir Þorstein Gíslason. WoRDMANSSLAGET í Reykjavík heldur fyrstu skemmtisamkomu vetrarins, fyrir meðlimi félagsins og aðra Noregsvini í Tjarnareafé ann- að kvöld kl. 8,30. Á skemmtikvöldinu flytur Hákon Bjarnason skógræktar- stjóri .erindi. Þá verður sýnd kvikmynd frá norsku skóg- græðslunni hér í sumar, og loks verður stiginn dans. Aðgöngumiðar að skemmt- uninni verða seldir hjá L.H. Möller. Ágóðann af skemmt- unni verður varið til sgógrækt ar á íslandi. Alþingtsmenn skoða Reykja- víkursýninguna FORSTÖÐUNEFND Reykja víkursjmingarinnar bauð al- þingismönnum að skoða sýning una í gær, og bauð Vilhjálmur Þ. Gíslason, forrnaður sýning- nrnefndarinnar gestina vel- komna, en síðan var gengið um sýninguna undir leiðsögn Vil hjálms og Sigurðar Eyjólfsson ar framkvæmdarstjóra sýning- arinnar. Á eftir var alþingismönnum boðið til kaffidrykkju í veit- ingasalnum, og þar flutti for- seti sameinaðs þings, Steingrím ur Steinþórsson ræðu, og þakk aði fyrir boðið, og fór um sýn inguna nokkrum orðum. Lét hann þá ósk í ljós, að framfar ir í Reykjavík heldust sem mest í hendur við framfarir í öðrum byggðum landsins. Fjárfeslingin (Frh. á 8. síðu.) Eamt má einnig telja, að unnt yrði að fá lánsfé, ef lagt væri > allt þetta, og loks yrði vafa- laust mannekla í allar þessar IWögmgar. Það er því starf fjárhagsráðs að sníða þjóðinni ctakk eftir vexti í þessu efni, leyfa hið nauðsynlegasta í sam- ræmi við það efni, sem unnt er að flytja inn á hverjum tíma. Þetta nýja bindi af „Merk- um íslendingum“ er 442 blað- síður að stærð. Bókin er prent- uð í Alþýðuprentsmiðjunni, en útgefandi er Bókfellsútgáfan. Ytri frágangur bókarinnar er með miklum myndarbrag. Spila- og skemmli kvöld Alþýðu- flo ALÞYÐUFLOKKSFE- LAG REYKJAVÍKUR held ur spila- og skemmtikvöld næstkomandi þriðjudags- kvöld kl. 8 stundvíslega í Alþýðuhúsinu við Hverfis- götu. Til . skemmtunar verður Fyrst spiluð félagsvist, þá verður stutt ræða, og loks leikur MAJ-tríóið og Sigrún Jónsdóttir syngur með. Þjóðin setti met í gifíingum o barneignum á síðastliðnu ari Skilnaðir voru 92 á árinu, og óskilgetif börn fæddust þriú á hveriym degi! Vann fiugfar fil og frá Kaupmannahöfn GUÐMUNDA SIGURÐAR- DÓTTIR, Vesturgötu 46 Akra nesi vann flugfarið til og frá Kaupmannahöfn í happdrætti Sambands íslenzkra berkla sjúklinga, sem efnt var til í cambandi við berklavarnadag- inn síðasta. Eins og kunnugt er voru merkin, sem seld voru þann dag tölusett, og giltu sem happdrættismiði, en vinning- urinn var ókeypis flugferð frá Reykjavík til Kaupmannahafn ar og heim aftur. Gunnlaugur Krisf- mundsson láffnn GUNNLAUGUR KRIST- MUNDSSON fyrrverandi sand græðslustjóri og kennari í Hafn arfirði lézt í Landsspítalanum í gær, 69 ára að aldri. Þessa merka manns mun nánar verða getið hér í blaðinu síðar. ÍSLENZKA ÞJÓÐIN var með frjósamasta og fjörugastas móti síðast liðið ár, að því er Hagtíðindin leiða í Ijós. Árið. 1948 voru hlutfallslega fleiri hjónavígslur, barnsfæðingar og' sér í lagi fæðingar óskilgetinna barna en nokkru sinni síðast liðinn aldarfjórðung, ef ekki lengur. Síðasta hefti Hagtíðinda birt* ir skýrslur yfir hjónavígslur, fæðingar og manndauða á ár- inu 1948. Kemur þar í ljós, að hjónavígslur voru á árinu 1220, eða 8,9 af þúsundi, en hefur samkvæmt skýrslunni ekki verið hærra síðan 1925 en lengra aftur nær skýrslan ekki. Hjónaskilnaðir voru hins vegar heldur færri 1948 en tvö árin á undan, en síðan 1925 hef ur tala skilnaða verið sem hér segir: 1926—30 Meðaltal 29 0,3% 1930—35 39 0,3% 1936—40 45 0,4% 1941—45 62 0,5% 1945 58 0,4% 1946 98 0,7% 1947 111 0,8% 1948 92 0,7% Á þessu sést, að hjónaskilnað i>rír kjönfaðir á- kveðnir við bæjar- stjórnarkosning- ’ arnar 29. janúar i BÆJARSTJÓRN hefur á- kveðið að hafðir verði þrír kjör staðir í Reykjavík við bæjar- stjórnarkosningarnar 29. janú ar næstkomandi, það er í Laug arnesskólanum, Austurbæjar- skólanum og