Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 1
r afur Thors myudar minnihlutasfjórn leggur ráðherralista sinn fyrir forseta Islands eftir helgina Liparítnáman í Hvalfirði SAMKVÆMT TILKYNNINGU frá forsetaritara í gærkvöldi tjáði Ólafur Thors, fomiíaður Sjálfstæðis- flekksins, forseta ísiands i gær, að hann myndi taka að sér að mynda stjóm, svo sem fcrsetinn hefði farið fram á við hann. Segir í tilkynningu forsetaritarans, að Ólafur Thors muni leggju ráðherralista sinn fyrir forsetann í fyrri hiuta hessarar viku. liiparítið sést ofan við ísinn á læknum á miðri myndinni, s • þar sem krossinn er. a Liparífvinnsfi ar mjög mikinn gja Talið, sð sparnaðyrinn muni nenia meira en háifri mill'ón króna á ári. SUMT AF LIPARÍTINU Á LITLA-SANDI í Hvalfirði inniheldur kísilsýru, sem svarar 84 hundraðshlutum þess, og ekki er vitað til að fundizt hafi hér á landi liparít með eins miklu magni af því efni. Sementið verður ódýrara, sé notað þetta íslenzka hráefni, heldur en ef erlendur kísilsandur væri hafður til framleiðsluunar, auk gjaldeyrissparnaðar, er nemur meira en hálfri millión á ári. Dr. Jón E. Vestdal, formað- ur sementsverksmiðjustjórn- ar skýrði Alþýðublaðinu frá þessu í gær. Svo sem frá hefur verið íikýrt í Alþýðublaðinu áður, er íslenzkur leir mjög snauð- ur af kísilsýru, og þurfti því að blanda í hráefni sementsins einhverju kísilsýruríku efni. Ýmsar leiðir til að útvega slíkt efni komu til álita. Var talið mögulegt að nota hverahrúður frá Geysi í Biskupstungum eða úr Ölfusi og einnig kísil- leir frá Lögbergi, en hvort tveggja þótti óhentugt, meðal annars vegna flutningsörðug- leika frá þessum stöðum. Var því gert ráð fyrir, að erlendur kísilsandur yrði notaður, með an ekki Jiefði verið gengið úr skugga um hvort heppilegt hráefni fyndist hér á landi. Mikið af íslenzku liparít inniheldur 60—70% af kísil- sýru, en einnig mikið af alkali málmum, sem gera það óhent- ugt til sementsgerðar. Hið kísilsýruauðuga liparít í Hval firði inniheldur hins Vegar cáralítið af alkalimálmum. Liparítið verður unnið eins og grjótnám og sennilega flutt til verksmiðjunnar sjóleiðiá. Um 8—10 þúsund tonn verða notuð af því árlega. Þarf nú (Frh. á 8. síðu.) Pétur Benediktsson sendtherra á Spáni HíNN 24. nóvember lagði Pétur Benediktsson, sem skip- aður hefur verið sendiherra ís- lands á Spáni, trúnaðarbréf sitt fyrir þjóðhöfðingja Spánar. Þýzka landsstef na frönsku stjórnar- innarfékk traust FRANSKA ÞINGIÐ sam- þykkti í gær íneð 334 atkvæð- um gegn 249 traustsyfirlýsingu við stefnu stjórnarinnar í Þýzka landsmálunum. Kommúnistar og fylgismenn de Gaulles greiddu atkvæði gegn trausts- yfirlýsingunni. Meginatriði stefnu frönsku stjórnarinnar í Þýzkalandsmál unum eru þau, að Saarhéraðið verði sett undir alþjóðastjórn, Vestur-Þýzkalandi verði synjað upptöku í Atlantshafsbanda- lagið og að komið verði í veg fyrir hervæðingu Þýzkalands á ný. Robert Schuman utanríkxs- málaráðherra flutti síðustu ræðuna áður en gengið var til atkvæða. Sagði hann, að Frökk um stafaðí' aðeins efnahagsleg hætta af Þjóðverjuin, en taldi, að þátttaka