Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 4
ALÞÝBURLABIÐ ÞriSjudagur 24. janúar 1950. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. * Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. Afgreiffslusími: 4900. Affsetur: Alþýffuhúsiff. Alþýðuprentsmiffjan h.f. Hernaðaráæfl- un íhaldsins ÞEGAR verið var að ræða á alþingi tillögur íhaldsstjórnar- innar um „bráðabirgðalausn" á vandamálum bátaútvegsins, vitnaði Ólafur Thors forsætis- ráðherra hvað eftir annað í aðrar tillögur, sem stjórn hans ætlaði sér að gera.um „fram- búðarlausn" á þessum málum, rétt eins og þær væru þegar tilbúnar, en af einhverjum dularfullum.ástæðum hins veg- ar geymdar betri tíma. Hann Var af þessu tilefni spurður þess, hvers vegna tillögurnar um „frambúðarlausn" mál- anna væru ekki lagðar fyrir alþingi, fyrst þær virtust vera tilbúnar; en bá vafðist forsæt- isráðherranum tunga um tönn. Sannleikurinn er nefnilega sá, að „frambúðarlausnin" er með þeim hætti, að íhaldsstjórnin þorir ekki að láta hana koma fyrir almenningssjónir fyrr en eftir bæjarstjórnarkosningar! * Þetta er ósköp vel skiljan- legt; því að jafnvel þótt íhalds stjórnin fari með þessar fyrir- ætlanir sínar eins og manns- tnorð, þá er það engu að síður opinbert leyndarmál, út á hvað þær ganga. „Frambúðar- iausnin" á að vera stórkost- leg gengislækkun og sennilega samfara lögbindingu alls kaup gjalds í landinu um lengri eða skemmri tíma! / Það er ósköp vel skiljanlegt, að íhaldsstjórnin telji það ekki sigurstranglegt fyrir íhalds- meirihlutann í bæjarstjórn Reykjavíkur, sem hún ber svo mikið fyrir brjósti, að birta elíkar fyrirætlanir sínar fyrir kosningar; því að hætt er við, að launastéttum og sparifjár- eigendum höfuðstaðarins þætti slík árás á lífskjör sín og spari- té vera í Mtlu samræmi við alla dýrðina, sem Morgunblað- íð og frambjóðendurnir á bæjarstjórnarlista íhaldsins eru nú daglega látnir lofa þeim, —- ef þeir kjósi íhaldið á sunnudaginn. Þess vegna er „frambúðarlausninni" haldið teyndri fram yfir kosningar; pn þegar þeim er lokið, á árás- in á alþýðu og sparifjáreigend- ur höfuðstaðarins að hefjast! Þannig er hernaðaráætlun í- haldsins. Allt frá því fyrir alþingis- kosningarnar í haust hefur í- haldið verið að reyna að leyna þessum fyrirætlunum. Það þyk ír, að vonum, ekki líklegt til fylgisaukningar við kosning- ar, að hafa þær á oddinum. Fyrir alþingiskosningarnar kom Framsóknarflokkurinn, Eem ekki taldi sig eiga neinu fylgi fyrir að fara meðal launastétta og sparifjáreig- enda bæjanna, þó fram með þá kröfu, að gengi krónuhnar yrði lækkað eða kaupgjaldið i land- tnu skorið niður. Alþýðuflokk- urinn tók þá þegar í stað á- kveðna afstöðu gegn slíkri árás á lífskjör og lítil efni alþýð- unnar; en það var ómögulegt, að fá nein ákveðin svör frá Sjálfs"tæðisflokknum um af- stöðu hans til gengislækkunar- kröfunnar. Forustumenn hans og frambjóðendur slógu úr og í — sögðu að það gæti ekki verið krafa neins flokks, að iækka gengið; en það gæti hins vegar orðið óhjákvæmilegt! Með slíkum hálfyrðum synti íhaldið í gegnum alþingiskosn ingarnar í haust; og nú er ætl- unin að fara eins að í bæjar- fctjórnarkosningunum á sunnu- daginn. Þangað til þeim er iokið, á að lofa Reykvíkingum gulli og grænum skógum, ef beir kjósi íhaldsmeirihluta í bæjarstjórn; en eftir kjördag- inn getur árásin hafizt, Þá er engar "kosningar meira að ótt- ; ast; og „frambúðarlausnin" — i gengislækkunin á kostnað i iaunastéttanna og sparifjáreig-r cndanna, getur loksins séð dagsins ljós! Reykvíkingar ættu að at- liuga vel sinn gang áðUr en þeir gefa slíkum flokki at- kvæði sitt á sunnudaginn. Þeir hafa dýrmætt vopn í hendi bann dag. Þeir geta notað það til eftirminnilegra mótmæla gegn hinni fyrirhuguðu árás á lifskjör þeirra og sparifé — bVq eftirminnilega, að íhajdið hugsi sig tvisvar um áður en það leggur til atlögu gegn al- þýðu höfuðstaðarins. En slík niótmæli væru það vissulega, ef