Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1950, Blaðsíða 6
s ALÞYÐUBLAÐIÖ Þriðjudagur 24. janúar 1850. Yfirverkstjórar Reykjavíkurbæjar við gatnagerð hafa viðtalstíma í Áhaldahúsi bæjarins við Skúlatún svo sem hér segir: Nýbyggingar gatna og holræsa: Guðlaugur Stefáns- son. Viðhald og hreinsun gatna og holræsa: Guðjón Þor- steinsson. Viðtalstími beggja er kl. 13—14, virkadaga, nema laugardaga, símanúmer: 3193 og 7383. í sama síma næst einnig samband við hverfisverk- stjórana Sveinbjörn Hannesson, Jón Ólafsson og Sigur- berg Elísson, virkadaga kl. 13—13,30, nema laugardaga. Reykjavík 23. janúar 1950. Bæjarverkfræðingur. Vöðvan Ó. Sigurs: fÞRÓTTAÞÁTTIIR Heilir íslendingar! Nú er nóg að gera, Alls stað- ar kosningakeppni, bravó, bra- vó, bravó! Pólitísk lilaup, keppt í flokkum, óskaplegur spenn- ingur! Allir í þjáifun. Von um ný met! Alveg eins og það á að vera! En við megum ekki gleyma iíkamsmenningunni. Beilbrigð sál í hraustum líkama, fornsög- urnar. Gunnar á Hlíðarenda og allt það. Hin póitíska íþrótta- menning er góð út af fyrir sig rem keppni, en ég er ekki viss um að hún sé jafn holl fyrir iíkamann og víðavangshlaup til dæmis. Ekki nægilegt aihliða hreyfing. Samt hef ég séð mann og mann, sem þannig hefur hag- að sér í ræðustóli, að það jafn- aðist fyllilega á við Miillersæf- ingar. Þeir menn hafa að sjálf- sögðu ákaflega gott af pólítískri i keppni, bæði andlega og líkam-| lega. Flestir hreyfa sig hins vegar mjög lítið í ræðustólnum, en gera sér allt far um aö vera sem hátíðlegastir og rólsgast.ir, svo að fólkið trúi þeim. Það kann að vera g'ott upp á sálina og atkvæðin, en ótækt fyrir líkamann. Aðrir beita þvínær eingöngu annarri hendinni til áherzlu berja með henni, ýmist í pontuna eða út í loftið og svo frv., en það er ekki aðeins ó- Bymmetriskt, heldur beinlínis ó- hollt, þar eð það getur hæglega orðið til þess að ofþroska vöðv- ana öðrum megin á líkamanum á kostnað hinnar hliðarinnar. Ég er þeirrar skoðunar. að þessu verði aldrei fyllilega kippt í lag fyrr en nefnd íþróttafröm- uða undir forustu Í.S.f. hefur yerið falið að semja sérstakt sýningarleikfimiskerfi _ handa pólitískum ræðumönnum, og fengnir hafa verið hæfir fiokks- þjálfarar til þess' að kenna þeim. Þangað til að því hcfur verið framfylgt, mætti ef til vill notast við nokkrar æfingar, sem ' ég hef sjálfur samlð með tilliti, til standardtexta pólitískrar ræðumennsku. Ég set textann með grönnu, en æfingarnar með feitu letri. „Bsiðruðu áheyrendur! — djúp hneiging fram. — Hátt virtur síðasti ræðumaður — armsveifla fram og út meS þeirri hendi, er að viðkomanda veit — gumaði mikið af sinni pólitísku sannfæringu — stutt hálsfetta. ■—- Já, hann fór bein- línis í andlegum loftköstum — jafnfætishopp ca: 60—75 cm — af hrifningu yfir sjálfum sér. — stutt hálsfetta — En honum ferst! — armskot fram með krepptum hnúa. — Ég veit ekki betur en hann hafi fyrst lengi vel tvistigið milli flokkanna, — hratt tvistig í kyrrstöðu — snar núist eins og skopparakringla, — 3—4 heilhnúningar í kyrr «tö®u — hallast annan daginn að þessum og hinn að hinum — hraðar hliðbolbeygjur til v. og h. á víxl, 5 sinnum. — steypt sér pólitískar kollhnýsur hvað eftir annað, — 2—3 höfuðstökk úr kyrrstöðu, — og ekkert vitað í hvorn fótinn hann átti að stíga! — hnélyftur með v. og h. fæti á víxl ca: 6 sinnum. Og síðan kórónaði hann þetta sitt póli- tíska lauslæti, — hraðir fingur- kossar í allar áttir — með því að taka sitt fræga pólitíska helj arstökk, — heljarstökk ur lcyrr r.töðu (helst aftur á bak — það cr flottara —). Ef þetta er ekki að fara í gegnum sjálfan sig í r.annfæringunni — farið í gegn. um sjálfan sig í ræðustólnum — og hafa síðan endaskipti á lilutunum, — handstaða á ræðu ntólshríkinni, — þá veit ég ekki hvað skal segja!