Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 24. jamiar 1950. ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 .................... IfrámorgnitilkvöldsI je ir*-ititiirvKq/-r j! ’ ’ K1 * ■ ■ ............... f DAG er ImSiudagurinh 24. fanúar. Látinn Eiríkur Magnús- ron meistari árið 1913. Fæddur Friðrik niikli Prússakonungur árið 1712. Sólarupprás er kl. 9,33. Sólar !ag verður kl. 1,5.47. Árdegishá- ílæður er kl. 9,05. Síðdegishá- llæður er kl. 21.25. Sól' er hæst á lofti í Reykjavík kl. 12,40. Næturvarzla: Laugavegsapó- tek, sími 1618. Næturakstur: LitLa bílastöoin, gími 1380. Flugferðir ’FLUG.FÉLAG ÍSLANDS: Gull iaxi fer kl. 8 til London og Kaupmannahaínar, væntan legur heim með viðkomu í Prestvík á morgun. SRipafréttir Laxfoss fer frá Reykjavík kl. B, frá Borgarnesi kl. 12,30, frá Akranesi kl. 14,30. Brúarfoss væntanlegur til Reykjavíkur kl. 1900 í kvöld 23.1. frá Hull. Dettifoss fer frá Ósló síðdegis í dag 23.1. til Gautaborgar, Kaupmannahafn- ar, Rotterdam og Antwerpen. „Fjallfoss kom til Reykjavík- ur 21.1. frá Leith. Goðafoss kom til Reykjavíkur 17.1. frá Hull. Lagarfoss er í Kaupmannahöfn. Selfoss kom til Reykjavíkur 20.1. frá Flateyri. Trölafoss fer væntanlega frá New York 24.1. til Reykjavíkur. Vatnajölcull kom til Hamborgar 19.1. Hekla er í Reykjavík og fer þaðan væntanlega á morgun vestur um land til Akureyrar. Esja var á Akureyri í gær á austurleið. Herðubreið var væntanleg til Reykjavíkur í gærkvöld frá Vestfjarða- og Breiðafjarðarliöfnum. Skjald- breið er í Reykjavík og fer það- Em væntanlega í kvöld á Skaga- fjarðar og Eyjafjarðarhafnir. Þyrill var væntanlegur til Reykjavíkur seint í gærkvöld eða nótt. Skaftfellingur átti að fara frá Vestmannaeyjum síð- öegis í gær til Rvíltur. Foldin er á Patreksfirði, lest- ar frosinn fisk. Lingestroom er í Færeyjum. Arnarfell fór frá Reykjavík 20. jan. áleiðis til Helsingfors. Hvassafell er í Álaborg. Katla er á Austfjörðum. Söfn og sýningar Bókasafn Alliance Francaise: Opið kl. 17—19. Þjóðminjasafnið: Opið kl. 13 —15. Náttúrugripasafni®: Opið kl. 13.30—15.00. Skemmtanir Austurbæjarbíó (sími 1384): ÚTVARPID 18.00 Framhaldssaga barnanna: Úr sögunni um Árna og Berit eftir Anton Mohr; II. lestur (Stefán Jónsson námstj.). 20.20 Stjórnmálaaumræður: Um bæjarmál Reykjavíkur. Fyrra kvöld. Ræðutími hvers flokks 45 mín.; ein umferð. — Röð flokk- anna: Sósíalistaflokkur, Sljáf- stæðisflokkur, Framsókn arflokkur. Alþýðuflokli- ur. Ufvarpsskák. 1. borð: Hvítt: Reykjavík, Jón Guðmundsson og Konráð Árna- son. — Svart: Akureyri: Jón Þorsteinsson og Jóhann ísnorrason. abcdefgh 33. f2—f4 He5—el 34. Rf8—g6t Kh8—h7 35. Rg6—e5 Hel x fl 36. Kgl x fl De8—b5 t „Garnegie Hall“ Sýnd kl. 9 „Hann hún og Hamlet“. Sýnd kl. 5. Gamla Bíó (sími 1475): •— „Anna Karenina" (ensk). Vivi- en Leigh, Ralph Riehardson, Kieron Moore, Sally Ann Ho- wes. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Hafnarbíó (sími 6444): — „Freyjurnar frá Frúarvengi" (ensk). Anna Neagle, H ugh Williams. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Nýja Bíó (sími 1544): — „Skrítna fjölskyldan" (amerísk) Constance Bennett, Brian Aher- ne. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Stjörnubíó (sími 81936): — „Gættu peninganna.‘,! Clifford Evans, Patricia Roc. „Nýjar Eréttamyndir frá Polítiken.“ — Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tjarnarbíó (sími 6485): — „Californía" (amerísk). Barbara Stanwyck, Ray Milland, Barry Fitzgerald. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Tripolibíó (sími 1182): — „ísland í lifandi rnyndum." — 1 Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bæjarbíó, Hafnarfirði (sími 9184): „Mýrarkotsstelpan“ — (sænsk). Sýnd kl. 7 og 9. Hafnaríjarðarbíó (sími 9249): „Tarzan í gimsteinaleit". Her- man Brix. Sýnd kl. 7 og 9. 5 AMKOMUHÚS: Hótel Borg: Danshljómsveit leikur frá kl. 9 síðd. CJr öllum áttum Þær Hringkonur, ssm ætla á afmælisfagnaðinn á fimmtudag inn láti vita í Litlu blómabúð- Lnni; sími 4957 fyrir kl. 6 í kvöld. Fermingarbörn séra Jakobs Jónssonar eru beðin að koma til viðtals í Hallgrímskirkju kl. 10 f. h. á fimmtudaginn. Fermingarbörn séra Sigurjóns Árnasonar eru beðin að koma til viðtals í Hallgrímskirkju kl. 10 f. lr. á föstudaginn. Fermingarbörn í Laugarnes- prestakalli, bæði þau, sem eiga að fermast í vor og í liaust, eru beðin að koma til viðtals í Laug arneskirkju (austurdyr) á fimmtudaginn kl. 5 síðd. Séra Garðar Svavarsson. Fermingarbörn séra Bjarna Jónssonar. eru beðin að koma í Dómkirkjuna kl. 5 á föstudag. Fermingarbörn séra Jóns Auð uns eru beðin að koma í Dóm- kirkjuna kl. 5 á laugardag. Norskt landvarnalið að œfingum Norðmenn ætla ekki að láta taka land sitt aftur, að þeim óvörum. Þeir æfa nu fjölmennt landvaralið til þess að vera við öllu búnir. Hár sjást nokkrir ungir Norðmenn að æfingum. Wilhelm Pieck. forseíi Áusfur-Þýzkalands - TIL ERU hugðnæm fyrir- bæri og ógeðfelld fyrirbæri. Því miður verður á stundum okki hjá því komizt, að gera' þeim síðarnefndu nokkur skil. Wilhelm Pieck, hinn nýbakaði forseti austur-þýzka leppríkis- Lns, hlýtur óhjákvæmilega að teljast til þeirra. Kommúnist- arnir hafa lœppzt við að gera hann að dýrlingi, eins og þeir hefðu tekið það að sér í ákvæð- isvinnu, en dýrlingsljómann á- líti þeir til margra hluta nauð- synlegan, þegar um er að ræða menn, er gegna ábyrgðarmikl- um stöðum á vegum flokksins. Mér virðist _ því tími til þess kominn, að leggja fram nokkur |>au gögn í málinu, sem sönn eru og gætu orðið til þess að dreifa blekkingaþokunni, áður en það er orðið um seinan. Annars ættu kommúnistarnir rjálfir að vita mar| a bezt, að bað er tiltölulega auðvelt að Ljúga geislabaug að höfði Stal- ins í Rússlandi; þar hefur öll- um þeim, er vissu hið sanna um hann, annaðhvort verið rutt úr vegi eða þeim hefur verið ógn- að til þess að þegja, — og tor- veld er sannleikanum leiðin ínn yfir landamærin rúss- nesku. Wilhelm Pieck hefur hins vegar aðsetur sitt í Berlín- arborg, og það er haft eftir hon- um, að hann og ríkisstjórn hans hafi fastráðið, að linna ekki baráttunni fyrr en þeir hlutar landsins, sem „smánaðir eru tneð hersetu bandamanna, hafa sameinazt kjarna Þýzkalands". Hann, það er að segja Stalin húsbóndi hans, álítur eftir því að dæma, að Vestur-Þýzkaland t:é þeirra áhugasvæði. Þegar þannig stendur á, og þess er einnig gætt, að Pieck dvelst í Berlín, er ekki ólíldegt að geislabaugurinn geti orðið fyr- ir nokkru ímjaski. Pieck má vera það ljóst, að hann býr í nágrenni þess fólks, sem ekki er sefjað áhrifa-'aldi stórkans- ins og veit þess utan ýmislegt, sem honum kemur miður. Og til þess að kynnast bans rétta Rvipfari, er það nauðsynlegt að Láta ekki ljóma geislabaugsins villa sér