Alþýðublaðið - 27.11.1949, Side 4

Alþýðublaðið - 27.11.1949, Side 4
/nr> ALÍ>ÝÐÖBLAÐIÐ Sunnudagur 27. nóv. 1949 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Pmgfréttir: Helgi Sæmundsson. Bitstjórnarsímar: 4901, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sbuggaleg mynd SKÝRSLA HÚSALEIGU- NEFNDAR, sem birt var fyrir nokkrum dögum, sannar það, er áður var raunar vitað, að ástand húsnæðismálanna i Reykjavík er með öllu óviðun- andi. Nefndin upplýsir, að 1677 rnanns búi í bröggum hér í Reykjavík og næsta nágrenni, en þar af eru 419 börn. En þar með er ekki öll sagan sögð. í ár hefur húsaleigunefnd ekki getað sinnt umsóknum 40 fjöl- . skyldna með 95 börn um hús- næði, þar eð hún hefur ekki haft yfir öðrum vistarverum að ráða en þeim bröggum, sem tæmzt hafa. Ástandið í hús- næðismálunum er þannig lak- ara nú en nokkru sinni áður. Þeir, sem í bröggunum búa, eru fleiri en fyrr, og nú er auk þess orðinn skortur á bröggum! Bæjarstjórn Reykjavíkur er nú að láta innrétta inni við Elliða- ár bragga, sem nota átti til annars, en ráðstafað verður til íbúðar, svo að hægt sé að koma undir þak einhverjum þeirra, cem eru á hálfgerðum eða al- gerum vergangi. En hvað tek- ur við, þegar braggarnir hafa allir verið fullskipaðir? Þetta er þó aðeins einn þátt- ur húsnáeðisvandræðanna. í skýrslu nefndarinnar er ekki rætt um hanabjálkaloftin, kjallaraholurnar og skúrana. En það er ástæða til þess að ætla, að í þeim vistarverum búi miklu fleiri en í bröggun- um, og ýmsir dómbærir menn telja, að það húsnæði sé lakara en braggarnir. Slík er „for- usta“ bæjarstjórnarmeirihlut- ans í húsnæðismálunum. Það er þetta, sem Morgunblaðið er að lofsyngja, þegar það gefur Bvefnliðum bæjarstjórnar- íhaldsins og borgarstjóranum dýrðina. Nú er engum blöðum um það að fletta, hvers konar mannabústaðir braggarnir eru. Það var gert ráð fyrir, að her- menn erlenda setuliðsins gætu ekki búið í þeim lengur en fjögur ár í mesta lagi, Elztu braggarnir eru nú orðnir tíu ára gamlir. Margir þessara bragga eru svo lélegir, að varla er hægt að hafast við í þeim. Þeir eru lekir og kaldir, og fjölmargir þeirra geta fokið of- nn af fólkinu í næsta stórviðri. Kæmi hér frostavetur, gefur að skilja, hváð við tæki. Það yrði að flytja fólkið burt úr bröggunum. Þetta eru ekki Vistarverur, sem hæfa íslenzku veðurfari, og þeir, sem í brögg unum búa, eru vægast sagt út- lagar samfélagsins. En þó eru braggarnir ekki Iökustu vistarverur Reykvík- Inga í dag, þrátt fyrir allt. Hanabjálkaloftin, kjallarahol- urnar og skúrarnir eru enn hættulegri heilsu íbúanna. Það er því vafalaust, að Árni Óla hefur sagt satt í grein sinni i lesbók Morgunblaðsins, þar sem hann kemst að þeirri nið- urstöðu, að húsakostur margra Reykvíkinga í dag sé engu betri en torfbæirnir gömlu voru. Þús undir Reykvíkinga eru ofur- seldar þessum dapurlegu örlög- um. Aðrar þúsundir eru fórn- ardýr húsabraskaranna. Við þeim blasir fjárhagslegt öng þveiti, sem er afleiðing hús- næðisvandræðanna. Slík er myndin af „forustu“ Sjálfstæð- isflokksins í húsnæðismálufh Reykvíkinga. Húsnæðisbölið hvílir eins og skuggi yfir Reykjavík. Raunar grisjar í sólskinsbletti á milli, en þar sitja auðmennirnir, máttar- stólpar bæjarstjómaríhaldsins, og gleðja sig. En almenningur býr í skugganum við harm og neyð. í framhaldi af þessu mætti segja átakanlega sorgarsögu. Hér í Reykjavík er smám sam- an að myndast eins konar ,,braggamenning“. Því er ekki hægt að verjast, enda þótt íbú- ar bragganna séu allir af