Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 1
^Beíiedikt skal í bœjarstjórn!u Mannfiöldinn á fundi ungra jafnaðar manna í Listamannaskálanum í gær. ALDREI ihofur verið þjarmað að íhaldinu eins og nú, — aMrai hefur það átfc svo í vö'k að verjast sem nú, sagði Benedikt Grcndal, þriðji maðurinn á ilista Alþýðuflok'ksins, á æskulýðsf'undi ungra jafn- aðarmanna í Listamanna- S'kálanum í gær, og hét ♦ Verður varastöð hitaveitunnar.. og vara-varastöð eða topp-topp- stöð bæjarkeríisins BAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR er nú að festa kaup á altstórri rafmagns-dieselstöð, sem setja á upp við hitaveituna á Reykjum, og er þetta þá eins konar vara-varastöð eða topp- toppstöð í rafmagnskerfi bæjarins. I framtíðinni á þessi stöð að vera til öryggis fyrir hitaveituna, eins og toppstöðin á í framtíðinni aðeins að vcra toppstöð; en auðvitað verður nýja stöðin notuð til þess að létta á með bæjarkerfinu næstu tvo til þrjá vetur, þar sem allt bendir til þess, að hið alvarlegasta ástand skapist í rafmagnsmálunum þar til Sogsstöðin nýja verður tilbúin. Mæðulegur mánu- dagur fyrir vesalings Vísi ÞAÐ VAR MÆÐULEG- UR MÁNUDAGUR fyrir aumingja Vísi í gær. Hon- um varð svo mikið um mánu dagsútgáfu Alþýðublaðsins, að barnalegum skætingi var raðað sama í rainma og sett upp á fyrstu síðu. Ekki gerði Vísir þó minnstu tilraun til að bera á móti frásögnum Alþýðublaðsins, þótt þær færu mjög í taugar heild- salablaðsins. Það stendur því óhaggað, enda ekkert leyndarmál, að Olafur Tbors og stjórn bans eru að undirbúa gengislækkun og aðrar ráðstafanir, sem eru allsherjar árás á lífskjör og sparifé Reykvíkinga, meðan bæjarstjórnaríhaldið lofnr Reykvíkingum gulli og grænum skógum. Eitt er víst: „frambúðarlausn“ í- lialdsstjórnarinnar er þess eðlis, að hún mátti ekki koma fyrir sjónir almenn- ings fyrir kósningarnar, og þess vegna bíður alþingi nú og befst lítið sem ekltert að í vandamálum þjóðarbúsitis. STÓRSKAÐAR urðu við norðan verðan Breiðafjörð -í- ofviðrinu um helgina. Meðal annars slitnuðu upp bátar og símabilanir urðu víða. Rafveitan mún hafa sótt um leyfi til fjárhagsráðs fyrir tveimur 1000 hestafla diesel- mótorum, en fékk aðeins leyfi fyrir öðrum þeirra. Umsókn þeirra um tvo gefur óneitan- lega í skyn, að þessar stöðvar eigi að hlaupa undir bagga, þar til nýja Sogsstöðin verður til- búin. Rafmagnið í Reykjavík á þannig að koma frá rafmagns- stöðvum, varastöðvum og vara- varastöðvum. Þannig er hin „þróttmikla forusta Sjálfstæð- isflokksins“ í raforkumálum, sem Moígunblaðið gortar svo rnjög af. Þessar vara-varafram- kvæmdir munu að líkindum kosta rúmlega tvær milljón- ir; því að varla kostar stöðin sjálf minna en milljón og húsin, leiðslur og annað aðra milljón. SPENNAN STÖÐUGT UNDIR 200. Rafmagnið í Reykjavík er nú daglega hættulega lítið á tíma- bilinu rétt fyrir hádegið. Spenn an frá rafstöðvunum til bæjar- ins fer þá að jafnaði 5—10% niður fyrir það, sem hún á að vera, eða niður í kringum 200 og jafnvel niður fyrir það. Hins vegar fer spennan í hin- Framh. á 7. síðu. indland verður IfS- veldi á fimmtudag Dr. Patel kjörinrs fyrsti forseti pess. FREGN FRÁ LONDON í gær hermir, að ákveðið hafi verið að lýsa yfir lýðveldi á Indlandi á fimmtudaginn. Landið heldur þó áfram að vera brezkt samveldisland. Forseti lýðveldisins var kos- inn í New Delhi þegar í gær. Fyrir valinu varð Dr. Patel, hinn gamli vinur og samherji Gandhis. Hann er lögfræðingur að menntun og 65 ára að aldri. hann á Reykvíkinga að fella íhaldið á sunnudag- inn. Húsið var troðfullt út úr dyrum, og var hinum sjö ungu jafnaðarmönnum, som tóku til máls á fund- inum, tekið með miklum fögnuði. Hver ræðumaðurinn kom fram á fætur öðrum og hét á alþýðu Reykjavíkur að sam- einast undir merkjum Alþýðu- flokksins, hafna öfgastefnun- um til vinstri og hægri, komm- únistum og íhaldinu, og fella bæjarstjórnaríhaldið á sunnu- daginn með því að senda þrjá Framh. á 7. síðu. CJtvarpsumræðurnar í kvöld Jón Axel og Magnús As!- marsson fala fvrir Alþýðuflokkinn ---------4--------: l TVARPSl MRÆÐURNAR UM BÆJARMÁLIN hefjast í kvöld, og verður aðeins ein umferð, 45 mínútur fyrir hvern flokk. Munu þá taka til máls fyrir Alþýðu- flokkinn þeir Jón Axel Pétursson og Magnús Ástmarsson, tveir efstu menn A-!istans. Flokkarnir tala í kvöld í þessari röð: Kommúnistar,. sjálfstæðismenn, framsóknarmenn og jafnaðarmenn. Seinni hluti umræðnanna verður á fimmtudag, og verða þá þrjár umferðir, 25, 20 og 10 mínútur liver. Þá verður röð flokkanna þessi: Sjálfstæðismenn, framsókn- ar menn, jafnaðarmenn og kommúnistar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.