Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.11.1949, Blaðsíða 8
•Gerizt áskrifendor öð Aiþýðublaðinu. ADþýðublaðið inn á hvert heimili. Hringið í síma 11900 eða 4906. Börn og unglingain, Kotmið og seljið ALÞÝÐUBLAÐIÐ ) Allir vilja kaupa J ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jj VIÐSKIPTANEFNDIN hef- ur ákveðið að óheimilt sé að selja kerti hærra verði en ella, þótt þau hafi verið skreytt með því að mála þau eða líma á þau myndir. Er þetta vissulega tírcabær ráðstöfun, því eins og kunnugt or, hefur það mjög verið stund að, að skreyta kertin á einhvern hátt og selja þau svo rándýru verði. Oauðsfallið á Kefla- víkurflugvelli enn RANNSÓKN stendur enn yfir út at' dauða mannsins á Keflavíkurflugvelli í fyrra- kvöld, og er ekki fyllilega upp- íýst mcð hverjum hætti dauða mannsins bar að. Líkur þykja þó benda til þess, að hann hafi orðið fyrir bifreið, en ekki /’allið af bifreið, eins og upp- haflega var ætlað. Einn maður hefur verið ettur í gæzluvarðhald út af atburði þessum. Það er bif- reiðastjóri, sem tilkynnti um slysið á slökkvistöð flugvallar ins, en þar skammt frá varð slysið, og lá líkið á steyptu plani, — ekki á sjálfri akbraut inni, þegaríað var komið. Maðurinn, sem fyrstur sagði frá slysinu var með stóra 10 hjóla vörubifreið, og stóð hún á planinu skammt frá þar sem líkið lá, þegar menn frá slökkvistöðinni komu á slys- staðinn. Var fyrst álitið að slysið hefði viljað til með þeim hætti, að maðurinn, sem beið bana, hafi fallið af þessari bif- reið, en bifreiðastjórinn var mjög drukkinn, og kveðst ekk ort muna. Hins vegar þykir nú allt benda til þess að ekið hafi verið á manninn, en ekkert er þó enn sannað í málinu. Efri myndin sýnir bæjarfógetahúsið, sem varð verst úti í hlaup- J inu á Norðfirði að morgni þess 23. þ. m. Aurfossarnir eru nýlega ! hættir að streyma út um glugga neðri hæðarinnar og eru ýmis húsgögn í aurnum. Upp við staurinn til hægri er 3M> tommur vatnsrör, sem flóðið hefur grafið úr jörð og skilið eftir þarna. — Neðri myndin sýnir Stekkjagötu rétt eftir flóðið. Stóra bygginging á miðri myndinni er nýja rafstöðvarhúsið. Fyrir aftan það, vinstra megin, er efsta húsið, sem hlaupið lenti á, sænskt'hús eign Þorsteins Stefánssonar húsasmíðameistara. Hægra megin við stöðina er hið hvíta hús bæjarfógeta, sem verst varð úti. Myndin sýnir, hvernig flóðið gróf upp götuna. bókafEokknum írSðp og sag Ffytur bætti úr ísienzkri menninMar- sögu, þar á meðal þlóðháttalýsingu Þorkels Biarnasonar. IÐUNNARÚTGÁFAN hefur gefiS út nýtt rit í bókaflokkn- utn „Sögn og saga“. Nefnist það „Þjóðlífsmyndir“ og flytur þætti úr íslenzkri menningar iögu. Lengsta ritgerðin er lýsing Ohelmill að selja skreyft kerti hærra verði Hlaupið á Norðfirði séra Þorkels Bjarnasonar á þjóðháttuni um miðbik 19. aldar, en auk hennar flytur rit þetta merkilegar og fróðlegar greinar eftir Sæmund Eyjólfsson, séra $tefán Sigfússon