vilja gerðir að bægja slíkri ógæfu frá dyrum sínum. Hanabjálka- loftin, kjallaraholurnar og skúrarnir eru gróðrarstíur hvers konar sjúkdóma. Hús- næðisvandræðin leggja hvert heimilið af öðru í rústir og varna því, að ný heimili séu stofnuð. Þetta er því ekki að- eins vandamál hlutaðeigandi einstaklinga, heldur alls sam- félagsins og ekki aðeins böl Reykvíkinga, heldur þjóðarinn ar í heild. Lausn húsnæðismálanna í höfuðstaðnum þolir ekki bið. Það er ekki hægt að bíða eftir því, að braggarnir fjúki ofan af fólkinu eða hrynji yfir það. , Reykvíkingar verða að hefjast 'lhanda um að byggja margar og ódýrar íbúðir á hverju ári, unz húsnæðisvandræðin eru leyst. Það verður að gerast á skipulagðan hátt, og samtök fjöldans verða til að koma. Þessar framkvæmdir verða að ganga fyrir öllum öðrum en þeim, sem miða að endurnýjun og aukningu atvinnutækjanna, því að auðvitað er blómlegt at- vinnulíf sá grundvöllur, sem Reykjavík verður að byggjast ó, ef hún á að verða bær vel- gengni og hamingju. En Reyk- víkingar verða að gera sér Ijóst, að til þessara fram- kvæmda verður ekki efnt að ó- breyttri stjórn bæjarins. Sjálf stæðisflokkurinn hefur ráðið og ríkt í Reykjavík frá því hann var stofnaður, en áður hafði hann farið hér með völd undir íhaldsnafninu, sem er réttnefni hans nú eins og þá. „Forusta" hans á sviði hús- næðismálanna birtist í mynd hanabjálkaloftanna, kjallara- holanna, skúranna og bragg- anna. Reykvíkingar eru áreið- anlega búnir að fá nóg af slíkri „forustu“. Nú þarf til að koma breyting á stefnu og starfsað- ferðum í þessum málum. Þá breytingu eiga borgararnir sjálfir að marka, og kjörstað- urinn og kjördagurinn er ein- mitt staður og stund til þess. Heiðrið minningu hans með gjöfum í Landgræðslusjéð ÞEIR, sem hafa í hyggju að heiðra minningu Gunnlaugs Kristmundssonar fyrrverandi sandgræðslustjóra með gjöf- um, eru beðnir að muna eftir Landgræðslusjóði. Minningar- ypjöld hans fást hjá Skóg- ræktarfélaginu Borgartúni 7. Bókaverzlun Lárusar Blöndal og Ingvari Gunnarssyni kenn- ara í Hafnarfirði. frá Brunðbótafélagi íslands til brunavátryggjenda. Að gefnu tilefni er vakin athygli brunavátryggj- enda á því, að ef brunatjón verður, ber að tilkynna það til umboðsmanns eða skrifstofu félagsins innan 48 klukkustunda frá því tjón varð. Ef það er ekki gert, má draga frá brunabótum, og ef engin tilkynning er gerð eða bótakrafa innan eins mánaðar frá því brunatjón varð, hefur sá, er fyrir tjóninu varð, misst rétt til brunabóta. Framvegis verður farið stranglega eftir þessum ákvæðum. BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS. EFTIR 53 ára starf hér í Reykjavík hefur Leikfélag Reykjavíkur á miðvikudaginn kemur frumsýningu á síðasta ' stykkinu, er það færir upp í j þeirri mynd, sem það hefur I starfað fram að þessu. Er það í óperettan „Bláa kápan“. Kaupum lómar flöskur! Móttaka í Nýborg alla virka daga. Kjósi menn fremur að selja flöskurnar foeima, er ekki annað en síma í- 5395. Munið 5395. F Afengisverzlun ríkisins. SLY SAVARN AFÉLAGINU hefur nýlega borist 100 króna minningargjöf um Sigurð Ingi mundarsson, og er hún frá börnum hans. Skrum og raun í rafmagnsmálunum R AFM AGN SFREGNIR ÞÆR, sem Alþýðublaðið birti fyrir nokkrum dögum, hafa að von um vakið nokkurn ugg með- al bæjarbúa. Þeir hafa á und- anförnum árum átt við margs konar skort að búa: vatns- skort, rafmagnsskort, heita- vatnskort, götuskort, sjúkra- rúmaskort og margt fleira af slíku tagi, sem til nauðsynja telst hverju bæjarfélagi, og