Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.01.1950, Blaðsíða 4
4 ALÞÝfíUBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. janúar 1950» Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Benedikt Gröndal. Þingfréttir: Helgi Sæmundsson. Ritstjórnarsímar: 4091, 4902. Auglýsingar: Emilía Möller. Auglýsingasími: 4906. AfgreiSslusími: 4900. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Úfvarpsræða Jóns Axels Péfurssonar um bæjarmál Reykjavíkur: Dansklúbbur en ekki ÍHALDIÐ finnur, að æska Reykjavíkur gegnir mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn á- framhaldandi völdum þess í höfuðstaðnum. Það hefur reynt að þagga niður rödd æskunnar með því að hindra opinberar umræður hennar um bæjar- málin á fjöldafundi eða í ríkis- útvarpinu, þar sem fulltrúum æskulýðsfélaga allra stjórn- málaflokkanna gæfist kostur á þátttöku. En rödd æskunnar hljómar samt um gervallan bæ- inn, og boðskapur hennar er hvöt til bæjarbúa um að steypa íhaldinu af stóli á sunnudaginn kemur. Það er vegna þessa, sem Morgunblaðið reynir nú að betla um fylgi unga fólksins í Reykjavík. Forustugrein þess í gær bar þá öfugmælafyrirsögn, að straumur æskunnar liggi til Sjálfstæðisflokksins. Þannig reynir Morgunblaðið að bera sig mannalega, en í raun og veru skelfur bæjarstjórnar- íhaldið af ótta við dóm unga fólksins. Það veit, að baráttan fyrir kosningu þriðja mannsins á lista Alþýðuflokksins er sig- urstrangleg, en kosning Bene- dikts Gröndals þýðir fall bæjar- stjórnaríhaldsins og sigur unga fólksins í Reykjavík. Morgunblaðið heldur því fram, að í Heimdalli séu nú nær þrjú þúsund meðlimir..En hvað kemur þá til þess, að Heimdellingar skorast undan opinberum umræðum um bæj- armál Reykjavíkur? Er enginn maður í hópi þessara þriggja þúsunda fær um að sækja og verja málstað bæjarstjórnar- íhaldsins við þessar kosningar? Einvígisfundur Heimdellinga og ungra kommúnista í gær- kvöldi sýnir betur en nokkuð annað, hvert er mannval beggja þessara flokka meðal æskunn- ar. Af fjórum ræðumönnum fundarins eru þrír „fyrrver- andi æskulýðsleiðtogar“ fyrir aldurs sakir. En kommúnistar og íhaldsmenn neyddust til að framlengja ,.æskulýðsforustu“ þeirra í bróðurlegu samkomu- íagi, af því að hvorugur floþk- urinn áræddi að halda slíkan fund nema með því móti að tefla þar fram mönnum, sem reynt'er að yngja upp af þessu tilefni. Annars er bæjarstjórnarlisti Sjálfstæðisflokksins athyglis- vert sönnunargagn um það, að annaðhvprt er æskulýðsfylgi í- haldsins ekki á marga fiska eða forustumenn þess hafa tak- tnarkað álit á unga fólkinu í flokknum. Heimdallur á sem sé engan fulltrúa á bæjarstjórnar- listanum. í hópi hinna þriggja þúsunda, sem Morgunblaðið Gífurlegum fjármunum hefur verið eytf og ekker i lagt í sjóði til að mæía aðsfeðjandi erfiðleikum Alþýðuflokkurinn vísar veginn og bend ir á brýnusfu verkefni bæjarins ÞEGAR VIÐ ALÞÝÐU- FLOKKSMENN ræðum um málefni Reykjavíkur, bendum á það, sem aflaga fer, gagn- rýnum f jármálastjórn Sjálf- Gtæðisflokksins, þá er það af umhyggju fyrir fjárhag bæjar- félagsins og bæjarbúa að við gerum það, en ekki vegna þess, nð við viljum gera hlut Reykjavíkur verri en hann er. Hinn allsráðandi meirihluti, Sjálfstæðisflokkurinn, er orð- tnn völdunum svo vanur, bú- inn að halda þeim svo lengi, að stór hætta stafar af. Hann skoðar Reykjavík nú orðið oins og einhverja einkaeign Sjálfstæðisflokksins, og telur allt fjandskap við Reykjavík, sem kastar rýrð á sjálfræði flokksins. Þrátt fyrir bruðl meirihlutans eru þeir búnir að æsa sig upp í það að