og Ólaf Davíðs- son. Gils Guðmundsson hefur annazt útgáfu bókarinnar. IFIeiri íbúðir é Bret- landinúen !93S BREZKA jafnaðarmanna- stjórnin hefur látið reisa meira en milljón íbúðir á Bretlandi eftir ófriðarlokin, og var til- kynnt í London í gær, að ástand íð í húsnæðismálum Breta væri betra nú en árið 1938, Mun brezka stjórnin leggja áherzlu á, að haldið verði áfram íbúðabyggingum í stórum stíí með og án aðstoðar hins opin- bera. Hefur Bevan, húsnæðis- og heilbrigðismálaráðherra, get íð sér mikinn orðstír fyrir rögg samlega forgöngu um bygging- arframkvæmdir síðan jafnaðar mannastjórn Attlees tók við Völdum. Séra Þorkell Bjarnason lýsir í ritgerð sinni einkar greini- lega húsakynnum, klæðnaði, hreinlæti, matarhæfi, búnaðar- háttum, sjósókn, verzlun, menningarástandi, trú, hjátrú, skemmtanalífi og ýmsu fleiru, og er hún í senn fróðleg og skemmtileg. Ritgerð hans vakti mikla athygli á sínum tíma og nokkrar deilur, og fylgja henni athugasemdir og viðaukar, svo að efnínu eru gerð mjög ræki- leg skil. Hefur líjtið verið ritað um þjóðháttu hér á landi fyrir og um miðbik 19. aldar, svo að ritgerð séra Þorkels hefur al- gera sérstöðu, þar eð i henni er að fá ýmsar merkar upplýs- ingar, sem ella væru ekki fyrir hendi. Aðrai' athyglisverðustu rit- gerðir bókarinnar eru: Um minni í brúðkaupsveizlum og helztu brúðkaupssiði á íslandi á 16. og 17. öld, eftir Sæmund Syjólfsson: íslenzka glíman, eftir séra Stefán Sigfússon og íslenzkar kynjaverur í sjó og vötnum, eftir Olaf Davíðsson. Ennfremur flytur ritið greinar gott höfundatal. „Þjóðlífsmyndir11 er þriðja bókin í bókaflokknum „Sögn og saga“, sem hlotið hefur mikl ar vinsældir. Fyrri bækurnar eru: „Sagnaþættir Þjóðólfs“ og „Strandamanna saga“ Gísla Konráðssonar. Annaðist Gils Guðmundsson einnig útgáfu „Sagnaþátta Þjóðólfs“, en séra Jón Guðnason sá um út- gáfu „Strandamanna sögu“. Málshöfðun úf af árlsinni tingi 30, mari 25 menn ákærðir fyrir brot gegn 11., 12« og 13. kafla hegningarlaganna. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ thefur fyrirskipað sakadcmaivjrruim í Reykjavík að thöfða mál gegn 24 mönnum fyrir brot á 11. og 12. kafla hegningarlaig- anna og 13. kafia sömu laga og lögreglusamþykktar Reykjavíkur í sambandi við árásina á alþingishúsið 30. marz síðast liðinn; enn fremur áð höfða mál á hendur Einari Olgeirssyni alþingismanni fyrir brot á 12. kafla hegning'aiCaganna í sambandi við þessa við- burði. Eins og kunnugt er hófust^~~ réttarhöld út af árásinni á al- þingishúsið strax í vor, og var rannsókn málsins mjög um- fangsmikil þar eð margir komu þar við sögu. Niðurstaða rannsóknar þessarar hefur leitt til þess, að mál verður nú hafið gegn 24 mönnum, sem taldir eru hafa brotið gegn Aðalfundur Stúdenla félags lýðræðissinn- aðra sósíalista „ . , AÐALFUNDUR Stúdentafé- framangreindum koflum hegn lags iýðræðíssinnaðra sósíaiista, mgarlaganna, en 11. kafli