íhaldið missti á sunnudag- inn meirihlutann í bæjar- stjórn, og Alþýðuflokkurinn, sem einn allra flokka hefur tekið ákveðna afstöðu gegn gengislækkun, fengi þar odda- aðstöðu. ctjórnarlista Alþýðuflokksins í Keflavík. Enn fremur eru þessar grein ar í blaðinu. Helztu frám- kvæmdir á kjörtímabilinu eftir Ragnar Guðleifsson, Hin nauð- synlega samfylking, eftir Kol- bein unga, Bæjarmálastefnu- skrá Alþýðuflokksins í Kefla- vík, grein grjótkast úr glerhusi, pennastrik og útsvarsskuldir, hinn nýja liðssveit íhaldsins, lof orð og í fáum orðum sagt, Haín armálin í Grindavík, Innheimta útsvara, sorpblaðamennska og fleira. Leiicfélag Reykjavíkur Sýnir ánnað kvöld kL 8. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. morgun eftir kl. 2. Sími 3191. Sími 3191. 6 og á Rððull kemur úiídag Sæjarráð vill athug« bindindishallar- málið „frá öilum hliSum"! BÆJARRÁÐ hefur rætt um möguleika til að reisa megi fyrirhugað byggingu Góðtempl arareglunnar við væntanlegt Indriðatorg og var lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. 17. þ. m., þar sem málið var rætt. Bæjarráð lítur svo á, að ekki verði „talið fyrir það girt", að reisa megi hsefilega byggingu fyrir starfsemi Góðtemplara- reglunnar við hið fyrirhugaða índriðatorg, þannig að umierða málum og bílastæðum " verði sæmilega borgið- og beinir .því- til réttra hlutaðeigenda', að mál ið verði enn athugað „frá ölhmt' hliðum". Ef svo reynist, við ná kvæma athugun, að byggingar- j mál reglunnar megi ekki leysa á þessum stað, þá telur bæjar- ráð rétt að taka til greina til- lögu samvinnunef ndarinnar um staðsetrdngu Góðtemplarahall- arinnar við Snorrabraut, þar Eem nú er gamla Mjólkurstöð- in, og mun bæjarráð „vilja vinna að því" að sú lóð verði fengin reglunni til ráðstöfunar, ef þess verður óskað. Aldarf jórðungsgömu! kvikmynd sýnd. — íslands- mynd Lofts Guðmundssonar. —• Hver f járinn er í vatninu? •— Bréf um leikfimi og böð í barnaskólum. LOFTUR SYNIR Islandskvik mynd sína um þessar mundir í Tripolibíó. Þessa mynd tók Loft ur áriff 1924 og 1925 og síffan var hún sýnd lengi hér í Reykjá- vík og víffar um land. Ég fór aff sjá þessa mynd á sunnudaginh J og rifjaffi upp gamlar minning-| ar. Það er gaman aff sjá borgina 1925 og nú, sjá andlitin, sem þá settu'svip á bæjinn, Jón Magn-j ússón f brsaétisráðherrá, Jóh Þor i láksson f jármálaíáffherra, Kund Zímsen borgarstjóra og svo) Svahhildirnár . . Þbrsteinsdóttttr og Ólafsdóttur, frú Guffrúnu, Fontenay og vorn ungar blóm í fangi. fleiri, þegar þær blómarósir . með RÖÐULL, blað Alþýðuflokks ins í Gullbringu- og Kjósa-' sýslu, kemur út í dag, og flytur meðal annars myndir af fjór- VELSKIPIÐ Blakknes tók niðri á föstudaginn við Graf- arnes í Grundarfirði og kom um efstu mönnum á bæjar- ieki að skipinu. ANNAS SÉST OG sem þá var gaman að sjá, þar á meðal hvala drápið mikla í Fossvogi, lífið við höfnina, réttir og réttalíf, hey- ckap með gömlu aðferðunum og Ejölda margt annað. Það er gam j an að svona gömlum kvikmynd- um. Maður er fljótur að gleyma þegar örar breytingar eru, og al veg var ég búinn aS gleyma því hvar Valhöll haf Si- staðið á Þing völlum, en það sér maður íhaldið hrœðist sjálfs sín syndir % ^'-^¦•¦^"'•^'- MORGUNBLAÐIÐ er mjög hneykslað á því, að Alþýðu- blaðið skuli birta myndir af ýmsu, sem miður fer í Reykja vík. Er því sér í lagi illa við myndir af braggahverfunum og gefur í skyn, að þær séu teknar og birtar í því skyni að gera hlut íbúa þeírra lít- inn. En því fer víðs fjarri. íbúar braggahverfanna hafa ekki til * neinnar gagnrýni unnið. Hins vegar er það tal- andi tákn um óstjórn íhalds- ins í Reykjavík, að þúsundir bæjarbúa skuli búa í brögg- um, kjallaraholum og hana- bjálkakytrum. Morgunblað- inu er síður en svo sárt um braggabúana. Það hefur lítið sem ekkert gert til þess að bæta úr vandræðurn þeirra. En það tekur sárt að sjá ljós- myndir af syndum sjálfs sín. MYNDIR ÞESSAR eru vissu- lega athyglisverðar. Um- gengni