Miðbæjarskólan* um. Borgarritara og forstöðu manni manntalsskrifstofunnar hefur verið falið að gera tillög ur um skiptingu bæjarins í kjörhverfi. vík hálfrar aldar í gær FRIKIRKJUSÖFNUÐUR- INN í Reykjavík átti hálfrar- aldarafmæli í gær, og var þess minnst með samkomu í Frí- kirkjunni og bárust söfnuðin- um margar góðar gjafir. I dag verður þar liátíðaguðsþjónusta í tilefni afmselisins. Síra Sigur björn Einarsson prófessor prédikar. Fríkirkjusöfnuðurinn var stofnaður 19. nóvember 1899, og voru stofnendur 56, en nú eru í söfnuðinum milli 900 til 1000 manns. Fyrsti formaður safnaðarins var Jón BrynjóJfs son, kaupmaður, en núverandí formaður er Sigurður tjfolldórs son, trésmíðameistari, en hann hefur verið í stjórninni í 25 ár og verið formaður síðustu 11 árin. Fyrstu guðsþjónustur safn aðarins fóru fram í Góðtempl- arahúsinu, eða til 1904 er Frí- kirkjan var byggð. Fyrsti prest ur safnaðarins var séra Lárus Halldórsson. Næst kom séra Ólafur Ólafsson, og loks séra Árni Sigurðsson, sem nú er ný látinn. Séra Sigurbjörn Einars son, prófessor gegnir prests- þjónustu fyrir söfnuðinn til ára móta, én þá fara fram prest- koningar. Alls hafa verið fluttar um 3000 guðsþjónustur í Fríkirkj- unni, um 900 börn fermd, fram kvæmdar hafa verið 3200 hjóna vígslur, og 3800 útfarir hafa farið fram þaðan. í gær bárust Fríkirkjusöfn- uðinum ýmsar góðar gjafir, meðal annars málverk af séra Ólafi Ólafssyni fyrruih frí- kirkjupresti frá nokkrum af fermingarbörnum hans 1908, og málverk af séra Árna Sig- urðssyni, og er það gjöf frá KFUM-safnaðarinS. Loks hefur Bræðrafélag fríkirkjusafnaðar ins gefið 7000 krónur. ir hafa farið stöðugt í vöxt undanfarin ár, voru 0,3—0,4 af þúsundi fyrir 1940, en hafa ver ið um 0,7 af búsundi eftir stríð- ið og jafnvel meira 1947, sem virðist vera eitt mesta skilnað- arár í sögu þjóðarinnar. Fæðingar voru 1948 samtals 3820 og mun það einnig vera met, en það er 27,8 af hverju : þúsundi landsmanna. Fyrra metið átti 1927 með 3703 fæð- j ingar eða 27,6 af þúsundi. Andvana fædd börn voru 1948 77 og er það mest, sem orðið hefur síðan 1944, en í ■ þessu efni eru miklar sveiflur frá ári til árs. Óskilgetin börn voru nú í fyrsta sinn í sögu þjóðarinnar fleiri en 1000 — varð 1012 eða næstum því þrjú óskilgetin börn á dag allt árið. Er þetta 26,0 allra fæddra lifandi barna, sem er hæsta prósenttala, er skýrslurnar geta um. íu smyglað inn í Veshir-Þýzkaland NAZISTABLAÐI prentuðu í Brazilíu er dreift út á Vestur- Þýzkalandi, en stjórnin í Bonn og hernámsstjórar Vesturveld- anna vinna að því í sameiningu að komast fyrir það, hvernig því sé smyglað inn í landið og af hverjum. Rekur blað þetta svæsinn Gyðingaáróður og flytur of- stækisfullar níðgreinar um Vesturveldin og hernáms- stjórn þeirra á Þýzkalandi. Máiaferli gegn Kostov í Sofia i Framh. af 1. síðu. og sönnunargögnin lögð fram, munu samt allir sannfærast um, hver hafi verið iðja Kost- ovs og klíku hans“. Kostov var vikið úr miðstjórn búlgarska kommúnistaflokks- ins 26. marz í vetur og settur af sem varaforsætisráðherra 17. apríl. SAKAÐUR UM FASISMA. ' ,,Borba“, aðalmálgagn komm únistaflokksins í Júgóslavíu, neldur því fram, að það hefði átt að leiða Kostov fyrir lög og dóm fyrir mörgum árum, þar eð hann hafi verið hand- bendi fasista, meðal Búlgaría var hersetin af Þjóðverjum. Segir „Borba“, að Kostov hafi framselt fjölda flokksbræðra sinna í hendur fasistum og þar með ofurselt þá pyndingum og dauða. KOSTOVISMI TÍTÓISMI! EKKI Forustumenn búlgarskra kommúnista vilja ekki flekka sögu Búlgaríu með því að kalla Kostov og félaga hans „tító- ista“, en Chervenkov varafor- sætisráðherra hefur valið þeim smánarheitið ,,kostovistar“, Hef ur hann komizt svo að orði, að „kostvisminn" eigi engan rétt á sér í búlgörskum stjórnmái- um „þar eð hagsmunir Rúss- lands og Búlgaríu fari saman í ejnu og öllu“.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.