Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 7
Sunnutlagur 27. nóv. 1949 ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 Vormaður hniginn í valinn Frh. af 5. síðu. henni lærdóma til varnaðar eða dáða. Sumir Íslandssögutímar hans orkuðu meira á mig en nokkur önnur kennsla, sem ég hef notið, og hef ég þó verið í ýmsum skólum síðan. — Hann lagði einnig mikla rækt við móðurmálskennsluna og náði þar góðum árangri. Ég efast ekki um það, að sumarstarf Gunnlaugs var hon- um styrkur í kennslunm. Bar- átta hans við uppblástur og sandfok veitti honum andlegan j þrótt, svo að hann endurnýjað- j ist sumar hvert. Hann kynntist i landinu gjor og sá verkefnin blasa við, og hann var knúður til að tala um þau og kenna um þau. Gunnlaugur hafði líka óbil- andi trú á aukinni menntun öllum til handa. Sjálfur hafði hann brotizt í að fara í Flens- borgarskólann af næsta litlum efnum, húnvetnskur bóndason, sem vel þekkti hin kröppustu kjör. Þótt hann kynni vel að meta dýrmæti þeirrar baráttu, er erfiðleikar veita æskumönn- um, skildi hann mæta vel, hve oft miklir og góðir hæfileikar höfðu farið í súginn vegna þrúgandi aðstæðna og ónógra efna. Og hann neitaði harclega forréttindum nokkrum tii handa. Af sama toga var spunnin umhyggja hans fýrir bókasafn- inu í Hafnarfirði, en hann stuðlaði mjög að stofnun þess, og alla ævi var það hans óska- barn. Sjálfur hafði hann kynnzt bókaleysi fróðleiksfúsra ung- linga, og hann trúði því, að Elíkt almenningsbókasafn gæti verið allri alþýðu hinh mesti ' og bezti menntgjafi. Því leit hann alltaf á bókasafnið sem merka menningarstofnun og vildi veg þess sem mestan í einu og öllu. -Fram á síðustu stundu barðist hann fyrir því, að bað vrði rekið á hinn mynd- arlegasta hátt. Gunnlaugur Kristmundsson var jafnaðarmaður að lífsskoð- un. Hygg ég, að þar hafi miklu. _____ Félagslíf _________ Æskulýðsvika KFU Mog KFU K Samkðoma 'í kvöld kl. 8,30. Ástráður Sigursteindórsson cand. theol. talar. VALUR. Félagsheimilið verður fyrst um sinn opið félagsmönnum þriðjudaga og föstudaga frá klukkan 8 e. h. ■RIKISINS Áætlunarferð til Breiðafjarð- ar og Vestfjarða hinn 29. þ. m. Tekið á móti flutningi á morgun. .S. til Vestmannaeyja á þriðju- dögum og föstudögum. Tekiö á móti flutningi alla virka daga. úm ráðið hið góða hjartalag og umhyggja hans fyrir því að koma öllu og öllum til nokkurs þroska. Hann var sameignar- og samvinnumaður, og hann hafði þá bjargföstu skoðun, að gæði þessa lands yrðu mest og bezt hagnýtt með því, að allir iégðust á eitt, ynnu saman og ættu saman og skiptu afrakstr- inum sem jafnast. Oft vitnaði hann til þessa erindis Matthí- asar: Græðum saman mein og mein, metumst ei við grannann, fellum saman stein við stein, styðjum hverjir annan, plöntum, vökvum rein við rein, ræktin skapar framann. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! Og þetta var honum lifandi boðskapur. Hin nánu kynni hans af alþýðufólki bæði til ojávar og sveita kenndu hon- um, að þetta fólk hafði í raun- inni sömu hagsmuna að gæta. Þess vegna harmaði hann það oft, að þetta fólk bæri ekki gæfu til að snúa bökum saman í þjóðmálabaráttunni og ráða' sameiginlega fram úr vanda- málunum. Þó að Gunnlaugur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþðuflokkinn í Hafnarfirði og sæti m. a. 8 ár í bæjarstjórn, og innti þau störf vel af hendi, var það samt ekki eðli hans að vera flokksbundinn. En hann' kunni vel að meta gildi sam- takanna, og því vildi hann ekki skorast úr leik. Hvað má höndin ein og ein? Allir leggi saman! var orðtak hans. Samt var hann maður sjálfráður í ríkum mæli og skapferli hans var þann veg farið, að hann kaus heldur að vera öllum .óháður. Það lýsir Gunnlaugi vel, að hann var í rauninni betri liðs- maður, meðan flokkurinn var í minnihluta. — Að sumrinu var hann líka tíðum á ferðaiögum um byggðir og óbyggðir, oft oinri saman á hestum sínum, og _þá fæddust með honum hugsanir, sem bornar voru uppi af frjálsræði og hindrunarleysi. Því átti hann örðugra með að Ciætta sig við refskák dægur- málanna og erjur stjórnmál- anna. Samherjar hans og vinir skildu þetta vel qg mátu hann jafnmikils, þótt hann væri þeim ekki ætíð í öllu sammála. Þeir vissu, að neistinn bió með hon- um, að hann trúði jafnan á hinn góða málstaðinn. Ekki var Gunnlaugur trú- maður á kirkjulega vísu, og kreddumaður