“ Ég læt þetta sýnishorn nægja. Jafnvel þótt ræðan væri ekki lengri, hefði ræðúmaðurinn þeg ar holtið holla, alhliða hreyf- ingu, er tæki til velflestra lík- amsvöðvanna, yki blóðrásina og rallt það <#----- Þess vil ég láta getið, að ég hef valið fremur léttar æfingar, með tilliti til þess, að enginn þyrfti að hætta við pólitíkina, vegna þess að hann gæti ekki r.taðið sig sómasamlega í ræðu- rtólsleikf iminni! Með íþróttakveðjum. Vöðvan Ó. Sigurs. Eric Ambler . i um kafbátum. Hollendingar, Danir, Svíar og Norðmenn ctyrktu landvarnir sína af fullu kappi. Heimurinn beið eftir blóðugu vori. Svo fóru þeir að tala um jarðskjálftana. Klukk- an var orðin hálf ellefu þegar Kopeikin gaf til kynna, að tími væri komin fyrir þá að leggja af stað í Le Jockey Cabaret. Staðurinn var í Boyoglu-hverf- inu, rétt hjá Brande Ure de Pera, við götu, sem sýndi á byggingarlagi húsanna, að franskur byggingameistari liafði skipulagt hana einhvern tíma í kringum 1920. Kopeikin tók undir handlegg Grahams um leið og þeir gengu inn um dyrnar. „Þetta er mjög skemmtileg- ur staður“, sagði hann. „Eig- andinn, sem heitir Serge, er einn af vinum mínum, svo að vel mun verða tekið á móti okkur. Ég ætla að kynna þig fyrir honum. Það getur þótt ótrúlegt um Uíkan reglumann, sem Gra- ham var, að hann hafði allgóð kynni af næturlífi í stórborg- um. Svo virtist sem hinir er- lendu gestgjafar hans hefðu alltaf talið að ómögulegt væri að skemmta brezkum heiðurs- manni betur en með því að koma honum í kynni við lífið í næturklúbbunum. Hann hafði heimsótt slíka staði í Buenos Aires og í Madrid, í Valpariso og í Búkarest, í Rómaborg og í Mexikó, og hann minntist þess ekki, að þessi lastanna bæli hefðu verið neitt verulega frá brugðin hvert öðru. Hann ■' minntist ýmissa viðskiptavina, J cem hann hafði setið með á slík * um stöðum og drukkið með til 1 morguns, en í minningum hans voru staðirnir ákaflega líkir, til tölulega litlir salir, fullir af reyk og vínþef, með upphækk uðum palli fyrir hljómsveit og svolítið autt rúm í miðjunni fyrir dansfólkið, með bar með háum stólum, þar sem tvenns konar verð var á víni. Hann bjóst heldur ekki við því, að Le Jockey Cabaret væri neitt frábrugðinn þessum Gtöðum, og hann var það held- ur ekki. Veggskreytingin virtist taka Svip af götunni fyrir utan. Hún var ósmekkleg, húsahliðar, Bvertingjar sem léku á saxófón, græn augu, símáhöld, grímur á Ijorð við myndastytturnar á Páskaeyjunni og þar fram eft- ir götunum. Salurinn var troð- fullur og hávaði mikill. Serge var rússneskur, skkrpleitur stuttklipptur, gráhærður, og framkoma hans bar vott um að hann vildi ætíð vera þénustu reiðubúinn. Þegar Graham leit í augu hans, fannst honum ekki til um manninn en breitt flýru bros var á andlitinu. Hann leiddi þá að borði við hliðina á danssvæðinu. Kopeikin bað uin flösku af koníaki. Hljómsveitin lék amerískt danslag á viðkvæman hátt, en hætti því snögglega og sló yfir í villta rumbu við áköf fagn- aðarlæti gestanna. „Hérna er allt svo frjálst og mjög skemmtilegt“, sagði Kopeikin. „Langar þig til að dansa? Hérna er nóg af stúlk- um. Gáðu í kringum þig, vin- r.r (f*r ^Afrðu rnér svo livprja beirra þú vilt fá. Svo skal ég tala 'við Serge“. „O, hafðu engar áhyggjur af mér. Ég held í raun og veru, að ég ætti ekki að vera hér lengi ^ úr þessu“. „Þú verður að reyna að hrinda áhyggjunum frá þér. i Hætty að hugsa um þetta allt; eamah og skemmtu þér, 1 drekktu meira og þá mun þér fara að líða betur“. Hann stóð á fætur. „Ég ætla rað dansa einn dans og útvega þér stúlku um leið“. Graham fór að ásaka sjálfan uig fyrir þumbaraháttinn. Hann átti að vera fjörugri og ! Ekemmtilegri, j'á, um leið þakk- j tátari. Kopeikin hafði, hvað sem öðru leið, verið