Alþýðublaðið - 26.01.1950, Síða 1

Alþýðublaðið - 26.01.1950, Síða 1
lii' K ígjjþ . - tf&é .;. fc“; fe P: Veðurhorfwrs Suðaustan og austan storœur eSa rok. Rign- ing öðru liverju. Forusíogrein: Dansklúbbur, en ekki stjórnmálafélag. XXXI. árgangur. Fimmtudagur 26. janúar 1950. 23. tbl. Útrýmum hröggunum ,,iöí ip f-t Braggarnir eru fátækrahverfi Reykjavíkur. Börn eru nú orðin 4—5 ára, sem aldrei liafa sofið í ferstrendu herbergi, og þau hafa alizt upp við umhverfi eins og það, sem myndin sýnir. Þetta er smánarblettur á íslenzku þjóðinni og höfuðborg hennar, sem verður að þurrkast burt sem fyrst, hvað sem það kostar. Peklngstjórnin fiefur gert tvo leyni- samninga ym það viö stjórn Rússlands. UTANRÍKISMÁLARÁÐUNEITIÐ í WASHINGTON lýsti yfir því í gær, að það Iiefði komizt yfir plögg, er sönnuðu á óyggjanai hátt yíirráð og ásselni Rússa í novðurhéruðum Kína. Segir í tilkynningu um þetta, að Bandaríkjastjórn hafi vissu fyrir því, að gerðir hafi verið tveir leynisamningar um Norður- Kína snilli kommúnistastjórnarinnar í Peking og rússnesku stjórnarinnar, og cr á það bent í þessu sambandi, að forsætis- ráðherra kínversku kommúnistastjórnarinnar hafi dvalizt í Moskvu í nokkrgr yikur undanfarið og utanríkismálaráðherra hennar verið kvaddur þangað fyrirvatalaust nú fyrir skömmu. Segir í tilkynningu Banda- ríkjastjórnar, sem birt var í Washington í gær, að Rússar hafi hrifsað undir sig öll yfir- ráð iðnaðarins í Mansjúríu og að fjölmennur .rússneskur her dveljist í landinu, en hann hafi meðal annars hafnarborgirnar Port Arthur og Dairen alger- Iega_ á sínu valdi. í Ytri-Mon- gólíu eru yfirráð Rússa alger pg hafa verið lengi, og einnig þar er fjölmennur rússneskur |zer. Þá hafa Rússar stutt lepp- stjórn til valda í Innrí-Mohgó- líu, og hlýðir hún í hvívetna boði þeirra og banni. í Sinki- ang, sem er nyrzti og vestasti hluti Kína, eru Rússar ekki eins langt komnir enn í ásælni sinni, en einnig þar. reyna þeir að' ná sem styrkastri fótfestu. ngane ngastoínunin greiðii ur uppbótin því 29 prósen! MEIRIHLUTI FJÁRVEITINGANEFNDAR ALÞINGIS hefur nú lagt til, að Tryggingastofnun ríkisins verði heimilað að greiða 10% uppbót á ellilífeyri, örorkulífeyri, örorkustyrk og makabætur til viðbótar við 10% uppbót, sem stofnunin greiðir jjegar á þessar bætur, með því að greiða þær eftir vísi- tölu 315 og að meðtöldum sjúkrasamlagsiðgjöldum. í þessum meirihluta fjárveit inganefndar eru átta af níu nefndarmönnum, eða allir nema kommúnistinn. Vill meiri hlutinn láta fella heimild um 10% uppbót inn í frumvarp það um breytingar á tryggingalög- unum, sem nú liggur fyrir al- þingi, og mun það verða gert. TRYGGINGASTOFUNIN HALDI VARASJÓÐUM sínum' Nokkur ágreiningur hefur risið upp um það, milli fjár- málaráðuneytisins annars vegar, en trygginga'stofnun- ar ríkisins og félagsmála- ráðuneytisins hins vegar, livort fyrirmæli trygginga- laganna séu svo skýr, að stofnunin liafi tvímælalausa heimild til að halda sjóðum, sem safnazt hafa, óskertum. í rökstuddri dagskrá, sem meirihluti fjárveitinga- nefndar nú leggur fram, er það fyllilega viðurkennt, að tryggingastofnunin sktili lialda þessum sjóðum, og verði dagskráin samþykkt, hefur fengizt skýlaus úr- skurður alþingis í þessu deilumáli. Kommúnistar