Vestur-Þýzkalands í efnahagssamvinnu lýðræðis- xúkjanna bægði þeirri hættu brott. ------♦ Verkfallinu í Sand- gerði tofaið VERKALÝÐSFÉLAG MIÐ- NESHREPPS hefur nú gert ramninga við atvinnurekendur í Sandgerði, en verkfall hófst þar 10. þessa mánaðar. Samkvæmt nýju samning- iim hækkár grunnkaup verka- manna úr kr. 2.80 á klukku- j stund í kr. 3.08, og aðrir liðir ■ hlutfallslega eftir því. Svo sem áður hefur verið frá skýrt fól forseti íslands Ólafi Thors að reyna að mynda stjórn, sem hefði stuðning meirihluta á alþingi, er Her- manni Jónassyni, formanni Framsóknarflokksins, hafði mistekizt það í lok fyrri viku. Síðast liðinn fimmtudag tjáði ólafur Thors forsetanum, að hann gæti ekki tekið að sér að mynda meirihlutastjórn að ó- breyttum aðstæðum, og þótti þá sýnt, að meirihlutastjórn yrði ekki mynduð, eins og nú er ástatt. En daginn eftir, á föstudag, sneri forsetinn sér á ný til Ólafs Thors og fór þess á leit við hann, að hann gerði tiýja tilraun til þess að mynda stjórn, jafnvel þótt húr, nyti ekki stuðnings meirihluta á al- júngi. Bað Ólafur Thors þá um frest til svars, en svaraði í gær og þá játandi, að hann myndi taka að sér að mynda stjórn. Gengið er út frá því, að stjórn Ólafs Thors verði hrein Mikil sntásfld í Hvaiftrði Kræða á stóru svæði allt inn undir Geirs- hólma. FANNEY varð aðfaranótt föstudags og laugardags vör mikillar snxásíldar, svo nefndrar kræðu, í Hval- firði. Varð hún síðari nótt- ina smásíldarinnar vör á stóru svæði í firðinum. allt inn undir Geirshólma. Kræðan er ekki nytjasíld, en ganga hennar í Hvalfirði þvkir benda til hess, að haf síldar sé von, ef veður helzt hagstætt fyrir síldargöngu. Bandaríkin mól- mæla drápi amerísks hermanns í Berlín YFIRMAÐUR hers Banda- rílcjanna í Berlín gekk í gær á fund yfirhershöfðinga rauða hersins í borginni og mótmælti drápi amerísks hermanns, sem skotinn var til bana af rúss- neskum varðmanni á landa- mærum hernámssvæða Banda ríkjamanna og Rússa þar. Sagði hinn ameríski herfor- ingi, að óyggjandi sannanir lægju fyrir um það, að hinn ameríski hermaður, sem drep- inn var, hefði ekkert af sér brotið, og komst svo að orði, að dráp hans væri óskiljanleg Sjálfstæðisflokksstjórn og því | ur verknaður af hálfu vin- í minnihluta á þingi. I veitts ríkis. Kaffið verður ekki skammfað, segir skömmtunnarstjóri ---------♦-------- Nokkrar kaffibirgðir rétt ókomnar, ástæðulaust að óttast skort. ----------------♦--------- Fréttatilkynning frá skömmtunarstjóra. ÚT AF BLAÐASKRIFUM og umtali um kaffiskömmt- un, óska skömmtunaryfirvöldin að taka fram, að kaffi- skömmtun verður ekki tekin upp nú. Hefur sú ákvörðun verið tekin í trausti þess að almenningur geri engar til- raunir til að kaupa kaffi fi'am yfir venjulegar þarfir. Nokkrar kaffibirgðir eru nú rétt ókomnar, og tölu- vert magn af kaffi er á leiðinni, svo að ástæðulaust er að óttast kaffiskort í landinu, ef dreifing getur farið fram með eðlilegum hætti. Verði hins vegar misbrestur í þess- um efnum, verður að sjálfsögðu ekki komist hjá því að taka upp skömmtun á kaffi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.