jafnaðarmanna) var haldinn í íyrradag í háskólanum, Á fund inum flutti fráfarandi formað ur félagsins, Ámi Gunnlaugs- son, skýrslu stjórnarinnar um starfsemi félagsins. Félagið hef ur eflzt mjög á síðustu árum. og stendur hagur þess með mikl um blóma. Fulltrúi félagsins í stúdenta ráði er nú Tryggvi Þorsteinson stud. med. Ný stjójrn var kosinn á fund inum, og er hún þannig skip- uð: Formaður Magnús Guðjóns- son stud. jur. Ritari Halldór Sig' urðsson stud. jur,— Gjaldkeri Guðmundur Jóhannesson stud. med. — Varastjórn Þorvaldur Þorvaldsson stud. mag. Þór- hallur Hermannsson stud. ökon. og Bragi Friðriksson stud. theol. Endurskoðendur voru kosn- ir Ingimar Jónasson stud ökon. og Guðmuridur Benediktsson ! stud med. en þeirra fjallar um brot gegn stjórnskipun landsins og æðstu stjórnarvöldum þess, 12. kafl- inn um brot gegn valdstjórn- inni og 13. kaflinn um brot gegn almannafriði og alls- herjar reglu. Menn þeir, sem dómsmála- ráðuneytið hefur fyrirskipað málshöfðun gegn, eru þessir: Stefán Ögmundsson, Þing- holtsstræti 27, Stefán O. Magn ússon, Blönduhlíð 4, Guðmund ur Vigfússon, Bollagötu 10, Stefán Sigurgeirsson, Loka- stíg 17, Stefnir Ólafsson, Laugaveg 67, Magnús Hákon- arson, Marargötu 2, Jón Kr, Steinsson, Nökkvavog 8, Frið- rik Anton Högnason, Mávahlíð 4, Jóhann Pétursson, Hofteig 4, Gísli R. ísleifsson, Skóla- vörðustíg 12, Árni Pálsson, Mánagötu 16, Kristján Guð- mundsson, Suðurpól 3, Guð- mundur tlelgason, Laufásveg 77, Afons Guðmundsson, Lauf ásveg 41, Páll Theodórsson, Sjafnargötu 11, Garðar Ó. Halldórsson, Smiðjustíg 5, Ól- afur Jensson, Baugsveg 33, Hálfdán Bjarnason, Heiðavegi, við Hagaveg. Jón Múli Árna-1 Framhald af 1. aíðu. son, Hringbraut 105, Sigurður ekki að flytja önnur efni fra Liparínáman Jónsson, Miðtún 58, Magnús Jóel Jóhannsson, áður Máva- hlíð 18, Hreggviður Stefáns- útlöndum til sementsgerðar en olíu, sem notuð er við brennsl- una og sáralítið af gipsi, sem son, Háteigsveg 30, Guðmund ^ er saman við þegar ur Jónsson, Bakkastíg 6, og Kristófer Sturlaugsson, Sauða- gerði B. Enn fremur hefur verið fyr- irskipuð málshöfðun á hendur Einari Olgeirssyni alþingism. fyrir brot gegn 12. grein hegn- ingarlaganna. -----—«?».*.---- Skemmiifundur FUJ í Hafnarfirði í kvöld FÉLAG UNGRA JAFNAÐ- ARMANNA í Hafnarfirði efn- ir til skemmtifundar í kvöld kl. 9 í Alþýðuhúsinu við Strandgötu. brennslu er lokið. LIPARÍT í TERRAZZO. Þá hefur komið til mála, að nokkuð af liparítinu verði grófmulið og notað í terrazzo. Liparít er, eins og kunnugt er, hörð bergtegund og því heppi- íegt til þeirra nota. Sparast því en nokkur gjaldeyrir. Einn ig er í ráði að nota það í múr- húð utan á hús. Þar mun Kristinn Gunnars- son hagfræðingur flytja stutta ræðu, og enn fremur verður til skemmtunar gamanvísna- söngur og dans. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á skemmtifundinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.