lögðu fram til lögu um að greiða 20% uppbót á ellilaun og örorkubætur, og er það tillaga þeirra, sem nefnd in fjallaði um. Það er nú upp- lýst, að þessar bætur hafa þeg- ar verið greiddar með 10% uppbót, þar sem trýggingastofn unin greiðir þær eftir vísitölu 315, og greiðir auk þess sjúkra camlagsgjöld bótaþega. Hins vegar samþykkir nefndin 10% viðbótaruppbót, er sett verði inn í önnur lög, sem án efa verða afgreidd á þessu þingi, svo að samkvæmt þessu ættu þeir, sem þessar bætur.og lí£- eyri fá, að fá samtals 20% upp bætur, eða jafn mikið og opin- berir starfsmehn hafa iengið. Mun tryggingastofnunin treysta sér til þess að greiða ■ þessa viðbótaruppbót án þess i að á móti komi sérstök tekju- I öflun. Úlvarpsumræð- urnar i í UTVARPSUMRÆÐURNAR um bæjarmál Reykjavíkur halda áfram í kvöld og hcfjast kl. 20,20. Verða ræðuumferðir þrjár, 25 mínútur, 20 og 10 fyr- ir livern flokk, en röð flokk- anna er sú, að fyrstur er Sjálf- Etæðisflokkurinn, þá Framsókn- arflokkurinn, síðan Alþýðu- flokk'urihn og loks Kommúii- [staflokkurinn. Af hálfu Alþýðuflokksins tala í umræðunum í kvöld Jó- hanna Egilsdóttir, Tómas Vig- fússon, Sigurpáll Jónsson, Benedikt Gröndal og Jón Axel Pétursson. Magnús Ástmarsson, annar maður A-listans, liggur rúm- hverju það lofað svei Bendir á úrræði, sem ekki er fyrir hendf. „BLÁA BÓK“ íhaldsins 1950 skýrir frá því, að bæj- arstjórnaríhaldið hafi ábuga á því, að byggð verði ný hæð ofan á Áusturbæjarbarna- skólann og þæjarbókasafn- inu fengið þar húsnæði til afnota. Þctta er endurtekn- ing á kosningaloforði, sem í- haldið gaf í „bláu bókinni“ 1946. En síðan er búið að setja nýtt þak á Austurbæj- arbarnaskólann og ákveða að hætta við að byggja ofan á hann nýja hæð. Þessi lygi, sem hafði blekkingargildi fyrir f jórum árum, fellur því nú um sjálfa sig og sýnir, að bæjarstjórnarmeirihlutínn veit ekki nema endrunr og' eins, hvað hann er að fara, þegar hann í endurtekur svikaloforðin og býr til ný. Bæjarbókasafnið býr .við sömu hraksmánarlegu að- búðina nú og 1946. íhaldið lofaði þá að fá því hentug og sæmandi húsakynni á kjör- tímabilinu. Það liefur svikizt um það og man ekki, að úr- ræðið, sem kom til greina fyrir tveimur árum, cr ekki lengur fyrir hendi! fastur og getur því ekki tekið þátt í útvarpsumræðunum. A-lis!a háfðð s Gamla bíó annað kvöld —-----«.----- Fjöíbreytt skemmtiatríði og þrjár stottar ræður. A-LISTA HÁTÍÐ verður haldin í Gamla bíói annað kvöld, og boðar A-listinn alla stuðningsmenn sína og vel- unnara til liátíðarinnar. Þar verða fjölbreytt skemmtiat- riði: Brynjólfur Jóhannesson syngur spánnýjar kosninga- gamanvísur, sem Loftur Guðmundsson hefur samið; Einar Pálsson, leikari, les upp; Einar Sturluson, óperusöngvari, syngur, og loks leikur KK-sextettinn. Þrjár stuttar ræður verða fluttar, og tala þau Kristín Ólafsdóttir, Benedikt Gröndal og Stefán Jóh. Stefánsson, f'ormaður Alþýðu- flokksins. Sú sigurvissa og sá sóknarhugur, sem kom fram á hinutn f jölmenna fundi ungra jafnaðarmanna á mánudag- inn, mun setja svip sinn á þessa hátíð í Gamla bíói annað kvöld. Alþýðuflokksfólk! Nú þarf að herða enn sólmina síðustu dagana og sýna baráttuhug okkar með því að troðfylla Gamla bíó!

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.