sýn. Sé þannig horft á Wilhelm Pieck, verður persóna hans allt annað en glæsileg. „Ég sver, að ég skuli 'beita öllum mætti mínum til heilla Wilhelm Pieck. þýzku þjóðinni,“ — þannig hljóðaði eiður sá, er hann, rík- isborgarinn rússneski. sór „stjórn" Austur-Þýzkalands. Veikur máttur það, mun þeim verða að orði, sem þekkja hann. Skortur viliastyrks er nefnilega sá eiginleiki, sem helzt einkennir þennan per- sónulitla mann. Að vísu mun hann eiga þeim eigMeika það mest að þakka, að hann hefur sloppið heill á húfi úr öilum „flokkshreinsunum“ til þessa. Bæði í Þýzkalandi, áður en hann hvarf þaðan, og síðar i Moskvu, hefur honum tekizt að smokka því fram af sér að taka svo ákveðna afstöðu til mál- anna, að seinna meir yrði á því haft. Hann hefur aldrei verið annað en þægur þræll Stalin húsbónda sínum. Einræðisherr- anum, sem eingöngu þolir gagnrýnislausa hirð, duldist ekki, að þessi hlýðni veifiskati var rétti maðijrinn til þess að þjóna hagsmunum hans í þýzka kommúnistaflokknum. Það var gvo sem engin hætta á því, að slíkur náungi færi að mynda sér ákveðnar skoðanir. Við, flóttamennirnir þýzku, sem höfðumst við í Moskvu á árun- um eftir 1936, og áttum það stöðugt á hættu að drápsfýsn Stalins steypti akkur í glötun, litum á Pieck sem óbrigðulan loftþyngdarmæli. Væri rödd hans vingjarnleg, þegar hann talaði við mann í símanum, mátti af því ráða, að röðin væri skki enn að manni kotfíih, en v'æri hann stuttur í spuna við cinhvern, brást ekki, að nafn viðkomanda hafði verið skráð á lista þeirra, sem ryðja átti úr vegi. Pieck syipaði að því leyti til hrægammsins, að hann fann nálvktinu áður en sá dauða- Jæmdi var leiddur til aftöku/ Arið 1935 kom ég sem póli- tískur flóttamaður ásamt eigin- manni mínum til Moskvu. Mað- urinn minn, Heinz Neumann, hafði á sínum tíma verið með- limur KPD-lögreglunnar, en árið 1933 var hann rekinn úr Komintern, vegna þess að þeir. töldu hann hafa farið út af lín- unni. Þegar til Moskvu kom, var okkur fengið hérbergi í Luxgistihúsinu, en þar réði Komintern híbýlum. Þegar við höfðum dvalizt þar vart hálfa klukkustund hringdi síminn. Það var Pieck, sem talaði. „Þið verðið að hypja ykkur út úr þessu húsi á stundinni og flytja til gistihússins Baltschuk'“ Það gistihús var hrörlegt mjög, og hæfur dvalarstaður fýrir þá landflótta Þjóðverja, sem Pieck vildi helzt ekki af vita. Dvöl þýzku flóttamannanna í Moskvu var linnulaus barátta Fyrir brýnustu nauðsynjum, já, linnulaus barátta fyrir líf- tórunni. En Pieck taldi sér Eýrst og fremst skylt að halda í heiðri kjörorð Stalins, hús- bóndans og meistarans: „Okk- ur líður betur með hverjum degi,' sem líður!“ Sú viðleitni hans var á stundum næsta kát- brosleg. Mér er minnisstaítt at- ferli hans í hvíldarheimkynni Komintern. Þar hamaðist hann í netknattleik með hlátrum og ærslagangi, klæddur þröngum og sluttum leikfimisbrókurn, svo að mjög bar á því hvað vöxtur hans var orðinn ellileg- ur, — fæturnir magrir og mag- inn framstandandi. En hann var staðráðinn í því að sýna liúsbóndanum, að sem trúum og dyggum þjóni væri honum Landflóttinn leikur einn og fögnuður. Hann reyndi og að láta sem mest á því bera hvo mjög hann dáðist að öllu rúss- nesku. Klædc/ st hann til dæm- is oft kragaháum, rússneskum stuttkufli; lét taka af sér ljós- myndir í þeim flíkum, og ætl- Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.