teljá al- menningi trú um, að fjármála- legt öngþveiti myndi skapast hjá bæjarfélaginu, eins konar fjármálalegur heimsendir verða t Reykjavík, ef völdin væru af þeim tekin, og þeirra flokks- ræðis nyti ekki lengur við. Jón Axel Pétursson. Hingað til hefur almenningur í Reykjavík ekki varast lof- orð Sjálfstæðisflokksins og blekkingar. Stríðsgróðinn og fyrirhyggjuleysið Við tvennar undangengnar bæjarstjórnarkosningar, var nóg um peninga hjá öllum þeim, sem unnið gátu. Skip okkar öfluðu vel, allar sjávar- afurðir seldust við góðu verði. Gjaldeyrir var yfirfljótanleg- ur og mjög gálauslega með hann farið, og lítið sem ekkert um það hugsað, að eiga vara- sjóð, ef undan fæti hallaði. Tæki voru þó keypt góðu heilli, fc-æði skip og verksmiðjur svo um munaði. En valdamennirnir, sem ftjórnuðu fjármálum ríkis og bæjar, í báðum tilfellum sjálú stæðismenn, gengu eins og í draumi, jusu út fé á báða bóga, rétt eins og peningaflóðið myndi vara til eilífðar og ekki þyrfti að ástunda hagsýni eða hafa í frammi fjármálalega fyrirhyggju nokkurn tíma. meir. Þessi dyggð, hagsýnin, var með öllu.útrekin af þessum fjármálaspekingum, sem nú segja að þeir þurfi að halda völdum áfram, ef allt eigi ekki að fara á hausinn hjá Reykja- víkurbæ. Á þessu tímabili stríðsgróð- ans og fyrirhyggjuleysisins hjá ráðamönnum Reykjavíkurbæj- ar, bar það stundum við að fiskiskipin okkar þurftu að íanda hér afla sínum, en svo dásamlega hafði þessum um- bjóðendum einkaframtaksins tekizt stjórnin, að skipin urðu liggja dögum saman án þess að fá afgreiðslu, og oft og tíð- um varð að vinna við þau skil- yrði, að þeir, sem við aflabrögð fengust, sjómenn og útvegs- menn, sluppu naumast skað- segir að séu í Heimdalli, er enginn, sem talizt hefur hæfur til setu í bæjarstjórn. Og svo heldur Morgunblaðið því fram, að unga fólkið streymi til Sjálfstæðisfloksins, sem beri hag og heill æskunnar fyrir brjósti öllum öðrum stjórn- máíaflokkum fremur! Hitt leikur ekki á tveirn tungum, að Heimdallur mun V'era fjölmennasti dansklúbbur í Reykjavík. En bæjarfulltrúar eru ekki kjörnir til þess að iðka dans, heldur til að rökræða og afgreiða mál og fjalla um stjórn og rekstur bæjarfélags- ins. Þess vegna er það ofur skiljanlegt, að Heimdallur eignist engan fulltrúa í hinni viýju bæjarstjórn. Dansklúbbur og stjórnmálafélag er sem sé tvennt ólíkt. Reykvíkingar byggja engar vonir á hinni dansandi æsku Sjálfstæðisflokksins. Þeir treysta á hugsandi og starfandi æskumenn, sem eiga sér göfug- ar hugsjónir og stefna að há- leitu takmarki. Þess vegna munu þeir veita Alþýðuflokkn- um oddaaðstöðu í hinni nýju bæjarstjórn og þar með tryggja það, að lýðræðissinnuð æska höfuðstaðarins eigi áhugasam- an og starfhæfan fulltrúa í hópi hinna nýju bæjarfulltrúa. tausir þó að vel aflaðist. Og dansinn í kringum gull- kálfinn hélt áfram undir for- ustu sjálfstæðismanna, og grósserum og alls konar spekú- löntum fjölgaði. Það opinbera, bæði ríki og bær, kepptu við oinstaklihga og einstaklingarn- Ir kepptu við bæ og ríki, svo að allir hlutu skaða af en ekki gagn, en verðbólga og alls kon- . ar. spákaupmennska óx með ári hverju’ lúxusíbúðum fjölgaði og dýrtíð fór vaxandi. Staðr ey n d irnar,. sem biasa við. En fjármálamennirnir svo- kölluðu í Sjálfstæðisflokknum, cem allt af fóru með fjármála- völdin bæði hjá ríki og bæ, létu sér allt þetta vel lynda; og nú er svo komið, að gjald- cyriseign landsmanna er ekki nema 13 milljónir króna, eða tem svarar fyrir 14 daga þörf- um, að umsögn bankastjóra Landsbankans. Á sama tíma er svo ástatt, p.