honum á- kaflega hjálpsamur. Það gat ekki verið neitt skemmtilegt fyrir hann að vera að reyna að Ekemmta þumbaralegum Eng- lendingi, sem einskis óskaði frekar en mega fara að hátta. Hann drakk dálítið meira viský og var þungbúinn. Fleira fólk kom inn í salinn. Hann sá Serge taka á móti því fullan 'áf blíðu, en síðan þegar það hafði snúið við honum baki, gefa þjónunum þýðingarmiklar bendingar. Svo leitaði hann að Kopeikin og kom auga á hann þar sem hann sveif í dansin- um. Stúlkan var grönn og dökk á hörund og hún hafði stórar tennur. Rauður kvöldkjóllinn, úr satini, hékk utan á henni eins og hann hefði verið snið- inn á stærri konu. Hún brosti mjög oft. Kopeikin hélt henni alllangt frá sér og talaði við- stöðulaust meðan þau döns- uðu. Graham virtist sem Kop- eikin, þrátt fyrir líkamsstærð sína, væri eini maðurinn á gólf inu fullkomlega rólegur og ör- uggur með sjálfan sig. Hann var fyrrverandi meðeigandi í pútnahúsi, og kunni því tök- in á þessu öllu saman. Þegar tnúsikin hætti, kom hann að borðinu til Grahams með utúlkuna við hlið sér. „Þetta er María“, sagði hann. Hún er arabisk. Þú mundir ekki ætla það, þegar þú horfir á hana“. „Nei, það er alveg satt“. „Iíún talar dálítið frönsku“. „Enchanté, Madomiselle“. ,;Monsieur“ . Rödd hennar var óeðlilega hörkuleg, en hún brosti þægilega. Hún var aug- sýnilega bezta stúlka. „Vesalings barnið“, sagði Kopeikin heldur mæðulega og í föðurlegum tón; hann var víst að hugsa um það, að hún rnundi ekki hafa fallið í áliti hjá gesíunum við það að hafa komizt í tæri við þennan gest. „Hún er nýsloppin frá bann- settri hálsbólgunni. En hún er mjög falleg stúlka og kann cig. Assiedstoi, María“. Hún tók sér sæti við hlið- ina á Graham. „Je, prends du champagne", sagði hún. „Oui, Oui. Plus tard“, svar- aði Kopeikin til skýringar. „Hún fær aukaþóknun ef hún getur fengið gesti til að drekka kampavín“, sagði hann og liellti koníaki í glas handa henni. Hún tók við því án þess að segja fleira, bar það að vörum sér og sagði „Skál“. „Hún heldur að þú sért Svíi“, sagði Kopeikin. „Hvers vegna?“ „Henni þykir vænt um Svía, bvo að ég sagði að þú værir Svíi“, svaraði hann hlæjandi. „Þú getur ekki sagt að tyrk- neski fulltrúinn geri ekki neitt fyrir fyrirtækið“. Hún hafði hlustað brosandi á þá. Nú hljómaði músíkin aft- ur, og um leið og hún sneri sér að Graham, spurði hún hvort hann vildi dansa. Hún dansaði vel. Þekkti hann Istambul vel? Hafði hann verið hérna áður? Þekkti hann París? Eða London? En hvað hann átti gott. Aldrei hafði hún séð þessar borgir. Hún vonaði, að einhvern tíma gæti hún farið. Já, og þá fyrst og fremst til Stokljhóims. Átti hann marga vini í Istambul? Hún spurði af því að það var maður, sem bafði komið inn á eftir honum og vini hans, sem virtist þekkja hann. Þessi mað- ur var allt af að horfa á hann. Graham hafði verið að hugsa um það, hvenær hann gæti sloppið í burtu. Henn varð allt í einu var við það, að hún beið eftir því, að hann svaraði henni. Hann hafði rétt tekið eftir síðustu orðum hennar. „Hver er að horfa á mig?“ „Við getum ekki séð hann núna. Maðurinn hefur tekið sér sæti við barinn." „Það er enginn vafi á því, Bifreiðastjórafélagið Hreyfill: Aílsherjaratkvæðagreiðsla um kosningu stjórnar, endurskoðenda, trúnaðarráðs, fastanefnda og annarra trúnaðarmanna í Bifreiðastjóra- félaginu Hreyfill, fyrir yfirstandandi ár, fer fram í skrif- stofu félagsins, Borgartúni 7 og hefst miðvikudaginn 25. þ. m. kl. 13 og stendur þann dag til kl. 23.30, og firnmtu- daginn 26. þ. m. frá kl. 10 f. h. til kl. 23.30, og er kosn- ingu þá lokið. Kjörskrá liggur frammi í skrifstofu félagsins. Reykjavík, 23. janúar 1950. Kjörstjórn Bifreiðastjórafélagsins Hreyfill.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.