var hann enginn. En fáa hef ég þekkt, sem meira mátu Jesú Krist en hann. Það var ekki helgiveran Kristur eða goðsagnapersónan, sem hann mat. Þa3 var á öðru leyt- inu karlmennið Kristur, sem barðist liiklaust og af heilagri vandlætingu gegn hvers konar svikagyllingu, rótfúa, yfirdreps skap og sýndargæðum, en á hinu leytinu ljúfménnið Krist- úr, sem tók málstað olnboga- barna og smælingja, fann til með lítilmagnanum og léði bjargarlausum huggun og þrólt. Það gilti hann einu, hvort Kristur var sonur guðs eða manns, það var kenning hans, sem máli skipti, og að menn breyttu eftir herini. Og ’.nér er nær að halaa, að Gunn- Laugi hafi þótt gott til þess að hyggja, að sjálfur guðsneist- inn og andi réttlætisins skyldi persónugervast í syni fátæka timburmannsins í Nasaret. Honum þótti áreiðanlega gott að vera í sálufélagi við þann Krist. Gunnlaugur Kristmundsson var lágur maður vexti, en þétt- ur á velli og svipmikill og karl- tnenni hið mesta í lund. Hann var vinfastur og trygglyndur, en fljótur að skipta skapi og viðmótið ekki alltaf þægilegt. En undir niðri var hann við- kvæmur og einlægur. Bágindi runnu honum einatt til rifja. aumt mátti hann ekki sjá, og tíðum var honum ofraun að tala um mál, sem lágu honum ríkt á hjarta. Til þess að leyna ríkum tilfinningum og bljúgri lund steypti hann alla jafna vfir sig hörðum skrápi, og kunnu menn misjafnlega að þola, eins og gengur. En vinir hans vissu, að hann beitti broddunum til að dylja við- kvæmnina, sem eigi veröur á torgum borin. Við börn var hann hlýr í viðmóti, spaugsam- ur og glaðsinna. — Hin síðari ár átti hann við mikla van- heilsu að stríða og háði það honum við störf, sem hann hefði kpsið að vinna að, þótt ævistarfinu væri í rauninni lokið. Gunnlaugur Kristmundsson kvæntist aldrei og á enga af- komendur. Ég harma það nú við brottför hans. Hann mun að vísu lifa í verkum sínum Ianga stund, margháttaðra starfa hans mun gæta lengi hér í Hafnarfírði, og nýtt gróðurlíf úti um allar byggðir landsins mun bera elju hans og ástund- un órækt Vitni. — En ég harma það eigi að síður, að hinir miklu mannkostir lians, ráð- deildarsemin og trúmennskan, karlmennskan og þrótturinn, ásamt hlýjunni inni fyrir, hinn óskaddaði íslenzki kjarni, skúli ekki erfast frá kyni til kyns. — Það er þjóðinni skaði. En þegar ég nú kveð Gunn- laug hinztu kveðjunni, vildi ég að lokum mega segja það, að ánægður yndi ég við rnitt ævistarf, ef nemendur mínir iiugsuðu eins hlýtt til mín, er tímar líða, og ég Iref jafnan hugsað og mun jafnan hugsa til þessa gamla og góða læri- föður míns. Stefán Júlíusson. Jarðarför móð.ur okkar, Gu$rúnar Jóhannsdóttur, Urðarstíg 5, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 29. þ. m. kl. 2. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd systkinanna. \ Jóhann G. Gíslason. Vefnaðarvðrur frá Ítalíu. FOÐUR FLÓNEL KJÓLAEFNI SKYRTUEFNI G ARDÍNUEFNI VÍNNUFATAEFNI BÓMULLAREFNI margs konar. FLJÓT AFGREIÐSLA GEGN NAUÐSYNLEGUM LEYFUM. Kristján G. Gíslason & Co. h.í UTLEND VÍNBER verða seld i eins kíló skömmtum, verð kr. 28,00 pr. ílógr. mánudaginn 28. nóv. kl. 10 árdegis frá Einholti 8 og Vesturgötu 20, Norðurstígsmegin. FÉLAG MATVÖRUKAUPMANNA. rnabækur Bókaútgáfan Björk hefur nýlega sent frá sér þrjár barnabækur. Prentaðar í litum og vandaðar að öllum frágangi. 1. Baragsi og flugan, eftir Jens Sigsgaard, höfund bókarinnar, Palli var einn í heimimim, er út kom í fyrra. Sú bók hefur komið út á 15 tungumálum og alls staðar hlotið fádæma vinsældir. íslenzk börn tóku henni einnig af miklum fögnuði. Bangsi og flugan er einkum ætluð yngstu lesendunum og mun áreið- anlega njóta hylli þeirra. Louis Moe, hinn viðkunni teiknari, gerði myndirnar, en önnúr síðan er jafnan mynd. V erð kr. 5,00. 2. Börsiisi hasis Bsmba, er framhald hinnar afar vinsælu barnabókar, Bambi, sem kom út fyrir nokkr- um árum.. Stefán Júlíusson íslenzkaði. Margar myndir prýða bókina. Verð -kr. 8.00. 3; Nú er gaman, safn 10 smásagna, er Vilbergur Júlíusson hefur safnað og endursagt. Sumar sög urriar hafa birtzt áður t. d. Pétur ánægði og Pétur önngi, Grísinn, sem vildi þvo sér, Kata í kolakompunni og Undra’lugvélin. Allar eru sögurnar bráðskemm'egar o'g myndum prýddar. Verð kr. 12.00., Bækurnar fást í næstu bókaverzlun. Bókaúfgáfan BJðRK.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.