ð gömlu togararnir liggja bundnir við bryggju eða inni á víkum, sumir þeirra nýju liggja cinnig, en þeir, sem í gangi cru, tapa vegna aflaleysis, lé- iegs markaðar nú, og síðast en ekki sízt vegna verðbólgunn- ar, sem vex dag frá degi. Vél- bátaflotinn er starfræktur vegna stuðnings ríkissjóðs, en verksmiðjur og bátarnir berj- ast við skuldir, sem stafa af aflaleysi undanfarin ár. Það þýðir ekkert að loka augunum fyrir þessum stað- reyndum, þær blasa við okkur og öllum sem vilja sjá. Það er þess vegna blekking, þegar r.jálfstæðismenn lofa gulli og grænum skógurn nú fyrir kosn- ingarnar, lofa öllum öllu, allt frá sorpéyðingarstöð upp í 30 rnilljóna spítala. Þeir vita það vel sjálfir, að eins og nú horf- ir í fjármálum og gjaldeyris- málum verður ekki hægt að framkvæma nema það allra nauðsynlegasta, ef ekki rætist rtórkostlega úr hjá okkur hvað aflabrögð sneríir og sölu afurðanna á erlendum möj'k- uðum. Þeir, ekki síður en við, eiga að vita það, að vegna verð- bólgu og dýrtíðar, vegna afla- leysis og lækkandi verðs á að- alframleiðsluvörum okkar, er versnandi ástand fyrir dyrum. Þeir, ekki síður en við, eiga að vita það, að vegna rýrari afla og lægra verðs, er hlutur; sjó- manna og þeirra, sem útveg ctunda, mun minni en verið liefur. Þeir, eins og við, ættu að vita það, að vinna verka- manna, bílstjóra og ýmissa nnnarra hefur verið minni en áður og tekjurnar því rýrari að sama skapi. Þeir eiga að vita það, að minnkandi útflutningur. þýðir minnkaður innflutningur. er hlýtur að koma niður á joeim Lnnlenda iðnaðþ.er notar 'mik- ið erlend hráefni, koma niður á iðnverkafólki og iðnrelsend- um. Sjálfstæðismenn, sem þykj ast vilja góða fjármálastjórn á Reykjavík, eiga að vita það, að ongar líkur eru til þess, að hægt verði að taka af almenn- ingi jafn mikla. .skatta og út- Gvör og verið hefur, ef miðað er við þær byrðar, sem almenn ingur verður að öðru leyti að bera í sköttum til ríkisins. Þeir eiga að vita það, að eins og aðrar þjóðir nú kosta kapps um að auka útflutning sinn rem mest, svo verðum við einn ig að gera. Sjálfstæðisleiðtogarnir, eins og allir, eiga að skilja það, að því aðeins getum við viðhaldið góðum lífskjörum hér í bæ, haldið áfram að byggja upp bæinn okkar, að okkur takist að auka til stórra muna út- flutningsframleiðsluna. en til þess að svo megi verða, þarf meiri skilning, meiri stuðning [ ess opinbera, meiri hagsýni og iparnað, — og þá ekki sízt hjá Reykjavíkurbæ. Það þýðir ckkert kukl. Það gagna engár (krumauglýsingar né skraut- myndir á glanspappír Sjálf- Gtæðisflokksins. Rærinn verður að gera aætlanir um þau verk, sem hann þarf að láta vinna og auka þær framkvæmdir eða draga úr þeim eftir því, sem þarfir vcrkafóiksins fyrir vinnu eru á hverjum tíma og með hliðsjón af þörf- um útflutningsíramleiðsl- unnar, þannig, að hún geti orðið sem mest og stöðug atvinna haldizt. Sjálfstæðismeirihlutinn hef- ur aldrei mátt heyra þetta nefnt. Allt af hefur hann drep- ið allar tillögur okkar Alþýðu- flokksmanna um þetta efni, — óryggi vinnunnar - - öryggi út- nutningsframleiðslunnar. Það er svo annað mál, hvern- ig Sjálfstæðisflokkurinn hefur 1 búið í haginn fyrir framtíð- ' ina, svo að það megi takast að ' auka vinnúna, þegar þess er ' þörf, svo að auka megi íbúða- húsabyggingar, byggingar til nlmenningsþarfa, sjúkrahús, bæjarbókasafn, hús fyrir gamla fólkið, húsmæðraskóla, tóm- stundaheimili, leikskóía, hafn- nrmannvirki og ánnað það, rem til heilla horfir. Á þeim f jórum árum, sem

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.