bæjarstjórnendum ber að leysa. Bæjarbúar eru því orðnir illu vanir og taka vandræðum öllum á þessu sviði með jafnaðargeði. Samt sem áður kvíða húsmæður því, ef rafmagnið fer nú aft- ur minnkandi næstu tvo til þrjá vetur. VANDRÆÐIN ERU EITT og oft er erfitt að leysa þau til frambúðar. En hitt er annað og sæmir ekki þeim mönn- um, sem ganga með hreina samvizku um störf sín, að gorta af því að hafa leyst eða vera að Ieysa á glæsilegan hátt vandamál, sem erxi í raun réttri óleyst og verða það í 2—3 ár. En þannig fer nú íhaldið að. Meðan raf- magnið minnkar og skortur- inn byrjar að gera vart við sig, gortar það af hinni mik- ilfenglegu forustu Sjálfstæð- isflokksins í raforkumálum bæjarins. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur nú bent á þau vandræði, sem framundan eru í rafmagns- málunum, og staðfesting á ástandinu hefur fengizt hjá ráðherra og þingmanni, sem báðir ættu að þekkja t.il. Al- þýðublaðið hefur gagniýnt Sjálfstæðisflokkinn fyrir að vera að vanda á eftir tíman- um, þannig að hver fram- kvæmd er að heita má dæmd ónóg strax og hún er tekin í notkun. Þannig er toppstöð- in, sem kostaði tuttugu millj- ónir, nú að hverfa eins og dropi í hafið, þótt ekki sé liðið nema hálft annað ár frá opnun hennar. SOGSVIRKJUNIN GAMLA var stækkuð á ármu 1944, pg hefðu menn þá mátt sjá fram á það, að sú stækkun mundi ekki duga lengi, því að straumurinn til bæjarins var þá byrjaður, farið var að tala um nýsköpun atvinnuveg- anna, sem mundi færa lands mönnum fjölda rafmagns- frekra véla til iðnaðar og út- lit var þá þegar á stórauk- inni notkun rafmagns á heim ilum á næstu árum. EF ÍHALDIÐ HEFÐI ÞÁ haft stórhug til þess að byrja á undirbúningi nýju Sogstöðv- arinnar, má gera ráð fyrir, að sú mikla stöð væri nú til- búin og því ekkert útlit á rafmagnsskorti um nokkurra ára bil. Þá hefði þessi mikla virkjun vafalaust orðið stór- um mun ódýrari en hún nú verður, og vel hefði slíkt mannvirki .mátt vera hluti af nýsköpuninni miklu. ÞAÐ BER AÐ HARMA, að þessi leið var ekki valin, þeg- ar auður þjóðarinnar var mestur, þegar stórhugurinn komst hæst. En brátt varð rafmagnsskorturinn alvar- legri og var þá til þess gripið að reisa toppstöðina, og gat að sjálfsögðu enginn greitt atkvæði á móti þeirri stöð, eins og málum var komið, auk þess sem það er vafalaust mikið öryggi að hafa þá stöð auk virkjananna austan fjalls. FERILL ÍHALDSINS í raf- magnsmálum bæjarins er síð- Mmyndin „Við siglum" sýnd kl. 1.30_í dag „VIÐ SIGLUM" nefnir Sig- urður G. Nordahl íþróttakvik- mynd sína frá utanför ís- lenzkra íþróttaflokka og al- heims Lingleikunum í Sví- bjóð, en mýndin verður sýnd í Austurbæjarbíói kl. 1,30 í iag, eins og fyrr hefur verið frá sagt. Mynd þessi er hrífandi fög- ur, og sýnir líkamsmennt fjöl- margra þjóða. Vararæðismaður . handlekinn VARARÆÐISMAÐUR FRAKKA í Varsjá hefur verið handtekinn, og er hann sakað ur um njósnir og f jandskap við kommúni'stastjórn Póllands. í París er staðhæft, að vara- ræðismaðurinn sé saklaus, og er þar lítið á handtöku hans sem svar við því að pólskur ræðismaður í borg einni á Frakk Sandi var. handtekinn fyrir nokkrum dögum og 26 pólsk- um ríkisborgurum vísað úr landi í Frakklandi. ur en svo glæsilegur eins og blaðið hefur þegar bent á, og það er ábyrgðarlaust skrum, til þess gert að draga athygli bæjarbúa frá hinu raunveru- lega ástandi rafmagnsmál- anna, að fjalla um þessi mál eins og Morgunblaðið hei'ur gert undanfarið.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.