í velflestum brögg- unum er aðdáunarlega góð miðað við hinar hraksmán- arlegu aðstæður. Á mörgum myndunum sjást vel klæ'dd í og efnileg börrí. Þetta er æsk an, sem elur aldur sinn í braggahverfunum. Hún vitn- ar ekki um sára fátækt, sóða- skap eða framtaksleysi. Þvert á móti. Hún er tápmikil og glaðleg, og í skólunum stenzt hún fullkomlega samanburð við syni og dætur efnafólks- ins, er býr í höllum „einstak- lingsframtaksins". Sannleik- urinn er sem sé sá, að bragga búarnir standa andlega og efnalega jafnfætis öðrum bæjarbúum. Ástæðan fyrir því, að þeir verða að una nú- verandi húsakynnum, er sú 6)0, að bæjarstjórnaríhaldið hefur svikizt um að leysa húsnæðisvandræði þessa fólks. MORGUNBLAÐIÐ skal ekki ímynda sér, að braggabúarn- ir láti blekkjast af áróðri þess. Myndir Alþýðublaðsins eru ákall til Reykvíkinga um að leysa vandragði þessa fólks, t sem það ber enga ábyrgð á. En jafnframt er hér um að ræða gagnrýni Alþýðuflokks- ins á óstjórn bæjarstjórnar- íhaldsins á húsnæðismálum höfuðstaðarins. íhaldið er hrætt við þessa synd sjálfs sín. Það óttast dóm bæjarbúa og þá fyrst og fremst bragga- búanna, fólksins, sem með lífi sínu og starfi byggir upp Reykjavík, en bæjarstjórnar- íhaldið hefur dæmt til þess að búa í bröggunum, er setu- lið tveggja erlendra stórvelda skildi hér eftir. Þar verður þetta fólk að búa þangað til braggarnir hrynja ofan á það eða fjúka ofan af því, nema Reykvíkingar beri gæfu til þess að steypa bæjarstjórnar- íhaldinu af stóli. Fái Alþýðu- flokkurinn oddaaðslöðu . í bæjarstjórn Reykjavíkur á næsta kjörtímabili, mun hann hins vegar einbeita sér að íausn húsnæðisvandræðanna. Myndir Alþýðublaðsins eru sem sé sprottn'ar af áhuga fyrir velferð braggabúanna, en ekki af dagbundnum póli- tískum áróðri. Framtak Al- þýðuflokksins í húsbygginga- málum alþýðustéttanna sýn- ir, hvers má af honum vænta í þessu efni. barna. Ég gæti trúað því, að enn yrði mikil aðsókn að þessari mynd. Hún er furðulega 'vel »kýr og vel tekin þegar tekið er tillit til þess að liðinn er ald- arf jórðungur síðan það var gert. „HVER FJÁRINN er í heita vatninu"? Þannig spyr húsmóð- ir. Hún segir, aS núna eftir ára- mótin sé megn fýla af vatninu, sérstaklega fyrst á morgnana, segir hún: að silfurskeiðar, sem hún eigi, hafi orSiS svartar við uppþvott úr vatnina. Spyr kon- an hvort það sé meiri kýsill í heita vatnmu eftir að viðbótin frá Rsykjahlíð kom inn í æð- arnar. , , EFTIRFARANDI bréf barst mér fyrir fáum dögúm, en þaS hefur verið nokkuð lengi á leið inni. Það er frá „HúsmóSur". „Mig langar til að biðja þig fyr- 'ir nokkrar línur ef skeð gæti, að það bæri einhvern árangur. Svo er mál með vexti, að ég he£ í minni umsjá í vetur fyrir það fyrsta dreng, sem er nýlega 7 éra, og var því skólaskyldur í haust og er í einum bæjarskól anum. ALLT GEKK- VEL, þar til einn daginn að mér brá heldur í brún þegar barnið kom heim í kalsaveðri, eins og fuglahræða. Ég klæddi hann eða hjálpaði honum áður en hann fór, en nú begar hann kom voru sokkarn- ir niður um hann, úlpan ó- hnept, berhöfðaður, með renn- andi blautt hárið. ÞEGAR ÉG SPURÐI HANN hverju þetta sætti, sagði hann að börnin hefðu verið í leikfimi og sturtubaði á eftir,, nátturlega nakin. Nú kann það að þykja Bkrítið, að drengur 7 ára klæði sig> ekki eins og fullorðinn m'að- ur, en ég held að fáir drengir á þeim aldri klæði sig hjálpar- laust — og sízt í flyti, og svo er annað, að börnin geta ekki þurkað á sér kroppinn hjálpar- laust og troðið sér í fötin hálf blaut á kroppinn, og getur hver séð hvað það er notalegt, enda fékk þessi drengur kvef. NÚ LANGAR MIG, Hannes tninn, að gera fyrirspurn í gegn um þig, hver eða hverjir ráða þessum málum, og getur þetta akki orðið hæpin heilsubót fyr- ir smábörn, að vera nakin í stór- um sal þó upphitaður sé og fara svo hálfblaut út, þegar kólnar í veðri? ÞETTA EH VÍST ákveðið tvis Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.